NT - 09.03.1985, Page 10

NT - 09.03.1985, Page 10
Laugardagur 9. mars 1985 10 Bridge- Ólympíumeistarar og Asíu- hátíð ■ ■ ■ f* ■ ■ ■ 1985 I meistari meðal keppenda ■ Zia Mahmood er ekki óvanur því að taka við sigurlaunum fyrir bridgemót. Á þessari mynd er hann að taka við verðlaunum fyrir stóra tvímenningskeppni í Bretlandi sem hann vann ásamt Rixi Markus, cn hún er á miðri mynd. Til vinstri er Nils Jensen, forseti Bridgesambands Evrópu sem afhcnti verðlaunin. ■ Það verður mikið um dýrð- ir á Hótel Loftleiðum í lok næstu viku þegar illvígur her erlendra stórspilara reynir að hertaka Brigehátíð 1985. Bridgehátíðir Bridgesem- bandsins, Bridgefélags Reykjavíkur og Flugleiða hafa verið íslensku bridgelífi ómetanleg lyftistöng, sérstak- lega þar sem tekist hefur að fá spilara úr hópi þeirra bestu í heimi til að taka þátt í mótinu. Bridgehátíðin í ár er þar engin undantekning því þar verða meöal gesta Ólympíu- meistararnir í sveitakeppni, danska landsliðið, Asíumeist- ari og Evrópumeistari, sterkt lið frá Bandaríkjunum auk nokkurra para að auki frá Dan- rnörku. Sumir þessara gesta eru ís- lendingunt að góðu kunnir frá fyrri Bridgehátíðum en aðrir eru lítt þekktir hér á landi og verður því gerð grein fyrir þeim hér á eftir. Pólverjarnir Tvö pör úr sigurliði Pólverja á Ólympíumótinu í Seattle í haust verða meðal þátttakenda á Bridgehátíð, Martens og Przybora, (frantborið Sprí- bora) og Romanski og Tuszin- sky. Petta eru allt menn um þrítugt. Frumraun Martens og Przy- bora var Evrópumótið í Birnt- ingham 1981, þar sem pólska svéitin vann með míklum yfir- burðum. Þeir spiluðu síðan á Heimsmeistaramótinu sama ár og hafa verið fastamenn í pólska landsliðinu síðan. Raunar var vígsla Romanski og Tuszinsky mun glæsilegri því í fyrsta sinn sem þeir spiluðu í opnu pólsku landsliði ■ Martin Hoffman urðu þeir Olympíumeistarar. Tuszinsky hafði að vísu verið meðlimur í yngra liði Pólverja á Evrópumótum. Allir þessir spilarar spila Pólska laufið, sem er í ntegin- atriðum eðlilegt kerfi en lauf- opnunin getur bæði verið veik og sterk. Bretarnir Raunar eru bresku spilar- arnir ekki allir breskir í húð og hár, því Zia Mahmood er Pak- istani, sem að vísu er uppalinn og menntaður f Bretlandi. Hann hefur þó ríkisfang í Pak- istan og spilar mcð pakistanska landsliðinu í alþjóðlegum mót- um og er margfaldur Asíu- meistari. Mahmood er talinn vera einn besti spilari heims, hvorki meira né minna, enda er hann margverðlaunaður fyrir snilld- artakta í úrspili og sögnum. Hann spilar þó aðallega rú- bertubridge en gefur sér tíma til að ferðast um heiminn og taka þátt í mótum á borð við Bridgehátíð. Hann hefur enda efni á því; fyrir utan dágóðar tekjur við rúbertuborðin, fær hann samkvæmt áreiðanlegum heimildum, dágóðan lífeyrir frá fjölskyldufyrirtæki hans í Pakistan, og ekur um í London á hvítum Rolls Royce. Mahmood mum spila við Ro- bert Sheehan sem óþarfi er að kynna fyrir íslenskum bridge- áhugamönnum þar sem hann hefur í tvígang tekið þátt í mótum hér á landi. Priðji Bretinn er Martin Hoffman, sem að eigin áliti er besti spilari breskur sem ekki hefur komist í landslið. Hans sérgrein er tvímenningur og það er óneitanlega gaman að sjá hann við spilaborðið, hann er svo fljótur að spila að við liggur að hann sé slag á undan vörninni. Rétt er að benda væntanlegum þátttakendum á Bridgehátíð á að passa sig að láta Hoffman ekki taka sig á hraðanum og gefa sér góðan tíma gegn honum, þá er hann gjarn til óþolinmæði og mistaka, Hoffman hefur undanfarin ár sýnt á sér nýja hlið því hann hefur gefið út tvær bridgebæk- ur,báðar hafa fengið mikið lof. Hoffman spilar við mann að nafni Tony Berry, en um hann hef ég engar upplýsingar. Danirnir Möller, Blakset og Auken, sem allir komu á Bridgehátíð í hitteðfyrra, koma aftur nú. Peir hafa þegar verið valdir í Evrópulið Dana fyrir sumarið, ásamt Werdelin, sem ekki sá sér fært að koma til landsins nú. í stað hans kemur Denis Koch, sem er einn af bestu ■ Robert Sheehan spilurum Dana þrátt fyrir ung- an aldur. Hann hefur verið fastamaður í yngra liði Dana undanfarin 6 ár og í sumar spilar hann fyrir Dani á Efna- hagsbandalagslandamótinu í bridge. Auk þessara spilara koma Kirsten Möller og Bettina Kalkerup, sem þegar hafa ver- ið valdar til að spila á Evrópu- móti kvenna í sumar, og Bett- ina spilar auk þess á Norður- landamóti yngri spilara. Á eigin vegum koma síðan Andreas Richter og Torsten Bernes, sem báðir spiluðu á síðustu Bridgehátíð, Paul Fredriksen, sem lengi hefur spilað við Denis Kock í yngri liðum Dana, Lars Grönvald, Ole Jakob Thorsen og síðast en ekki síst íslendingarnir Sævar Þorbjörnsson og Skafti Jónsson sem nú eru búsettir í Kaupmannahöfn. Bandaríkjamennirnir Steve Sion og Alan Cokin koma nú aftur á Bridgehátíð ásamt sveitafélögum sínum Harald Stengel og Charles Coon. Coon og Stengel eru báðir gamalreyndir kappar. Coon hefur m.a. spilað á Heimsmeistaramóti fyrir N. Ameríku. Auk þeirra kom ís- lendingurinn Einar Guðjóns- sen og læknirinn Jim Sternberg. Sternberg þessi er einskonar vinnuveitandi fjór- menninganna, þ.e. hann borg- ar þeim fyrir að spila með sér í sveit og þó ekki hafi farið miklum sögum af bridgehæfi- leikum Sternbergs hefur sveit- in náð ágætum árangri undan- farið ár í Bandaríkjunum, að vísu með þá Alan Sontag og Mark Molson innanborðs. Fyrirkomulag mótsins Tvímenningskeppni hefst föstudagskvöldið 15. mars kl. 19.30 og verður spilað fram eftir kvöldi. Mótið lieldur áfram á laugardagsmorgun og því lýkur um kvöldið. Flugleiðamótið, sveita- keppnin, hefst kl. 13.00 á sunnudag og þar verður spilað eftir mondarfyrirkomulagi, 14 spila leikir, alls 7 umferðir. Því lýkur á mánudagskvöld og jafnframt verður þá verðlauna- afhending fyrir bæði mótin. Tíu efstu pörin í tvímenn- ingnum og tvær efstu sveitir í sveitakeppninni fá peninga- verðlaun, alls 7000 Banda- ríkjadali. Áð venju verður góð að- staða fyrir áhorfendur á mót- inu og er áætlað að sýna leiki í sveitakeppninni á sýningar- töflu. íslandsmótið í sveitakeppni Dregið hefur verið í riðla í undanúrslitum íslandsmótsins í sveitakeppni. Þeireru þannig skipaðir: A-riðill (Akureyri): 1. Grímur Thorarensen Kóp. 2. Sigmundur Stefánsson Rvk 3. BjarkiTryggvason Sauðárkr 4. Sveit Úrvals Rvk 5. Örn Einarsson Akureyri 6. Þórarinn Sigþórsson Rvk B-riðill: 1. GuðbrandurSigurbergss. R 2. Jón Hauksson Vestm. 3. Sigurj. Tryggvas. Reykjan. 4. Sveit Suðurgarða Selfossi 5. Eggert Karlsson Hvammst. 6. ÓlafurTýrGuðjónsson Self. C-riðill: 1. JónH. GíslasonTálknafirði 2. Júlíus Snorrason Rvk 3. Ragnar Hermannsson Rvk 4. Jón Hjaltason Rvk 5. Aðalsteinn Jónsson Eskif. 6. Ólafur Lárusson Rvk D-riðill: 1. Þorsteinn Sigurðsson Bl.ósi 2. Stefán Pálsson Reykjavík 3. Erla Sigurjónsd. Reykjan. 4. Jón Baldursson Reykjavík 5. Alfreð Viktorsson Akranesi 6. SigurðurB. Þorsteinss. Rvk Meistarastigaskráin tilbúin Meistarastigaskrá Bridge- sambandsins er væntanleg í næstu viku. í henni er að finna nöfn 2013 einstaklinga sem hlotið hafa meistarastig í keppni hér á landi frá 1. janúar 1976 til 1. janúar 1985. Þórarinn Sigþórsson heldur enn öruggri forustu með 825 stig, en næstur kemur Ás- mundur Pálsson með 701. Þar á eftir koma Guðlaugur R. Jóhannsson, 684, Jón Baldurs- son 682, Örn Arnþórsson 682, Valur Sigurðsson 603, Sigurð- ur Sverrisson 600, Símon Sím- onarson 581, Guðmundur Páll Arnarson 558, Jón Ásbjörns- son 541, Karl Sigurhjartarson 505, Hörður Arnþórsson 504 og Sævar Þorbjörnsson 501. Þessir spilarar hafa allir náð stórmeistaranafnbót sam- kvænit meistarastigareglu- gerð. Bridgedeild Breiðfirðinga Þegar einu kvöldi er ólokið í aðaltvímenning félagsins er staða efstu para þessi: Bjarni Jónsson - Sveinn Jónsson 675 Halldór Jóhannesson - Ingvi Guðjónsson 662 Gísli Víglundsson - Þórarinn Árnason 563 Bridgedeild Húnvetninga Þegar fjórum umferðum er ólokið í aðalsveitakeppni deildanna er staða efstu sveita þessi: Hreinn Hjartarson 143 Jón Oddsson 135 Valdemar Jóhannsson 134 Bridgedeild Rangæinga Eftir 8 umferðir er staða efstu sveita þessi í aðalsveita- keppni deildarinnar: Lilja Halldórsdóttir 192 Gunnar Helgason 179 Gunnar Alexandersson 174 Bridgedeild Hreyfils og Bæjarleiða Að loknunt þrem umferðum í hraðsveitakeppni er staðan þessi: Cyrus Hjartarson 214 Birgir Sigurðsson 203 Anton Guðjónsson 187 Bridgefélag Reykjavíkur Nú er keppnin í aðaltví- menningskeppni B.R. orðin verulega spennandi.Hjalta og Jóni Baldurssyni dugðu ekki tæp 90 stig í plús til að lialda efsta sætinu því Aðalsteinn og Valur gerðu enn betur. Ekki er þó munurinn mikill. Reynd- ar eru nokkur pör til viðbótar innan seilingar við efsta sætið. Staða efstu para eftir 35 um- ferðir af 41 er þessi: stig 1. Aðalsteinn Jörgensen - Valur Sigurðsson 445 2. Hjalti Elíasson - Jón Baldursson 444 3. Símon Símonarson - Jón Ásbjörnsson 410 4. Stefán Pálsson - Rúnar Magnússon 404 5. Ólafur Lárusson - Oddur Hjaltason 384 Síðustu umferðirnar verða spilaðar sunnudaginn 10. mars og hefst spilamennskan kl. 13.30. Næsta miðvikudag hefst svo Board-a-match sveita- keppni sem er öllum opin. Þátttaka tilkynnist keppnis- stjóra eða formanni. Bridgefélag Breiðhoits Að loknum 12 umferðum í barometer er staða efstu para þessi: 1. Jakob Kristinsson - Garðar Bjarnason 258 2. Magnús Oddsson - Lilja Guðmundsdóttir 189 3. Guðmundur Aronsson- Jóhann Jóelsson 158 4.-5. Baldur Bjartmarsson - Gunnlaugur Guðjónss. 152 4.-5. Gísli Tryggvason - Guðlaugur Nielsen 152 Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Nú stendur yfir Barometer- keppni félágsins (30 pör). Staða efstu para eftir 12 um- ferðir: I. Guðmundur Jóhannsson - Jón Magnússon 199 2. Ágústa Jónsdóttir - Guðrún Jónsdóttir 146 3. Björn Þorvaldsson - Þorgeir Jósefsson 136 4. Ragnar Þorsteinsson - Helgi Einarsson 113 5. Ari Þórðarson - Díana Kristjánsdóttir 95 T.B.K. Þegar ein umferð er eftir í aðal-sveitakeppni T.B.K. er staðan þessi: Sveit stig Gests Jónssonar 172 Antons Gunnarssonar 148 Gunnlaugs Óskarssonar Tósp.leik 127 Gísla Tryggvasonar 118 Auðuns Guðmundssonar 117 Síðasta umferð í aðal-sveita- keppninni verður spiluð næst- komandi fimmtudag 14. mars, að Domus Medica og hefst keppnin kl. 20.30 eins og venjulega. Fimmtudaginn 21. mars hefst svo Barometer-keppni fé- lagsins, og mun taka fjögur fimmtudagskvöld. Keppnin verður haldin í Domus Medica og hefst kl. 20.30. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig sem fyrst hjá eftirtöldum aðilum: Tryggva í símum 24856 eða 36744. Braga í símum 30221 eða 19744 Sveit Magnúsar Torfa sigraði Sveit Magnúsar Torfasonar vann aðalsveitakeppni Bridge- deildar Skagfirðinga, sem lauk sl. þriðjudag. Mikil baráttavar um 3 efstu sætin í keppninni, en á lokasprettinum var sveit Magnúsar sterkust. Með hon- um spiluðu: Guðni Kolbeins- son, Guðmundur Eiríksson, Steingrímur Steingrímsson og Örn Scheving. Röð efstu sveita varð þessi: Magnús Torfason 312 Guðrún Hinriksdóttir 293 Gísli Stefánsson 291 Alls tóku 16 sveitir þátt í keppninni. Á þriðjudaginn kemur, hefst svo Mitchell-tvímennings- keppni. Fyrirkomulag er þannig, að allir spila í einum riðli, annað parið situr ávallt „fast“ og hitt parið (miðað við áttir, N/S og A/V) er sífellt á hreyfingu. í þannig tví- menningskeppni er toppurinn mjög hár og þar af leiðir að sviptingar eru miklar. Nóg er að mæta á spilastað, með góð- um fyrirvara áður en spila- mennska hefst kl. 19.30. Öll- um er frjáls þátttaka, meðan húsrúm leyfir. Mitchell-tví- menningskeppnin mun standa yfir í 4 kvöld. Bridgefélag Akureyrar Sl. þriðjudag hófst hjá Bridgefélagi Akureyrar, svo- kölluð Sjóvá-hraðsveitakeppni með þátttöku 22 sveita. Sjóvá gefur öll verðlaun í þá keppni. Spilað er í tveimur 11 sveita riðlum, og er slönguraðað eftir árangri. Keppnin mun standa í 4 kvöld. Eftir 1. kvöldið, er staða efstu sveita þessi: Sveit stig Zarioh Hamado 319 Arnar Einarssonar 312 Páls Pálssonar 307 Sigurðar Víglundssonar 301 Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag hófst Barometers- tvímenningur með þátttöku 30 para. Að loknum 6 umferðum er röð efstu para þessi: 1. Jakob Kristinsson - Garðar Bjarnason 165 2. Rafn Kristjánsson - Þorsteinn Kristjánsson 111 3. Baldur Bjartmarsson - Gunnlaugur Guðjónsson 103 Guðmundur Sv. Hvermannsson

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.