NT


NT - 10.03.1985, Síða 8

NT - 10.03.1985, Síða 8
Ljósmynd: Kristján Ingi Einarsson Ljósmynd: Gunnar V. Andrésson ■ Að undanförnu liefur nokkur umræða átt sér stað hér á landi um olbeldi meðal skólabarna. Ljóst er að mörg börn eru lögð í einelti af jafn- öldrum sínum og slíkt virðist jafnvel eiga sér stað í skólunum svo að segja fyrir augunum á hinum fullorðnu. Minna hefur verið rætt uin otbeldi sem ungabörn verða fyrir á heiniilrin sínum. Pað er ef til vill svo að hið hroðaleg- asta í fari okkar mannanna er okkur svo ógeðfellt að við viljum sem minnst af því vita. Það er líkt og með óhreinu börnin hennar Evu, þau eru falin. í nágrannalöndum okkar hafa fræðimenn reynt að gera sér nokkra niynd af eðli og umfangi þessa ofbeldis. Þar hefur því iniður komið í Ijós að börn eru beitt ofbeldi af ýmsu tagi og það stundum í svo miklum mæli að það leiðir til dauða eða varanlegs örkumls bæði andlegs, og líkam- iegs . Að vísu er hér uin að ræða aðeins eina inynd al' mannlegri eymd sem hirtist með ýmsu inóti og því að sumu leyti erlítt að taka börn þar sérstaklega út úr. Því ber þó ekki að neita að börnin eru yfirleitt algjiirlega varnarlaus og bágindi þeirra enn meiri en þcirra sem geta borið liönd fyrir hiifuð sér. En hvernig er þessuni mál- um háttað hér á landi? Eru ungabörn beitt ofbeldi í heimahúsum? Til að leita svara við þessari spurningu höfðum við sam- band við hóp mannasem allir eiga það sameiginlegt að vinna á einn eða annan hátt í „kerf- inu" eins og það er kallað. Spurningu okkar svöruðu þeir allir játandi. Hversu hroðalegt sem það kann að virðast þá má víða finna dæmi þess að ungabörn séu beitt bæði andlegu og lík- amlegu ofbeldi hér á landi. Starfsfólk Félagsmálastofn- unnar í Reykjavík hefur á undanförnum árum iðulega orðið að vinna mcð mál af- þessu tagi. Það er ekki öfunds- vert hlutverk en sem betur fer eru alvarlegustu tilfellin af þcssu tagi ekki algeng. Það fer þó eftir því hvernig á rnálin er litið. Mörguni þætti eitt tilfelli alltof mikið þar sern barn er barið eða það látið afskipta- laust þar til það verður fyrir óbætanlegum skaða. Athugun okkar leiddi í Ijós að börn sem slíkt verða að þola eru fleiri en eitt og fleiri en tvö. Trúlega skipta þau tugum ef ekki hundruðum. Ofbeldi á ungabörnum staðreynd I samtali við þá Gunnar Sandholt yfirmann fjölskyldu- deildar Félagsmálastofnunar og Aðalstein Sigfússon deild- arsálfræðing kom fram að of- beldi gagnvart börnum í heimahúsum væri staðreynd sem ekki yrði gengið framhjá. Það scm gerir malið enn alvar- legra er þaö aö oftast kemur aðeins hluti þessara tilfella til kasta opinberra aðila. Þeir Gunnar og Aðalsteinn lögðu þó báðir áherslu á það að gróf dæmi um líkamlegar meiðingar á börnum kæmu með löngu millibili til kasta stofnunarinnar. Vanræksla á ungum börnum virðist vera mun tíðari en gróft líkamlegt ofbeldi. Aðalsteinn benti á að tilfelli þau sem hér um ræðir mætti flokka niöur í fjóra mis- munandi flokka. í fyrsta lagi væru um að ræða það sem kallað er virkt líkam- legt ofbeldi þar sem foreldrar eða aðstandcndur barna ganga í skrokk á þcim. Þó að slík dæmi komi fyrir eru þau sem betur fer sjaldgæf og stundum líða nökkur ár á milli þess að upplýsingar um slíkt komi inn á borð stofnunarinnar. í öðru lagi mætti nefna óvirkt líkamlegt ofbeldi þegar ekki er nægilega hugsað fyrir líkamlegum þörfum barna, þau ekki þvegin eða þá að þau fá ekki þá nægilega hollan mat. Undir þetta flokkaðist einnig gróf vanræksla þegar ckki er komið í veg fyrir að börn slasi sig eða fari sér að voða. í þriðja lagi mætti nefna andlegt oflieldi sem aftur mætti flokka bæði í virkt og óvirkt. Undir þessa flokka mætti nefna dærni þar sem börn horfa upp á ofbeldi á heimilinu svo sem í erjum milli foreldra, þar sem þörn verða þrætuepli í erfiðum skilnaðarmálum og svo þaö sem ef til vill er algengast en það er það að börn eru látin afskiptalaus og þeim er ekki nægilega séð fyrir þeirri örvun og þcirri umönnun sem þcim er nauðsynleg. Börnin líða Sú staðreynd að hjóna- skilnaðir hafa færst mjög í vöxt hefur leitt af sér að deilur um forráðarétt hafa aukist til niuna. Taldi Aðalsteinn að í mjög mörgum tilvikum af því tagi væru það einkum börnin sem liðu fyrir slíka togstreitu og oft mætti ætla að slíkt hefði í för með sér varanlegan skaða. Gunnar benti á að ill meðferð á börnum komi öllum mönnum við. „Við erum samábyrg og eigum öll að reyna að koma í veg fyrir að slíkt gerist fyrir augunum á okkur." Hér hefur ekki verið minnst á kynferðislegt ofbeldi gagn- vart börnum en því miður verður ekki hjá því komist að bæta því ofan á það sem að framan hefur verið talið. Aðspurðir sögðust þeir Gunnar og Aðalsteinn báðir hafa orðið varir við öll þau dæmi sem hér hefur verið minnst á en greinilegt væri að vanhirðan eða afskiptaleysið væri aflgengasta ofbeldi sem börnum í Reykjavík væri sýnt. Gunnar benti á að ofbeldi gagnvart einstaklingum yrði að skoðast í þjóðfélagslegu sam- hengi. í rauninni eru börnin aðeins einn hópur af mörgum sem líða fyrir slíkt. Þau hafa þó þá sérstöðu að vera sá hópur sem hvað minnsta möguleika hefur til að bera hönd yfir höfuð sér. Sem betur fer búa þó flest börn við gott atlæti en síðan má gera ráð fyrir eins konar samfellu allt niður í þær sorglegu stað- reyndir sern að framan hafa verið raktar. Það er margt hér í Reykjavík sem er börnum óhagstætt. Margar fjölskyldur eru illar staddar hvað húsnæði snertir og foreldrar barna verða oft og tíðum að vinna mjög langan vinnudag og þá vill oft brenna við að börnin séu látin ganga sjálfaia. Við erfiðar aðstæður myndast einnig spenna innan fjölskyldunnar sem bitnar harðast á börnun- um. Lítið rannsakað fyrirbæri í þeim málum sem Félags- málastofnunin vann að árið 1983 voru tæplega 1800 börn sem komu við sögu. Sem betur fer erum við hér að tala urn aðeins lítinn hluta þessara barna og í flestum tilvikum var um að ræða aðstoö þar sern velferð barnavarekki íhættu. Um nýlegar rannsóknir á eðli og tíðni ofbeldis gagnvart ungabörnum hér á landi er ekki að ræða. Eina rannsókn- in, sern blm. tókst að afla sér upplýsingar um, var rannsókn sem Ásgeir Karlsson geðlæknir vann fyrir allmörgum árum. Niðurstöður þessarar rann- sóknar birtust í Nordisk Psyk- iatrisk Tidskrift og kemur þar fram að ofbeldi á börnum virt- ist sjaldgæfara hér á landi en í nágrannalöndunum. Þess ber þó að geta að á allra síðustu áruni hafa augu manna verið að opnast meira og meira fyrir því að slæmt ástand einstakra barna mætti rekja til ofbeldis af einhverju tagi. ísland skersig tæplega úr I rauninni eru ekki ýkja mörg ár síðan rannsóknir á þessum fyrirbærum hófust í heiminum og þótt furðulegt megi virðast þá eru aðeins rúm 20 ár síðan fyrstu vísindalegu greinarnar birtust um þetta efni. Það sem við höfum því í höndunum af upplýsingum um ástand þessara mála hér á landi er fyrst og fremst reynsla þess fólks sem kynnist fyrirbærum þessum í starfi sínu. Sú reynsla leiðir ótvírætt í ljós að ofbeldi gagnvart börnum eigi sér stað hér á landi eins og annars staðar. Að vísu skortir ná- kvæmar rannSóknir um tíðni og útbreiðslu en eins og einn viðmælandi okkar orðaði það þá er ekkert sem bendir til þess að ofbeldi gagnvart ungabörn- um sé minna hér á landi en í nágrannalöndum okkar þar sem rannsóknir hafa leitt í ljós að töluverður hópur ungbarna deyr á ári hverju vegna ofbeld- is í heimahúsum. Svört skýrsla Árið 1977 skilaði hópur sér- fræðinga, sem skipaður hafði verið af breska þinginu, skýrslu um ofbeldi gagnvart ungabörnum þar í landi. Þar kemur fram að eitt af hverjum tíuþúsund börnum látist þar í landi árlega af völdum ofbeldis í foreldrahúsum og tíu sinnum fleiri hljóti alvarlegan skaða af völdum ofbeldis. Á sumum svæðum landsins fór fjöldi slíkra tilfella fram úr öllum þeim hugmyndum sem þessir sérfræðingar höfðu gert sér um málið áður en rannsóknin hófst. Rétt er þó að benda á að rannsóknir á ofbeldi eru flókn- ar og allar tölulegar niðurstöð- ur að sjálfsögðu háðar þeim skilgreiningum sem gengið er út frá. Það er og Ijóst að aðeins hluti tilfellanna er skráður í skýrslur eða kemst yfir höfuð upp. Þess ber einnig að geta að ofbeldi gagnvart ungabörnum er ekki nýtt af nálinni. Margt bendir til þess að ofbeldi á börnum hafi fylgt manninum eins og skuggi allt frá örófi alda. Sem betur fer er þó Ijóst að hér er ekki um neitt náttúru- lögmál að ræða. Þar sem þessi mál hafa verið tekin föstum tökum hefur verið hægt að minnka þessi hræðilegu fyrir- bæri og margt bendir til þess að baráttan gegn ofbeldi á börnum sé rétt að byrja. Fleiri hjálpar þurfi en börnin Einn viðmælandi okkar, Pétur Lúðvíksson barnalæknir á Landspítalanum í Reykjavík sagði að töluvert hefði áunnist þar sem þessi mál hefðu verið tekin föstum tökum. Pétur benti þó á að í slíkum tilfellum væru fleiri hjálpar þurfi en barnið. „Það verður að líta á fjölskylduna alla í heild og koma henni til hjálpar í marg- víslegum skilningi. Refsingar eru ekki rétta aðferðin enda er það svo að sá sem beitir barn sitt ofbeldi gengur ekki sjálf- viljugur og meðvitað til slíkra verka. Foreldrar eða þeir sem hlut eiga að máli búa oft yfir mikilli sektarkennd sem nauð- synlegt er að vinna með. Þessi tilfelli konia oftast upp hjá fjölskyldum sem eiga við

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.