NT - 03.03.1985, Blaðsíða 16

NT - 03.03.1985, Blaðsíða 16
Galdrar Sunnudagur 3. mars 1985 16 þær sem kenna sig við fyrr- nefndan Gardner, og eru oftast kallaðar Gardians. Hins vegar er hópur sem er kenndur við nornakónginn Alex Sanders og er oftast kallaður Alexandri- ans. Nornireruafbáðum kynj- um og það eru til þrjár gráður eða viskustig hjá þeim. Nokkr- ir {slendingar hafa tekið vígslu inn í þessa erlendu nornasöfn- uði og síðan komið heim, stofnað söfnuði og vígt inn í þá fleiri íslendinga." Fjandinn eða frjósemi Enn er þeirri brennandi spurningu ósvarað hvaða guð eða guði þær dýrka og er það vitanlega næsta spurning sem Árni verður að greiða úr. „Þær dýrka Hyrnda-Guðinn og Móður-Gyðjuna, en þetta eru frjósemisguðir, karl- og kvenbirtingarmyndir af sama aflinu." í hinu stutta sjálfsnámi blaðamanns fyrir fundinn við Árna, kom Hyrndi-Guðinn mikið við sögu, einkum í forn- um trúarbrögðum og allt fram tilsiðaskipta. Þetta varheiðinn guð og voru honum haldnar blótveislur miklar og uppskeru- hátíðir á miðöldum. (Hallo- ween er ein slík.) Hann virðist hafa verið vinsæll meðal al- þýðu manna áður en kristnin náði öllum tökum á trúarlífi fólks í Evrópu. Rétt fyrir siða- skiptin sameinaði kirkjan Hyrnda-Guðinn og Djöfulinn og þaðan fékk djöfullinn hornin. Hyrndi-Guðinn mun þó hafa verið dýrkaður á laun eftir þetta en nú var farið að færa honum blóðfórnir og hafði æðsta nornin mök við liann á fundum sínum. (Senni- lega voru þetta grímúklæddir karlmenn úr nálægum þorpum.) Blaðamaður bar þetta undir Árna og spurði hvort Hyrndi-Guðinn væri ekki djöfullinn? „Nei, þetta er ekkj djöfull- inn, og er það enn ein kirkjuleg uppfinning. Vitaskuld eru þetta heiðin goð og fyrst og síðast frjósemisguðir. Móður- Gyðjan er mikilvægust og undirstrikar það frjósemiseðli þeirra.“ En hvað um helgisiði norna, eru ekki færðar blóðfórnir? „Mér skilst að þeir séu nokk- uð mismunandi eftir söfnuð- um, en oftast eru þátttakendur allsnaktir og athöfnin fer fram í sérstaklega vígðum hring sem ristur er á jörðina. Það er ætlast til að athöfnin fari fram undir beru lofti þar sem enginn sér til. Þessu er þó ekki auðvelt að koma við í stórborgum eða í köldum löndum eins og ís- landi. Svokallaður æðsti prestur, sem getur verið ann- aðhvort karl eða kona, stjórn- ar athöfninni. Ýmis symból (tákn) svo sem sverð, rýtingur, bikar og hringlaga diskur, eru mjög mikilvæg í athöfninni. Fórnir, já, það tíðkast nú ekki blóðfórnir hjá hinum svoköll- uðu „hvítu“ nornasöfnuðum ef til vill er einhverju grænmeti eða hveiti fómað. Svo em náttúrlega til „svartir“ söfnuðir og eru þeir sagðir bera ábyrgð á því þegar kettir og dúfur hverfa með dularfullum hætti. Hvað varðar aðra helgisiði norna mætti svo sem tína ýmislegt til, en mér dettur til dæmis í hug nornadansinn. Þar haldast þær í hendur og dansa í hring með viðeigandi látum og við það skapast rétta andrúmsloftið og þau skilyrði sem gerir þeim kleift að komast í tengsl við guðina og hið yfirnáttúrulega. Nú ef þeim býður svo við að horfa og vel tekst til í dansin- um, þá geta þær hneppt ein- hverja manneskju í álög.“ > Frá helgialhöfn norna, Álög fyrir austan fjall Þekkir þú eitthvað til þess að íslenskar nornir hafi hneppt fólk í álög nú til dags? „Já, já, margoft. Þeir eru margir sem telja sig hafa orðið fyrir þeirri óþægilegu reynslu. Sjálfur veit ég persónulega um nokkur slík dæmi, en það er eins og gengur erfitt að segja til um hvort þetta var meira en hugarburður þessa fólks.“ Veistu nokkuð hvar norna- söfnuðirnir framkvæma helgi- athafnir sínar? „Hér og þar, ég hef nú ekki lagt mig eitt sérstaklega eftir því að fylgjast með því, en það var til skamms tíma söfnuður sem gerði þetta fyrir austan fjall." Veistu hvar? spyrblaða- maður áhugasamur. Þótt ég vissi það, ntundi ég ekki segja þér það.“ Við erum búnir að spjalla lengi og kominn tími til að fara. Að lokum var Árni þó spurður hvort honum fyndist þetta dulspekikukl (slendinga samræmast kristindómnum. „Nei, langt því frá, enda eru íslendingar að mínu mati ekki kristnir nema í orði. Það er nefnilega ekki nógu mikil mýstík og serimónía í kringum kristnina til þess að gera hana áhugavekjandi. Þess vegna starfa svo margir íslendingar í félagsskap þar sem fjallað er um yfirnáttúrleg efni og dul- speki. Þeir sem vilja halda virðingu sinni og stöðu út á við segja náttúrlega að þetta sé í raun og veru allt mjög kristið. Þannig á að vera allt í lagi að ákalla guð undir nafninu Jah- bulon eða einhverju öðru nafni, svo lengi sem maður er að meina hinn kristna guð.“ Með þessum orðum þökkum við Árna spjallið og kveðjum. B.G. Ég sá fólk sem ekki er til Kæri læknir! ■ Ég vará ferðalagi síða s tlið- ið haust ásamt manni mínum og dvöldumst við meðal ann- ars á Spáni. Þar bjuggum við á hóteli og er það ekki í frasögur færandi. En það sem mig lang- aði til að bera undir þig var dálítið atvik sem fyrir mig kom á þessu hóteli einmitt. Ég vaknaði upp eina nóttina ogsá þá sýn sem mérhverfur ekki úr minni. Við rúmið svo sem tvo til þrjá metra frá okkur eru tvær manneskjur. Þær standa við vöggu sem við höfðum fengið lánaða til að litli dreng- urinn okkar gæti sofið í en oftast var hann þó uppí hjá okkurog svo varí þetta skiptið. Það sem ég sá var kona og barn og ég verð að segja eins ogeraðmér varð mjög bilt við. Ég hugsaði þó með mér að ég skyldi bara vera róleg og ég man að ég byrjaði á þvi að ganga úrskugga um þaðhvort mig væri hreinlega ekki að dreyma. Ég kleip mig létt í handlegginn og lokaði og opn- aði augun en þessar verur stóðu alltafþarna. Það vareins og konan stæði við vögguna og barnið stæði upp i rúminu við hlið hennar. í kringum þetta fólk var ljósbjarmi og þau virt- ust horfa framhjá okkur, yfir rúmið. Ekki gat ég greinthvort þau vissu af okkur en þó fannst mér eins og þau vissu það en Geðlæknir svarar létu það sig engu skipta. Hræðsla mín leið hjá og ég fór að verða spennt yfir þessu og að ég hefði fengið að sjá slíka hluti sem maður hefur svo oft heyrt talað um. Þessari upp- götvun fylgdi meira að segja gleði sem smám saman tók við af hræðslunni. En nú spyr ég; Hvað segja læknavísindin um svona lagað? Ég er viss um að ég sá það sem ég sá og mig var ekki að dreyma. Ofskynjanir þykja mér heldur ekki trúlegar vegna þess að ég var við góða heilsu og er. Éggetekkiheldurkallað þetta neina trúarlega reynslu eða yfirhöfuð nokkuð annað. Ég sá fólk sem ekki átti að vera þarna og var það ekki í þeim skilningi sem við leggjum vanalegast í þau orð. Smám saman hurfu þau svo. Reyndar virtist eins og þau kæmu og færu fyrir augunum á mér. Stundum dofnaði þessi sýn og kom svo aftur en hætti að lokum að sjást og var síðan horfin með öllu. Ég ætlaði fram úr en hætti við það og lá lengi og hugsaði um það sem ég hafði séð. Hvað var þetta sem ég sá? Getur fullorðin og heilsuhraust manneskja séð eitthvað sem ekki er til eða er til meira en við sjáum dags daglega? Kveðjur með von um svar. Ferðalangur. Það er margt sem við skynjum en skiljum ekki Kæri ferðalangur! ■ Þakka bréfið. Þú lýsir í bréfi þínu upplifun frá síðasta hausti þar sem þú sást sýn sem þér hverfur ekki úr minni. Þú segist hafa séð fólk sem átti ekki að vera þar sem það var og var það ekki í þeim skilningi sem menn leggja veniulegast í þessi orð að þínum dómi. Þú kemur með nokkrar spurning- ar. Eins og t.d.: Hvað segja læknavísindin um svona lagað? Þú heldur áfram, hvað var þetta sem ég sá? Getur fullorðin og heilsuhraust manneskja séð eitthvað sem ekki er til eða er til meira en við sjáum dagsdaglega? Til þess að geta gefið þér eitthvað sem nálgaðist að vera eitthvað í átt ina við raunhæf svör við þess- um spurningum þyrfti ég.að vita miklu meira um bæði þig og þær aðstæður sem þú varst í þegar þú sást þessa „sýn“. Fyrir alls konar „sýnum“ geta verið ýmsar ástæður. Ekki er óalgengt að geðveikt fólk sjái ýmislegt sem aðrir ekki sjá, einnig geta menn séð alls kon- ar ofsjónir undir áhrifum lyfja og áfengis eða samfara ýmsum líkamlegum sjúkdómum. Það eina sem ég get lesið út úr bréfi þínu um sjálfa þig er að þú ert kvenmaður, móðir, gift og segist vera við góða heilsu. Þú segir mér ekkert um þitt ástand þegar þú sofnaðir þetta kvöld á Spáni. Þú nefnir ekkert hvort þú hafi drukkið áfengi, hvort þú hafir t.d. neytt Lsd eða marjúana. Þú segir ekkert hversu vel þú hafir sofið áður eða hvort þú hafir verið úr- vinda af þreytu og svefnleysi. Þú segir heldur ekkert um hvort þú eigir vanda til að sjá „sýnir“ sem þessar. Allt þetta og fleira verður maður að hafa í huga þegar maður ætlar að vega og meta hversu raunhæf- ar „sýnir“ eru. Því miður verð ég því að segja að ég get ómögulega svarað þeirri spurningu hvað þetta var sem þú sást. Hvað læknavísindin segja um „sýnir" hvað sem það nú er í hverju tilviki út af fyrir sig er erfitt að segja. Bæði geðlæknar og sálfræðingar hafa rannsak- að ýmiskonar dulræn fyrir- brigði og skynjanir. Sumir í þessum hópi segja dulrænar skynjanir tóman þvætting, annar hópurinn trúir staðfast- lega á að það sé ýmislegt sem sum okkar skynjum sem aðrir skynja ekki og þriðji hópurinn í hópi þessara vísindamanna veit eiginlega ekkert hverju hann á að trúa. Sá hópur vill ekkert útiloka en þorir heldur ekki að fullyrða. Er því erfitt að segja hvað „læknavísindin" segja um svona lagað. Sá möguleiki er vel hugsanlegur að þú í raun og veru hafir ekki vaknað i þessu tilviki en verið á milli svefns og vöku án þess að gera þér grein fyrir því og í þvi líku ástandi er oft erfitt að gera sér grein fyrir hvað er raunveruleiki og hvað er draumur. Á bréfi þínu er þó að skilja að þú útilokir þennan möguleika, en oft er það þann- ig þegar menn fara frá einu landinu til annars koma frá einu loftslagi til annars að svefninn verður óreglulegur og margir eiga þá erfitt með að átta sig á hvað er svefn og hvað er vaka. Er því sá mögu- leiki ekki útilokaður að um eitthvað slíkt hafi verið að ræða hjá þér. Sjálfur minnist ég þess geinilega hversu ég átti erfitt með að átta mig á hvað var raunhæft og hvað var óráð eftir að ég hafði legið í sólinni nokkrum tímum of lengi í 25 stiga hita fyrir mörgum árum síðan. Á engan hátt er ég að gera lítið úr upplifun þinni, þar sem ég hef á margra ára reynslu komist að raun um að það er stór hluti islensku þjóðarinnar sem á engan hátt getur talist geðveikur eða hafandi geðræn vandamál sem hefur upplifað, séð eða heyrt ýmislegt sem öðrum er dulið. Sjálfur hef ég oft og mörgum sinnum talað við fólk sem hefur haft „báða fætur á jörðunni" sem hafa lýst fyrir mér upplifunum og „sýnum" sem erfitt er að út- skýra með þeirri þekkingu sem við höfum í dag. Ekki dettur mér í hug að þykjast vera talsmaður lækna- vísindanna í heild en ekki kæmi það mér á óvart þótt í ljós kæmi, við nánari rannsóknir á ýmsum sviðum hugarheims mannsins á næstu árum að ýmislegt það sem við, í dag, ekki skiljum verði okkur auð- skiljanlegra með aukinni tæknivæðingu á þessu sviði. Ef við rennum okkur ein 100 ár aftur í tímann hverjum hefði þá dottið í hug að við gætum setið í stofunni okkar og horft á beina útsendingu frá knatt- spyrnukappleik í Bretlandi eða hlustað á útvarpssendingu í stereó frá sama augnabliki og þessi athöfn fer fram. Með þetta í huga leyfi ég mér þess vegna að skella mér í þann hóp fólks sem hefur grun um að margt sé það í þessari veröld okkar sem við ekki skiljum eða skynjum á þann hátt sem næstu kynslóðir eiga eftir að skynja eða skilja. Sért þú aftur á móti í vafa um hvort þú sért röngu megin við línuna tel ég sjálfsagt að þú leitir þér aðstoðar hjá þínum heimilislækni sem gæti þá vís- að þér til taugalæknis eða geð- læknis ef hann teldi ástæðu til. Með bestu kveðjum, Páll Eiríksson. nr Páll Eiriksson geðlæknir svarar spurningum lesenda É

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.