NT - 15.02.1985, Blaðsíða 7

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 7
f w Föstudagur 15. febrúar 1985 7 Blað II 1 JJ ÁBÓT Skemmtanalífið ■ Meira um nemendamót Verslunarskóia íslands, sem haldið var í síðustu viku. Ari Ijósmyndari festi á filmu þessar tvær myndir sem teknar eru með nokkurra sekúndna millibili, og sýna Þorvarð Elíasson leikinn og sem áhorfanda. ■ Nemendur settu á svið hvernig Þorvarður skólastjóri umgengst undirmenn sína i vinnunni. ■ Þorvarður sem áhorfandi í salnum, horfir á sjálfan sig leikinn. Viö hlið hans situr kona hans, og efasemdarbros leikur um varir hennar. Þorvarður er ekki ánægður ineð lífíð - eða leikhæfíleika leikaranna. Enn um nemendamót Hótel Loftleiðir: Drottningin í uppnámi í Blómasalnum ■ Hótel Loftleiðir verður með sérstakan matseðil í tengslum við afmælismót Skáksambands íslands sem fram fer nú á Hótel Loftleið- um. Föstudagskvöld og laugar- dagskvöld verður boðið upp á sérstakan matseðil, og ber kvöldið yfirskriftina Drottn- ingin í uppnámi í Blómasal. I forrétt verður boðið uppá rækjupaté biskupsins. Aðal- rétturinn er: Léttsteikt svart- fuglsbringa skákmannsins/ Villigæs að hætti kóngsins/ Peking önd drottningarinnar. Eftirréttur verður síðan ban- anakaka Sikileyjabúa. Sjónvarpskapall verður leiddur inn í Blómasalinn, og gefst matargestum kostur á að horfa á skákmennina við tafl- mennsku, og fá sér „örvara“ eftir matinn. Þetta er viðleitni hjá Loft- leiðum til þess að fá fleira fólk til þess að fylgjast með ungu skákmönnunum, og um leið að bjóða uppá þægilegra at- hvarf fyrir þá sem leggja leið sína á Loftleiðir með það í liuga að fylgjast með skákun- um. Þetta sértilboð verður að- eins í gangi þá daga sem skák- mótið ber uppá helgi. Hinsveg- ar verður áhorfendum boðið uppá drykk í blómasal, meðan að setið er og horft á keppnina. 1 Arnarhóll: nnermúsík og sérréttir einni kvöldstund Jarðar Cortes matargestum, og erður á hverju miðvikudagskvöldi afður á boðstólum sérrétta matseð- l, þar sem gestum gefst kostur á ví að bragða á einhverju sérstöku. Að sögn Skúla Hansen yfirmat- eiðslumanns verða miðvikudags- völd með þessu sniði eitthvað fram vorið ef vel gefst, og hélt Skúli að f miða mætti við viðbrögðin síðast- ðinn miðvikudag, væri góður rundvöllur fyrir skemmtun á borð ið þessa, og greinilegt að matar- estir hefðu skemmt sér hið besta. Okuna eftir að Garðar skemmtir oma fram tveir ungir og óreyndir tenórar, og gefst þeim kostur á að koma fram opinberlega og um leið er þetta góð skemmtun fyrir áhorf- endur, sagði Skúli ennfremur. í raun má segja að um tvær skemmtanir sé að ræða, þar sem áhorfendur geta bæði notið góðs matar og hlýtt á Ijúfa tónlist undir borðum, og síðan eru tónleikar eftir matinn. Kvartettinn sem leikur fyrir mat- argesti nefnir sig Marakvartettinn, og eru það einstaklingar úr Sinfón- íuhljómsveit íslands sem skipa kvartettinn. ■ Unnið að uppsetningu sjónvarps við barinn. ísleifur Jónsson veitingastjóri fylgist með að allt fari vel fram. M-rmnd: Ari „Fullt hús“, eftir Hafstein Egilsson — Þurftiaðtakameðsér sinalco til Júgóslavíu ■ Þriðji íslenski verðlauna- drykkurinn sem birtur er ber nafnið „Fullt hús“, og er höfundur drykkjarins Hafsteinn Egilsson sem er starfandi þjónn á Hótel Sögu. Drykkurinn var fyrst hristur í keppni árið 1977, og hlaut fyrstu verðlaun. Þetta þótti frábær árangur hjá Hafsteini, þar sem hann tók í fyrsta skipti þátt í kokkteilkeppni með drykk sinn „Fullt hús“. Hafsteinnfórsíðan til keppni í Júgóslavíu, þar sem verðlaunakokkteilar frá ýmsum löndum voru hristir, og hafnaði drykkur Hafsteins um miðbik keppninnar, og verður það að teljast enn ein skrautfjöður i hatt hans þar sem þetta voru hans fyrstu kynni af kokkteilkeppnum. Alls voru þrjátíu keppendur frá mörgum löndum sem tóku þátt í keppni þeirri sem fram fór í Júgóslavíu. Hafsteinn haföi nokkra sérstöðu meðal keppenda, þar sem drykkur hans er fylltur með „íslensku" sínalco. Júgóslavar treystu sér ekki til þess aö útvega Hafsteini þennan sérstaka drykk, og var Hafsteinn því nokkurskonar brautryðjandi í útflutningi á sinalco. „Fullt hús“ 3 cl rom Bacardi 3 cl Royal mint 1 cl banana Bols skvetta af sítrónusafa (1-3 dropar) Drykkurinn er hristur með klaka, og hellt í glas. Síðan er fyllt upp með sinalco. Skreytt er með sítrónusneið, rauðu kirsuberi og sogröri. Það sem helst hefur staðið þessum drykk fyrir þrifum, og aftrað hinum frá því að ná þeim vinsældum sem eðíilegt hefði mátt telja, er að veitingahús á íslandi virðast vera lítt gefin fyrir sinalco. Það er erfitt að verða sér úti um sinalco á börum og þar með er útilokað að fá drykkinn „Fullt hús“ með réttri uppskrift. Það er mikið afrek fyrir íslending að keppa í fyrsta sinn í alþjóðlegri keppni að ná svo langt, sem Hafsteinn gerði. Þaðertalsverðurmunur að keppa hér heima á fslandi eða í alþjóðlegri keppni innan um þrælvana hristara. Hafsteinn sagði líka sjálfur að hann hefði kynnst hversu harður skóli keppnir á borð við þessa eru, og eflaust hefur það verið nokkuð erfitt að fara út ungur og óreyndur og spreyta sig við erlenda snillinga með hristarann. Nú hefur Hanastélið birt þrjá íslenska verðlaunadrykki, og næst ætlum við að breyía örlítið til, og verður þá lýst tveim drykkjum, kaffidrykk og óáfengum drykk. Síðarmeirer ætlunin að halda áfram rneð innlendu verðlaunadrykkina, því af nógu er að taka. ísland á marga efnilega og góða barþjóna, og eru þeir barþjónar sem lúra á skemmtilegum uppskriftum, t.d. að bollum eð öðrum góðum drykkjum hvattir til þess að hafa samband við okkur á blaðinu, og munum við koma uppskriftunum áleiðis til lesenda. i,og hvað viltu gera? hæðum, og síðan geta gestir slappað af í kjallara. Á föstu- dagskvöld verður Aristókrata- flokkurinn með fata- og hár- snyrtisýningu. Klúbburinn er til húsa að Borgartúni 32 og síminn er35355. Leilrfiúslíjallarinn: M í leikhúskjallaranum verður diskótek bæði föstudag og laug- ardag. Opið verður til klukkan þrjú eftir miðnætti og barinn opinn að venju. Leikhúskjallar- inn er við Hverfisgötu og síminn er 19636. Mst: M Nú fer þorrasælan að stytt- ast hjá Naustinu, þar sem þorrinn er senn úti. Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Sunnu- dagur er einnig þorradagur og opið til klukkan eitt eftir mið- nætti. Naustið er við Vesturgötu 6-8 og síminn er: 17759. Ókl: M Diskótekið verður opið frá klukkan tíu bæði föstudags- og laugardagskvöld. Þáopnargrill- ið einnig klukkan tíu og geta hungraðir gestir glatt innri mann með matföngum. Óðal er við Austurvöll og síminn er: 11630. M Er nýi staðurinn þar sem Best var áður. Á föstudag frá klukkan 21 til 2 eftir miðnætti leikur hljómsveit Jóns Sigurðs- sonar gömlu dansana. Laugar- dagskvöld verður lokað vegna einkasamkvæmis. Sunnudags- kvöld verður að venju helgað samkvæmisdönsum, og er dans- skólafólk sérstaklega hvatt til þess að mæta. Ríó er við Smiðjuveg 1, Kópavogi, ogsím- inn er: 46500. Safarí: M Það verður diskótek föstu- dags- og laugardagskvöld að venju í Safarí. Safarí er við Skúlagötu 30 og síminn er 11555. Sigtún: M Opið báða aðaldaga helgar- innar, föstudags- og laugardags- kvöld frá klukkan 10-3. Grillið verður opið frá klukkan tíu. Sigtún er við Suðurlandsbraut, og síminn er 685733. M Föstudag, laugardag og sunnudag skemmtir Þórs- kabarett gestum Þórscafé, og Kabarett hlfómsveitin leikur fyrir dansi. Ánna Vilhjálms og Einar, úr Pónik og Einar, syngja lög úr þekktum söngleikjum öll kvöldin. Sunnudagurinn hefur þó sérstöðu, þar sem verður ferðakynning hjá Sólarferðum og Flugferðum, og hefst gaman- ið klukkan sjö. Þórscafé er til húsa að Brautarholti 20 og sím- inn er 23334. Tralíík: M Dansað föstudags- og laug- ardagskvöld. Aldurstakmark er 16 ár. Traffík er til húsa að Laugavegi 116 og síminn er 10312. Ypsilon: M Diskótekið verður á fullu alla helgina undir stjórn þeirra Krissa Fredd og Móses. Kráin verður opin alla helgina með lifandi músík. Opið verður til klukkan 3 eftir miðnætti föstu- dag og laugardag, en kráin verð- ur opin til eitt eftir miðnætti á sunnudag. Ypsilon er til húsa við Smiðjuveg 4 og síminn er 72177. Kópurinn: M Hljómsveit Birgis Gunnars- sonar Ieikur fyrir dansi um helg- ina. Kópakráin verður á fullu, einnig sunnudag til klukkan eitt eftir miðnætti. Kópurinn er við Auðbrekku 12, og síminn er 46244. Ártún: M Gömlu dansarnir föstudags- kvöld. Hljómsveitin Drekar leika fyrir dansi, ásamt söng- konunni Mattý Jóhanns. Ártún er til húsa að Vagnshöfða 11 og síminn er: 685090.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.