NT - 13.03.1985, Síða 1

NT - 13.03.1985, Síða 1
Verðbólga í rénun: Úr 50% í 37,8% Verður ennþá minni næst, segir Vilhjálmur Egilsson hjá VSÍ Ekki tilefni til bjartsýni, segir Björn Arnórsson hjá BSRB ■ Vísitala framfærslukostn- aöar hækkaði í febrúarmánuði um 2,71% sem jafngildir 37,8% verðbólgu á heilu ári en fyrir næstliðna þrjá mánuði er sú tala aftur á móti 50,9%. Ef aftur á móti er tekin hækkun næstliðna 12 mánuði er verð- bólgan 28,5%, en verðbólgan rauk mjög upp í kjölfar gengis- fellingar að afstöðnum kjara- samningum í haust. NT leitaði álits tveggja hag- fræðinga og spurði þá hvort vera kynni að verðbólgan væri nú í rénun og efnahagslífið að ná jafnvægi á ný. „Þetta er lækkun í samræmi við það sem allir bjuggust við og maður hefur gert ráð fyrir að þetta væri síðasti stóri mán- uðurinn. Eftir þetta verður hækkun vísitölunnar á mánuði á bilinu 0,5 til 1,5%,“ sagði Vilhjálmur Egilsson hag- fræðingur VSÍ. „Meðan ekki koma stórar sveiílur í kringum gengisfellingu eða kjarasamn- inga má reikna með þessu sem viðvarandi ástandi." Aðspurður um þessi atriði sagði Björn Arnórsson hag- fræðingur BSRB að þessar töl- ur gæfu ekkert tilefni til bjart- sýni. „Ég held að verðlagið sé búið að jafna sig eftir síðustu gengisfellingu en þar sem ekki hefur verið ráðin bót á þeim efnahagslegu meinum samfé- lagsins sem orsaka gegnisfell- ingar þá held ég að það sé borin von að við náum ein- hverju verulegu jafnvægi," sagði Björn og nefndi sem dæmi að í launamálum, land- búnaðar- og sjávarútvegsmál- um og peningamálum yfirleitt sjáist að því fari fjarri að við höfumnáðeinhverjujafnvægi. Njarðvík: Ekiðá stúlku ■ Ekið var á sjö ára stúlku í Njarðvíkunum um miðjan dag í gær en meiðsli hennar voru ekki talin mjög alvarlegs eðlis. Atburðurinn átti sér stað á Reykjanesbraut laust fyrirklukkan 16. Það var fólksbifreið sem stúlk- an varð fyrir og taldi Keflavíkurlögregla að at- burðinn mætti rekja til hálku. Fjögur hundruð nemendur fá ekki handavinnu* kennslu Sjá bls. 2 Glistrup segir múhameðs- trúarmenn ógna menn- ingu Dana Sjá bls. 21 Akranes: 150 um- sóknir um 17 stöður Sjá bls. 4 Kennaradeilan: I “ segir ] [ Kristján j f Hiorfacius L formaður [~ hík V il iu msai mi nii ia e kí ki sam| Þy kl cti ir ■ „Það er ekki hægt að kenna við þessar aðstæður. Síðan kennarar gengu út hefur mæting nemenda ekki verið yfir 50%. Maður hefur á tilfinningunni að ekkert gagn sé að kennslu við þessar aðstæður,“ sagði Þórunn Klemensdóttir kennari í M.H. í gær. í bekknum, þar sem myndin er tekin,eru tuttugu nemendur við eðiilegar kringumstæður. Ekki voru mættir nema átta eins og sést á myndinni. Ni-mynd: ah. ■ „Allt sem er í þcssum nýju plöggum frá ríkisstjórninni, hef- ur komið fram áður. Menn eru hættir að treysta svona loforð- um, og vilja bara að það verði samió," sagði Kristján Thorlac- ius formaður Hins íslenska kennarafélags í samtali við NT í gær, þegar hann var inntur eftir áliti á samþykktum þeim sem ríkisstjórnin lct frá sér fara í gær. Alyktun ríkisstjórnarinnar gefur til kynna að ekki séu líkur á því að samkomulag náist í kjaradeilu kennara og ríkisins, og á þeim forsendum fari málið fyrir kjaradóm. Ragnhildur Helgadóttir sagði í gær, að hún vonaðist til þess að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar auðveldaði lausn kjaradeilunn- ar í heild. „Ég vona að kennarar fari sem fyrst til sinna starfa, því það bætir ekkert þeirra stöðu fyrir kjaradómi að þeir séu ekki í vinnunni.1' „Á þessu stigi málsins tel ég að nýr flötur geti verið á málinu, ef ríkisstjórnin beinir tilmælum til kjaradóms, sem hinn aðilinn í málinu, um að taka mið af tilteknum staðreyndum og skýrslum. Það er náttúrlega út- spil frá mótaðilanum,“ sagði Gunnlaugur Ástgeirsson vara- formaður HÍK í samtali við NT í gær. Kristján Thorlacius formaður HÍK benti á að þótt deilan færi fyrir kjaradóm, gætu deiluaðilar samið áður en úrskurður lægi fyrir. Sit ekki áfram ef það verður önnur kollsteypa næsta haust - segir Steingrímur Hermannsson I NT viðtali sjá bis. 10-13

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.