NT - 10.02.1985, Blaðsíða 9
áþreifanlega var við að kerfi stjörnu-
spekinnar dugir til að lýsa mun á
persónuleika einstaklinga þá nota ég
að sjálfsögðu þetta tæki. Hvort það
rúmast innan hins þrönga ramma
þess sem kallað er vísindalegt eða
ekki skiptir mig ekki höfuðmáli."
Sigurjón: „Já hér erum við komnir
að atriði sem menn hafa löngum deilt
um. Hvað eru vísindi og hvernig ber
að bregðast við þeim atriðum sem
ekki er hægt að rannsaka eða skoða
með þeim mælistikum sem vísindin
krefjast að notuð séu. Á hinum
mismunandi tímum í sögunni hafa
menn komið sér saman um ákveðnar
leikreglur í þessu sambandi og kallað
þær vísindalegar. Sem dænti um þetta
er hið svo nefnda pósitíviska-mekan-
íska líkan sem tíökast í náttúru- og
raunvísindum. Allt frá seinni hluta 19.
aldar hafa fræðimenn innan sálar-
fræði reynt eftir fremsta megni að
fylgja þessu líkani. Pað verður þó að
viðurkennast að erfitt hefur reynst að
skoða ýmsa þætti okkar innan þessa
ramma. Menn hafa til dæmis átt í
miklum erfiðleikum með að beita
þessum rannsóknaraðferðum innan
ýmissa sviða dulsálfræðinnar. Og það
hefur ekki aðeins verið þar. Ýmislegt
í tilfinningalífi okkar verður trauðla
skoðað með þeint hörðu vísindalegu
mælistikum sem líkanið krefst að
notaðar séu."
Blm: „En eru þá þessar kröfur um
vísindalegar aðferðir ekki rannsókn-
unum fótakefli?"
Sigurjón: „Sumir fræðimenn hafa
haldið því fram. Aðrir benda á að við
verðunt að ganga út frá vissum for-
sendum til að geta talað saman þannig
að gagn verði af."
Gunnlaugur: „Ég tel að við verðum
að gera ákveðnar kröfur þegar um
rannsóknir er að ræða, hverju nafni
sem þær nefnast. Parametrarnir eða
reglurnar mega þó ekki vera þannig
að þær komi í veg fyrir að hægt sé að
skoða ákveðin fyrirbæri eingöngu
vegna þess að mælistikurnar passi
ekki."
Sigurjón: „Já, þessu erég í rauninni
sammála þó svo að það eigi að heita
að ég vinni innan þess sem kallað er
vísindalegur rammi. Ég tel að það sé
mjög margt í sálarlffi mannsins sem
ekki er hægt að mæla en skiptir þó
gífurlegu máli. Ég minntist á tilfinn-
ingalíf mannsins sem dæmi um þetta.
Það væri að sjálfsögðu rangt að láta
þetta svið afskiptalaust í sálarfræði
þó svo að erfitt reynist að fella það að
því rannsóknarlíkani sem vísindun-
um er kærast.
Á hinn bóginn er líka margt sem
tengist sálarlífi okkar sem hægt er að
mæla og það má ekki gleyma mikil-
vægi þess. Rannsóknir á sviði
skynjunar og eðli hugsunar hafa fleytt
þekkingu okkar á manninum mikið
fram. Eg tel samt að einn megingalli
við nútíma sálarfræði sé hversu þröng
hún er. Margir fræðimenn segja sem
svo: Þetta sem við erum að rannsaka
er sálarfræði, allt annað en tómt rugl.
Menn ganga þannig áfram með
blöðkur fyrir augunum og láta mikil-
væg viðfangsefni lönd og leið vegna
þess að þeir þora ekki að nálgast þau.
Ég held að þetta sé oft spurningin um
það að vera opinn fyrir lífinu í
kringum sig og í sjálfum sér."
Gunnlaugur: „Ég gæti vel ímyndað
mér að þetta væri ein af ástæðunum
fyrir því að ég kaus að leggja stund á
stjörnuspeki en ekki einhverja skylda
grein innan hins akademíska hug-
myndaramma. Ég vil fá leyfi til þess
að skoða heiminn í kringum mig á
minn eigin hátt án þess að láta aðra
segja mér hvernig ég eigi að fara að
því. Innsæi eða það sem kallað hefur
verið introspektion er minn máti og
ef það er ekki viðurkennd aðferð
innan vísindalegrar hugsunar þá verð
ég einfaldlega að standa utan
hennar."
Sigurjón: „Þú ert sjálfsagt ekki
einn um þessa skoðun. Mest vorkenni
ég þó þeim fræðimönnum sem eru
trúaðir en eru vegna starfa sinna og
menntunar þjálfaðir í hinni vísinda-
legu hugsun, því hér er um tvö
gjörólík svið að ræðai Mér skilst að
margir þeirra hafi orðið að skipta lífi
sínu upp í eins konar hólf. Annað er
vinnan og þar með vísindin en hitt
hólfið er hinn persónulegi einkaheim-
ur þeirra. I öðru hólfinu gilda lögmál
sem ekki gilda í hinu.
Hvað stjörnuspekina áhrærir þá tel
ég hana alls ekki sálaríræðinni óvið-
komandi. Hér er unr að ræða grein
sem er merkileg og að mörgu leyti
heillandi. Ég skil þó ekki ýmislegt af
forsendum hennar en er tilbúinn til
að hlusta á það sem hún hefur fram
að færa. Þeir sem þessi fræði stunda
hafa alveg sama rétt til greininga á
persónuleika mannsins og þeir senr
telja sig gera það á vísindalegan hátt.
Það verður þó að gera ákveðnar
kröfur til vinnubragöanna svo sem að
þau séu skipulögð og um kerfis-
bundna hugsun sé að ræða. Það
verður líka að gera þær kröfur að
niðurstöður rannsókna séu settar
fram á májí sem öðrum er skiljanlegt
og aðgengilegt."
Nemendur Sigurjóns í sálarfræði
voru nú farnir að knýja dyra og leita
að læriföður sínum og kennara. Tíma
okkar var og að Ijúka þó enn væri
margt eftir órætt. Vonandi gefst tæki-
færi til að taka upp þráðinn aftur þótt
síðarverði.
JAÞ
S-Ij dagurim
Keilukeppni
Feróakynning
Ofí fflæsilt'fi
Sunnudagurinn 10. febrúar er SL-dagurinn í ár! I tilefni af útkomu sumaráætlunar
og sumarbæklings ’85 höldum við hátíð og bjóðum öllum að vera með!
Ferðakynning
í Austurstræti
Itilefni dagsins höfum við söluskrifstofuna,
Austurstræti 12,opna frá kl. 13-16 og höldum
óvenjulega og skemmtilega ferðakynningu.
■ Stórskemmtileg ferðagetraun. Glæsileg
ferðaverðlaun í boði - flug til Kaupmanna-
hafnar fyrir tvo.
■ Dixie-bandið leikur hressileg lög fyrir gesti og
gangandi.
■ Trúðurinn Skralli sprellar fyrir þá yngstu.
■ Og rúsínan i pylsuendanum: Heimsdaman
Henríetta gefur holl ferðaráð og segir frá
Parísarævintýrum kvenna, en Rósamunda
sendir heim beina lýsingu á upplifun sinni á
skemmtistöðum Evrópu!
Fyrsta keilukeppnin á Islandi
Við efnum til fyrstu opinberu keilukeppninnar á
íslandi og er öllum heimil þátttaka! Sigurlaunin
eru glæsileg:
■ 1. verðlaun: 2ja vikna sæluhúsaferð til
Hollands að verðmæti 15 þús.
■ 2. verðlaun: Máltíð fyrir tvo á Sælkeranum.
■ Einnig fá þrír næstu sérstök aukaverðlaun og
allir fá veglega viðurkenningu fyrir þátttökuna.
Keppnin hefst á sunnudagsmorgun
klukkan 9.30.
'f
---------Hátíð í Háskólabíói!--------------------
Húsið opnað kl. 14.30. Dixie-bandið leikur létt lög í anddyrinu frá kl. 14.45.
Klukkan 15 hefst síðan skemmtidagskráin:
Kvikmy ndasýning - stuttar og skemmtilegar
barnamyndir.
Barnagaman - fóstrunemar sjá um söng og
leiki sem allir í salnum geta tekið þátt í.
Lukkumiðar. Tveir glæsilegir ferðavinningar
- Italíuferð að andvirði kr. 20 þúsund og flug
til Danmerkur að andvirði kr. 15 þúsund -
dregnir út á hátíðinni.
Stjúpsystur syngja og fara með gamanmál
eins og þeim er einum lagið.
BjÖSSÍ bolla - sá eini sanni skemmtir og
leikur við börnin.
Trúðurinn Skralli sprellar í anddyrinu, í
salnum og á sviðinu og kynnir jafnframt
dagskrána.
Ferðabæklingar liggja frammi á öllum stöðunum!
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 & 23727