NT


NT - 03.03.1985, Page 8

NT - 03.03.1985, Page 8
Skáld á heljarþröm Helgarblað NT rifjar upp ýmislegt um þann sérstæða mann, Jóhannes Birkiland Sunnudagur 3. mars 198S 8 • Þessar tvær myndir birti Jóhannes í ritlingnum „Eitt og hálft ár í lífi mínu“, til þess að sýna sem gleggst áhrif vistarinnar á afvötnunarliælinu. U „Lífíð“ tímaritið sem Jóhannes Birkiland hélt úti á árunum 1936-1939. er ævisagan þó hið merkasta af því sem eftir hann liggur. Það sem gerir hana svo athygl- isverða er það hve opinskár hann er um eigin ávirðingar. Hann reynir ekki að upphefja sjálfan sig en rekur það hvernig líf hans hefur farið. Oftsinnis minnist hann á að öðru vísi mundi hafa til tekist ef kring- umstæðurnar hefðu verið aðrar, og ég er viss um að það er rétt, því það er greinilegt að Jóhannes hefur verið gáfaður maður og mjög mikill stílisti var hann. 1 ^nn er það athyglisvert að Jóhannes hefur verið einn þeirra fyrstu meðal íslendinga sem kynntu sér rit Sigmund Freud. Má greina áhrif þess í ævisögunni og í timaritið „Lífið," sem hann gaf út í nokkur ár ritar hann grein um þennan merka mann. Hann segir líka frá því í ævisögunni að eitt sinn hugðist hann fara til Freud í Vfnarborg og láta hann sálgreina sig, en á leiðinni fór hann að drekka og varð það endirinn á þeirri fyrirætl- un. En hann hefur dáð Freud mikið og í ljóðakverinu „Brostnir strengir" er að finna hyllingarljóð um Freud þar sem segir í upphafi: „í fordómamyrkur í fáviskulægð kom Freud með Ijósið og daginn..." í Vesturheimi hóf Jóhannes Birkiland rithöfundarferil sinn og er að sjá af harmsögunni að þar hafi hann gefið út þrjár skáldsögur. Nöfn tveggja þeirra kann ég, en þær voru „House of the seven Dentons" og „Love and Pride". Til eru heimildir um þetta starf Jóhannesar í bréfum „Ég var líka stórtenntur Kafli úr „Harmsögu ævi minn- ar“ eftir Jóhannes Birkiland ■ Hér birtum viö stuttan kafla úr „Harmsögu ævi minnar“, sem gefur talsveröa mynd af vægöarlausri hreinskilni Jóhannesar Birkilands um eigin bresti og ávirðingar, sem fyrir kemur að blönduð er kaldhæðni. I þessum kafla er hann nýkominn til Kanada og er með bollaleggingar um að hefja skólanám. A yrir einum sautjan arum eignuðust nokkrir bókmennta- sinnaðir ungir menn í Mennta- skólanum í Reykjavík nýtt á- trúnaðargoð. Þeir höfðu sem sé upp á merkum höfundi sem flestir höfðu gleymt er hér var komið sögu, þótt ekki væri hann svo ýkja langt að baki í tímanum. Þetta var Jóhannes Birkiland. Höfundur þessi hafði ekki notið sérstakrar hylli fyrir skrif sín í lifanda lífi, enda voru þau harla óvenjuleg að efni og meðferð. Þau voru einkum sjálfsævisöguleg og margur maðurinn hafði fengið það óþvegið á spjöldum þessum, ef höfundurinn þóttist eiga hon- um á einhvern hátt grátt að gjalda. En hinir ungu mennta- skólanemar litu auðvitað fram hjá slíkum tímanlegum smá- ntunum og hófu til skýjanna það sem meira var um vert, - furðulegt hispursleysi höfund- arins gagnvart sjálfum sér og örlögum sínum og á ýmsan hátt kynngimagnaðan stíl. 1 >inn þessara mennta- skólanema var Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, og nú um daginn sóttum við hann heim og fengum hann til að segja okkur sitthvað af Jó- hannesi Birkiland. Þórarinn á ágætt safn ritverka eftir þenn- an höfund og hann hefur vissu- lega ekki tapað áliti hjá honum þótt árin hafi liðið. „Jóhannes var skagfirskur bóndasonur, fæddur þann 10. ágúst 1886 að llppsölum í Blönduhlíð," segir Þórarinn Eldjárn, þegar við biðjum hann að segja okkur deili á Jóhannesi Birkiland. „í merk- asta riti sínu, sjálfsævisögunni „Harmsaga ævi minnar", lýsir hann því hvernig hann var alinn upp í ákaflega miklu eftirlæti og dekri og sakar raunar föður sinn um það að hafa lagt grunninn að því hvernig líf hans fór og er undirtitill ævisögunnar í sam- ræmi við þetta en hann hljóðar svo „Hvers vegna ég varð auðnuleysingi". í ævisögunni leitar hann sem sagt sálfræði- legra skýringa á þessu og kenn- ir gamla manninum mjög grimmt um hvernig til tókst. Sífellt skín í gegn hve afdrifa- rík hann telur áhrif uppeldis- ins. Það er einmitt þessi sál- fræðilega sýn sem gerir ævi- söguna að svo merkilegri bók.“ I ævisögunni greinir hann frá því að skólanám stundar hann ekki í uppeldinu, en berst til Vesturheims árið 1912 og er þar í sextán ár. Hann fæst við margt ytra en festist ekki við neitt, enda hafði hann verið orðinn talsvert drykk- felldur þegar áður en hann hélt utan. Var ofdrykkja honum lengi fjötur um fót, eftir því sem hann sjálfur segir. Jóhannes Birkiland var tals- vert mikilvirkur rithöfundur og Tvær voru aðalleiðir að „markinu". Önnur lá í gegnum skrifstofur málaflutnings- mannanna, þar sem námið var bæði „verklegt og bóklegt". Hin lá í gegnum háskóla, þar sem lög voru kennd; var því einvörðungu „bóklegt". En til þess að komast inn á þessar „beinu leiðir", varð að fara „krókóttar götur" undirbún- ings-menntunarinnar. Ekki var nauðsynlegt, þótt talið væri það æskilegt, að laganemar hefðu tekið „Bachelor of Arts" próf, sem svarar til stúdents- prófs á íslandi. En þeir urðu að hafa staðist „Matriculation" próf, sem svarar til gagnfræða- prófs hér. Til þess að geta fengið að læra til gagnfræða- prófs, þurfti fyrst að hafa lokið barnaskólaprófi. Ég varð því að hefja nám í barnaskóla í fyrsta sinni á æf- inni! Bóndi nokkur, sem bjó í sýslu nyrzt í North Dakota, var lækninum allmikið skuldugur. Átti ég nú að éta skuldina út um veturinn og ganga á barnaskóla í nágrenn- inu. Þess skal getið, að læknin- um þótti enskukunnátta mfn ærið léleg! Þegar í barnaskólann kom, var meiningin sú, að ég „settist" í „efsta" bekk. En það vantaði ýmislegt í mig af þekkingu, til þess að slíkt yrði samræmanlegt aðstæðum. Hóf ég því sértíma að kennaranum, 18 ára stúlku, er skólastundum lauk. Reis þá formaður skóla- nefndar „upp á afturfótunum" ogbannaði „slíkt athæfi", kvað það stórhneykslanlegt og al- gerlega óviðunandi. Illa vegnaði mér í þessu umhverfi. Börnin sungu „jazz" - annað ekki. Ég söng evrópe- ísk sönglög, t.d. þau er bezti söngvari Dana, Herold, hafði sungið með miklum ágætum á hljómplötur, eins og kunnugt er; ég hafði hrifizt af hans fögru söngrödd. Þetta og fleira gerði það að verkum, að ég varð utangátta. Annars fannst mér allir - ungir og gamlir - „andlausir". Eins og fyrr gat ég ekki lært allt, sem mér bar að nema, jafnvel ekki nú, er ég var bara í barnaskóla. Eina námsgrein gaf ég brátt alger- lega á bátinn, en það nægði til þess, að ég gæti aldrei útskrif-

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.