NT - 09.03.1985, Qupperneq 11
Jli________________Min
Guðmundur Gíslason Hagalín
Fæddur 10. október 1898.
Dáinn 26. febrúar 1985.
Guömundur Gíslason Haga-
lín rithöfundur andaðist 26. f.m.
og er til grafar borinn í Reyk-
holti í Borgarfirði í dag.
Um það bil þrjú ár eru liðin
síðan hann hætti að skrifa blaða-
greinar og þar með að taka þátt
í opinberri umræðu bókmennta
og þjóðmála. Pá átti hann að
baki meira en 60 ára feril sem
rithöfundur.
Guðmundur var fæddur í
Lokinhömrum í Arnarfirði 10.
október 1898 og var því orðinn
86 ára. Hann var af ættum
dugandi bænda kominn. Sjálfur
hefur hann gert grein fyrir þeim
ættstuðlum í minningabókum
sínum. Er þar að minnast ým-
issa gildra bænda og vaskra
sjósóknara sem bjuggu á vildisj-
örðum þeim sem einkum voru
eftirsóttar, svo sem Mýrar og
Núpur í Dýrafirði, Sæból á
Ingjaldssandi, Auðkúla ogLok-
inhamrar í Arnarfirði og Sellátr-
ar í Tálknafirði.
Faðir Guðmundar var Gísli
Kristjánsson, Oddssonar en
móðir hans var Guðný dóttir
Guðmundar Hagalíns, Guð-
mundssonar, Brynjólfssonar.
Peir feðgar bjuggu á Mýrum.
Brynjólfur var sonur Hákonar
Bárðarsonar á Arnarnesi, einn
af 12 börnum hans sem ættir eru
frá komnar. Er það að vonum
fjöldi manns um Dýrafjörð og
Onundarfjörð.
Brynjólfur Hákonarson mun
hafa orðið mestur fjáraflamaður
af börnum Hákonar Bárðarson-
ar. Árið 1810 keypti hann Mýrar
fyrir 600 ríkisdali, en áður hafði
hann búið á Eyri í Önundarfirði
og Hjarðardal ytri og Fjalla-
skaga.
Guðmundur Brynjólfsson var
dannebrogsmaður og er vitað,
að prófastur hvatti biskup til að
beita sér fyrir því að hann hlyti
þá sæmd vegna stuðnings við
kirkjubyggingu á Mýrum.
Hér er þessa minnst vegna
þess að það hafði veruleg áhrif
á Guðmund Hagalín sem mann
og skáld, að hann vissi sig
kominn af höfðingjum sem
mörgum betur kunnu að bjarga
sér og öðrum í sambýli við
stórbrotna náttúru Vestfjarða.
Það kom snemma í ljós, að
Guðmundur var bókhneigður
og því naut hann þess eftirlætis
að vera við nám flesta vetur
eftir fermingu. Fimmtán ára
gamall var hann vetrartíma í
unglingaskóla sr. Sigtryggs
Guðlaugssonar á Núpi og tvo
vetur var hann við nám hjá sr.
Böðvari Bjarnasyni á Hrafn-
seyri sem lengi rak skóla á
heimili sínu til undirbúnings
menntaskólanámi. Guðmundur
fór síðan til náms í Mennta-
skólanum í Reykjavík, en hvarf
þar frá námi í 5. bekk 1918. Pá
höfðu ritstörfin heimt hann til
sín.
Eftir að hafa stundað blaða-
mennsku um skeið í Reykjavík
varð Guðmundur Hagalín rit-
stjóri blaðsins Austurlands á
Seyðisfirði 1919. Það var mál-
gagn þeirra, sem síðar mynduðu
Ihaldsflokkinn. Guðmundur
skrifaði mikið um bókmenntir í
blað sitt. Þetta var í lok þess
tíma er blaðamennska varð
athvarf, svölun og atvinna
margra þeirra sem höfðu ríkasta
hneigð til ritstarfa. I þeirra hópi
má nefna menn eins og Matthías
Jochumsson, Gest Pálsson, Jón
Ólafsson, Þorstein Erlingsson,
Einar H. Kvaran, Þorstein
Gíslason og Guðmund Guð-
mundsson.
Guðmundur Hagalín hvarf frá
ritstjórnini á Seyðisfirði 1923.
Eftir ársdvöl í Reykjavik lá leið
hans til Noregs. Þar dvaldi hann
í þrjú ár, fór víða um og flutti
fyrirlestra. Þá varð hann gagn-
kunnugur norskum bókmennt-
um og þjóðlífi.
Eftir heimkomuna 1928 fór
Guðmundur til Isafjarðar, þar
sem hann átti heima til 1946.
Alþingi veitti bóksafni ísafjarð-
ar styrk „að því tilskildu, að
Guðmundur Gíslason Hagalín
rithöfundur hafi þar bókavörslu
með a.m.k. 2000 kr. launum“.
Áður hafði bókasafninu á Akur-
eyri verið veittur slíkur styrkur
bundinn því skilyrði að Davíð
Stefánsson yrði bókavörður
þar. Jónas Jónsson mennta-
málaráðherra mun hafa ráðið
mestu um þessa fjárveitingu til
bókasafnanna. Þetta var leið til
þess að veita þessum höfundum
möguleika til fjárhagslegrar af-
komu við störf sem tengdust
áhugamálum þeirra.
Hér er ekki ástæða til að
rekja æviferil Guðmundar
Hagalíns náið eða tíunda fjöl-
breytt störf hans. Það sem hér
hefur verið nefnt varðar þroska-
feril hans. Þess skal svo getið,
að 1955-1969 var hann bókafull-
trúi ríkisins. Það embætti varð
til samkvæmt lögum um al-
menningsbókasöfn, en Guð-
mundur var formaður nefndar
sem undirbjó þá löggjöf 1954.
Guðmundur Hagalín var um-
deilt skáld, enda voru stundum
harðar bókmenntadeilur um
hans daga. Honum var m.a.
brigslað um hetjudýrkun. í
sjálfu sér er hetjudýrkun næsta
eðlileg. Það eru til og hafa
jafnan verið til frábærir afreks-
menn. Að þeim megum við
dást. Og fátt er gagnlegra en að
eiga sér fyrirmyndir sem gaman
væri að líkjast.
Árið 1943 gaf Víkingsútgáfan
í Unuhúsi út Gróður og
sandfok, rúmlega 200 blaðsíðna
rit eftir Guðmund Hagalín. Þar
gerir hann grein fyrir bók-
menntastefnu sinni yfirleitt.
Þetta er harðsnúið barátturit,
en að mínu viti gagnmerk heim-
ild um íslenska menningarsögu.
Ekki skal því haldið fram, að
þetta rit segi allan sannleikann
fremur en títt er um barátturit.
Inn í bókmenntadeiluna fléttast
átök Alþýðuflokksmanna og
kommúnista í stéttarmálum og
stjórnmálum, enda er Hagalín
að berjast gegn ofstæki og öfg-
um þeirra, sem telja sig hafa
hlotnast öll sannindi í eitt skipti
fyrir öll.
Gróður og sandfok er gagn-
merk bók og í framtíðinni mun
oft verða til hennar vitnað og
hefur raunar verið furðuhljótt
um hana. Það mun þó mála
sannast að þar sé að finna atriði
sem líkja mætti við ritdóm Jón-
asar Hallgímssonar um Trist-
ansrímur.
í tilefni af ritdómi í Þjóðvilj-
anum um Kvöldræðursr. Magn-
úsar Helgasonar segir Hagalín
t.d.:
„Hvernig ætti slíkt hópsálar-
brotabrot að geta haldið heilum
sönsum við lestur 308 blað-
síðna, þar sem ekki er minnst
einu orði á neitt, sem bendir í
áttina til hins sanna og sálu-
hjálplega náðarmeðals, komm-
únismans, en þvert á móti hvað
eina miðað við það, að hvað
sem öllum ytri formum líði; sé
þróun persónuleika einstakl-
ingsins hin óhjákvæmilega
undirrót allar sannrar menning-
ar?“
Þróun persónuleikans er við-
fangsefni í skáldskap Hagalíns
og sögur sínar byggði hann frá
upphafi á persónulegum
kynnnum.
Þegar Guðmundur Hagalín •
skrifaði Virka daga, ævisögu
Sæmundar skipstjóra Sæmunds-
sonar, varð til ný bókmennta-
grein. Seinna var farið að nota
orðið heimildaskáldsaga um frá-
sagnir af raunverulegum at-
burðum færðar í skáldlegan
búning. Með Virkum dögum
sýndi Hagalín, að svigrúm er
fyrir mannlýsingar og flest eða
öll önnur einkenni góðrar skáld-
sögu í frásögnum af samferða-
mönnum. íframhaldiafVirkum
dögum er svo sú bókmennta-
grein, sem mestra vinsælda hef-
ur notið síðustu áratugi. Hafa
margir merkustu rithöfundar
aldarinnar róið á þau mið svo
sem Þórbergur, Guðmundur
Daníelsson, Indriði G. Þor-
steinsson og Matthías Jóhann-
esen svo að dæmi séu nefnd.
Kristján Oddsson, afi Guð-
mundar Hagalíns, flutti frá
Núpi að Lokinhömrum. Þá voru
enn þeir tímar, að menn sóttust
eftir vist á heimilum þar sem
treysta mátti, að matarvist yrði
góð. Umfram það átti vinnufólk
ekki mörg tækifæri. En eftir því
sem skútum fjölgaði urðu þeir
fleiri sem áttu kost á vinnulaun-
um svo að eitthvað mætti leggja
fyrir. Þá mynduðust þorp, þar
sem stundum mátti fá daglauna-
vinnu. Það hafði sín áhrif á
ráðningarkjör vinnufólks í
sveitum. Þannig breyttist staða
útvegsbænda á jörðum eins og
Lokinhömrum. Útgerð og fisk-
verkun tók að færast til þorp-
anna sem voru að myndast.
Gísli Kristjánsson bjó við aðr-
ar ástæður í Lokinhömrum en
voru, þegar Kristján faðir hans
flutti þangað. Því flutti hann í
Haukadal, síðan norður yfir
(iSLAÐBERA VAnÍÁr)
BIRKIMELUR, GRENIMELUR, HAGAMELUR,
AÐALLAND, ÁLALAND, ÁLFALAND, ÁRLAND,
BRAUTARLAND, KJARRVEGUR,
Dýrafjörð að Ytrihúsum og svo
til Reykjavikur.
Guðmundur Hagalín þekkti
þetta allt frá fyrstu hendi. Síðan
var hann langt til tvo áratugi á
ísafirði, þar sem fólk byggðanna
í kring safnaðist saman í stærsta
útgerðarbæ Vestfjarða. Þar var
hann forystumaður í bæjarmál-
um í kreppunni miklu á fjórða
tug aldarinnar.
Allt þetta er gott að vita til að
skilja Guðmund Hagalín og
skerf hans í bókmenntunum. Á
það hefur verið bent, að Vest-
firðingar standi í sérstakri þakk-
arskuld við Guðmund Hagalín.
Hann hafi með slíkum ágætum
varðveitt í bókum sínum mörg
einkenni og atvik sem séu sann-
ar myndir úr mannlífi vestra.
Seint verður ofsögum sagt af
því.
En fyrst og fremst ber ís-
lenskri þjóð að minnast Guð-
mundar Hagalíns og meta hann
fyrir boðskap hollrar lífsnautn-
ar, þar sem þróun persónuleika
einstaklingsins skipar öndvegi.
En jákvæð lífsnautn og þróun
persónuleikans leiðir menn
saman á brautir félagshyggju.
Það var trú og boðskapur Guð-
mundar Hagalíns.
Þegar aldur færðist yfir
Guðmund Hagalín kaus hann
sér bústað á Kleppjárnsreykjum
í Borgarfirði og kallaði Mýrar.
Það var nafnið frá óðalinu
vestra, þar sem móðir hans var
alin upp og faðir hennar, afi og
langafi, höfðu búið. Þarna
dvaldi hann nær tvo síðustu tugi
æviáranna með seinni konu
sinni, Unni Aradóttur.
Guðmundur Hagalín naut
þess að blanda geði við menn og
lagði mikið upp úr viðræðum,
enda varð oft prýðileg skemmt-
un af slíku, þar sem hann fór.
Hann var sögumaður ágætur og
hermigáfu hafði hann góða og
glöggt auga fyrir því sem spaugi-
legt var og afbrigðilegt. Því var
hann flestum skemmtilegri sam-
ferðamaður.
Gróður og sandfok vottar, að
á málþingum var hann íþróttum
búinn langt umfram allt, sem
venjulegt má kalla. Því beindu
andstæðingar skeytum sínumað
honum. Því stóð hann löngum
þar sem harðastur var bardag-
inn. Og þá var stundum við
höfuðkempur að eiga.
Það heyrir til frjálsri menn-
ingu, að mál séu rædd frá fleiri
hliðum en einni. Lengstum mun
menn greina á hvað einkum
beri að leggja áherslu á í boð-
skap en allur skáldskapur er
boðskapur, hvort sem menn
viðurkenna það eða ekki.
Guðmundur Hagalín var tals-
maður og fulltrúi hinnar já-
kvæðu leitar. Á tímum einsýnna
öfga varð hann talsmaður hóf-
semi og víðsýni. Því mun hans
lengi minnst með þakklátri
viðurkenningu. Því hæfir vel að
ljúka þessum minningarorðum
með ummælum hans sjálfs:
„Hin heilbrigða hófsemi og
hin vökula skynsemi eiga sem sé
ávallt að vera í verki með tilfinn-
ingahita og æsingu í íslenskum
bókmenntum, hvort sem tilfinn-
ingin er talin guðlegs eða mann-
legs eðlis - eða æsingin er kölluð
trú, ást, hugsjón eða skoðun."
Sú stefnuskrá er í fullu gildi.
H.Kr.
Laugardagur 9. mars 1985 11
Sveinn Hjálmarsson
bóndi Svarfhóli, Svínadal
Fæddur 29/91901
■ Það var orðið kvöldsett og
dimmt í dalnum þegar við Gurrý
frænka gengum veginn áleiðis
að Svarfhóli. Mjólkurbíllinn
hafði sett okkur af niður við
brúna á Laxá og ég vissi ekki
hvað var langt að Svarfhóli. Ég
man að það læddist að mér
geigur og kvíði við ókunna leið,
við myrkrið og umhverfið. Þá
allt í einu segir Gurrý frænka:
„Mér heyrist ég heyra í dráttar-
vélinni hans pabba". Það var
orð að sönnu. Eftir smástund
sáum við ljósið og brátt var
Sveinn kominn og hlýlegar
kveðjur og traust handtak ráku
allan kvíða og geig á brott eins
og sólskin. Þetta fyrsta atvik
þegar ég sá Svein lýsir mannin-
um öllum. Alltaf var han boðinn
og búinn til þess að rétta öðrum
hjálparhönd. Alltaf hugsaði
hann meira um aðra en sjálfan
sig.
Hugsunarháttur hans er löng-
um kenndur við aldamótakyn-
slóð - það fólk sem nú sameinast
moldinni - fólk sem „innheimti
ei daglaun að kveldi". Fólk sem
sýndi ást sína í verki til landsins.
Ékki í skrumi froðusnakka
stjórnmálanna - heldur breytti
mýrum í tún, ósléttum þúfum í
sléttar grundir, klæddi mela og
börð og unni öllu lifandi,
dýrum, blómum, grasi og börn-
um - fólk lífsins.
Sveinn var bóndi að starfi og
einstaklega natinn og velvirkur
bóndi. Hann varmjögframfara-
sinnaður maður og keypti m.a.
fyrstu dráttarvélina í Svínadal
því honum skildist mjög
snemma að það þurfti tækni til
þess að vinna stórvirki.
Foreldrar hans bjuggu á
Svarfhóli frá því að hann var
ungur drengur og hann bjó þar
áfram eftir lát þeirra með Guð-
jóni bróður sínum. Hann hlífði
sér aldrei við verk en var mjög
verkséður maður - eiginleiki
sem öll börnin hafa erft. Hann
vann hörðum höndum myrkr-
anna á milli meðan hann hafði
nokkra heiísu til.
Sveinn var skarpgreindur. Öll
mál reifaði hann af víðsýni án
ofstopa en hélt þó alltaf fast við
skoðanir sínar. Hann var sú
mesta andstæða fjölmiðla-
mötunar sem ég þekki. Skoðan-
ir hans voru ævinlega sjálfstæð-
ar byggðar á mikilli mygli. Hann
lét sér annt um allt íslenskt -
land og líf og las mikið um þau
málefni.
Það háði honum líklega
a.m.k. framan að æfi hans að
hann var fæddur með klofinn
góm og skemmda vör sem olli
því að hann gat ekki verið
skýrmæltur. En skýrar rökvísar
hugsanir hans hefðu svo sannar-
lega átt rétt til þess að klæðast
öðrum búningi. Eins og Sveinn
sonur minn sagði um nafna sinn
„Þeir sem vina bug á erfiðleik-
um sínum verða sterkari ein-
staklingar á eftir“.
Tjáningarerfiðleikar málsins
og það sem núna heitir víst
útlitslýti komu þó ekki í veg
fyrir að öll börn löðuðust að
honum. Janfvel þau börn sem
ekki eru allra skriðu fyrst í
fangið á Sveini af öllum á heim-
ilinu. Hann var sá mesti faðir
sem ég nokkru sinni hef þekkt.
Hann elskaði börn og dýr. Það
gleymist aldrei að hafa komið í
fjósið á Svarfhóli, hreint og
snyrtilegt og sjá Svein strjúka
hvítu köttunum sem var sérstakt
kyn sem hann hafði mikið dálæti
á.
Sveinn er einn örfárra manna
sem ég hef heyrt alla tala um
með virðingu og hlýju. Hann á
það allt skilið og miklu meira
til. Hann var sönn fyrirmynd
þess fólks sem lifir ekki sjálfu
sér heldur öðrum og allt líferni
þess einkennist af hógværð og
skynsemi - þetta fólk sem er salt
jarðar.
Hamingja lífs hans fólst í
eiginkonunni og börnunum en
hann kvæntist Línu Arngríms-
dóttur og þau eiga átta börn,
þar af þrenna tvíbura. Öll börn-
in eru á lífi nema annar af
yngstu tvíburunum - lítil tepa
sem dó skömmu eftir fæðingu.
Börnin, auðæfin þeirra eru lík
foreldrunum að mannkostum,
samheldin fjölskylda sem hafa
launað foreldrunum gott upp-
eldi.
Það segir sig sjálft að brjóta
jörð til ræktunar, ala upp stóran
barnahóp er ekki auðvelt verk.
Á því heimili var aldrei talað
um erfiði. Hjónin voru svo sam-
hent og samstillt u'm allt að sú
togstreita sem einkennir líf
margra þeirra sem hafa meiri
tíma - og meiri peninga fyrir-
fannst ekki.
Sveinn var boginn af erfiði og
líkamlega útþrælaður maður en
andinn var sífrjór og vökull og
hefði ég ýjað að því að hann
hefði slitið sér út um of, hefði
hann líklega horft spurull á mig.
Hann fegraði landið, skildi
við rennislétt tún, velbyggt hus
og miklar jarðbætur þegar hann
varð að hverfa frá Svarfhóli.
Hann dvaldi oft hjá Guðfinnu
Soffíu dóttur sinni á Katanesi
eftir að hann brá búi og fluttist
til Reykjavíkur. Tengsl hans
við sveitina rofnuðu aldrei.
Það var mikil miskunnsemi að
hann þurfti ekki að liggja langa
sjúkralegu heldur kom hvíldin
snöggt og fyrirvaralítið. í dag
þegar moldin geymir líkama
bóndans og erfiðismannsins
fylgja honum miklarþakkirfyrir
þá fyrirmynd sem hann skildi
eftir. Minningin um skarp-
greindan mann sem líklega fékk
ekki að njóta gáfna sinna vegna
líkamlegrar hömlunar, mann-
kostamannsins sem var öllum
heill, bóndans sem var prýði
stéttar sinnar.
Bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi,
■því skal hann virður vel.
Það ætti að hafa þessi orð
Jónasar oftar í huga.
Moldin verður Sveini Hjálm-
arssyni frá Svarfhóli létt sem
lauf því óbugaður andi hans
fylgir okkur. Ef eitthvað réttlæti
er til held ég að það hafi verið
tekið á móti honum með ljósi á
því landi sem sumir nefna
óvissu- og rökkurland, því hann
bar alltaf Ijós skynsemi og hjálp-
semi.
Innilegar samúðarkveðjur
elsku Lína mín til þín og barn-
anna, barnabarnanna og ann-
arra ættingja.
Eftir lifir minning um „vamm-
lausan hal og vítalausan“.
Erna Arngrímsdóttir
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða
minningargreinum í blaöinu, er bent á, að þær
þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir
birtingardag. Þær þurfa aö vera vélritaöar.