NT - 10.03.1985, Blaðsíða 10

NT - 10.03.1985, Blaðsíða 10
Sunnudagur 10. mars 1985 10 ■ Því hefur oft verið haldið fram að íslenskar konur séu einhverjar þær fegurstu í heimi. Þessi skoðun er ekki óalgeng hjá erlendiim mönnum sem einhver kynni hafa haft af landi og þjóð. Útlendingur nokkur sem blaða- maður hitti fyrir nokkru sagði að íslenskir karlmenn gerðu sér enga grein fyrir því hversu gott þeir ættu, því að allar konur hér á landi væru hreint út sagt fegurðar- dísir. Ekki var vitnisburður hans um karlpeninginn eins skjallandi, en þá sagði maður þessi vera klaufalega, þegjandalega og fádæma ókurteisa í umgengni sinni við hitt kynið. Til marks um hið síðastnefnda sagði hann, að það virtist vera alger undantekning ef herramaður kveikti í sígarettu fyrir dömu, opnaði fyrir henni dyr, hjálpaði henni í kápu eða drægi fram stól ef hún ætlaði að setjast niður. Þegar hér var komið samtalinu var útlendingurinn að komast í ham og vildi gera blaðamanni frekari grein fyrir þeim afleiðingum sem þessi skortur á grundvallar mannasiðum íslenskra karlmanna hafl haft. „Þannig er,“ sagði hann, „að dömurnar eru löngu hættar að eiga von á að þeim sé sýnd þessi sjálfsagða tillitssemi og aulaháttur karlmannanna hefur því orðið til þess að þetta fagra kvenfólk hefur glatað talsverðu af kvenlegum töfrum sínum og yndisþokka. Hvernig heldurðu að þær geti haldið upp verulegum klassa þegar komið er fram við þær eins og hornkerlingar? Þú þarft ekki annað en að líta í eigin barm og þá séru að það vantar alla séntilmennsku. Ég gæti jafnvel trúað því upp á þig að fara út að borða með huggulcgri dömu og láta hana síðan borga sinn hluta í reikningnum þegar upp væri staðið!“ Við orðræðu þessa setti blaðamann hljóðan, hann umlaði eitthvað um hrum og greip um pyngjuna. Skömmustulegur leit hann niður á gúmmískóna, krækti höndum aftur fyrir bak og sém hann kvaddi þennan heimsborgara hét hann því að gera það sem í hans valdi stæði til þess að bæta úr því ófremdarástandi sem hann og aðrir íslenskir karldurgar höfðu kallað yfír kvenþjóð - ina. Það kom í Ijós við eftirgrennslan að blaðamaður var ekki sá eini sem hefur sýnt því verðuga viðfangsefná áhuga, að efla yndisþokka íslenskra kvenna. Fyrir nokkrum árum kom út gagnmerk bók um þetta efni, sem heitir Tískubókin og er leiðbeiningabók handa ungum stúlkum og konum til þess að auka yndisþokka sinn. Höfundur bókarinnar er Mary Young en íslenska þýðingu gerði Hallur Hermannsson. Bókaútgáfan Valur sá um útgáfu en ekki er gefíð upp útgáfuár enda hljóta menn að vera sammála um að efni eins og yndisþokki kvenna sé hafínn yfír tíma. Mary Young kemur víða við í þessari bók og gefur margar góðar leiðbeiningar varðandi aðskiljanlegustu hluti svo sem, framkomu og fas, andlitssnyrtingu, klæðnað, röddina og hláturinn og hegðun á veitingahúsum. Blaðamaður er ekki í nokkrum vafa um að efnið á erindi til íslenskra kvenna og gæti ef til vill bætt úr því óstandi sem fyrrnefndur útlendingur benti á. Þá er það ekki síður viöeigandi að sinna þessu málefni nú í lok kvennaáratugs, þegar málefni kvenna eru mikið í sviðsljósinu. Hér á eftir munum við því skoða nánar nokkra valda kafla úr Tískubókinni: Er fjósalykt af íslenskum karlmönnum? þá er það afskaplega hvimleitt þegar stúlkur koma inn eða yfirgefa herbergi með brambolti og brussuskap. Slíkt eykur ekki á yndisþokka þeirra og þess vegna ættu þær að veita leiðbeiningum hennar í þessu sambandi sérstaka athygli. Að koma inn: „Leyndardómurinn við fágaða inngöngu er í því fólginn, að koma hávaðalaust inn og loka dyrunum með báðum höndum að baki yðar, þannig að þér horfið inn í herbergið. Myndin er jafnvel ennþá skemmtilegri ef þér færið yður í miðjar dyrnar, sem þá „innramma" yður. Lítið á þann eða þá, sem inni eru, mcð bros á vör (og bjóðið „góðan daginn" o.s.frv. ef tilefni ertil).“ Að ganga út: „Leyndardómurinn við að ganga dömulega út, er sá að ganga rólega til dyranna, og standa bein og rétt um leið og þér opnið. Og um leið og þér gangið út, lítið þér um öxl með „kveðju" - brosi, eða jafnvel snúið höfðinu aðeins til hliðar. Þér mcgið ekki ofleika þetta. Lokið dyrunum án hiks og umfram allt hljóðlega." M Sest inn í bíl. Takið eftir bvernig fótum og M Komið inn. Báðar hendur eru hafðar á hurðar- ökklum er haidið saman til þess að ná fram húninum og horft inn í herbergið. þokkafullu yfirbragði. Framkoma Það er mikilvægt konunni að t'as hennar og framkoma sé óað- finnanlégt. I því sambandi eru atriði eins og göngulag og hvernig setið er, hlutir sem ckki má vanrækja. Eftirfarandi ráðlegg- ingar frú Young gæti því reynst gott að hafa í huga. Að ganga: „Eruð þér vön að skjögra fram á við. þannig að allur líkams- þunginn komi á þann fót sent stigið er fram? Reynið að öðlast fótaburð hindarinnar. með því að ganga „frá mjöðmum", láta fæturna leiða. líkamsþungann fylgja... Líkamsþunginn á að tefjast brot úr sekúndu í hiki svo fætinum gefist tóm til að ljúka skrefinu óþvingaður af öllu álagi. (Á þessu stigi er mikilsvert að halda líkamanum í góðri stöðu). Þegar þér hafið fundið kjarnann í þessu göngulagi, sleppið þá kyrrstöðu fótarins og æfið nýju göngutækn- ina við tónana í taktföstum tangó. Það er lokkandi hugmynd að ganga á götunni við töfrandi hljóma í sál yðar. (En gjörið svo vel að gera það aðeins á fáfarinni götu, ekki þar sem umferð er.)" Að sifja: „Sveigjast kné yðar og ökklar til beggja hliða? Beinast fætur yðar drjúpandi hvor frá öðrum og mynda ógeðfellt horn í þríhyrn- ingi? Haldið fótum yðar, ökklunt og knjám saman og alltaf nteð sömu innbyrðis afstöðu, að svo miklu leyti sem mögulegt er... Að sitja með krosslagða fætur er, strangt tekið „ófín aðferð". En við ger- um það allar. Til þess að venja yður á að gcra það hæversklega. skuluð þér setja stól framan við stóra spegilinn. Horfið á sjálfa yður setjast og krossleggja fæt- urna rétt ofan við kné. Haldið fótuni og öklum saman, þannig að báðir fætur beinast í sömu átt. Þetta er heillandi, hvort sent þér beinið fótunum beint fram eða til hliðar." Þá er það ekki síður áríðandi fyrir stúlkur að standa upp á réttan hátt og að setjast niður smekklega þó aðstæður séu erfið- ar. „Standið þér á fætur úr dj úpum stóluni. þilfarsstólum eða út úr bílum eins og bröltandi kálfur? Gefið yður góðan tíma til þessa alls og gerið það í stuttum áföng- um. Þegar þér setjist, þá skuluð þér fyrst láta þungann hvílast á fremstu brún sætisins og færa yður svo hægt aftar, í einum eða tveim áföngunt... Skynsamar stúlkur fara aftur á bak inn í bílinn. Grípið höndum afturfyrir yður á meðan þér tyllið yður á brún sætisins og síðan. með kné og fætur saman, ýtið þér yður aftur í sætinu um leið og þér dragið fæturna að yður, beygið yður þá frani á við um leið og þér lyftið fótunum inn í bílinn." Eins og Mary Young bendir á. Hefðarhættir og hegðun Það sem útlendingurinn títt- nefndi hafði einna mest út á að setja var hvernig íslenskir karl- menn höfðu spillt fyrir síviliser- uðum siðvenjum í samskiptum kynjanna. Sem betur fer er heill kafli í bók frú Young um þetta og ber hann undirtitilinn „að fara nteð kavaleranum að kvöldi til kvöldverðar á veitingahúsi." Hér ber vel í veiði og því réttast að gefa frú Young aftur orðið. Hverju er hentugast að klæðast: „Veljið litla, svarta kjólinn (eða eitthvað í þeim stíl) sem gengur allsstáðar... Lítil nett handtaska með allra nauðsynleg- ustu snyrtivörum og peningum, er allt sem þér þarfnist. Stór handtaska full af snyrtivörum, persónulegum skilríkjum, sendi- bréfunt. miklu af peningum o.s.frv. er ekki aðeins óviðeig- andi, heldur veldur hún yður einnig áhyggjum, ef þér þurfið að skilja hana við yður, til dæmis ef yður gefst tækifæri til að dansa. Burtséð frá því að þetta spillir útliti yðar (en þér eigið að sjálf- sögðu að vera leiftrandi og laus og liðug), gæti farið svo að kaval- erinn liti á yður rétt í svip og styndi í hljóði, þegar hann sæi að hans hlutverk yrði það sama og burðarjálksins." Að fara á veitingahús: „Leyfið kavalera yðar að leiða yður að því borði, sem hann

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.