NT - 09.03.1985, Side 1
Helgi vann
Kristiansen
■ Helgi Ólafsson vann Jens
Kristiansen, frá Danmörku, á
alþjóðlega skákmótinu í Kaup-
mannaliöfn í gær, í 6. umferð
mótsins.
Jóhann Hjartarson á biðskák,
og lakari stöðu, gegn Curt
Hansen. Aðrarskákir fóru í bið
og vakti athygli að Mortensen á
unnið tafl gegn Smyslov, en var
áður í neðsta sæti í mótinu.
Saðan er nú þannig að Pinter
ef efstur með 4x/i vinning og
biðskák gegn Plasket. Smyslov
er í öðru sæti með 3'Á og
biðskák og Helgi og Hoy í 3-4
sæti með 31/: vinning hvor.
Sjöunda umferð verður tefld
í dag, og teflir Helgi þá við
Mortensen, en Jóhann við
Plasket.
Keflavíkurtogari:
Smygl fyrir
hálfa millj.
■ Fimm myndsegulbönd, 78
bjórkassar, 34 sígarettukarton
og 75 áfengisflöskur fundust við
tollleit í Keflavíkurtogaranum
Dagstjörnunni þegar hún kom
til hafnar eftir söluferð til
Þýskalands. Hluti skipverja hef-
ur játað að eiga góssið.
Það voru tollverðir úr Reykja-
vík og Keflavík sem leituðu í
skipinu aðfaranótt gærdagsins.
Væri varningur þessi keyptur
hér heima kostaði hann um það
bil 450 þúsund.
Hver, ég.
Traust sparifjáreigenda á ríkissjóði stóraukist:
Ný spariskírteini keypt
fyrir 74% af innleystum
- en aðeins fyrir 30% í september
■ Traust sparifjáreigenda á
ríkssjóði virðist hafa vaxið stór-
um frá því á síðasta hausti. Af
spariskírteinum að upphæð
um 1.000 milljónir (miðað við
vísitölu í nóv. sl.) seni voru laus
til innlausnar mánuðina janúar
og febrúar voru alls 427,8 mill-
jónir innleystar á þessum tveim
mánuðuin, en þar af fengust um
317,7 milij. til baka í ríkissjóð
með sölu nýrra skírteina, eða
rúm 74%.
í fjármálaráðuneytinu þykir
mönnum verulegur árangur
hafa náðst með sölu nýrra
skírteina fyrir rúmlega 74% af
innlusn nú, en í september og
október sl. haust nam salan
aðeins 30%.
Af fyrrnefndum 1.000 millj.
króna sem laus voru til innlausn-
ar nú voru skírteini að upphæð
rúmlega 615 millj. sem eru á
töluvert lakari ávöxtun en þau
skírteini sem ríkissjóður býður
NT-mynd: Ari
Sjómenn samþykktu víða
en felldu á Akranesi!
nú. Fyrir eigendur þeirra hefði
því borgað sig að leysa út eldri
skírteinin og kaupa ný í staðinn.
A því virðast þó eigendur um
200 milljóna króna þó ekki hafa
áttað sig nægilega.
Borgarnesþjófarnir
í gæsluvarðhaldi
■ Tveir menn hafa verið
úrskurðaðir í gæsluvarðhald
vegna innbrotsins í söluskála
Skeljungs í Borgarfirði þar
sem stolið var pcningaskúffu
með 230 þúsund krónum.
Varðhaldsúrskurðurinn gild-
ir til miðvikudags.
Mennirnir sem báðir eru
Reykvíkingar á fertugsaldri
og hafa áður komið við sögu
lögreglu eru grunaðir um að
eiga aðild að ráninu. Rann-
sóknarlögregla ríkisins vildi
ekki staðfesta að mennirnir
hefðu játað þjófnaðinn á sig
en fleiri ntenn verða yfir-
heyrðir vegna þessa næstu
daga.
Peningaskúffan meðöllum
þeim ávísunum sem hurfu
fannst í flæðarmálinu í
innanverðum Hvalfirði í vik-
unni og höfðu þjófarnir reynt
að husla hana með möl og
grjóti. Enn hefur ckkert
fundist af peningunum sem
nema um 120 þúsund
krónum.
Menn þeir sern hér koma
við sögu áttu einhverja aðild
að innbrotinu í Afengisversl-
unina á Akranesi í fyrra
samkvæmt upplýsingum sem
NT fékk hjá Borgarneslög-
reglu.
Stórflóð:
Milljónatjón
fyrir vestan
■ Gissur hvíti skelfisksskip
Barðstrendinga eyðilagðist í
flóði og ofviðri þegar hann slitn-
aði af legufærum sem hann var
festur við og rak í fjöru. Gissur
sem er 70 tonna skip var metinn
á 10 milljónir króna. Er þetta í
þriðjasinn á fáum árum sem
Barðstrendingar tapa útgerðar-
flota sínum í óhappi sem þessu..
Þá urðu skemmdir á aðalgötu
Patreksfjarðar þegar sjór skol-
aði óvarinni fyllingu burt á kíló-
metralöngum kafla. Var vegur-
Fatapeníng-I
arnir fyrir
einum vett-/-
Ijngum
á viku
■ Sjómenn víðast hvar á
landinu hafa samþykkt ný-
gerðan kjarasamning, nema
sjómenn á Austfjöröum og á
Akranesi.
Þrátt fyrir nokkur fundar-
höld á Austfjörðum hefur
lítt miðað í samkomulagsátt,
og er áformað að aðilar haldi
fund með ríkissáttasemjara á
Egilsstöðum í dag kl.13.00.
Sigfinnur Karlsson, einn
forystumanna sjómanna á
Austfjörðum, segir að sjó-
menn sætti sig við ríkisstjórn-
arpakkann en vilji meira frá
útgerðinni.
Samningurinn var felldur
á Akranesi í gær með 42
atkvæðum gegn 23. Á sama
fundi var kosin nefnd til að
ræða við útgerðarmenn, en
Akurnesingar eru óánægðir
með hversu lítið af kostnað-
arhlutdeildinni kemur til
beinna skipta.
Sjómönnum á Akranesi
mun hafa fundist lítið til
umsaminna hækkana koma,
eftir þau hvatningarorð sem
forystumenn þeirra létu falla
á síðasta ári, en þá voru send
myndbönd um borð í báta
með eggjunarorðum forystu-
manna.
Sögðu þeir að fatapening-
arnir sem nú samdist um
nægðu fyrir einu pari af sjó-
vettlingum á viku.
Óskar Vigfússon, formað-
ur Sjómannasambands ís-
lands sagði að barátta sjó-
manna yrði líklega erfið, og
færi líklega fram á heimavíg-
stöðvum.
inn f endurbyggingu og taidi
sveiíarstjóri Patreksfjarðar í
samtali við NT að tjónið væri á
bilinu 3(X) til 700 þúsund krónur.
Ennfrentur flæddi inn í vél-
■ smiðjuhús í plássinu og lítils-
háttar skemmdir urðu á vegi og
bryggju á Tálknafirði. Er þaö
mál manna vestra að svo hátt
flóð sem varð í fyrrinótt hafi
ekki komið í manna minnum.
Á Tálknafirði var það íshella
úr botni fjarðarins sem mestum
usla olli. Um tíma lokaði hún
innsiglingunni þannig að bátur,
sem hafði verið á veiðum varð
að bíða næturlangt úti á firði.
Hellan æddi svo á land og
skemmdi meðal annars veg sem
liggur að skólahúsinu. Skólinn
sjálfur var umflotinn vatni og
varð að flytja alla á.bílum í
skólann til þess að kennsla gæti
hafist í gærmorgun.
Kennaradeilan:
Ihnút
■ Samninganefnd ríkisins
hafnaði í gær hugmyndum HÍK
um niðurröðun í flokka. Ljóst
er því, að kennaradeilan er
fjarri því að leysast.
Að sögn Kristjáns Thorlac-
iusar, formanns HÍK munu
kennararnir hafa samband við
samninganefnd ríkisins í dag,
en ekki er víst að um neinn form-
legan fund verði að ræða.