NT - 03.03.1985, Qupperneq 5
upp yfir 50 milljónir dollara. „Cotton
Club“ er því í röð allra dýrustu
mynda sem gerðar hafa verið.
Framleiðandi myndarinnar var Ro-
bert Evans, sem áður var hjá Para-
mount Pictures og sló í gegn með
„Rosmary’s baby“ og „Love Story“.
Hann hælir sér líka af því að hafa
ráðið óþekktan leikstjóra til starfa
árið 1972, þegar „Guðfaðirinn“ var
gerður, - Francis Coppola...
Sjö árum síðar keypti Evans réttinn
til að gera kvikmynd eftir sögunni
„Cotton CLub“, Hann segir: „Þarna
hafði ég bófa, stelpur og músík. Hvað
gat farið úrskeiðis?“
En næstum allt fór úrskeiðis. í tvö
ár leitaði Evans að mönnum til að
fjármagna fyrirtækið, en Paramount
hafði nú snúið við honum bakinu.
Hann stóð í samningum við evrópsk
dreifingarfyrirtæki og olíumilljónara
í Texas. Þá átti hann viðræður við
stjórnvöld í Puerto Rico og ríkis-
bubbann Saudi Adnan Kashoggi. En
ekki varð af samningum. Fleiri urðu
Evans til armæðu. Texasbúi nokkur
fékk hjartaáfall, nokkru eftir að hann
hafði heitið Evans öllum peningum
sínum og annar fannst skotinn í
dalverpi norðan Los Angeles. Það
kostaði Evans fjögurra klukkustunda
yfirheyrslur hjá lögreglunni og eftir
það fór hann í felur hjá einni vinkonu
sinni af ótta við að morðingjarnir
væru á höttunum eftir honum.
Loks komu fram á sjónvarsviðið
tveir líbanskir bræður, sem ráku
spilavíti í Las Vegas og þeir vildu
fjárfesta í myndinni. Leikstjórn tók
að sér vinur Evans, Francis Coppola.
Hann gerði líka tökuleiðbeiningar.
En það sem hann setti saman með
aðstoð rithöfundarins William
Kennedy lenti flest í bréfakörfunni
Oft bar Evans upp mótmæli og þeir
bræður sem fjármögnuðu fyrirtækið
mótmæltu aftur og aftur. Stundum
líkaði Coppola ekki eigið verk og
aðalleikarinn Richard Gere hótaði
oft að hætta, þar sem honum fannst
„rulla“ sín ekki nógu fyrirferðarmikil.
Stöðugt var verið að betrumbæta
handritið meðan á tökunni stóð.
„Petta var óðs manns æði,“ sagði ein
vélritunarstúlknanna. „Allar breyt-
ingar voru skrifaðar á pappír í sér-
stökum litum. En litir regnbogans eru
ekki óendanlegir. Að lokum spurðu
allir: „Er það í gamla eða nýja bleika
litnum.““ Kennedy afhenti eitt hand-
ritið á eftir öðru. Hann skrifaði eitt
sinn nokkrar „senur" í bílnum á leið
frá flugvellinum.
Kostnaðurinn hrannaðist upp.
„Francis ber álíka mikla virðingu
fyrir peningum og ég fyrir Gaddafí í
Líbýu," sagði Evans. Pegar í upphafi
rak Coppola tuttugu manns úr starfs-
liði Evans, - þar á meðal aðalkvik-
myndatökustjórann, sem fór heim
með 160 þúsund dollara skaðabætur í
vasanum. Höfundur tónlistar fékk 100
þúsund dollara, áður en hann hljóp
heim.
Nýi tónlistarhöfundurinn er sjálfur
jassleikari og hann átti við erfiðleika
að etja, því samkvæmt gömlum samn-
ingi varð hann að vera með hljómsveit
sína á næturklúbbi fimm kvöld vik-
unnar. Næturklúbburinn var suður í
Bern!
Petta leysti Coppola þannig að á
sunnudögum flaug maðurinn til New
York, vann þar í tvo daga og þaut svo
með Concorde þotunni til London á
þriðjudögum og komst til Sviss með
þotu og lest.
Erfitt verður að dæma um hvort
það var Evans sem réð til sín rangan
mann eða Coppóla sem sveiflaðist
milli fullkomnunaræðis síns og ringul-
reiðar, sem sökina áttu á öllum hinum
háa kostnaði. En víst var að þeir
félagar máttu varla sjá hvor annan að
lokum, svo stirt var samkomulagið
orðið og lenti í málaferlum. Ekki
kom þó annað en það út úr átökunum
milli þeirra að spilavítiseigendurnir,
bræðurnir tveir, urðu að koma á
sáttum með tveggja milljón dala út-
gjöldum.
Um síðustu áramót var „Cotton
Club" loks frumsýnt í Bandaríkjun-
um. Ekki féll myndin, en skjótt varð
ljóst að aðstandendurnir máttu láta
drauma um að hún skilaði 100 millj-
óna tekjum lönd og leið.
En hugmyndaríkur kvikmynda-
framleiðandi hefur nú látið sér detta
í hug að gera kvikmynd um illdeilur
þeirra Evans og Coppola. §(ern)
Sunnudagur3.
1085
Islenska kartaflan
ereinhver
ódýrasti matur
Það er kominn tími til að við
íslendingar nýtum kartöfluna okkar
á fjölbreytilegri hátt en sem meðlæti, soðiðeðabakað.
Kartaflan er nefnilega ódýrt, ljúffengt og hollt hráefni, Cm CMÆmÆm v CÍM
sem sómir sér jafnt í hversdags- og veislu
réttum, í potti, á pönnu, í ofni eða grilli _
og í köldum réttum í óendanlegum tilbrigðum. C'Pff) MfáÆm ÍÆ
Við höfum ekki lengur efni á að horfa fram hjá &ÆZÆÆÆ f C/I %^Æ éM
jafn hagstæðu hráefni - uppskriftabæklingurinn bíður úti í búð.
Kartöflugratin fyrir 4-5
•500 g kartöflur • 1 lítill laukur • Vi paprika rauð eða græn «150 g sýrður rjómi *salt • pipar.
Skrælið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Saxið papriku og lauk. Smyrjið eldfast mót og raðið
kartöflum, lauk og papriku í lögum í mótið, stráið salti og pipar milli laga. Hrærið upp sýrða rjómann
og dreifið yfir kartöflurnar, hafið lok á mótinu. Bakað í ofni við 200°C í 45 mín.____________________
Borið fram sem sjálfstæður réttur með hrásalati og/eða grófu brauði.
íslenskar kartöflur eru auðugar af C-v(tamíní,
einkum ef þeirra er neytt með hýðinu. Þær
innihalda einnig og B2 vítamín, níasín, kalk,
járn, eggjahvítuefni og trefjaefni.
í 100 grömmum af íslenskum kartöflum eru
aðeins 78 hitaeiningar. Til viðmiðunar má nefna
að I 100 g af soðinni ýsu eru 105 he, kotasælu
110, soðnum eggjum 163, kjúklingum 170, nauta-
hakki 268 og í hrökkbrauði 307.
Reynum Ijúffenga leið til sparnaðar
- matreiðum úr íslenskum kartöfíum
vGrœnmetisverslun)
1 landbúnaóargns J
Síðumúla 34 — Sími 81600
Fimmtudagsábótin: Bílamarkaður
Föstudagsábótin:
Laugardagsábótin: Innanhúss og utan
Aug lýsingas í m i
Áskriftars í m i