NT


NT - 03.03.1985, Side 2

NT - 03.03.1985, Side 2
Sunnudagur 3. mars 1985 Fyrsti konunglegi, íslenski hirðljósmyndarinn Sýnlng á myndum Péturs Brynjólfssonar, ljósmyndara,! Bogasal ■ Þann 23ja. fcbrúar sl. hófst í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýning á verkum Péturs Brynj- ólfssonar ljósmyndara og gefa myndirnar lýsingu á starfi hans á árunum 1882-1930, en í safni því sem liann lét eftir sig eru 27 þúsund plötur. Safnið var gefið Ijósmyndadeild Þjóð- minjasafns 1934. Mikil gróska var í Ijós- myndagerð á íslandi á árunum 1895-1915 og var Pétur talinn í fremstu röð Ijósmyndara sinn- ar tíðar. Hann var prestssonur er fluttist til Reykjavíkur fjór- tán ára og gerðist hann fyrst verslunarþjónn. En 1901 hóf hann ljósmyndaranám hjá Sig- fúsi Eymundssyni og næstu árin í Þýskalandi, Noregi og Kaupmannahöfn. Heim kom- inn opnaði hann ljósmynda- stofu í Reykjavík og byggði hann sérstakt hús yfir starfsemi sína 1905. Eftir heimsókn Friðriks konungs 8. varð hann konunglegur Ijósmyndari, fyrstur íslendinga. 1908 opnaði hann útibú frá M Horft niður Bankastræti. Ljósm. Pétur Brynjólfsson. stofunni á Akureyri og hann átti þátt í stofnun fyrsta kvik- myndahússins í Reykjavík. Pétur var ekki heppinn í einkalífi sínu. Hann hafði kvænst danskri konu og eign- aðist með henni fimm börn. Fluttist hann „alfarinn" til Ár- ósa í Danmörku 1915. Fátt er vitað um þessi Dan- merkurár. Hann skildi við konuna og er sagður hafa rekió ljósmyndastofu við Nörregade í Kaupmannahöfn. Árið 1918 kom hann að nýju til íslands og rak ýmsar stofur til dauða- dags, 1930. Hann kvikmyndaði konungsheimsóknina 1921. Sýningin stendur fram í apríl. Ástæða er til að hvetja menn til að bregða sér í Boga- salinn og skoða þessa merki- legu ljósmyndasýningu. Eng- inn verður svikinn af því. ■ Pétur Brynjólfsson á Ijósmyndastofu sinni í Bankastræti 14. Ljósm. Pétur Brynjólfsson. H Geir Zoéga kaupmaður með börn í skemmtiferð. Ljósm. Pétur Brynjólfsson. H Á heimili ekkju Jóns Péturssonar háyfirdómara. Talið frá v.: Sigþrúður Fríðriksdóttir, Þóra Jónsdóttir Magnússon og Þóra Guðmundsdóttir. Ljósm. Pétur Brvnjólfsson. HEUÍAR- BLAD Umsjónarmenn Helgar- blaðs: Atli Magnússon, Birgir Guðmundsson og Jón Arsæll Þórðarson ■ Forsíðumynd: Jóhannes Birkiland höfundur bókarinnar „Harmsaga ævi minnar". ■ Þá er ný stórmynd komin fyrir augu áhorfenda frá hendi Francis Coppola. Hún heitir „Cotton Club“ og kostaði bæði stórfé, - og ógurlegar deilur. ■ Ungur íslenskur piltur, Jón Stefánsson, dvaldist um eins árs skeið meðal indíána í Kan- ada. Blm. Helgarblaðsins ræddi við hann um kynni hans af þessu fólki sem réði ríkjum áður en hvíti maðurinn kom. ■ íslenskur Norðmaður með fslandsdellu. Gestur okkar í Ljósbroti er Mats Wibe Lund sem fyrir löngu er orðinn lands- kunnur fyrir Ijósmyndir sínar. ■ Galdrar og nornir eru fyrir- bæri sem flestir tengja löngu liðnum tímum og halda að fyrirfinnist einungis á spjöldum sögunnar. Slíkt er þó hinn mesti misskilningur. Eins og kemur fram í spjalli við Árna Leósson dulspeking eru starf- andi hér á landi nornir og fleiri sérkennilegir trúarsöfnuðir. ■ HrakfallaskáldiðJóhannes Birkiland var meðal sérstæð- ustu gáfumanna þessarar aldar, og sumir vilja telja „Harmsögu“ hans meðal fremstu ævisagna á íslensku. Þórarinn Eldjárn segir okkur frá Jóhannesi.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.