NT - 10.03.1985, Side 5
-tV.V.W.Vi'- Sunnudagur 10. márs 1985 < 5
háttum okkar. í rauninni er
þaö hlægilegt þegar þeir opna
munninn...
Ef það sem þú segir er satt,
þá erum við dæmd til að vera
læst innan landamæra okkar;
það er ómögulegt fyrir okkur
að skilja listaverk; við getum
einungis haft yfirborðskennd
samskipti við fólk. Parafleið-
andi ættum við ekki að lesa
bókmenntir annarra þjóða,
ekki heldur fara á sýningar
erlendra listamanna; sjá ekki
myndir Tarkovskýs.
Það er eðlilegt en samt dálít-
ið furðulegt að svo mikið sé
talað um menningarsamskipti
og gagnkvæman skilning. Allt
er þetta að vísu mjög mikilvægt
en það er ekki nægjanlegt.
Manneskjan er svo bundin af
eigin menningu. Til að skilja
hvort annað yrðum við að
kynnast miklu betur. Mér dett-
ur til dæmis í hug að það væri
reynandi að snæða saman svo-
sum eitt tonn af salti og sjá svo
til. Við höldum oft að þau geti
verið eins konar staðgenglar
fyrir dýpri merkingu hlutanna
og svo tölum við um
„sambönd“. Bolshoileikhúsið
kemur í heimsókn, Blisset-
skaja dansar og við höldum að
við höfum skilið hvert annað,
náð „sambandi". Það er allt
saman sjálfsblekking. Það
sama á sér stað ef hópur er-
lendra rithöfunda fer til
Moskvu í boði rithöfunda-
sambandsins. Það er þá kallað
kynnisferð en í rauninni kynn-
ist enginn neinum. Á ytra
borðinu virðist svo sem að
ferðin sé til fjár en í rauninni
hefðu menn alveg eins getað
setið heima.
Pað hefur stundum verið
sagt að Ijóðið séu alþjóðlegt
tjáningarform. Gæti Ijóðlistin
orðið til að brúa bilið milli
ólíkra menningarheilda?
Hugsanlega, en málið er þó
langt frá því að vera einfalt.
Menn verða að hugsa á svipuð-
um bylgjulengdum. Það hefur
réttilega verið bent á að það sé
næstum því jafn erfitt að lesa
góða bók og að skrifa hana.
Það lifir enginn á því að skrifa
ljóð. Samfélaginu er alveg ná-
kvæmlega sama um ljóðskáld-
in. Það eru fæstir sem átta sig
á því að ef Ijóðskáldin hyrfu af
sjónarsviðinu þá hættu samfé-
lögin einnig að vera til.
Mér finnst að kvikmyndum
þínum mætti einmitt líkja við
Ijóð. Hvað viltu segja um þá
fullyrðingu.
Áð mínu áliti er Ijóðlist fyrst
og fremst eitt form hugsunar.
Menn leitast gjarnan við að
reyna að tjá umheiminn með
■ .Vlálarinn Rubjlov í samnefndri mynd Tarkovskijs. Þessi
mynd var sýnd í ísienska sjónvarpinu fyrir nokkrum árum.
þessu formi. Sú tjáning hlýtur
þó ætíð að verða hlutdræg.
Sínum augum lítur hver silfrið.
Skáldunum hættir að reyna að
fanga heiminn í eina mynd,
alheiminn í einn dropa. Hvað
fullyrðingu þína snertir þá má
vafalaust finna eitthvað ljóð-
rænt í því sem ég er að reyna
að skapa.
/ kvikmyndum þínum spila
litir og svo andstæðurnar svart
og hvítt stór hlutverk. Hvað
vilt þú segja um litanotkun í
þessari nýjustu mynd þinni,
Nostalgia ?
Það er erfitt að tala um
kvikmyndir. Þær eru fyrst og
fremst til að horfa á. Hvað
þessa mynd snertir þá get ég
einungis sagt það að ég svík
ekki hið svarta og hvíta í
þessari mynd frekaren öðrurn.
Pú sagðir einhvern tímann
að það væri ómögulegt fyrir
listamann að horfa fram hjá
óskum og vonum fólksins þeg-
ar hann væri að skapa. Ertu
enn á sömu skoðun?
Já, ég álít að listamaðurinn
eigi að vera eins konar málpípa
fólksins. Hann tilheyrir í raun-
inni ekki sjálfum sér. Það má
kannski orða það svo að hann
sé eign fólksins.
Finnst þér þú vera jafn upp-
tekinn af æskunni í síðustu
mynd þinni og þeim fyrri?
Mér finnst ég ekki vera
„nostalgískur” hvaða æskuna
snertir en ég held að hún búi
alltaf í okkur og ef hún deyr þá
deyr manneskjan líka. Ég held
þó að ég sé ekki eins upptekinn
af þessu hugtaki og áður. Nú á
ég við önnur vandamál að
stíða. Æskunnilýkurþegarvið
viljurn ekki lengur vera börn.
Pú hefur látið þess getið að
sköpun leysi allar gáfur úr
læðingi. Hvað þýðir þetta fyrir
þig þegar þú fæst við að gera
kvikmyndir?
Nákvæmlega það sem ég hef
sagt, ekkert meira. Um það er
ekkert meira að segja. Lista-
maður tilheyrir ekki sjálfum
sér og á ekki að vera stoltur af
hæfileikum sínum. Það ereng-
in ástæða til að vera stoltur. í
fyrsta lagi eru þessir hæfileikar
ekki þínir. Það ei Guð sem
hefur gefið þér þá. í öðru lagi
verða hæfileikar þínir að þjóna
öðrum og í því er fólgin feikn-
arleg ábyrgð. Að lokurn verð-
um við að greiða allt það aftur
sem við höfum þegið að láni og
það þúsundfalt, milljónfalt. Ég
er alltaf jafnhissa á fólki sem
er stolt af hæfileikum sínum.
Ég skil það einfaldlega ekki.
Þetta er eins og í hinni evangel-
ísku líkingu, okkur ber að
ávaxta pundið í stað þess að
grafa það í jörðu.
Hrólfur Brynjar Ágústsson.
HYDRA-SHIFT
Auka má og draga úr hrað-
anum með því einu að færa
gírstöngina fram eða aftur,
án þess að kúpla frá eða
stöðva vélina.
izm
Vegna góðrar reynslu bjóðum við óhræddir 2 ára ábyrgð
á CASE dráttarvélum, og erum þar með fyrstir á íslandi
til að veita dráttarvélakaupendum slíkt öryggi.
Þeir sem hafa keypt CASE dráttarvél nú þegar munu
einnig njóta tveggja ára ábyrgðar.
Tveggja ára ábyrgð
Dráttarvélar
í ýmsum stærðum
með eða án framdrifs.
Mjög gott verð á öllum stærðum
t.d. 1294 62 ha. með drifi á öllum hjólum og
fullkomnasta búnaði á aðeins kr. 510.000.-
Járnhálsi 2
110 Reykjavík
Sími 83266.
Bendum sérstaklega á hinn fjölþætta búnað, svo sem:
Frábæra aðstöðu fyrir stjórnanda. — Hljóðeinangrað
hús með sléttu gólfi, lituðu gleri ogfrábæru útsýni. Auk
þess er öllum stjórnbúnaði komið fyrir á þægilegasta
máta fyrir stjórnandann.
Kynnið ykkur verð og greiðslukjör
ÞÉR TEKSTÞAÐ MEÐ