NT - 03.03.1985, Síða 21
TSJ
■ Hverskyns spádómskukl
hefur átt vaxandi vinsældunr
að fagna á seinni árum;
stjörnuspekingar, tarotspil og
margt fleira mætti tína til. En
spádómar sem þessir eru ekki
ný bóla. í tíð áa okkar á
síðustu öld spáðu margir í spil,
stjörnur og kaffigroms gat fært
fréttir úr framtíðinni.
í gömlu handritaslitri sem
undirritaður eignaðist úr fór-
um skagfirsks bónda á fyrri
parti þessarar aldar er að finna
spádómsfræði í bundnu máli.
Rit þetta ber titilinn „Dægra-
stitting sem nefnist Spámaður-
inn". í því er að finna þrjá
„„.gosinn líka
greinast má
geðjast píkum
drengur sá“
Gruflað í skag-
fírskum spilaspádómum
kafla, einn u'm stjörnuspá-
dóma í tuttugu Ijóðabálkum
og er hver um sig 12 vísuerindi.
Aftan við það koma svo spila-
spádómar en það eru þeir sem við
ætlum að birta hér í Sögukorn-
inu. Sá síðasti er svo í lausu
máli um lófalestur og forlaga-
spá.
„Þíðing spila þá lagt er í
stjörnu", heitir þessi kafli
bókarinnar. Hvað átt er við
með að spil séu lögð í stjörnu
veit undirritaður ekki en vel
má ætla að þar sé átt við að
spilunum sé raðað á þann hátt
á borð og síðan dragi menn eitt
og eitt úr stjörnunni. Höfund-
ur þessa kveðskapar er Jónas
Jónasson á Torfumýri í Skaga-
firði, fæddur 1850 í Húna-
vatnssýslu og á þangað ættir að
rekja. En þákomaspádómarn-
„Tígul fyrstum frá mig listir
greina,
um hann smíða ætti stef,
ásinn þíðir sendibrjef.
Kónginn láta lundar plátu
merkja
opt sem trega eiða kann
alúðlegann heiðursmann.
Blýð að vonum bjarthærð
kona líka,
visku há og vel metinn
vera náir drottninginn
Mjög glaðlindur maður
yndislegur
gosinn líka greinast má
geðjast píkum drengur sá.
Týjan líka trega mýkja
kærast höld og klæðarún
krónufjölda merkir hún.
náir
Tígulnýjan - Trega flýja
stundir
hún ánægju heitir því
heimi dæilegust í
Áttan þíðir afbragðs fríðu
börnin
laus af tjóni listug því
elsku hjónabandi í.
Sjöið boðar - sýst er voði
á ferðum
laufa rjóð og lánsgefni
lukku í góðu samkvæmi.
Þá urn hjarta þarf ég mart
að ræða
ei við bíða orða stanz
ásin þíðir húsið manns
Higg eg þíða hjarta fríða
kónginn
ama skerðann ástríkann
elsku verðann heiðursmann
Undurgóðsem yndi þjóðum
vekur
hringa rein með híra kinn
hjarta greinist drottninginn
Líður kinni lipurmenni
gosann
rjett sem fljóða fjörgar geð,
fréttir góðar kemur með.
Tíann segir - svo þú megir
trúa,
þinni móti elsku ást,
ung að snótin muni fást
(eða); örfabrjótur muni fást
Nýjan spáir - nærri mátt
því geta
ami stirður eiðist nú,
ást og virðing hljótir þú.
Kærleik hreinan kvittan
greinir áttann
Þó vandfengin þyki sá,
þrávalt megni vera hjá.
Sjöið þýðir þinn að blýður
vinur
elski af hreinu hjarta sá,
hjermeð greinir barni frá.
Hér lætur Sögukornið staðar
numið þessa vikuna en næstu
helgi birtum við lauf og spaða
spádóma og ættu lesendur þá
að geta lagt spilin á borðið og
gruflað í eigin frægð og frama.
Vísur þessar eru hér prent-
aðar stafréttar eins og þær
koma fyrir í handritinu sem
væntanlega er uppskrift frá því
einhverntíma á seinni hluta
síðustu aldar eða alveg fyrst á
þessari. Þá stafsetti hver eftir
sínu nefi enda málfasismi ekki
eins útbreiddur þá og síðar
hefur orðið.
-b.
Lausn á síðustu
krossgátu
• Köln er orðin að draugaborg eftir lofíárásirnar. Sviðin grind aðaljárnbrautarstöðvarinnar stendur ein uppi, en brýrnaryfir Rín
eru fallnar í fljótið.
Sókn í lofti og á láði
■ Þann 25. febrúar fyrir 40
árum bar upp á sunnudag. Þá
var í nógu að snúast hjá 1. og
9. her Bandaríkjamanna, sem
voru að brjótast gegnum varnir
Þjóðverja vestan við Köln og
tóku þar bæina Dúren og
Júlich.
Daginn eftir gerði 8. flugher
Bandaríkjanna stórárás á
Berlín. 3000 tonnum af
sprengjum er varpað á borgina
og þar á meðal er hálf milljón
íkveikjusprengja. Árásinni er
einkum beint að þrernur járn-
brautarstöðvum í borginni.
Árásarflugsveitirnar missa
fimmtán sprengjuflugvélar og
sjö orrustuvélar. Um nóttina
gera Bretar loftárás í bjarman-
um af eldinum eftir árás
Bandaríkjamanna.
Þennan dag, 26. febrúar,
segja Egyptar og Sýrlendingar
Þjóðverjum og Japönum stríð
á hendur.
27. febrúar aka brynvagnar
Rokossovsky inn í Pommern,
en Líbanon bætist í hóp ríkj-
anna sem snúast gegn Þjóð-
verjum og Japönum með
stríðsyfirlýsingu.
Hinn 28. febrúar fer 1. her
Bandaríkjamanna yfir fljótið
Erth, 10 km frá Köln. íranir
og Saudi Arabar lýsa yfir stríði
við Þjóðverja og Japani.
Þennan dag gengur banda-
rískt lið á land á eyjunni Palaw-
an á Filippseyjum.
Þann 1. mars taka Banda-
ríkjamenn (9. herinn) Múnc-
hen Gladbach.
Daginn eftir sækin 9. herinn
enn fram og hertekur nú
Krefeld, Venlo og Roermond.
Breski flugherinn gerir tvær
loftárásir um bjartan dag á
Köln.
Hinn 3ja mars er laugardag-
ur. Kanadamenn og Bretar
hittast með lið sitt á milli Maas
og Rínar.
Japanir gefast endanlega
upp við vörn Manila á Filipps-
eyjum.
Þjóðverjar gera nú loftárásir
með 100 flugvélum á 20 flug-
velli frá Northumbarland til
Oxon. Tuttugu af sprengjuvél-
um RAF eyðilagðar. Sex af
vélum innrásarflugsveitanna
farast.
Vestur í Bandaríkjunum
skjóta 20 fylki á ráðstefnu í
Mexico City, þar sem þau
heita að styðja pólitískt og
landfræðilegt sjálfræði hver
annars.
i
Sprengjurnar falla.
Reykjarbólstur stígur upp yfir skýjaþykknið yfir þýskri borg.