NT - 10.02.1985, Blaðsíða 13
Sunnudagur 10. febrúar 1985 12; j \ir Sunnudagur 10. febrúar 1985 13
liL lyiyndlisf: [ ll Myndlist
K „Gagnrýnendur“ nefnist þessi mynd sem máluð er með olíu á gegnsæjan pappír 1979. Stærð 182x320 sm.
' -Íár # :
km3\?
að gabba sjálfan þig. Þú ert að
mála hvítt millistéttarfólk í
bandarísku úthverfi.“ Og
Fischl varð Ijóst að hann var
upptekinn í myndum sínum af
neysluloforðum Ameríska
Draumsins og því hve
raunveruleikinn stangaðist á
við þennan draum. Þetta var
árið 1978 og síðan þá hefur
Fischl málað martröðina á
fullu með hefðbundinni tækni.
Samklippuleg
myndhugsun
Það er einkenni á myndum
Fischls að hann byggir þær á
samsetningum. í nýjustu
málverkunum notar hann
mikið þá aðferð að mála tvær
myndir á sama léreftið. Ekki
eins og Schnabel eða Salle að
mála hverja ofan í aðra, heldur
skiptir hann léreftinu í tvo eða
þrjá hluta og málar á þá tvær
eða þrjár myndir. Efnislega og
tæknilega tengjast þær, en eru
samt tvær myndir. Ef eldri
myndir eftir Fischl eru
skoðaðar, eins og sú frá 1979
sem nefnist „Gagnrýnendur“,
þá er sama myndhugsunin þar.
Myndin samanstendur af fimm
gegnsæjum blöðum og hefur
manneskja eða hlutur verið
máluð á hvert þeirra. Þessum
fimm myndeiningum má raða
saman á marga mismunandi
háttu.
Sömu aðferð notaði Fischl í
nýlegri grafíkmynd sem vakið
hefur mikla athygli. Hún
nefnist „Ár hundsins sem
drukknaði". Mætti halda að
Fischl lifði eftir kínversku
tímatali. Reyndar býr hann
rétt hjá Kínahverfinu á
Manhattan! En þessi mynd er
samsett úr sex einingum.
Grunneiningin er eyðileg
strönd, en hinar fimm
einingarnar eru minni myndir
af fólki sem raða má á
ströndina. Tæknilega er þetta
akvatinta, mjúkgrunnur og
þurrnál, prentað í lit. Á
yfirborðinu fjallar myndin
auðsæilega um fund hunds sem
hefur drukknað, en fleiri
merkingar liggja í loftinu.
Andrúmsloftið á ströndinni er
breytilegt: morgunstemmning
til vinstri, hádegisstemmning í
mið og síðdegisstemmning til
hægri. Fjallar myndin þá um
tíma? Um einn dag? Um eitt
ár? Eða það sem gerist í
tímanum? Eða fjallar myndin
um tilviljunarkennt atvik í lífi
ótengds fólks? Tákna
manneskjurnar ákveðna
samfélagshópa? Eins og í lífinu
sjálfu eru hér fleiri spurningar
en svör.
Að alast upp
karlkyns og hvítur
Málarar eins og David Salle
hafa á undanförnum árum
málað myndir sem eru
svívirðing við konur. Þótt
myndir Fischls geti aldrei
flokkast sem feminista-myndir
þá eru myndir hans málaðar
frá sjónarhorni karl-
húmanista. Hann á það
sameiginlegt með
kvenfrelsiskonum að hann er
að spyrja sig svipaðra
spurninga um
fjölskyldumunstur,
kynhegðun,
hlutverkaskiptingu og svo
framvegis. Konurnar í
myndum Fischls eru flestar
uppteknar af sjálfum sér,
liggjandi í steríótýperuðum
millistéttarsvefnherbergjum
eða baðströndum. En það eru
flestir karlanna líka.
Lífsmunstur er inntak verka
Fischls. Á myndinni
„Heimsókn til og heimsókn frá
eyjunum" eru tvær myndir,
tveir heimar. Til vinstri er hvítt
fólk í sólbaði og að leik á
fallegri baðströnd. Til hægri er
svart fólk krjúpandi yfir
drukknuðu svörtu fólki í
flæðarmáli er óviðri hefur
slotað. I hnotskurn er þetta
lýsing á velferðarsamfélagi og
vanþróuðum löndum. Á að
mála heiminn eins og hann er
eða eins og við viljum að hann
sé? Ef ég mætti ráða mundi ég
hafa „að alast upp karlkyns og
hvítur“ sem yfirskrift á
yfirlitssýningu á verkum
Fischls.
Svala Sigurleifsdóttir
■ „Ár drukknaða hundsins“, sex etsingar sem raðað er saman. 1983. Stærð 55x87 sm.
f-sts:
M
i. T Xarkaður og gagnrým
gera New York borg í bili að
miðstöð vestrænnar
myndlistar. Löngum voru
Evrópumenn aðalstjörnurnar
í myndlist Vesturlanda, en
eftir síðari heimsstyrjöldina
urðu bandarískir
myndlistamenn helstu
himintunglin. Menn eins og
De. Kooning, Pollock,
Warhol, Johns og
Rauschenberg áttu staðinn.
Fyrir nokkrum árum verður sú
breyting á að evrópskir
myndlistarmenn verða aftur
mikilsmetnir í New York og
þeir fara þangað í hrönnum til
að „meika" það. Auðvitað eru
samt stórgóðir ungir
Bandaríkjamenn að gera góða
hluti heima hjá sér, þótt minna
fréttist afþeim. Hérerætlunin
að segja aðeins frá því sem
mér, prívat og persónulega,
finnst best í bandarískri
samtímalist.
Nýir Ödipusar
Ungir listdansarar eru oft
táningar, ungir tónlistarmenn
um tvítugt, ungir rithöfundar
hálf þrítugir en ungir
myndlistamenn eru yfirleitt
miðaldra. Ástæðan er önnur
en sú að myndlistamenn taki
■ „Slæmur strákur“, olía á léreft. 1981. Stærð 168x244 sm.
seinna út þroska sinn en aðrir
listamenn. Einn af bestu ungu
myndlistamönnunum í
Bandaríkjunum er Eric Fischl,
37 ára gamall. Myndir hans
þykja nýstárlegar að efni, en
þó er grunnur þeirra þessar
klassísku sálarflækjur, sem
virðast hafa fylgt mannkyninu
frá ómunatíð. Vandamál
Ödipusar er ekki splunkunýtt
fyrirbæri! Þegar myndir Fischl
eru skoðaðar vaknar alltaf
sama spurningin hjá
áhorfandanum: „Hvað gengur
eiginlega á í þessari mynd?“
„Slæmur strákur" er gott
dæmi. í rúmi liggur kona.
Unglingsstrákur horfir á hana
en stelur unt leið úr veskinu
hennar. Hvertersambandiðá
milli veskisins og vagínu
konunnar? Eiga eplin og
bananarnir í skálinni að tákna
freistingar og phallusa? Gera
Ijósrendurnar á konunni og
rúminu hana ekki
tígrisdýralega? Er
áhorfandinn samsekur
stráknum? Alla vega kemur
upp sú tilfinning að
áhorfandinn er kominn á stað
þar sem hann á alls ekki að
vera og farinn að horfa á
forboðnar athafnir. Slík eru
viðfangsefni Eric Fischls.
Misheppnaður
hippi
Hvers vegna velur
myndlistamaður sér svona
efni: Fischl segir að það megi
rekja efnið til fortíðar sinnar.
Myndefnið sé þó ekki
sjálfsæfisögulegt, heldur séu
myndirnar byggðar á
andrúmsloftinu sem ríkti
heima hjá honum í æsku.
Mamma hans var alkohólisti
og fjölskyldulífið gekk út á að
bjarga þvt sem bjargað varð.
Fischl ólst upp í úthverfi á
Long Island á austurströnd
Bandaríkjanna. 1966 féll hann
á fyrsta ári í college og ákvað
að gerast hippi í San Francisco,
eins og svo margir aðrir. Á
hippaprófinu féll hann líka:
„Eg man að eitt sinn bjó ég
með þrjátíu öðrum í íitlu
húsnæði og uppgötvaði að mér
féll hreinlega við engan þar.
Það hlýtur að vera eitthvað að
mér, hugsaði ég. Kannski ætti
ég að nota meira dóp?
Fljótlega var ég þó kominn,
leiður og þreyttur, heim til
pabba og mömmu. Þá voru
þau flutt í sólina í Phoenix.“
Hann byrjaði í myndlistanámi
í Arizona State University og
líkaði vel. Að loknu námi þar
hóf hann áframhaldandi
myndlistanám í þá nýjum
listaskóla í Kaliforníu,
CalArts, 1970. Þessi skóli var
reistur og er rekinn sem lifandi
minnismerki um Walt Disney
og er með betri
myndlistaskólum í U.S.A. En
í CalArts fannst Fischl margt
að: „Þar vissu nú allir að
málverkið væri dautt! Ég man
eftir hópkrítík þar sem allt var
sallað niður út úr tómurn
leiðindum.“ Þó lauk hann
M.F.A. prófi frá CalArts.
Að námi loknu fór Fischl á
flakk, til Chicago og síðan til
Nova Scotia. Þar reyndi hann
að nálgast hið upprunalega og
óspillta í lífi fiskimanna og
málaði mystískar myndir af
þeim. Vinur hans einn skoðaði
myndimar og sagði: „Hættu
samtimans