NT - 03.03.1985, Blaðsíða 13
•ga slóðum notuðu aldrei hesta. Hundarnir voru þvíhelstu dráttardýrin og enn þann dag í dag er hunda-
} að nýrri samgöngutæki hafí komið til sögunnar.
stórum hluta bæjarbúa. Þetta
eru eins konar fjölskyldubætur
og eiga slíkar greiðslur sér
langa sögu allt frá því að hvíti
rnaðurinn fór að gera samninga
við ættbálkana um greiðslur
fyrir lendur og veiðiréttindi."
Seldu landið
Árið 1899 var undirritaður
samningur um landnám hvítra
manna í þessum hluta fylkis-
ins. Hér var um að ræða átt-
unda samninginn af þessu tagi
og með honum afsöluðu indí-
ánar sér eignarrétti á landinu.
I staðinn kæmu árlegar pen-
ingagreiðslur frá landsstjórn-
inni svo og ýmiss konar
aðstoð. Enn þann dag í dag
kemur fulltrúi stjórnarinnar
einu sinni á ári og greiðir
hverjum og einum íbúa fimm
doliara. Upphæðin er sú sama,
í krónum talið, og hún var fyrir
síðustu aldamót þó svo að
peningarnir hafi stórlega rýrn-
að síðan þá. Þessi dagur er
hátíðisdagur eins og hann hef-
ur verið allt frá því að þessar
greiðslurvoru upp teknar. Að
sjálfsögðu nola menn tækifær-
ið til að sletta úr klaufunum þó
svo að ekki dugi upphæðin
fyrir eins miklu og hún gerði í
eina tíð.
Gera má ráð fyrir að þessar
greiðslur eigi sér rætur allt til
þess tíma þegar skinnakaup-
menn frá Hudson Bay komu
fyrst til að kaupa skinn árið
1670. Það reyndist nauðsynlegt
fyrir verslunina að reyna að
setja niður deilur sem ríktu
meðal ættbálkanna og urðu
þessir kaupmenn því einnig að
taka að sér að bera sáttarorð á
milli stríðandi indíána. Cree-
indíánarnir þóttu sérstaklega
herskáir og þeir voru fyrstir til
á þessum slóðum að komast
yfir skotfæri frá hvítum
mönnum. Vandamálin voru
fleiri. Þegar indíánar kynntust
hvíta manninum höfðu þeir
litla sem enga mótstöðu gegn
ýmsum sjúkdómum sem þeir
komust þá í kynni við.Arið
1782 hrundu til dæmis Cree-
indíánar niður úr sjúkdómi
sem herjaði á ættbálinn, sem
var sá stærsti í öllu Kanada.
Ofan á þetta bættist svo mjög
illt árferði. Talið er að um 90%
af þessu fólki hafi þá fallið á
örfáum áru.
The Hudson
Bay Company
Illdeilurnar voru heldur ekki
eingöngu háðar indíána á
meðal. Stóru verslunarfyrir-
tækin sem versluðu á þessum
slóðum börðust einnig sín á
milli. Að lokum urðu þessar
deilur svo blóðugar að við lá
að öll skinnaverslun legðist
niður. Það varð úr að fyrir-
tækin voru sameinuð árið 1821
undir nafninu The Hudson Bay
Company sem enn þann dag í
dag rekur einu verslunina í
Fort Chipewyan.
í kjölfar skinnakaupmanna
komu trúboðarnir. Fyrstur
þeirra til að heimsækja Fort
Chipewyan var meþódistinn
James Evans, sem hafði unnið
það afrek að útbúa ritmál fyrir
mál Cree-indíánanna. Evans
bræddi byssukúlur og steypti
leturstafi og prentaði biblíuna
á máli þeirra. Var honum vel
tekið og voru indíánarnir mjög
forvitnir og áhugasamir um
þann guð sem Evans sagði
sögur af. Seinna komu franskir
trúboðar og þeir reistu fyrstu
kirkjuna á þessum slóðum
skömmu fyrir miðja síðustu
öld. Frönsku prestarnir ílent-
ust og stofnuðu seinna skóla
sem enn er við lýði.
Klondike
Þegar farið er að glugga í
sögu þessa einangraða indí-
ánabæjar kemur ýmislegt fróð-
legt í Ijós. Eins og oft vill verða
má einnig lesa sögu heillar
þjóðar með því að kynna sér
sögu lítiis bæjar eins og Fort
Chipewyan sem þó virðist ef til
vill ekki ýkja merkilegur við
fyrstu sýn. Til þess er þó ekki
ráð né rými í þessum pistli.
Áður en sögunni sleppir verð-
ur þó að minnast á það að rétt
fyrir siðustu aldamót varð bær-
inn mikilvægur um hríð.
Árið 1897 kom upp sá kvitt-
ur að mikið gull væri að finna
við Yukonfljót á landamærum
Kanada og Alaska. Gullæðið
sem kennt hefur verið við
Kondike hafði víða áhrif. Á
svipstundu varð Fort Chipewy-
an mikilvægur áningarstaður á
leiðinni norður til Alaska. Þús-
undir manna og kvenna komu
við í bænum og tóku vistir fyrir
síðasta hluta þessarar löngu
leiðar. Menn voru misjafnlega
útbúnir og bæjarbúar reyndu
að hlaupa undir bagga með
þeim sem þurftu á aðstoð að
halda. Sumir þeirra komu við
á leiðinni til baka og voru þá
orðnir ríkir menn en flestir
komu enn snauðari en þeir
höfðu verið þegar lagt var af
stað.
Hvítur indíáni
Svo vikið sé aftur að sögu-
manní okkar og íslensku land-
námi í Fort Chipewyan þá
sagði Jón að bæjarbúar hefðu
verið mjög forvitnir að sjá og
heyra í hvítum manni sem átti
annað móðurmál en ensku.
Ekki vakti það minni athygli
þegar Jón fór að kenna jafn-
öldrum sínum og kunningjum
að ganga á skíðum en sú íþrótt
var nánast óþekkt í Fort Chip-
ewyan. Indíánarnireru að vísu
mjög liprir í að ganga á þrúgum
en skíði hafa þeir lítið sem
ekkert notað.
„Við fengum lánuð skíði og
fórum að æfa göngu. Þetta
varð eins og lítill snjóbolti sem
hleður utan á sig og að lokum
stofnuðum við íþróttafélag,
hið fyrsta í sögu bæjarins.
Strákarnir voru mjög áhuga-
samir og margir hjálpuðu
okkur, ekki síst kennararnir í
skólanum.“
Síðar um veturinn var þeim
piltum, sem Jón hafði þjálfað,
boðið að taka þátt í íþrótta-
móti sem var eins konar lands-
mót fyrir Albertafylki. Það er
ekki að sökum að spyrja að
þrír fyrstu menn í fimm og tíu
kílómetra skíðagöngu voru all-
ir frá Fort Chipewyan og sigr-
aði Jón í báðum greinum.
Blöðin í fylkinu gerðu þessu
ítarleg skil og það þótti tíðind-
um sæta að tveir indíánar með
íslending í fararbroddi skyldu
sigra í þessum greinum.
Jón sagði að þetta hefði
verið sérstaklega skemmtileg
viðurkenning fyrir nýstofnað
íþróttafélag sem eiginlega
hefði byrjað út úr leiðindum-
og aðgerðarleysi. „Strákarnir
voru að planleggja það þegar
ég fór, að láta útbúa merki
fyrir félagið. Merkið átti að
sýna nokkra indíána í skíða-
göngu og einn þeirra átti að
vera hvítur.“
JÁÞ
;,V
Sunnudagur 3. mars 1985 13
• Geysimiklar ár og stór stöðuvötn einkenna norðausturhluta Albertafylkis. Skammt frá Fort
Chipewyan, sem stendur við Athabaskavatn, eru ósar tveg
hin síðarnefnda rennur í gegnum hanada allt norður til Ishafsins.
a, Peace river og Slave river en
• Öllkennsla ferfram á ensku í skólunum þó svo að móðurmálin Cree og Chipewyan
séu töluð á heimilunum. Væntanlega verður þetta til þess að þessi mál gleymast með
tímanum og hætt er við að svo fari einnig um gamla siði og menningu indíánanna.
® Byggðin teygirsig umhverfis litla vík við Athabaskavatnið. íbænum búa
um tólf hundruð manns og flestir þeirra indíánar.