NT - 15.02.1985, Blaðsíða 5

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. febrúar 1985 5 Blaðll Hvað er vinsælast Framhaldsþættirnir Ðyn- asty og Falcon Crcst eru rnjög vinsælir hjá landanum. Eftir aö Joan Collins birtist í 14. þætti og tveir þættir komu á hverri Dynasty spólu jukust vinsældir Dynasty svo um munaði. Af vínræktarbónd- anum Case er það að frétta að mjög mikil spenna er kom- in í Falconinn, margir hafa hrofið á braut (flestir myrtir) og nýir komið í staðinn. Það er eins gott að kvarta ekki undan íaunum í þessum þáttum, þeirsem skrifa hand- ritin væru fljótir að kippa því í liðinn. með t.d. sorglegu slysi, o.s.frv. Af barnaefni er það helst að frétta að HE - MAN teiknimyndaserían er enn langvinsæíasta barnaefnið á markaðnum, það eru komnar út a.m.k. þrjár spólur. Teiknimyndasería þessi hefur allstaðar fengið hrós fyrir að í þeim er enginn drepinn, ekkert blóð en samt mikil spenna og fullt af ævintýrum. Nú Tommi og Jenni erú einn- ig ,mjög vinsælir og þeir eiga sinn fasta aðdáunarhóp. hjá ungum sem gömlum. Eins og allir taka strax eftir er Chiefs auðvitað í fyrsta sæti en síðast urðu setning- armistök þannig að í stað Chiefs kom Mistrals Daught- er, en Mistrals Daughter gat ekki bæði verið í 1. sæti og 5. sæti (ekki nema þá, textuð og ótextuð, ha.ha). I öðru sæti eru slagsmálamyndirnar Ninja, en þær hafa fært sig upp hægt og sígandi mcð hverri vikunni. í 4. sæti er mynd sem tekið hefur risa- stökk, enda er hér á ferðinni góð stríðsmynd sem ég mun reyna að fjalia um nánar í næstu viku (segir sá lati!). I 12. sæti er toppmynd sem sýnd hefur verið í Austur- bæjarbíói, spennumynd með öðrum orðum. Rúsínan í pylsuendaandum er svo myndin sem er í 16. sæti. þar er á ferðinni góð grínmynd með Mel Brooks, þar sem reynt er að gera grín að prúðmenninu og gyðingavin- inum eina sanna, HITLER sjálfum :: Ég vil þakka lesendum síð- unnar öll bréfin sem síðan hefur fengið og hvet ykkur eindregið til að skrifa síðunni scm mest, að lokum kæru vinir, góða helgi og gleymið ekki að kaupa helgarblað NT. Hittumst að viku liðinni. J.Þór *Myndir sem voru nálægt því að fara inn á listann núna voru: Með allt á hreinu, Húsið, 1922, Mr. Patman, Venon, Augu Láru Mats, Cujo, Mommie dear- est, Only one winner, Hearts of the west, Two of a kind o.fl. frambærilegar myndir. Ný videóleiga Er það virkilega satt? ■ Myndbandasíðan frétti af því að videóleigan Nes vídeó Melabraut 57 væri búin að opna nýja vídeóleigu, sem sagt útibú í Steindórshúsinu, Hafn- arstræti 2. Ég brá mér því á staðinn og spjallaði við eigand- ann. Jón V. Smárason. Hvernig hétur videóleigan gengið á Melabrautinni? Hún hefur gengið mjög vel, við höfum reynt að bjóða upp á mikið úrval af barnaefni. grínmyndum. fjölskyldumynd- um og sérstaklega hefur það mælst vel íyrir að við bjóðum upp á mikið úrval af ballet- myndum og ópe'rumyndum. Hcfur fólk komið langt að til að leigja t.d. óperumyndir? Já. fólk hefur t.d. kornið frá Akranesi, surnir sem búa lengra i burtu hafa beðið um að fá sent í póstkröfu, þannig að það hefur sýnt sig að áhugi er fyrir svona myndurn hér. En af hverju leigu hér? Við höfum hugsað okkur að ná til alls fólksins sern vinnur hérna í kring, við munum hafa opið frá kl. II á morgnana til 11 á kvöldin. Fólk getur því komið hingað í matartímanum og tekið spólur eða skilað spólum. Nú einnig bjóöum við auðvitaó upp á það að þeir sem taka spólu á Melabrautinni geti skilað henni hér og öfugt. Hvernig er með bílastæði fyrir viðskiptamenn. Þegar eftir kl. 6 losna fjöl- margir staðir þar sem hægt er að leggja, t.d. Hallærisplanið, þannig að það ætti ekki aö vera ■ Þetta hús ættu flestir að kannast viít! neitt vandamál. Það má segja að þú hafir ekki mikið pláss! Það er rétt enda reynum við að bjóða aðeins upp á það nýjasta sem er á markaðnum fyrir utan klassískar myndir sem leigjast alltaf, þó hraðinn á þeim sé ekki eins mikill eins og á t.d. Cíiiefs. Viö munum bjóða upp á mun meira barnaefni nú á næstunni. það er ætlunin að. dreifa því jafnt niður á milli leiganna. Talsmaður myndbandasíðu leit gaumgæfilega yfir mynda- úrvalið á leigunni og sá fáar, svo til enga mynd sem liægt er að kalla rusl mynd. Þetta voru allt þokkalegar myndir, þannig að fólkið sem vinnur þarna í nágrenninu ætti áð drífa sig á staðinn. Ég þori að fullyrða að engin önnur videoleiga á land- inu býður upp á jafn mikið úrval af óperum og ballet- ■ Eigandinn Jón Valur við afgreiðslu. rnyndum eins og Nes vídeó. Það spillir ekki fvrir að stutt er í helstu menningarstaði okkar frá Steindórsplaninu, eða þannig sko! Myndbandasíðan óskar cig- anda staðarins til hamingju og alls góðs í framtíðinni. Ég vil þó taka það fram aö ég er þeirrar skoðunnar að nú þegar séu komnar alltof margar leig- ur og þegar sumarið nálgast er hætta á því að einhverjar fari að leggja upp laupana þegar það fer að harðna á dalnum. J. Þór. Nýkomnir 80 nýirtitlarafvöldu úrvalsefni, bæði kvikmyndir og sjónvarpsefni. Nú kosta 2 þættir af Dynasty aðeins 110 kr. og þættir nr. 1 -15 leigjast þrír í pakka fyrir sama verð - aðeins 110 kr. HAGKAUP Skeifunni 15

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.