NT - 15.02.1985, Blaðsíða 4

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 4
Föstudagur 15. febrúar 1985 4 Blað II «Kiííts tiiry • uw&m&Mt fSaSfGm^ PWWAífit * ÍMf&XXi ílOMAiit ■(■ Vinsældalistinn 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. D Chiefs (2 spólur 6) Ninja Master 3) 4.-6. spóla Silent Partner 15) Stríðsins blóðuga helvíti (2 spólur) 7) Educating Rita 13 12 2 8 4 5 17 10 9 14 16 20 Winter of discontent 48 hours Angelique (5 spólur) Maður, kona og bam Mistrals Daughter (3 spólur) Flóttinn frá New York The Thing Celebrity (2 spólur) Deadly Encounter Tobeornottobe Why would I lie? Evilthatmando Paris, Texas Lies Þeirsemdæma: Studio, Kellavik Myndbandaleiga kvikmyndahusanna, Hafnarfirði Videok|allarinn Oðinsgbtu 5 Nesvideo. Melabraut 57 Video-Markaðurinn, Hamraborg 10 Grensasvideo Grensasvegi 24 Myndbandalagið, Mosfellssveit Video Björninn, Hringbraut 119D Videoklubburinn, Storholti 1 Tröllavideo, Eiðistorgi 17 West End video, Vesturgótu 53. Erfið fæðing! ■ „Já, hann er kominn fyrsti þátturinn af Benny Hill grín- þáttunum á myndbandamark- aðinn." Þetta sagði ég tostu- daginn 14. desember '84 á myndbandasíðunni þá: nú tveim mánuðum seinna ætla ég að gera aöra tilraun og fræða lesendur mína á því að þessi frábæri grínþátturernú loksins kominn á leigurnar! Dreif- ingaraðilinn, þ.e.a.s. Fálkinn sér nú fram á að þeir sem texta myndina (Texti) nái því á þessu ári (ha.ha). Þeir hjá Texta eru nú endanlega að ganga frá nýjum og afkasta- meiri fjölföldunartækjum í Hi- Fi og mun ég fjalla um það nánar síðar. Þess má geta að Bergvík er komið með topp- græjur til að íjölfalda og vænta menn mikils af þeim í framtíð- inni. Á þessari Benny Hill spólu eru mörg stutt leikatriði. Benny Hill þykir ótrúlega fjöl- hæfur grínisti, hann sernur handritin, leikstýrir, leikur, dansar og syngur við hvern sinn fingur. Þættirnir hans hafa notið mjög mikilla vinsælda í Bretlandi og til marks um það má nefna að Benny hefur haft fasta vikulega þætti í Thames sjónvarpinu í um 40 ár. í Bandaríkjunum, Ástralíu og Svíþjóð eru þættirnir hans einnig gríðarlega vinsælir en stutt er þó síðan Kaninn upp- götvaði Benny Hill þættina. Benny byggir þættina sína mik- ið upp á orðaleikjum, lát- bragðsleik, sexý dansstúlkum, söngvum og revíum. Af með- leikurum Benny ber helst að Fawlty Towers Leikstjóri: Douglas Argent Aðalleikarar: John Cleese, Connie Booth, Pruneila Scales og Andrew Sachs ■ Fawlty Towers cr einn hinna svonefndu skammtíma- framhaldsþátta frá BBC. Hér er á ferðinni grínþáttur sem byggður er upp á spennu og misskilningi frá upphafi til enda. Á hverri spólu eru þrír þættir. Efnisatriði þessara þátta er í stórum dráttum að Mr. & Mrs. Fawlty eiga og reka lítið gistihús, Fawlty Towers, í grennd við sumar- dvalarstaðinn Torque á Eng- landi. Eins og gefur að skilja eru Fawlty hjónin aðalpersón- urnar en auk þeirra bcr helst að ncfna þjóninn Manuel, sern er Spánverji og talar enga ensku og varla er hægt að tala við hann á merkjamáli! Hann er því alltaf að lenda í útistöð- um við gestina og auðvitað eigandann, sem vill ekki láta hann fara því hann er svo ódýr. Einnig kcmur þjónustu- stúlkan, Pollyog uppgjafa liös- foringi mikið við sögu. Nú hinir ýmsu furðufuglar heim- sækja svo auðvitað þetta gisti- hús og eru þá á ferðiiini oft á tíðum skrautlegar manngerðir vægast sagt. Þaö sem gerir þessa þætti leiðinlega er að iilátur er settur inní á vitlaus- um augnablikum og alltof oft einnig er erfitt að fylgjast með því talað er of hratt. Það borgar sig því fyrir fólk að bíða með það að taka þessa þætti því þeir fara að koma textaðir á markaðinn og þá eru þeir strax frambærilegir. J. Þór. M Einkennandi fyrir Benny Hill þættina, mikill hlátur og fallegar stúlkur. tiefna Bob Todd (sá langi þunnhærði), Jack Wright (litli sköllótti „ellilífeyrisþeginn") og Henry MeGhee (t'ágaði dökkhærði maðurinn). Þýð- andi þáttanna er enginn annar en Þrándur Thoroddsen sem margir muna eflaust eftir sem þýðanda Prúðuleikaranna og Löðurs. Textinn ætti því ekki að vera neinn Þrándur í Götu. Þessir þættir fá hæstu einkunn hjá mér, þ.e.a.s. 5 stjörnur, allir í fjölskyldunni eiga að geta haft gaman af þeim. Þátt- ur tvö er svo væntanlegur á markaðinn í byrjun marz. J. Þór. Killer on Board Slayground The Changeling Leikstjóri: Philip Leacock Aðalleikarar: Claude Akins, Sus- an Howard, George Hamilton, Jane Seymour og Frank Con- verse ■ Ekki er öll vitleysan eins, við fylgjumst með skemmti- ferðaskipi sem er á leið frá Filippseyjum til Honolulu með bandaríska ferðamenn. Við sjá um í byrjun tvo eyjaskeggja laumast um borð. Annar þeirra veikist og veikin breiðist út um allt skipið. Skipslæknir- inn sem teljast verður fúskari álítur að hér sé á ferðinni innflúensa, þó svo að fjórir hafi veikst snögglega og einn dáinn. Um borð í skipinu er skurðlæknir sem grunar að ekki sé allt nreð felldu og býður fram aðstoð sína en skipstjórinn fullyrðir að þetta sé bara flensa. En þegar skottu- læknirinn veikist og fjórir eru dánir er ákveðið að þiggja hjálp skurðlæknisins. Hann kryfur einn hinna látnu en er engu nær um sjúkdóminn. Alltaf fjölgar þeim veiku og setja verður fólkiö í sóttkví en það stoppar ekki faraldinn og leitað er aðstoðar hjá banda- rískum yfirvöldum. Þau snúa skipinu til San Fransisco og urn borð eru farþegar óttaslegnir og vilja komast burtu af skip- inu. Sá eini sem getur bjargað farþegunum er sjálfur srnit- valdurinn. en hann flýi' frá borði og spurningin er sú hvort hann finnist, bla., bla., lélegur söguþráður, lélegur leikur. Með öðrum orðum annars flokks mynd. J. Þór. Leikstjóri: Terry Bedford Aðalleikarar: Peter Coyote, Mel Sith, og Billie Whitelaw ■ Myndin fjallar um þrjá þjófa sem hafa vopnuð rán að sérgrein. Þeir heita Laufman, Sheer og Stone scm er aðal- maðurinn. Þeir ákveða að ræna brynvarinn peningavagn en þá kemur í Ijós að Laufman er ekki til staðar, Stone vill hætta við verkið, en Sheer ekki og fær ungan ökuþór, Lonzini. til þess að aka þeim. Ránið heppnast vel, en bílstjórinn er frekar taugaóstyrkur (tauga- hrúga) og á flóttanum ekur hann á annan bíl og veltir hon- um mcð þeim afleiðingum að stúlka sem í bílnunr er deyr. Faðir stúlkunnar er auðmaður einn og hann verður alveg brjálaður þegar hann fréttir af því að 9 ára gömul dóttir hans hafi látist. Hún var augasteinn- inn hans og hann er ákveðinn í því að hefna dauða dóttur sinnar. í því skyni ræður hann frægasta og alræmdasta leigu- morðingja sem völ er á, enda vantar ekki peningana, til þess að elta uppi morðingjana og drepa þá. Lonzini er sá fyrsti sem fellur, síðan Sheer en Stone tekst að sleppa til Eng- lands en hvar sem hann fer er dauðinn á hælum hans og að lokum kemur til uppgjörs... Þetta er þolanleg afþreyingar- mynd fyrir vídeóglápara. J.Þór Leikstjóri: Peter Medak Aðalleikarar: George C. Scott, Trish Van Devere, Melvyn Doug- las, Jean Marsh og Peter Medak ■ George C. Scott ættu flest- ir Islendingar að kannast við. hann fór með aðalhlutverkið í Patton, góður gæi. í þessari hryllingsmynd leikur hann tónlistarkennarann John Russel en við sjáum hann ásamt konu sinni og dóttur, í upphafi myndarinnar vera að ýta bíl sínum í ófærðinni. Russei bregður sér frá til að hringja á aðstoð en verður á leiðinni vitni að því er stór trukkur keyrir niður konu hans og barn. Til þess að gleyma þessu hörmulega slysi flyst Russel til Seattle. Dularfull kona hjálp- ar honum að finna „þægilegt" hús í rólegu hverfi en henni láðist bara að segja honum hina ógnvekjandi sögu sem húsið á. Russel er ekki búinn að búa lengi í þessu hrörlega húsi er hann fer að verða var við það að hann er þar ekki einn. Miðilsfundir og opnar grafir opinbera honum hina raunverulegu húsbændur hússins! Semsagt hryllings- mynd án þess að blóði sé úthellt. Eg hef ekki gaman af að horfa á hryllingsmyndir en þessi er góð og ég kalla svona myndir spennuhryllingsmynd- ir. J.Þór. Myndform sf: Fjölföldun myndbanda í steríó ■ Nýtt fyrirtæki, Myndform sf.. hefur hafið starfsemi við Jdólshraun í Hafnarfirði, en fyrirtækið sérhæfir sig í fjöl- földun og textun myndbanda. Fyrirtækið hefur komið sér upp „Panasonic Hi-Fi" tækjum sem gerir þcim kleift að fjöl- falda myndbönd í „steríó" og með betri myndgæðum en áður hafa tíðkast. Eigendur Myndforms sf. eru Snorri Hallgrímsson. Gunnar Gunnarsson, Magnús Gunn- arsson og Óli Sven Styff. Þeir Snorri. Magnús og Gunn- ar voru önnunr kafnir við verk- cfni er NT bar að garði, en þeir gáfu sér samt smá tíma til að ræða við umsjónarmann myndbandasiðunnar. Starf- semin hjá þeim fer þannig fram að fyrirtækið fær svokall- aðar „master-spólur" (nei. ekki Master of the Univers) frá rétthöfum myndbanda og fjölfaldar síðan spólurnar eftir óskurn viðkomandi og er þeim síðan dreift í myndbandaleig- ur. Þessir „masterar" eru settir í sérstakt tæki af gerðinni „Sony-Umatic" og af því er svo fjölfaldað í einu inn á upptökutækin, sem verða um 40 talsins þegar allt verður komiö í gang. Ekki má gleyma að nefna nýja textunartölvu af gerðinni „Screen Electronics" sem textaðar eru með nýju og skemmtilegu letri. Stofnkostnaður við uppsetn- ingu þessara tækja er um 5 litlar milljónir króna. en þeir félagar eru bjartsýnir á að fyrirtækið muni borga sig þar sem hér væru á ferðinni full- komin tæki, sem skiluðu bæði betri mynd- og hljómgæðum. J.Þór. ■ Þrír af fjórum eigendum Myndforins sf. í bakgrunni má sjá hluta af Panasonic græjunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.