NT - 03.03.1985, Síða 22
..................Sunnudagur3. mars 1985, 22
Fjársjóður
Leitin að Tróiu
Ævintýrið um Schliemann, sem fann hina fornu borg og ómetanlega fjársjóði
■ Saga umsátursins viö Tróju,
scm á að hafa staðið í tíu ár
(1194-1184 f.Kr.), er sú frægasta
í grískri sögu. Megnið af henni er
að finna í kviðum Hómers. Þær
lýsa því hvernig Paris, sonur
Priams í Tróju, nam á brott
Helenu, fegurstu konu á Grikk-
landi. Menelaus, eiginmaður
hennar, bað um aðstoð landa
sinna til að freista þess að fá hana
aftur. Akkilles, Ódysseifur og
Agamemnon lögðu til heri sína
til aðstoðar Menelaus. Með meir
en hundrað þúsund hermenn á
yfir þúsund skipum, sigldu þcir
yfir Eyjahafið og settust um
Tróju. Að lokum var borgin
hertekin og lögð í rúst, eftir að
Grikkjum tókst að laumast inní
borgina með aðstoð Trójuhests-
ins margfræga.
Goðsögn
eða vcruleiki
I gegnum tíðina hafa þúsundir
lítilla drengja hlustað hugfangnir
á eða lesið um örlög þessara
grísku goðsagna. Fyrir flesta þá
sem voru aldir upp á söguljóðum
um þessar grísku hetjur, voru
kviður Hómers meö litla cða
enga sögulega undirstöðu. En
svo var ekki um Heinrich Sch-
liemann, sem fæddist á 3ja áratug
19. aldar. í æsku hlustaði hann
hugfanginn og heillaður á föður
sinn, lúterskan klerk í Þýska-
landi, lesa fyrir sig sögur Hómers
af umsátri Agamemnons, Tróju-
hestinum og falli höfuðborgar
Priams. Og Heinrich litli hét með
sjálfum sér að finna hina fornu
borg sem lærdómsmennirnir
sögðu að væri hugarburður.
En fyrst, alla vegana, þurfti
hann peninga. Þar sem Heinrich
litli, auk þess að vera gæddur
miklum gáfum, hafði nú fundið
tilgang sinn í lífinu, gat hann
byrjað á því að afla sér þess sem
hann taldi að skipti máli. Hann
lærði fjórtán mismunandi tungu-
mál, forn og ný, og gaf sér sex
vikur til að fullnema hvert þeirra.
Á tuttugu árum tókst honum að
vinna sig upp úr sendlastarfi til
þess að vcrða milljónamæringur.
Þegar Schlicmann var orðinn 41
árs taldi hann sig hafa þénað nóg,
hætti viðskiptum og bjó sig undir
að láta æskudrauminn rætast.
Schliemann
finnur Tróju
Schliemann eyddi næstu árum
ferðalög, rannsóknir og forn-
leifarannsóknir í landi Hellena.
Hann reið unt dali og hæðir sem
Hómer hafði unað, leit augum
hafið sem Agamemnon hafði
siglt á með flota s'ínum til að
leggja undir sig Tróju og ná aftur
hinni fögru Hclenu. Hann giftist
jafnvel grískri konu. Um það
leyti sem hann gifti sig hafði
Schliemann, fyrir sitt leyti, stað-
sett Tróju. Þeir fáu fornleifa-
fræðingar sem voru tilbúnir til að
fallast á að hin forna borg hefði
verið til töldu hana vera nálægt
litlu þorpi, Bunarbashi. Schlie-
mann fór þangað, með kviður
Hómers í annarri hendi, og komst
að þeirri niðurstöðu að Bunar-
bashi félli alls ekki að lýsingum
Hómers. Það var aðeins einn
annar staður sem kom til greina,
Hissarlik-haugurinn, skammt
sunnan við Dardancllasundið.
Það tók Schliemann stuttan tíma
að gera upp hug sinn. „Eftir að
hafa gengið um svæðið í hálf-
tíma.....skrifaði hann“... hvarf
allur vafi um samjöfnuð Hissarlik
við hina fornu Tróju."
Vorið 1870 sneri Schliemann
aftur til Hissarlik ásamt konu
sinni Sophiu. Ilann réði hundruð
verkamanna, fjárfesti í dýrum
útbúnaði og vann sjálfur við
uppgröftinn frá dögun til
myrkurs; mældi, mat ogtímasetti
alít sem kom í ljós. Fræðimenn
út um allan heim hlógu. Þeir
stimpluðu Schliemann sem við-
vaning og fúskara, viðskiptajöfur
með engan fræðilegan bakgrunn
sem væri að spila fornleifafræð-
ing. Hann gaf engan gaum að
þessu, og ekki af tilefnislausu.
Rannsóknir hans voru farnar að
skila ríkulegum niðurstöðum.
Hann byrjaði verkið á efsta hluta
haugsins og rakst fljótt á útveggi,
leirker, vopn og skrautmuni. Á
fjögurra ára tímabili, 1870-1873,
fann hann sannanir fyrir níu
mismunandi búsetutímabilum á
þessu borgarstæði Hissarlik. Á
öðru og þriðja laginu frá botni
fann Schliemann rústir mikilla og i
þykkra múra. ásamt tilkomu-
miklu veggopi, sem voru illa
sviðnir af eldi. Þetta, fullyrti
hann með vissu, var borgin sem
Agamemnon hafði lagt undir sig.
Fjársjóður Priam
í júní 1873 höfðu skýrslur þær
og listmunir sem Schliemann
hafði sent til hinna ýmsu safna í
Evrópu skapað töluverða athygli
meðal fornleifafræðinga. En það
M Fjársjóður Priam glataðist í seinni heimsstyrjöldinni, og einu
menjar hans í dag eru ijósmyndir og iýsingar. Þær ná skammt til
að lýsa 3000 ára gömium höfuðdjásnum úr gulli, gimsteinum,
eyrnaskörtum og margvíslegum skrautmunum, en gefa þó mynd
af fegurri hönnun.
" ■ llundur skorinn og fleginn lifandi. Læknastúdentarnir
fylgjast af athygli með. Samtök voru stofnuð sem börðust
gegn þessum rannsóknum.
M Helgríman leysti skurðhnífínn afhólmi við slátrun.
M í þessu tæki beið hundurinn eftir að sundurristing hæfíst.
■ Kanína brennd á glóðarrist við lífeðlisfræðitilraunir
á öldinni sem leið.
Úr sögu baráttu gegn níðingsverkum á dýrum
■ „Dýrin eru þeir ofsóttu á þessari
jörð, mennirnir eru ofsóknardjöflarnir,"
segir Scopenhauer á einum stað. Þetta
má vel til sanns vegar færa, því enn þann
dag í dag er meðfcrð á lifandi skepnum
hryllilegri en orð fá lýst, einkum í
löndunt hins svonefnda þriðja heims.
Margir íslendingar sem komið hafa t.d.
til Afríku eða sumra Asíulanda hafa séð
dæmi þess.
( hinum kristna heimi er meðferð á
dýrum talsvert skárri víðast hvar að
minnsta kosti, en þar með er ekki sagt
að alltaf hafi verið svo. Mannúðarbar-
átta ýmissa mætra einstaklinga og sam-
taka hefur orðið til þess að kveða til
hljóðs fyrir aukinni miskunn í garð
málleysingjanna.
Á öldinni sem leið höfðu dýravernd-
unarmenn sig mjög í frammi víða um
lönd til þess að kveða niður illa meðferð
á skepnum og barst endurómur af þeirri
baráttu hingað til lands þegar ritið
„Dýravinurinn" fór að koma út skömmu
fyrir 1890. Margt var það sem bæta
þurfti í umgengni íslendinga viðskepnur
sínar og birtust í ritinu margar greinar
þess efnis. En líka sagði ritið frá baráttu-
málum dýravcrndarmanna erlendis og
verður ekki annað sagt en að sumar séu
þær frásagnir óhugnanlegar, eins og
drepið verður á hér.
„Vivisektion“
Á öldinni sem leið urðu mjög
merkar framfarir í læknavísindunum.
Þekkingu í t.d. líffærafræði og líf-
eðlisfræði fleygði mikið fram. En til
þess að svo mætti verða voru fram-
kvæmdar yfirgripsmiklar rannsóknir
í því skyni að ljúka upp leyndardóm-
um lifandi líkama. Þarna dugði venju-
leg krufning ekki til í öllum tilfellum
og varð það til þess að farið var að
nota dýr við hinar margvíslegustu
rannsóknir. Voru þær aðfarir ekki
allar fagrar og spruttu upp samtök
víða um heim sem börðust gegn því
með oddi og egg að skepnur væru
notaðar í þessu skyni. Tókst sums
staðar að fá þessa rannsóknaaðferð,
„vivisektion" bannaða, en mjög tak-
markaða annarsstaðar.
í „Dýravininum" árið 1887 er að
finna allhroðalegar lýsingar á fram-
kvæmd „vivisektiona" hjá lærðum
vísindamönnum og eru frásagnirnar
liður í baráttu fyrrgreindra samtaka.
Hér rekjum við nokkrar þessara lýs-
inga:
Vildi rannsaka tryggð
hundanna
„Nú viljunt vér skýra frá nokkrum af
þessum vivisektionum, en um leið viljum
vér geta þess að nokkrir af þeim
mönnum, er þær hafa gjört, eru taldir
með mestu skörungum læknisfræðinnar
og náttúruvísindanna. Professor Mag-
endie negldi gegnum alla fjóra fæturna á
hundi einum og auk þess gegnum bæði
eyrun, sagaði svo inn í hrygginn á
hundinum, til þess að sýna taugarnar og
tók ennfremur burt nokkuð af hauskúp-
unni. Að þessu loknu var ennþá nokkurt
líf í skepnunni, og lét hann þá geyma
hundinn, til þess að gjöra tilraunir með
hann næsta dag. Sami maður skar mag-
ann út úr hundi og setti þar inn blöðru í
staðinn, til þess að rannsaka hvernig og
hve fljótt skepnan léti lífið. Professor
Bernhard í Parísarborg fann upp ofn, til
þess að steikja skepnur í lifandi og í fullu
fjöri. Segir hann frá því í einu riti sínu
hvernig gekk að steikja 17 hunda og 22
kanínur. Bernhard sannaði með þessu,
að hundar deyja eftir að þeir hafa verið
18 mínútur niðri í sjóðandi vatni. En ef
skepnurnar gátu stungið höfðinu út úr
ofninum, þá var oft lífsmark með þeim
daginn eftir. Dr. Tyfe í Edingburgh batt
saman alla fæturna á hundi einum, dró