NT


NT - 20.02.1985, Side 18

NT - 20.02.1985, Side 18
Miðvikudagur 20. febrúar 1985 18 Utvarp kl. 11.15: „Brúnaljós þín blíðu“ Arnrún frá Felli gerði Ijóðið, en Kaldalóns lagið ■ Pátturinn „Úr ævi og starfi íslenskra kvenna" hefur áunn- ið sér miklar vinsældir hjá út- varpshlustendum. Björg Ein- arsdóttir sér um þessa þætti og flytur efni þeirra. í dag kl. 11.15 er á dagskrá einn þessara þátta og var Björg spurð hvaða konu hún ætlaði nú að kynna hlustendum. Henni sagðist svo frá: „I dag ntun ég fjalla um konu, sem notaði höfundar- nafnið Arnrún frá Felli, en hét réttu nafni Guðrún Tómas- dóttir. Hún var í hópi þeirra íslensku kvenna, sem fóru vestur um haf, lifði þar og starfaði og átti sinn þátt í að auka hróður íslands. Hún fæddist 1S86, bónda- dóttir frá Einifelli í Stafholts- tungunv. Hún hleypti ung heintdraganum og hóf nám og störf að heilbrigðismálum. I fyrstu við hjúkrun á Laugar- nesspítalanum, en fór síðar til Danmerkur og nam þar Ijós- móðurfræði. Heimkomin 1909 gerðist hún embættisljósmóðir á ísafirði, en fór til Bandaríkj- ■ Björg Einursdóttir segir í dag frá Arnrúnu frá Felli. anna 1917. Þar giftist hún ári síðar Karli Bjarnasyni prófess- or við Harvardháskóla. Hans sérgreinar voru nýmál. Um skeið starfaði Guðrún að skráningu á háskólabókasafni þar, en eft- ir lát eiginmanns síns 1949 hóf hún störf að nýju við hjúkrun og nú á skurðstofu á sjúkrahúsi í Boston. Guðrún Tómasdóttir lést vestra árið 1972. Frá unga aldri fékkst hún við ritstörf og Ijóðagerð. Smá- sögur hennar birtust í tímarit- unum Eimreiðinni og Iðunni, svo og vestra í Lögbergi og Heimskringlu og Tímariti Þjóðræknisfélagsins. Smá- sagnasafn hennar „Margs verða hjúin vís“ kom út í Reykjavík 1956. Þessmágeta, að Sigvaldi Kaldalóns samdi nokkur lög við texta eftir Guðrúnu, og mun lagið og Ijóðið „Brúnaljós þín blíðu“ vera einna þekktast. Arnrún frá pelli var þekkt nafn hér á landi á sinni tíð en nú kannast fáir við það.“ Sjónvarp kl. 21.20 Shogun - 2. þáttur ■ í kvöld kl. 21.20 er annar þáttur framhaldsmyndaflokks- ins SHOGUN. Þar segir frá baráttu og upphefð bresks sjómanns, sem orðið hafði skipreika við strendur Japans um aldamótin 1600. Það er takið óblíðlega á móti honum og félögum hans, en svo fer að Taranaga, einn af 5 lénsherr- um Japans á þeim tíma, tekur hann í þjónustu sína. Taranaga hefur stórar áætlanir á prjón- unum um að fá einn yfirráðin yfir landinu, verða Shogun (herstjóri), og ætlar breska sjómanninum, John Blackt- horne, hlutverk í þeirri baráttu sinni. Richard Chamberlain fer með hlutverk Johns Blackt- horne. Sjónvarp kl. 22.15: Tölvur íþágu fatlaðra ■ Kraftavcrk með tölvum nefn- ist þáttur, sem er á dagskrá sjón- varps í kvöld kl. 20.55, fjallar um undraverk nútímans, tölvur, og hluta af þeim ótæmandi mögu- leikum. sem þær búa yfir. í þessari bresku fréttamynd er sagt frá tölvubúnaði, sem getur gert blindum og fötluðum lífið létt- ara. Þar er sagt frá áströlsku tæki, sem gerir fötluðu fólki kleift að starfa við tölvur með augnaráð- inu einu saman. Þar er sagt frá tölvukennslu, sem blindum og sjóndöprum stúlkum er veitt í Bretlandi, svo að þær eigi auð- veldara með að starfa á vinnu- markaði og fái aukið sjálfstæði. Gamalt fólk gerir innkaup sín með tölvum, og fjölfötluð börn, sem ekki geta talað. geta tjáð sig með hjálp tölva. Sumir hræðast tölvuvæð- inguna, sem óhjákvæmileg er, en vissulega gefa þær möguleika til að auka lífsgæði margra þeirra, sem annars yrðu undir í lífsbar- áttunni. ■ í kvöld kl. 22.15 veröur sýndur í sjónvarpi síöari hluti þáttar um Óskar Gíslason ljósmyndara, en fyrri hlutinn var sýndur s.l. miðvikudag. Þátturinn er úr safni sjónvarps- ins og eru það þeir Erlendur Sveinsson og Andrés Indriða- son, scm eru höfundar hans. Hann var frumsýndur 1976. Óskar Gíslason er gjarna nefndur í sömu andrá og Loft- ur Guðmundssop og eru þeir taldir frumkvöðlar íslenskrar kvikmyndagerðar. Báðir festu þeir á filmur ýmislegt, sem nú þegar hefur rnikið sögulegt gildi, og báðir gerðu þeir til- raunir með að gera leiknar myndir. í kvöld verður rakinn síðari hluti ferils Óskars fram til ársins 1976. Þar verður m.a. sýnt úr nokkrum leiknum myndurn hans, og má þar nefna t.d. Síðasti bærinn í dalnunt og Nýtt hlutverk, auk smærri mynda eins og t.d. Töfraflaskan. Þá verða sýnis- horn frá fyrstu tilraunum sem gerðar voru til að framleiða auglýsingamyndir hér á landi, en það var í kringum 1958. Þá hafði Óskar stofnað fyrir- tækið íslenskar kvikmyndir og ætlaði sér að framleiða þar ýmiss konar myndir, þ.á.m. auglýsingamyndir. Þærátti síð- an að sýna á bíósýningum. Það verður vafalaust fróð- legt að sjá þessar gömlu auglýs- ingamyndir, því að á fáum sviðum kvikmyndagerðar hef- ur þróunin orðið örari. Óskar Gísla- son Ijós- myndari ■ Óskar Gíslason er fæddur 1901 og því oröinn aldr- aður maður. Á liðnu liausti vann liann mcð Er- lendi Svéinssyni að því að ganga frá cndur- gerðri út- gáfu að lýð- vcldismynd sinni frá 1944. Hún er nú fullbú- in og bíöur sýningar. - síðari hluti Sjónvarp kl. 20.55 Miðvikudagur 20.febrúar i 7.00 Veðurfregnir. Fróttir. Bæn. Á virkum degi. 7.05 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sig- urður G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Erlendur 1 Jóhannsson talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Pípuhattur galdramannsins“ eftir Tove Jansson. Ftagnheiður Gyða Jónsdóttir les þýðingu Stein- unnar Breim (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi íslenskra kvenna. Umsjón: Björg Einars- dóttir. 11.45 íslenskt mál. Endurtekinn þátt- ur Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréftir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. 13.30 „The Tatfoo", „All Stars“, Miriam Makeba o.fl. syngja og leika. 14.00 „Blessuð skepnan" eftir James Herriot. Bryndís Víglunds- dóttir les þýðingu sina (10). 14.30 Miðdegistónleikar Partita pol- onoise í A-dúr eftir Georg Philipp Telemann. Narciso Yepes og Go- delieve Monden leika á gitar. 14.45 Popphólfið - Bryndís Jóns- dóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 íslensk tónlist 17.10 Síðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar 19.45 Horft í strauminn með Auði Guðjónsdóttur. (Rúvak) 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans“ eftir Jules Verne Ragnheiöur Arn- ardóttir les þýðingu Inga Sigurðs- sonar (3). 20.20 Hvað viltu verða? Starfskynn- ingarþáttur i umsjá Ernu Arnardótt- urog Sigrúnar Halldórsdóttur.' 21.00 Orgeltónlist 21.30 Að tafli Guðmundur Arnlaugs- son flytur skákþátf. 22.00 Lestur Passíusálma (15) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Timamót Þáttur i tali og tónum. Umsjón: Árni Gunnarsson. 23.15 Nútímatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. én Miövikudagur 20.febrúar 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson. 14:00-15:00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15:00-16:00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórn- andi: Gunnar Salvarsson. 16:00-17:00 Vetrarbrautin Þátturum tómstundir og útivist. Stjórnandi: Júlíus Einarsson. 17:00-18:00 Úr kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samnin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Miðvikudagur 20. febrúar 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Sögu- hornið - Víhíó, indíánasaga. Sögumaður Bryndís Vlglundsdótt- ir. Tobba, Litli sjóræninginn og Högni Hinriks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáii. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 60 ára afmælismót Skák- sambands íslands. Skákskýring- ar. 20.55 Kraftaverk með tölvum. Bresk fréttamynd um tölvur sem geta gert blindum og fötluðum lifið léttara. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 21.20 Herstjórinn. Annar þáttur. Bandariskur framhaldsmynda- flokkur í tíu þáttum, gerður eftir metsölubókinni „Shogun" eftir James Clavell. Leikstjóri Jerry London. Aðalhlutverk: Richard Chamberlain, Toshiro Mifune og Yoko Shimada. Efni fyrsta þáttar: Árið 1598verðurJohnBlackthorne stýrimaður skipreka við Japans- strendur ásamt áhöfn sinni. Þeir eru hnepptir i dýflissu og sæta illri meðferð. Á þessum tima drottna Portúgalir yfir úthöfunum og eiga ítök í Japan þar sem höfðingjar berjast um völdin. Einn þeirra, Toranaga, hefur örlög Blackthorn- es í hendi sér. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.15 Óskar Gíslason Ijósmyndarl - síðari hlufi. Fjallað er um leiknar kvikmyndir sem Óskar Gíslason gerði á árunum 1951-1959, sýndir kaflar úr þeim og rætt við Óskar og nokkra samstarfsmenn hans. Höf- undar: Erlendur Sveinsson og Andrés Indriðason. 23.10 Fréffir í dagskrárlok.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.