NT - 03.03.1985, Blaðsíða 12

NT - 03.03.1985, Blaðsíða 12
_________________________Sunnudagur 3. mars 1985 12 lódum indíána M Bæði Chipewyan og Cree indíánar lifðu til skamms tíma á faraldsfæti. Þeir fluttu sig til eftir árstíðum og ferðum dýranna sem þeir lifðu á. Tjöldin voru því heppilegir bústaðir sem auðvelt var að taka niður og setja upp á nýjum stað þegar hópurinn flutti sig um set. M Gömlu mennirnir sem Jón kynntist voru stöðugt að tala um hvernig lífíð hefði gengið fyrir sig fyrr á tímum. „Þetta var svona og svona áður en hvíti maðurinn kom“ er setning sem Jón heyrði oft í Chipewyan. M Húsin íFort Chipewyan eru í eigu ættbálkanna tveggja sem bæinn byggja. Ekki er til siðs að vanda mikið til íbúðarhúsa á þessum slóðum og salernin eru útikamrar upp á gamla móðinn. Frá Akureyri til Alberta Hvað er það sem dregur ungan pilt frá höfuðstað Norð- lendinga til indíánabyggða í Kanada? Jú því var fljótsvar- að. Jón sótti um að komast sem skiptinemi á vegum AFS til Vesturheims og svo barst honum boð um að dveljast í Fort Chipewyan þar sem hann svo bjó um eins árs skeið. „Ég hafði lengi gengið með þennan draum. Eg vissi að sjálfsögðu lítið hvað ég var að fara út í. Ég var búinn með fyrsta bekk í menntaskóla en þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar mcr var boðið þetta. Eftir ferðalag sem mér virtist aldrei ætla að taka enda stóð ég svo einn góðan veðurdag í þessum indíánabæ þar sem gamli og nýi tíminn haldast hönd í hönd. Þetta lcit nú allt öðru vísi út en ég hafði gert mér í hugar- lund og það sem fyrst stakk mig var það hversu mikil róleg- heit voru yfir öllu mannlífi á þessum stað. Ég komst svo smám saman að því að þetta þorp er að mörgu leyti dæmi- gert fyrir aðstæður indíánanna í Kanada. Á undanförnum tveimur öldum hefur þetta fólk misst fótanna í tilverunni, ef svo má að orði komast. Gamlir siðir og menning er að deyja út og þeim gengur misvel að fóta sig í hinum nýja heimi. Útkom- an verður víða sú að aðgerðar- leysið grípur fólk. Pað hættir að lifa eins og það gerði en getur ekki að fullu tekið upp þá siði og þann lífsmáta sem hvíti maðurinn hefur. Var ad guggna á öllu saman Eftir fyrstu vikuna var ég alveg staðráðinn í því að fá að skipta um stað. Ég sé að ég hef skrifað í dagbókina rnína. „Ég er ákveðinn í því að dveljast hér ekki í aðra viku. Ég hef fengið meira en nóg af aðgerð- arleysinu, skítnum og útikömr- unum. Hér er nákvæmlega ekkert um að vera. Nei ég er ákveðinn í því að fá mig fluttan...“ Það varð þó úr að Jón varð um kyrrt í Fort Chipewyan. Hann fékk sig ekki fluttan eins og hann skrifaði svo ákveðið um í dagbók sína en fór þess í stað að kynnast fólkinu í þess- um litla og afskekkta indíána- bæ og því lífi sem það lifir. Fjölskyldan, sem hann bjó hjá, lét hann ráða ferðum sínum og oft dvaldist hann á heimilum kunningja sinna svo dögum skipti. Það virðist líka vera til siðs að menn líti ekki á heimili sín eins og við gerum. Húsin sjálf eru heldur ekki upp á marga fiska. Flest eru þau aðflutt, eins konar hjólhýsi sem ættbálkarnir tveir eiga sem staðinn byggja. Atvinna er nánast engin í þorpinu og á sumrin flytjast margir út í skógana og búa þar á svipaðan háttogforfeðurnirgerðu. Mik- ið ber á ýmiss konar félagsleg- um vandamálum svo sem drykkjuskap, sem er allt að því landlægur. „Það er að vísu rangt að alhæfa um þetta eins og annað en mjög tnargir drekka á meðan deigan dropa er að finna og þess á milli er um algert aðgerðarleysi að ræða hjá mörgum. Tortryggni Til að byrja með fannst mér að ómögulegt væri að komast í samband við nokkurn mann. Krakkarnir á mínu reki tóku mér með tortryggni. Ég var hvítur og þeir s'em sem hvítir eru í Chipewyan halda sig nokkuð sér. Þeir eru flestir í stöðum hins opinbera og eru því nokkuð yfir indíánana hafnir. Ég gafst þó ekki upp og þrátt fyrir lítinn stuðning frá fjölskyldunni þá tókst mér að komast í samband við krakka á mínum aldri sem voru af Cree-ættbálknum. Að vísu fékk ég nokkrum sinnum á kjaftinn fyrstu dagana og það voru þá strákar sem voru undir áhrifum áfengis, og vildu sýna hinum hvítu í tvo heimana. Smám saman fór þó hópurinn að líta á mig sem einn af þeim og þá breyttist tilveran til mikilla muna. Þegar skólinn byrjaði svo um haustið kynntist ég fleira fólki og þá fór ég að jafna mig á þessu öllu saman. Heit sumur, harðir vetur Eftir að skólinn tók til starfa fór að kólna. Veðurlag á þess- um slóðum er mjög tilbreyt- ingalítið. Það var heitt þegar ég kom um sumarið og þá fór hitinn oft vel yfir 30 gráður. Þegar leið á haustið kólnaði smám saman þangað til frostið var orðið 30 gráður. Kynding í húsunum í Fort Chipewyan er í flestum tilvikum aðeins í einum ofni sem jafnframt er notaður til að elda á. Viður er nægur og á haustin má sjá stórar stæður af eldiviði í bak- görðum húsanna. Þó að hitinn sé bærilegur í kringum ofninn, þegar hann er kyntur á vet- urna, þá vill verða ansi kalt þegar maður þarf að skreppa á klósettið sem er útikamar og frostið er vel yfir 30 stig“. Landslag í norðaustur Al- berta einkennist af mýrum og lágum hæðardrögum. Barr- skógurinn teygir sig yfir óhemju stórt landsvæði á þess- um slóðum og náttúrufegurð er víða mikil. Ekki langt frá Fort Chipewyan hefur mikið landflæmi verið friðlýst og gert að þjóðgarði. Sumir þjóðgarðs- varðanna búa í bænum og þegar skógareldar kvikna, sem gerist reyndar oft, þá eru bæjarbúar kvaddir til starfa við að höggva tré og slökkva elda. Þrátt fyrir skógana er jarð- vegur á þessu svæði víða mjög ófrjór. Isaldirnar hafa skilið eftir jökulleir sem verður harð- ur þegar hann þornar og ekki góður til ræktunar. Þar sem menn hafa viljað koma sér upp matjurtagörðum hefur stund- um reynst nauðsynlegt að flytja gróðurmold langt að\ þaðan sem um gjöfulli mold er að ræða. Þó svo að veðráttan sé kjörin til ýmiss konar ræktupar og finna megi land sem hægt væri að nota til að rækta grænmeti þá virðast fæstir hafa mikinn áhuga á slíkri iðju. Matur indí- ánanna er því einhæfur og einkennist mikið af aðfluttum dósamat og frosnu kjöti og fiski. Jón sagði að hann hefði að vísu ekki þurft að kvarta því fjölskyldan, sem hann bjó hjá, átti garð og ræktaði þar ýmiss konar grænmeti. „Þetta var þó nánast undantekning og mjög margir lifa eingöngu á aðflutt- um mat. Fylkisstjórnin heldur uppi *mk; % M Indíánarnir á þessum norðla og sleðaeign mjög algeng þó sv( M Brenni er sótt í skógana í kringum Fort Chipewyan og þar er af nógu að taka. Það er sögumaður okkar Jón Stefánsson sem hér tekur til hendinni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.