NT


NT - 10.03.1985, Síða 7

NT - 10.03.1985, Síða 7
rt .VA' .• Ef ekki eru fyrir hendi raunveruleg lög sem banna mismunun af þessu tagi, þá er það samviska hans sem ræður á endanum. Samviskuna má svo friða með því að skilgreina þá hópa fólks sem mismunað er á ein- hvern hátt sem manngildisminni eða siðferilega takmarkaðri og því hafi þeir ekki sama rétt og aðrir. í þessu samhengi öðlast hin fleygu orð Bent- hams um eintak siðferðilegs réttar eða náttúruréttar mikinn þunga, því svo lengi sem jöfnuður eða jafn réttur er ekki “afurð laganna" má toga og teygja hugtakið að geðþótta. Það er því engin spurning hvort ríkisvaldið eigi að hafa afskipti af samskiptum einstaklinganna, það verður að gera það til þess að tryggja jákvætt frelsi, þó svo að það sé á kostnað neikvæðs frelsis. Þegar svo ákveðnum þrösk- uldi er náð þar sem sérhver ■ einstakl- ingur getur þroskast og þróast í virðing og mannleika má segja að jákvæðu frelsi hafi verið náð. Ná- kvæmlega hvar þessi þröskuldur er séttur er og verður pólitískt ágrein- ingsefni. Ágreiningurinn stendur þá um hvaða svið frelsis eða hvaða flokk réttinda mést áhersla er lögð á, en ekki hvort einhver sé frelsissinni eða ekki. Slíkt er allt önnur umræða og snertir þá sem hafna grundvallar forsendum lýðræðis, en ekki félags- hyggjufólk á Islandi. Heimatrúboð samtímans í umfjölluninni hér að ofan hefur verið leitast við að undirstrika það, að samkvæmt alntennri lýðræðis- kenningu eins og húh hefur þróast, eru frelsi eða réttindi fjarri því að vera einskorðuð við markaðsfrelsi eða efnahagslegt frelsi. Ef eitthvað er, hefur hugmyndin um mikilvægi óskerts efnahagslegs frelsis verið á undanhaldi frá því um aldamót og athyglin beinst í auknunt ntæli að því hvernig það er notað og hvernig það tengist öðrum flokkum frelsis. A allra síðustu árum hefur til- hneigingin hjá frjálshyggjumönnum verið sú að leggja frelsishugtakið að jöfnu við markaðsfrelsið og tala ein- göngu um frelsi þegar átt er við markaðsfrelsi. Það skal ósagt látið hvort hér er um að ræða kæruleysis- lega ónákvæmni eða lævísan áróður fyrir stjórnmálastefnu frjáls- hyggjunnar, enda skiptir það í sjálfu sér ekki höfuð máli. Það sem skiptir máli er að í hugum íslendinga, eins og margra annarra þjóða, tengist hug- takið frelsi siðferðiíegri réttarvitund og öllum hugmyndum um lýðræðis- legt samfélagsform, sem er eðlileg og skynsamleg ályktun. Það er hins veg- ar hvorki skynsamlegt né eðlilegt að tengja ma'rkaðsfrelsi eða markaðs- hyggju á sama hátt við siðferðilega réttarvitund og lýðræðislegt samfél- agsform. Þegar frelsis hugtakið al- mennt er samsamað markaðsfrelsinu á þennan veg, færist siðferðilegur réttur þess og gildi yfir á markaðs- frelsið og gerir það eftirleikinn greið- an fyrir markaðshyggjumennina. Úr því markaðsfrelsi er frelsi og frelsi er gott þá er meira markaðsfrelsi meira frelsi og því enn betra. Markaðsfrels- ið verður því enn betra. Markaðs- frelsið verður því að hinu góða í málaflutningi af þessu tagi en allt annað af hinu illa og er það ekki skylda hvers manns að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn hinu illa? Þannig er frelsið „skilgreint" á hátt sem gefur markaðshyggjunni sið- ferðilegt gildi; gerir hana að fagnaðar- erindi - heimatrúboði samtímans. Vitaskuld er þetta einfaldur leikur en áhrifamikill sem elur á úlfúð, óbilgirni og síðast en ekki síst þröngsýni. Krossferðir frjálshyggjunnar í nafni frelsisins bera sjálfumglöðu eðli hennar einna best vitni og er því ágætlega lýst í orðum Bob Dylans um réttlætingu styrjalda: „You dont co- unt the dead, when God is on your side“. Þegar upp er staðið er frelsishug- takið því fjarri því að vera einkamál frjálshyggjumanna þó þeir flaggi því hvað mest. Það myndar ekki síður - og jafnvel frekar - grundvöllinn að öðrum lýðræðislegum stjórnmála- stefnum, þrátt fyrir það að þær efist urn gildi óhefts markaðsfrelsis. B.G. f í*.| 'tit'athtuwiíZ 1 V * Sunnudagur 10. mars 1985 7 Þér líður betur með skattframtalið-og samviskuna - í lagi Að telja rétt fram er leið til að komast hjá óþarfa áhyggjum og streitu sem jafnan fylgir óheilindum og óreiðu í fjármálum. Auk fjölmargra breytinga og leiðréttinga sem skattstjórar landsins gera á skattfram- tölum, tekur skattrannsóknarstjóri fjölda félaga og einstaklinga til sérstakrar rannsóknar á ári hverju. Árið 1984 voru 360 mál í athugun. Dæmi eru um að skattaðilar hafi verið rannsakaðir sex ár aftur í tímann og fengið skattahækkanir svo milljónum skiptir. FJÁRMÁLARÁÐUNEYUÐ I | ■I I Fimmtudagsábótin: Auglýsingas í m í Askriftars í m i

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.