NT - 15.02.1985, Blaðsíða 6

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 6
Föstudagur 15. febrúar 1985 6 Blðð II ABOT ■ í vikunni var frumsýnd kvikmynd í Háskólabíói. Myndin ber nafnið Harry & son, og eru helstu leikcndur Paul Newman og Robby Benson. Einnig leikur kona Paul Newman eitt af stóru lilutverkunum í myndinni. Myndin er nokkuð sérstök að því leyti að Paul Newman er allt í öllu. Hann leikur aðalhlutverkið, leikstýrir myndinni, er framleiðandi og átti þátt í að semja handritiö. Ekki er ástæða til þess að rekja efnisþráð myndarinnar hér, en þeim sem áhuga hafa á honum, er bent á Háskólabíó og er myndin sýnd klukkan 5 og 9:15. Tónleikar, d - allt innifalið ■ Veitingastaðurinn Arnarhóll hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða gestum sínum upp á undirleik undir borðum á hverju miðviku- dagskvöldi, og síðan þegar gestir hafa lokið við að borða verður söngvari sem syngur gestum til ánægju í hinni svokölluðu koníaks- stofu. Síðastliðinn miðvikudagskemmti hinn bráðefnilegi bassasöngvari, Viðar Gunnarsson. Viðar hefur stundað söngnám bæði í Reykjavík og Stokkhólmi. Fyrirhugað er að næsta miðviku- dag skemmti hinn þekkti söngvari Veitingastaðurii ■ Marakvartettinn leikur fyrir matargesti í Arn- arhóli. Kvartettinn skipa fjórir meðlimir úr Sin fóníuhljómsveit íslands. Marakvartettinn verður á Arnarhóli á hverju miðvikudagskvöldi, og var fyrsta kvöldið síðastliðinn miðvikudag. NT mynd Sverrir Síldarsælkera freistað í BIXINU um helgar ■ Veitingastaðurinn BIXIÐ á Laugavegi 11 í Reykjavík hefur tekiö upp á þeirri ný- breytni að bjóða gestum sínum upp ásíldarhlaðborð á laugar- dags- og sunnudagskvöldum. Á síldarborðinu geta gestir valið sér af 16 mismunandi síldarréttum auk tilheyrandi, m.a. hrárra eggjarauða. og fleiri eggjarétta ásamt nokkr- um tegundum af brauði og smjöri. Að sögn Árna Krist- jánssonar, veitingamanns er hugmyndin - ef gestir sýna þessari nýjung áhuga - að bjóða jafnframt upp á heita síldarrétti. Árni gefur yfirkokknum sínum, Ara Gunnarssyni, heiðurinn af hinum gómsætu síldarréttum - þeir séu allir lagaðir á staðnum úr íslenskri síld. Skýrt var tekið fram. að gestir geta pantað alla aðra rétti hússins af matseðli samfara síldarhlaðborðinu og er sá matseðill í gildi alla daga vik- unnar. Fyrir hádegi Hvert viltu far á miðvikudag ■ Allir þeir sem hafa hug á að koma á framfæri tilkynningum er eiga erindi í föstudagsábót NT, verða að hafa samband skriflega við ritstjórn blaðsins fyrir hádegi á miðvikudag. Við höfum áhuga á öllu sem er að gerast um helgina, hvort sem það er myndlistarsýning, lifandi músik á bjórstofu, uppákoma á veitingahúsi, leiklistarsýning, eða eitthvað í þeim dúr. Ef þú hefur eitthvað sem talist gæti áhugavert, verður þú að hafa samband við okkur fyrir hádegi á miðvikudögum, svo að tryggt sé að þínar upplýsingar komist á framfæri. M Lokað verður á föstudag vegna einkasamkvæmis, en laugardag og sunnudag skemmta Ríó tríó og hljómsveit Gunnars Þórðarsonar. Einnig koma fram þau Richard og Helen sem náðu frábærum ár- angri í síðustu heimsmeistara- keppni í „free style" diskódansi. Broadway er til húsa að Álfa- bakka 8 og síminn er 77500. HótelSaga: M Súlnasalurinn verður lokað- ur vegna einkasamkvæmis á föstudagskvöld, en á laugar- dagskvöld verður dansað í Súlnasalnum, og glænýtt Sögu- spaug verður frumsýnt. Súlna- salurinn verður lokaður á sunnudagskvöld vegna einka- samkvæmis. Mímisbar verður opinn alla helgina, og skemmtir dúett Andra og Sigurbergs gest- um með léttri tónlist. Hótel Saga er til húsa við Hagatorg og síminn er 20221. Hollymod: M Diskótek verður að vanda í Hollywood, á tveimur hæðum, föstudag, laugardag og sunnu- dag. Heimsmeistarinn í „free- style diskódansi", ásamt stúlk- unni sem varð í þriðja sæti í sömu keppni skemmta áhorf- endum, og verður síðasta sýning þeirra á sunnudag. Unglinga- dansleikur verður á laugardag, og hefst hann klukkan 15 og stendur til klukkan 18. Dans- leikurinn er fyrir aldurshópinn 13 til 16 ára. Á sunnudeginum verður síðan fjölskylduskemmt- un, og hefst hún klukkan 15. Hollywood er til húsa að Ár- múla 15, og síminn er: 81585. HótelBorg: M Lokað verður bæði föstudag og laugardag vegna einkasam- kvæmis. Sunnudagskvöld leikur síðan hljómsveit Jóns Sigurðs- sonar fyrir gömlu dönsunum. Hótel Borg er til húsa við Póst- hússtræti 10 ogsíminner 11440. Glæsibær: M Á föstudagskvöld skemmta hljómsveitin Glæsir og Rokk- bræður og á laugardagskvöld verður salurinn ekki opnaður fyrr en klukkan 12. Og um kvöldið spila Glæsir og Rokk- bræður skemmta. Ölverið verð- ur opið alla helgina og geta gestir keypt þar bjórlíki. Glæsi- bær er til húsa í Álfheimum, og síminn er: 685660. Skálafell-HótelEsju: M Föstudags- og laugardags- kvöld mun dansband Kristjáns leika fyrir dansi. Á sunnudag mætir síðan Guðmundur Hauk- ur og Þröstur og leika létt lög fyrir gesti. Hótel Esja er við Suðurlandsbraut 2, og Skálafell er á 9. hæð. Síminn er 82200. Klúbburinn: M Opið verður á öllum fjórum hæðum, bæði föstudags og laug- ardagskvöld. Bæði kvöldin verður diskótek á þremur

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.