NT - 10.02.1985, Blaðsíða 11

NT - 10.02.1985, Blaðsíða 11
Sunnudagur 10. febrúar 1985 11 eru þá kannski að fá ráð í sambandi við umgengnisrétt barna eftir skilnað og því um líkt. Að vissu leyti störfum við því sem lögfræðileg ráðgjafar- þjónusta í hvers kyns vandamál og bendum fólki á hvert og hvernig það getur snúið sér. Blm.: Hvernig eru svo þessar kærur meðhöndlaðar og ef fólki hefur verið ólöglega mismunað er það einhverju bættara með að kæra? Já, við skulum vona það! Fyrst könnúm við málið og ef við teljum að lögin hafi verið brotin og mismunun átt sér stað vegna kyn'ferðis, þá höfum við samband við viðkomandi aðila. Við förum jafnan samningaleiðina og málin eru leyst á því stigi. Sá sem kærir á rétt á skaðabótum, en til dæmis í sambandi við þessar stöðu- veitingar þá er viðurkenningin á því að um mismunun hafi verið að ræða yfirleitt nægjanleg flestum. Mín reynsla er sú, að venjulega vilji fólk ekki ganga lengra þó svo að lagalega geti ráðið höfðað skaðabótamál fyrir hönd kæranda. Blm.: Hefur erindum og kærum fjölgað á undanförnum árum? Ég hef nú ekki handbærar töiur frá upphafi, en í það minnsta síðan ég byrjaði fyrir tveimur og hálfu ári finnst mér þær hafa aukist. Árið 1983 voru 27 formleg erindi og kærur afgreiddar hér og mér sýnist að fjöld- inn hafi verið eitthvað svipaður árið 1984, kannski öllu fleiri ef eitthvað er. Með þessu er ég þó alls ekki að segja að brotum hafi fjölgað, heldur getur margt komið til, eins og til dæmis að fleiri viti um starfsemi ráðsins og að meðvitund fólks al- mennt um brot af þessu tagi hafi aukist. Vinkonu forstjórans sagt upp Nú hefur kvenréttindaumræðan í ina. Hópur þessi hélt fjölmennan fund fyrir nokkru þar sem samþykkt var að standa fyrir aðgerðum á árinu. Að sögn Elínar Stephensen hjá Sam- starfshópi 1985 er ýmislegt í bígerð. ..Við hugsum okkur að herja mikið á fjölmiðla með efni eftir konur og um konur. Meiningin er að rauði þráður- inn í málflutningi okkar verði kjara og launamál kvenna. Af beinum að- gerðum er það að segja að þann 19. júní ætlum við að planta trjám. Þetta er hugsað sem sameiginieg aðgerð alla kvenna á Eyjafjarðarsvæðinu, þannig að þær tækju sig til, hver í sinni heimasveit og plöntuðu trjám. Síðan hyggjumst við, þann 24. októ- • Etín Pálsdóttir Flygenríng, lög- fræðingur. ber, taka okkur frí frá störfum til þess að ræða okkar stöðu og þá sérstaklega með tilliti til launamála. Vikurnar þar á undan reiknum við með að það verði I gangi sýningar á verkum kvenna, svo sem listum, bókmennt- um, heimlisiðnaði og öðru slíku." Undirbúningur er í gangi á öðrum stöðum á landinu og hefur blaðamað- ur fregnað að á Akranesi séu atvinnu- málin í brennidepli, en þar er nú verið að gera samanburð á vinnu kvenna fyrr og nú. Á Egilsstöðum gekkst jafnréttisnefndin nýverið fyrir umfangsmikilli könnun. Hún ieiddi í Ijós talverðan launamismun milli karla og kvenna og að skortur á dagvistunarplássi hamlaði nokkuð sókn kvenna út á vinnumarkaðinn. Jafnframt sögðu konur að meginhvat- inn til þess að fara að vinna úti væri slæmur fjárhagur. Hugmyndir eru nú uppi á Egilsstöðum um veggspjalda- samkeppni í tilefni loka kvennaára- tugs, að sögn Elnu K. Jónsdóttur formanns jafnréttisnefndarinnar þar. Eins og þessi dæmi sýna er talsverð- ur hugur í íslensku kvenfólki um þessar mundir. Þess má að lokum geta að starfshópar eru öllum opnir og er hér komið gullið tækifæri fyrir áhugasama að taka virkan þátt í jafnréttismálum. B.G. ■ Kvennafrídagurinn 24. okóber 1975. Verður hann endurtekinn i haust? Bandaríkjunum og Kanada á undan- förnum árum snúist mjög mikið um kynferðislega áreitni á vinnustöðum (sexual harrassment) og er slíkt ekki óalgengt kvörtunarefni. Er þá til dæmis talað um að konur séu beðnar um kyngreiða af yfirmönnum sínum og látið í veðri vaka að slíkt leiði til skjótari starfsframa. Hefur þessu ekkert skotið upp hér á íslandi, annað hvort í kvörtunum eða þá í umræðum kvenréttindasamtaka? Það hefur verið alveg afskaplega lítið og þá helst að eitthvað í þessa veru komi fram ín afnlausum sím- hringingum. Hugsanlegt dæmi um þetta er kona, sem hefur átt vingott við forstjórann. Henni er sagt upp, en hún veit ekki hvort hér veldur reiði forstjórans vegna þess að nú er hún ólétt eftir einhvern annan eða einhver önnur ástæða. Slíkt væri náttúrlega ólöglegt. en við höfum ekki fengið neitt að ráði af slíkum kvörtunum og ekki eina einustu formlega kæru. Það hefur ekki verið mikil umræða um þetta hér á landi og alls ekki eins mikið og í Bandaríkjunum og Kan- ada. Ég held hreinlega að hér sé þetta ekki jafn mikið vandamál. Annars eru þetta vitanlega tómar getgátur því það er ekki.hægt að gera sér grein fyrir hvað mikið er um þess háttar hér. Hins vegar ef dæma má út frá umræðunni og því sem manni sýnist svona án þess að hafa beinharðar staðreyndir, þá virðist vera spilað miklu meira inn á kynferðislega hluti þarna fyrir vestan. Persónulega finnst mér þetta falla algerlega í skuggann af mun stærra og alvarlegra vanda- máli, sem er launamál. Launa mismunun enn við lýði Blm.: Nú banna jafnréttislögin launa- mismunun. Hvernig er þá hægt að komast upp með slíkt? Þetta er náttúrlega mikil og flókin spurning. Hluta skýringarinnar er hægt að finna hjá konunum sjálfum, því þær nýta sér ekki þó þessa aðstöðu, sem hér er rekin, til að fá hlut sinn réttan. Mjög oft koma símakvartanir frá konum sem hafa fengið sig fullsaddar á einhverri launamismunun. Gallinn er hins veg- ar sá að þegar við skorum á þær að leggja fram kærur, koma á þær vöflur og þær vilja ekki gera það. En án þess að hafa formlega kæru getum við lítið gert. Nú, kvartanir af þessu tagi virðast koma úr öllum starfsstéttum og oft er um að ræða að karlar, sem vinna sömu störf og konur, fá alls konar aukafríðindi svo sem bílastyrki og fasta óunna yfirvinnu. Þetta er auðvitað alls ekki nógu gott, en að sumu leyti getur maður skilið þetta fólk (konur) vegna þess að það er hægt að gera því lífið afskaplega erfitt þegar það er með svona uppsteyt, og sumstaðar, í einkageiranum sérstak- lega, gæti það jafnvel misst vinnuna. Það er því að sumu leyti ekki óeðlilegt að konur sleppi því að kæra. Eftir sem áður finnst mér þetta vera full mikið af því góða, miðað við hvað umræðan er mikil og konur kvarta mikið og eru raunar meðvitaðar og sammála um þessi grundvallar mann- réttindi. Blm.: Að lokum Elín, hvar finnst þér helst hafa áunnist undanfarin tíu ár og hvar minnst? Mér finnst eðli umræðunnar hafa batnað verulega og hún öll vera orðin málefnalegri - ekki svo að skilja að hún gæti ekki verið betri. En það hefur orðið til mikilla bóta að jafn- réttisumræðan er ekki lengur umræða um hver á að vaska upp eða ryksuga. Hér áður fyrr var talsvert um þann misskilning hjá fólki að jafnréttisbar- áttan stæði um það að konur ættu að vera eins og karlmenn og ég er ekki frá því að svona hugmyndir hafi gert fólk hálf hrætt við kvenréttindi. "Rauðsokka" var þá hið mesta skam- maryrði. Þetta hefur sem betur fer breyst á síðari árum og menn gera sér grein fyrir að ætlunin er að konur séu hvorki meiri né minni en karlar. Á hinn bóginn finnst mér talsvert skorta á jafnrétti í launamálum eins og ég sagði áðan og þar þarf að gera stærsta átakið. Ég er þó nokkuð bjartsýn þegar til lengri tíma er litið og tel að við séum á réttri leið. Sérstaklega held ég að ungt fólk hafi tileinkað sér raunhæf viðhorf í jafn- réttismálum. B.G. VALFODiJR INNIHALDSRIKT OG FÖDURSPARANDI v. "alfóöur er fljótandi dýrafóöur, framleitt úr nýjum fiski. Við fram- leiðsluna er ekki notast við hita, sem skaðar næringargildi hráefnisins. Ifalfóður er mikilvaegt með öðru fóðri, vegna líffræöilegs gildis þess. Jralfóöur er fóöursparandi, vegna þess hve prótein i öðru fóðri nýtist vel, sé Valfóður gefið meö. “alfóður er ódýr, innlend fram- leiösla. meitið nánari upplýsinga. VIO SETJUM GEYMSLUTANK HEIM Á BÆ, ÞÉR AO KOSTNAOARLAUSU. PO BOX 269 222 HAFNARFJOROUR SIMI: 91-651211 SÍMI I VERKSMIDJU: 92-2273 NOTAÐAR TÖLVUVOGIR FRÁ Á MJÖG GÓÐU VERÐI GREIÐSLUKJÖR PLASTOS HF Bíldshöfða 10, sími 82655 Áskrifta- * -ssr 686300 J

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.