NT - 15.02.1985, Blaðsíða 9

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 9
Sjónvarp sunnu- eSEEZEM Nóbels- skáldið Jaroslav Seifert ■ Tékkneska skáldiö Jarosl- av Seifert hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels 1984ogverð- ur sýnd mynd í sjónvarpinu um hann á sunnudagskvöld kl. 22.45. Myndin kemur frá sænska sjónvarpinu. Jaroslav Seifert er orðinn 83 ára gamall. Hann er einn af þeim sem undirrituðu ntann- réttindaskrána Charta 77 og er ekki meðlimur tékkneska kommúnistaflokksins. Hann hefur verið ódeigur að mót- ntæla hvers kyns óréttlæti og tekið upp hanskann fyrir þá, sem stjórnvöld hafa ofsótt. Af þessari upptalningu er ljóst að Seifert hefur ekki átt upp á pallborðið hjá yfirvöldunum. Pó yrkir hann ekki um stjórnmál, heldur sækir yrkis- efnin í lífið sjálft, dauðann og þó fyrst og fremst ástina. Fyrstu árin eftir innrásina í Tékkóslóvakíu 1968varðhann að gefa út verk sín á laun og þeim var smyglað úr landi, en á áttræðisafmæli hans var aftur gefinn út hluti af verkum hans opinberlega og honum var leyft að taka á móti alls kyns heiðursviðurkenningum eftir að honum voru veitt Nóbels- verðlaunin. Lengi vel var óljóst hvort sænsku sjónvarpsmennirnir fengju leyfi til að heimsækja Seifert, en að lokum fékkst það. Viðstaddur viðtalið var útsendari stjórnvalda, en það fór mjög friðsamlega fram. í viðtalinu verður lesið upp úr verkum skáldsins auk þess sent hann segir ástarsögu sína frá unga aldri, en því ævintýri lauk ekki fyrr en ntörgum ára- tugum síðar. Pá segja vinir hans tveir, sem eru í útlegð á Vesturlöndum. þeir Pavel Ko- hout og Eduard Goldstucker, frá kynnum sínum af Jaroslav Seifert. Þýðandi er Jóhanna Þráins- dóttir. Föstudagur 15. febrúar 1985 9 Blaðll ■ Það má eiga von á góðri gamanmynd, þar sem Art Carney fer með aðalhlutverk. Tontó virðist vera ofur venjulegur bröndóttur köttur, en þeir félagar eru óaðskiljanlegir. Sjónvarp laugardag kl. 21.30: Harrý og kötturinn hans fara á flakk ■ Laugardagsmynd sjón- varpsins er bara ein að þessu sinni. Hún heitir Harrý og Tontó'. bandarísk biómvnd. gerð I974. Þar segir frá Harrý, ekkli á áttræðisaldri, sem í upphafi myndarinnar býr á Manhattan. og kettinum lians. Tontó. Þeir álíta sig tilneydda til að yfir- gefa Manhattan af tveim ást- æðum. Önnur þeirra er sú. að Harrý hefur orðið fyrir svo mörgunt árásunt, að hann hef- ur fengið nóg af. Hin er sú. að það á að fara að rífa húsið. þar sent þeir félagar Itafa búið. Harrý flytur til sonar síns í úthverfi, en ekki líður á löngu þar til þeir Tontó hafa fengið nóg af sambýinu við soninn, sem er einum of virðulegur og leiðinlegur fyrir þeirra smekk. og yfirgangssama eiginkonu hans. Og þá er illa upp alinn sonarsonúr ekki til að bæta úr skák. Það verður því úr að þcir Harrý ogTontó leggjast í flakk og ferðast vítt og breitt um Bandaríkin, fríir og frjálsir. Aðalleikarinn. sem fer með hlutverk Harrýs. er vinsæll gamanleikari, Art Carney, en meö önnur aðalhlutverk fara Ellen Burstvn, Melanie Mayr- on, Geraldine Fitzgerald og ■ Haraldur Ingi Haraldsson á Akureyri hefur undanfarið veriö með þætti um Galdra og galdramenn á kvölddagskrá út- varpsins annan hvorn sunnu- dag. Almennt séð fjalla þættirn- ir um galdur á Islandi og í þeint hefur Haraldur tckið dæmi af galdramönnum eins og þeir koma fyrir í þjóðsögum og sögnum. Sjálfur segir höfund- ur, að hér sé ekki um háfræði- legt efni að ræöa, heldur sé ýntsum fróðleik um, galdur og galdratól blandaö saman við Joshua Mostel. Ekki er þess getið í hlutverkaskrá hver fer með hlutverk Tontós. Leik- stjóri er Paul Mazursky. Þýðandi er Guðni Kolbeins- son. skyldar sögur af galdrakind- um. Þátturinn kl. 22.-35 á sunnu- dagskvöldið fjallar um tilbera, en tilbcrar voru notaðir ef menn ætluðu sér að vcra ríkir af mjólk og smjöri, en tilberar veltust um hagana og sugu ær og kýr ogskiluðu svo mjólkinni heirn til húsbónda síns. Einnig voru tilbcrar notaöir viö að vekja upp drauga, og voru þcir þá notaöir ýniist til að senda óvinum sínum eða létta undir heima fyir. Utvarp frá RUVAK kl. 22.35 sunnudag: „Galdrar og galdramenn" Sjónvarp sunnudag k. 17. Maðurinn sem fann sína eigin „rödd“ ■ í leit að rödd nefnist þáttur, sem verður sýndur í sjónvarpinu á sunnudag kl. I7. Þar segir frá mikið fötluðum manni. Dick Bo- ydell, sem hcfur að vissu marki sigrast á fötlun sinni með aðstoð hjálpartækja, en hann er svo mikið lamaður, að hann getur einungis hreyft bæði augun og hægri fótinn. Þettaerbresk heim- ildarmynd. I meira en 30 ár varð Dick Boydell að sætta sig við fötlun sína, cn þá komst hann í kynni við nýja breska uppgövun, Poss- um-ritvélina, sem gerir honum kleift að hagnýta sér heilbrigða fótinn til skrifta. Þar fann hann „rödd" sína, en hann erófær um að tala ennþá og telur sjálfur það vera sína verstu fötlun. Það kom fljótt í Ijós, þegar Dick gat farið að tjá sig, að liann var góðum gáfum gæddur og sú menntun, sem forcldrar háns höfðu miðlað honunt af stakri cljusemi, hafði skilað árangri. Ekki lcið á löngu, eftir að hann komst í kynni við Possum-ritvél- ina, þar til hann var farinn að vinna sem forritari á tölvur hjá Ford-bílaverksmiðjunum, og nú vinnur hann fullt starf við að hanna og þróa rafcindatæki, sem geta orðið þeim lil aðstoðar, sem haldnir eru svipaðri fötlun og hann sjálfur. ■ Diek Boydell hcfur unnið mikið og gott starf, |)ó að hann sé allur lainaður utan augun og annar fóturinn. 18.20 Tónleikar. Tilkynníngar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Fjölmiðlaþátturinn Umsjón: Halldór Halldórsson. 20.00 Um okkur Jón GÚstafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir ung- linga. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 Útvarpssagan: „Morgun- verður meistaranna“ ettir Kurt Vonnegut. Þýðinguna gerði Birgir Svan Símonarson. Gísli Rúnar Jónsson flytur (15). 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðuriregnir. Fréttir. Dagskrá • morgundagins. Orð kvöldsins. 22.35 Galdrar og galdramenn Umsjón: Haraldur I. Haraldsson. (Rúvak). 23.05 Djassþáttur - Tómas Einars- son. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. árr Föstudagur 15.febrúar 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjómendur: Páll Þorsteinsson og Sigurður Sverrisson. 14:00-16:00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16:00-18:00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson. HLÉ 23:15-03:00 Næturvaktin Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar1. Laugardagur 16. febrúar 14:00-16:00 Léttur laugardagur Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16:00-18:00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barðason. HLE 24:00-24:45 Listapopp Endurtek- inn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 24:45-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1. Sunnudagur 17. febrúar 13:20-16:00 Krydd í tilveruna Stjórnandi: Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 16:00-18:00 Vinsældarlisti hlust- enda 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Föstudagur 15. febrúar 19.15 Ádöfinni Umsjónarmaöur Karl Sigtryggsson, Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 19.25 Krakkarnir í hverf inu 9. Feðg- arnir Kanadískur myndaflokkur í þrettán þáttum, um atvik i lífi nokkurra borgarbarna. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 60 ára afmælismót Skák- sambands íslands Skákskýr- ingaþáttur. 20.55 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður: Sigrún Stefánsdóttir. 21.25 Skonrokk Umsjónarmenn: Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.55 Njósnahnettir Bresk heimilda- mynd sem sýnir hvernig unnt er að fylgjast með atburðum og mann- virkjum á jörðinni frá gervihnöttum stórveldanna i himingeimnum. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.30 Þrjár konur fá bréf (A letter to Three Wives) Bandarísk gaman- mynd frá 1949 s/h. Leikstjóri Jos- eph L. Mankiewicz. Aðalhlutverk: Jeanne Crain, Ann Southern, Linda Darnell og Kirk Douglas. Þrjár konur í sama smábæ fá dulariullt bréf frá þokkadis staðar- ins sem segist vera farin úr bænum fyrir fullt og allt ásamt eiginmanni einnar þeirra. Konurnar finna allar við nánari athugun einhverja brota- löm á hjónabandinu og verða á nálum um eiginmenn sína. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. 00.10 Fréttir i dagskrárlok Laugardagur 16. febrúar 14.45 Enska knattspyrnan York City og Liverpool leika í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Bein út- sending frá 14.55-16.45. 17.20 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19 25 Ævintýri H.C. Andersens 2. Litla stúlkan með eldspýturnar og Prinsessan á bauninni. Danskur brúðumyndaflokkur í þremur þáttum Jóhanna Jóhanns- dóttir þýddi með hliðsjón af þýð- ingu Steingríms Thorsteinssonar. Sögumaður Viðar Eggertsson. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin Fimmti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur i þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Kollgátan Spurningakeppni Sjónvarpsins, annar þáttur. Gestir: Aðalsteinn Ingólfsson og Egill Helgason. Umsjónarmaður lllugi Jökulsson. Stjórn upptöku: Viðar Víkingsson. 21.30 Harrý og Tontó Bandarísk biómynd frá 1974. Leikstjóri: Paul Mazursky. Aðalhlutverk: Art Car- ney ásamt Ellen Burstyn, Chief Dan George, Geraldine Fitzgerald og Larry Hagman. Harrý, sem er ekkill á áttræðisaldri, er ekki lengur vært í New York. Hann leggur þvi land undir fót ásamt Tontó, kettin- umsínum í leit aðviðkunnanlegum samastað. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 23.30 Dagskrárlok Sunnudagur 17. febrúar 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Hjalti Þorkelsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni 12. Hvers á barnið að gjalda? Bandariskur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.00 í leit að rödd Bresk heimilda- mynd. Margl fjölfatlað fólk getur hvorki tjáð hugsanir sinar í mæltu máli né rituðu. Hér segir frá einum slíkum, Dick Boydell að nafni, og frá nýjum upþfinningum sem hafa gert honum kleift að rjúfa áratuga einangrun og jafnvel semja texta þessarar myndar. Þýðandi Jón O. Edwald. 18.00 Sundin okkar Umsjónarmenn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upptöku: Þránd- ur Thoroddsen. 19.20 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20 25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku. Um- sjónarmaður Magnús Bjarnfreðs- son. 20.55 Tökum lagið Lokaþáttur. Kór Langholtskirkju, syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar i Gamla biói. Meðal gesta er Lögreglukór- inn, Álafosskórinn og Skólakór Ár- bæjarskóla. Á efnisskránni eru m.a. nokkur lög eftir Jón Múla Árnason. Umsjónatmaöur og kynnir: Jón Stefánsson. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 21.55 Dýrasta djásnið Lokaþáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur i fjórtán þáttum, gerður eftir sögum Pauls Scotts frá síðustu valdaár- um Breta á Indlandi. Aðalhlutverk: Tim Pigott-Smith, Geraldine James, Charles Dance, Wendy Morgan, Eric Porter og Rosemary Leach. Þýðandi Veturliði Guðna- son. 22.45 Nóbelsskáldið Jaroslav Seif- ert Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1984 hlaut Jaroslav Seifert, 83 ára tékkneskt Ijóðskáld. í þættinum er fjallað um skáldið, farið með Ijóð og sænskir sjón- varpsmenn ræða við Seifert i Prag. Leyfi til þess var ekki auðfengið þar sem skáldið hefur löngum verið yfirvöldum i Tékkóslóvakíu óleiðitamur. Umsjónarmaður Lars Helander. Þýðandi Jóhanna Þrá- insdóttir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 23.30 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.