NT - 15.02.1985, Blaðsíða 3

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 3
ÁBOT Föstudagur 15. febrúar 1985 3 Blaðll „Þetta er það besta sem hægt er að gera í buxum“ buxum." Þessi setning lýsir nokkurn veginn þeini hugsun- arhætti sem einkennir þessa stráka. Siguröur Bjarklind taldi að spurningar á borö viö þessa væru leiðinlegar, og hann sagði að ekkert svar væri til hvernig mönnum liði. „Þú veröur einfaldlega að prófa þetta sjálfur, og þá skaltu ■ Þessa skemmtilegu mynd tók Árni Bjarnason Ijósmyndari eftir að Kristófer var lcntur. Það eru viss handtök sem notuð eru við samanbrot fallhlífa. NT-myndir: Árni Bjarna ■ Riffilskotfimi hefur ekki þá aðstöðu sem skyldi. reyna að svara öðrunt. Þetta er einstök tilfinning og ekki hægt að lýsa henni með orðum." Sigurður Bjarklind er einn reyndasti fallhlífarstökkvari okkar íslendinga, og þennan dag stökk Sigurður sitt 502. stökk. S. Bonie Troy er bandarísk- ur í húð og hár, og er hér á landi til þess að taka auglýs- ingamyndir fyrir Nike íþrótta- vörufyrirtækið. Hann var virkilega hrifinn af hversu góð- ir íslensku fallhlífarstökkvar- arnir væru miðað við þær að- stæður sem þeir þjálfuðu við, og nefndi sem dæmi að ís- lensku stökkvararnir sem eru á svipuðu stigi og þeir banda- rísku voru fyrir nokkrum ára- tugum, stæðu betur að sínum málefnum og var Troy sann- færður um það að þess yrði ekki langt að bíða að íslenskir stökkvarar yröu í fremstu röð, ef þeir tækju þátt í alþjóðleg- um mótum í fallhlífarstökki. Troy vildi einnig koma á frant- færi sérstökum þökkum til allra íslendinga sem hefðu gert veru hans hér á landi ævintýri líkast. „Ég hef víða farið, og hér ríkir viss ævintýrablær, fólkið er vinsamlegt og hjálpfúst, og maður getur verið öruggur um sig hvort sem er úti á götu um miðja nótt, eða unt há- bjartan dag.“ ÞórJón Pétursson sem stökk með Troy, hefur æft fallhlífar- stökk lengi, og var gaman að horfa á hann leika sér í loftinu. í samtali við þá félaga kom fram að þeir Kristófer og Þór Jón eru á leið til Bandaríkj- anna, og ætla þar að leggja stund á fallhlífarstökk, köfun og aðra skylda starfsemi, sem tengist björgunarstörfum. NT-mynd: Ari ■ Sigurður Bjarklind lentur, og þá er að taka saman rallhlífina. Lendingin var cinstaklega góð hjá Sigurði, og engu líkara en hann væri að stíga fram úr rúrninu, þegar hann tiplaði á jörðinni. Nú hefur verið formlega stofnað Fallhlífasamband Is- lands og var það stofnað um síðustu helgi, og er markmið sambandsins aö sjá til þess að þekking fallhlífarstökkvara verði sem best, og stuðla að auknum tengslum við erlenda fallhlífarstökkvara. Aö lokutn vildu þeir félagar hvetja alla sem áhuga heföu á fallhlífar- stökki til þess að taka þátt í námskeiði senr haldiö yröi á vegum fallhlífarstökksam- bandsins þegar liöi á vorið. Sigurður Bjarklind sagði að kostnaður við námskeið af þessu tagi væri um fimm þús- und krónur og allur útbúnaður væri lánaður. í námskeiðinu er innifalið tvö til fjögur stökk. og getur námskeiðið staöið viku til tíu daga, allt eftir veðri og aðstæðum. „Það er jafnvel hægt að rubba svona námskeiði af á tveimurdögum, ef allt gcngur í haginn, en það er nú ckki alltaf æskilegt." Aðspurður um hvort fallhlíf- arstökk væri dýrt sport, svör- uöu þeir félagar því til, að svo væri ekki. Fallhlífar kosta á bilinu 70-100 þúsund krónur, en hægt er aö fá notaðar fall- hlífar á allt niður í þrjátíu þúsund krónur, og eru það ágætis kaup, þar sem notaðar fallhlífar cru yfirlcitt vel með farnar. þar sem mest von er um nýja félaga. - Þegar skotfimi hefur náð fótfestu sem íþrótt, aö leggja drög aö frekari útbreiðslu, og koma upp skotvöllum á aö- gengilegum stöðum. Mogens Hansen mælti með sem byrjunaræfingum, aö best væri að koma upp aðstöðu innanhússmeð 15 m braut sem gerð væri fyrir riffla og stand- ard-skammbyssurallt uppí cal. 22. Ennfremur taldi Mogens að rétt væri að byggja þetta í tengslum við skóla eða íþrótta- hús. Fyrir skotfimi af kraftmeiri gerðinni mælti hann með að byrjað yrði á að koma upp aðstöðu fyrir riffla og þyrfti brautin að vera 50 m með möguleikum fyrir 25 m langa braut fyrir skammbyssur. Þá er æskilegt að byggja í tengsl- um við 50 m brautina 200/ 300 m braut, þar sem rifflar með kaliber allt að 8 mm, geta notið sín. Hversu fljótt.hvort yfirleitt verður af þessum hugmyndum vitum við ekki, en það er alltaf jákvætt, þegar hefur verið mótuð stefna sem hægt er að leitast við að fylgja. Þess má geta í lokin að um síðustu helgi var haldið skotþing, og var endurkjörinn formaður skotsambands ís- lands Þorsteinn Ásgeirsson, Ferdinand Hansen var kosinn ritari, og Marteinn Magnússon gjaldkeri. Skotmönnum sem hafa áhuga á að koma sínum málum á fram- færi, er velkomið að skrifa og láta í ljósi skoðanir sínar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.