NT - 09.03.1985, Síða 21

NT - 09.03.1985, Síða 21
Útlönd Laugardagur 9. mars 1985 21 Verðstöðvun í Svíþjóð Guðrún Garðarsdóttir, fréttaritari NT í Svíþjóð. ■ Stjórn sænskra jafnaðar- manna í Svíþjóð hefur tilkynnt að hún muni setja á verðstöðvun um óákveðinn tima frá og með miðvikudegi í næstu viku. Með verðstöðvuninni vill stjórnin meðal annars stuðla að því að verkalýðsfélögin sætti sig við litlar launahækkanir í samn- ingaviðræðum við atvinnurek- endur sem hefjast í næsta mán- uði. Stjórnin hefur sagt að launahækkanir á árinu megi ekki fara yfir fimm prósent. Forystumenn verkalýðsfélag- anna segjast fagna verðstöðvun- inni en atvinnurekendur for- dæma hana og segja hana for- dæmislaus afskipti af samninga- viðræðunum sem séu framund- an. Verðstöðvunin nær ekki til innfluttra vara og atvinnurek- endur mega hækka vörur sem svarar verðhækkun á hráefni eða hlutum sem þeir fá erlendis frá og nota við framleiðsluna. Markmið verðstöðvunarinn- ar er fyrst og fremst að draga úr verðbólgu í Svíþjóð sem var 8,2% á síðasta ári. Þá hafði stjórnin sett sér það markmið að verðbólgan skyldi ekki fara yfir 4%. Nú segist hún stefna að því að verðbólgan fari ekki yfir 3% á árinu. Það verða kosning- ar í Svíþjóð í september á þessu ári og jafnaðarmenn leggja ríka áherslu á að ná afgerandi ár- angri í baráttunni gegn verð- bólgunni fyrir þann tíma. ■ Sprengja sprakk á fimmtu- daginn í stórverslun við göngu- götu í Dortmunt í V-Þýska- landi. A.m.k. níu manns særðust, tveir voru fluttir í gjörgæslu. Blóðið rann um gólf verslunarinnar. Að undanförnu hafa mörg sprengjutilræði verið framkvæmd í V-Þýskalandi. Samtökin „Byltingarhóparnir“ lýstu ábyrgð á þrem sprengjutil- ræðum í gær til stuðnings bresk- um kolanámumönnum. Allsherjar- verkfall í Bólivíu La Paz-Reuter ■ Verkalýðssamband Bólivíu hóf ótímabundið allsherjar- verkfall í gær til að krefjast hærri launa, verðstöðvunar og meira framboðs á matvælum. Talsmenn verkalýðssam- bandsins segja að verði ekki komið til móts við kröfur sam- bandsins muni það komá upp vegatálmunum tveim sólar- hringum eftir að verkfallið hófst. Verðbólga í Bólivíu er nú rétt um 2.200 prósent á ári. Stjórnvöld hafa hótað því að lýsa yfir neyðarástandi verði verkfallinu ekki aflýst og varn- armálaráðherra landsins, Man- uel Cardenas, segir að herinn verði hugsanlega fenginn til að hindra tilraunir fagfélagssinna til að steypa stjórninni. Herinn í Bólivíu afsalaði sér völdum eftir 18 ára valdatíð árið 1982 í hendur borgaralegr- ar ríkisstjórnar undir forsæti Siles Zuazo. 13% alls rafmagns kjarnorkuframleidd Vín-Reuler ■ Samkvæmt upplýsingum Alþjóðakjarnorkustofnunar- innar voru um 13 prósent alls rafmagns í heiminum kjarn- orkuframleidd í árslok 1984, sem er einu prósenti meira en árið þar á undan. Á seinasta ári voru 33 nýir kjarnaofnar sem framleiddu 31.000 megawött af rafmagni, teknir í notkun. Heilarfjöldi kjarnorkuofna til rafmagns- framleiðslu komst þá upp í 344 í 26 löndum og heildarfram- leiðslugeta þeirra var 219.115 megawött. 180 nýir kjarnaofnar voru í smíði nú um áramótin og munu þeir bæta 162.894 megawöttum við framleiðslugetu kjarnorku- vera heimsins þegar þeir verða teknir í notkun. Frakkar nota hlutfallslega mest af kjarnorkuframleiddu rafmagni. 58,7% af öllu raf- magni, sem framleitt er í Frakk: landi, kemur frá kjarnorkuver- um. Kjarnorkuver framleiða 50,8% allrar raforku í Belgíu og Finnar fá 41,1% allrar raforku sinnar frá kjarnorkuverum. 13,5% raforku í Bandaríkjun- um eru kjarnorkuframleidd en aðeins um níu prósent í Sovét- ríkjunum. Alþjóðakjarnorkustofnunin var stofnuð árið 1957 með það fyrir augum að efla friðsamlega notkun kjarnorkunnar. Kolanámumenn studdir með sprengjutilræðum Þussiaraþorp. V-Þýskalandi: Reuter ■ Vinstrisinnuð neðanjarðar- hreyfing hefúr lýst sig ábyrga fyrir þremur sprengjutilræðum gegn þýskum námuiðnaði. Samtökin ásaka iðnaðinn um að hafa ekki stutt verkfall kolanámumanna á Bretlandi. Samtök’in sem kalla sig „Bylt- ingarhóparnir" sögðust hafa framkvæmt árás á skrifstofur félags námumanna í Bochum. Þau gerðu einnig sprengjuárás á skrifstofur námufyrirtækis í Ess- en og skrifstofur skipafélags í Hamborg. í bréfi sem sent var v-þýskri fréttastofu segir að þeir aðilar sem ráðist var á séu „grafarar" sem hafí átt samstarf við „breska kolakapítalista‘_‘. Að sögn lögreglunnar brotn- uðu rúður og hurðir eyðilögðust í sprengingunum í Bochum og Essen, en enginn særðist. Lögreglan í Hamborg stað- festi ekki að sprengja hafi valdið skemmdum hjá skipafélaginu, en sagði það mögulegt. í gær var lögreglunni í Essen tilkynnt í símtali að fleiri sprengjur yrðu sprengdar á næstunni. Sá er hringdi lét ekki nafns síns getið. Eþíópía: Frakkar auka aðstoð París-Reulcr ■ Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að senda 8000 tonn af hveiti til Eþíópíu til við- bótar þeim 5000 tonnum sem Eþíópíumönnum hafði þegar verið lofað. Að auki mun franska stjórnin auka fjárstuðning sinn til Eþíópíu um upphæð sem á að nægja til að kaupa 100.000 tonn af korni til viðbótar. Frakkarmunuein- nig gefa Eþíópíumönnum 15 millj- franka (rúml. 60 milljónir ísl.kr.) í þróunar- aðstoð og til kaupa á flutn- ingatækjum til að koma mat- vælum til hungursvæðanna. Belgía: Kynhverfir ámótipáfa Ghent-Reuter ■ Hópur kynhverfra Belga hefur stofnað nefnd til að andæfa heimsókn Jóhannes- ar Páls páfa til Belgíu í maí. Talsmaður nefndarinnar segir að kynhverfir óttist að heimsókn páfans verði til að efla íhaldssöm öfl og auka undirokun kynhverfa. í yfir- lýsingu frá nefndinni segir m.a. að fjandskapur páfa og kaþolsku kirkjunnar í garð kynhverfra hafi leitt til mis- réttis sem m.a. birtist í því að kynhverfum kennurum hafi verið vikið úr störfum í einkaskólum. Castro vill vingast við Bandaríkjastjórn Havana, Kúba-Reuter ■ Kúbumenn virðast staðráðnir í að bæta sam- skiptin við Bandaríkin, en vcstrænir sendiráðsfulltrúar í Havana efast um árangur. Sendiráðsfulltrúarnir sögðu að áætlun Kúbu- manna um að kalla heim 100 hernaðarráðgjafa frá Nicar- agua sem var opinberuð í vikunni sé nýjasta tilraun Kúbumanna til að bæta sam- skiptin við Bandaríkjamenn og draga úr spennu í Mið- Ameríku. Þeir sögðu að Fidel Castro leiðtogi kúbönsku þjóðar- innar og Daniel Ortega, forseti Nicaragua, hefðu komið sér saman um brott- flutning ráðgjafanna, á leynilegum fundi í Havana fyrir tveim vikum. Hernað- arráðgjafarnir eiga að fara frá Nicaragua í maí. Sendiráðsfulltrúarnir sögðu að þýða í samskiptum ríkjanna sé ólíkleg eftir 25 ára kalt stríð. Bandaríkja- menn krefjast þess að tengsl Kúbu og Sovétríkjanna rakni og að Kúbumenn hætti að „flytja út“ byltingar. ■ Að minnsta kosti 40 manns létust í öflugri sprengingu í hverfi múhameðstrúarmanna í Beirút í gær. Þessi mynd var tekin skömmu eftir sprenginguna þegar flestir þeirra 150 manna, sem særðust í sprengingunni, höfðu verið fluttir á sjúkrahús. Eins og sjá má á myndinni hrundu útveggir á fjölbýlishúsi rétt hjá þar sem sprengingin varð. Símamvnd-POLFOTO Blóðbað í Beirút Mesta mannfall í sprengjutilræði í 16 mánuði Beirut-Reuter ■ Fjörutíu manns létust og 150 særðust í Líbanon í gær þegar bílasprengja sprakk á fjölförnu stræti í hverfi múham- eðstrúarmanna í Beirút í gær. Sprengjan sprakk nærri heim- ili strangtrúarklerksins Sheikh Mohammad Husseins Fadallah, en hann tilheyrir trúflokki síta og er einn helsti leiðtogi þeirra. Þetta er mannskæðasta sprengjutilræðið í Líbanon í 16 mánuði. Eftir sprenginguna ruddust stjórnarhermenn með sjálfvirka riffla út á göturnar og opnuðu leið gegnum mannþröngina fyr- ir sjúkrabíla með því að skjóta upp í loftið. Sjúkrahús í Beirút fylltust af særðu fólki og út- varpsstöðvar í Beirút útvörpuðu neyðartilkynningum til fólks um að það gæfi blóð. Ekki er enn vitað hverjir bera ábyrgð á sprengjutilræðinu.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.