NT - 10.02.1985, Blaðsíða 18

NT - 10.02.1985, Blaðsíða 18
Ljósbrot Sunnudagur 10. febrúar 1985 18 ■ Fréttaljósmyndun á sér langan og virðulegan sess í heimi ljósmyndunar. Hún er spegill þess samtíma sem við lifum í, ef til vill sá sterkasti. Enginn fréttaritari, ekkert skáld kemur í stað myndarinnar sem er tekin á réttu augnabliki. Hún flytur anda og örlög einnar menningar yfir lönd og höf, þar sem einhver önnur mcnning kemst í tæri við hana og sér sjálfa sig í nýju Ijósi fyrir vikið. Fréttaljósmyndin er fagnaðarboðskapur, hún er ákæruskjal; hún er list, svo margbrotið er eðli hennar. íslenska fréttaljósmyndarastéttin hefur farið vaxandi hvað snertir fjölda góðra Ijósmyndara og við eigum nokkra sem hafa orðið langa reynslu að baki. Meðal þeirra er Guðjón Róbert Ágústsson, ljósmyndari NT, sem í sumar hefur fyllt tvo áratugi í faginu. „Pað sem menn verða að hafa til að bera í þessu starfi er snerpa og hikleysi, þegar svo ber undir," segir Róbert, „það er ekki hægt að velta lengi fyrir sér uppstillingunni þegaraugnablikið kemur. Þess vegna þarf að þjálfa með sérað geta beitt nær hvaða möguleika, sem vélin sem maður hefur í höndunum býöur upp á, í hvert skipti. En ekki aðeins það,- heldur sem allra flesta möguleika í Ijósmyndun almennt líka. Menn þurfa að kunna skil á helst öllu sem að Ijósmyndun lýtur, eigi menn að geta sinnt þeim kröfum sem til Ijósmyndara á dagblaði eru gerðar. Já, ég hef fengist við uppstillingar og spreytt mig á ýmsum myndum af hreinu listrænu tagi. Ég skal ekki segja hvaða mótívum ég hef mestar mætur á, en líklega mundi ég nefna börn ef ég ætti að nefna eitthvað sérstakt. Ég held að mér hafi oft tekist vel upp með myndir af þeim.“ Eins og sjá má cru það ekki fréttuljósmyndir sem við höfum valið úr safni Róberts Ágústssonar, heldur myndir af því tagi þar sem mótív af listrænum toga hafa orðið fyrir honum. Fréttaljósmyndari kemur hér fram með grein af viðfangsefnum sínum, sem sjaldnar eru fyrir augum lesenda en hinar. /

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.