NT - 10.03.1985, Side 19
Sunnudagur 10. mars 1985 19
■ Það er þýski
Ijósmyndarinn Otto Umbehr
sem við kynnum lesendum í
Ljósbroti að þessu sinni, en
hann merkti myndir sínar
„Umbo“, stutt og laggott.
Umbo var fæddur árið 1902 og
hann var einn þeirra mætu '
listamanna sem hlutu uppeldi
sitt í Bauhausskólanum fræga í
Weimar, sem Walter Gropius
veitti forstöðu. Það má segja
að Bauhausskólinn ,hafi brúað
það bil sem verið hafði á miili
listamannsins og hins
tæknilega fullkomna
listiðnaðarmanns og áhrifa
hans hefur gætt í evrópskri og
bandarískri bstsköpun allt
fram á þennan dag, en skólinn
fluttist að hluta til
Bandaríkjanna eftir að stjórn
nasista bannaði starfsemi hans
1933.
Umbo vann bæði sem málari
og Ijósmyndari og á
síðarnefnda sviðinu fékkst
hann við auglýsinga- og
„portrait" Ijósmyndun. Hann
átti þátt í framþróun
blaðaljósmyndunar í
Þýskalandi ásamt Simon
Guttman og Dephot-hópnum.
Því miður eyðilagðist mikill
hluti verka hans í
heimsstyrjöldinni, sem einnig
setti punktinn aftan við
áðurnefnt samstarf. Eftir
stríðið vann hann um hríð við
frétta- og
auglýsingaljósmyndun sem
áður, en vann við kennslu í
Ijósmyndalist frá 1957-1974.
Lítum á myndirnar hér með.
Gata er séð úr lofti, fólkið er
eins og óverulegar myndir á
ferli um undarlega mynstraða
jörð. Plankarnir sem byrgja
uggvænlega svart ginnungagap
eru fallvölt brú lífsins yfir
hyldýpi dauðans.
Sjáið götumyndina frá
Karstadt í Berlín frá 1928.
Hver augnabliksmynd á sér
ótal hliðar og ranghverfur.
Letrið á glerinu minnir á augað
sem horfir til baka, - inn í sjálft
sig.
Meðal frægari „portrait"
mynda listamannsins er „ Akt“
frá 1930. Umbo var meistari
skynvillunnar. Hann notaði
myndavélina til þess að gæða
mótívið ákveðnu tvíræði. I
stað þess að Ijósmyndin sé leið
til þess að festa og njörva niður
andartakið fær áhorfandinn á
tilfinninguna að hreyfingunni
sé ekki lokið, ekki öll sagan
sögð.