NT - 13.03.1985, Qupperneq 2
w
Miðvikudagur 13. mars 1985
Smíðastofurnar í Fellaskóla:
Lausn ekki í sjónmáli
Menntamálaráðuneytið fjallar um málið og á meðan
fá 400 nemendur enga handavinnukennslu
■ Félagsmálaráðuneytið hef-
ur skrifað Vinnueftirliti ríkisins
bréf þar sem farið er fram á
greinargerð um aðgerðir Vinnu-
eftirlitsins í Fellasknla, en ná-
lega 400 nemendur skólans hafa
ekki fengið neina handavinnu-
kennslu síðan Vinnueftirlitið
lokaði tveimur kennslustofum
skólans þann 8. febrúar sl.
Bréf Félagsmálaráðuneytis-
ins mun vera í framhaldi af bréfi
sem Ragnhildur Helgadóttir,
menntamálaráðherra, ritaöi
Félagsmálaráðuneytinu, nteð
ósk um skýringu á málinu, en
áður hafði skólastjóri Fellaskóla
óskað eftir afskiptum ráðuneyt-
isins af þessu máli.
Það sem vefst hins vegar fyrir
ráðuneytinu er kostnaðurinn
vegna endurbótanna, en sam-
kvæmt lögum fellur hann í hlut
viðkomandi sveitarfélags.
Skólaskrifstofa Reykjavíkur
telur aftur á móti, að þetta sé
mál ráðuneytisins, þar sem ný
lög og reglugerðir um vinnuum-
hverfi séu komin frá hinu opin-
hera, og því eigi það að standa
straum af kostnaði þeim, sem
hlýst af þeim endurbótum, sem
nauðsynlegar eru.
Kennarar Fellaskóla sam-
þykktu síðan ályktun í síðustu
viku, sem þcir sendu til fræðslu-
ráðs. Þar harma þeir, að málið
skuli vera komið í þann hnút,
sem það er í, og skora á
fræðsluráð að hlutast til um
að finna lausn á því. Fræðsluráð
hefur þó enn ekki fjallað um
skólastofurnar, m.a. vegna
þess, að fundi, sem vera átti á
mánudag, var frestað.
Vinnueftirlitið gerði fyrst at-
hugasemd við smíðakennslu-
stofurnar tvær í fyrravor, og fór
fram á að endurbætur yrðu
gerðar, þannig að hægt yrði að
uppfylla kröfur um meðferð á
opnum eldi og lífrænum leysi-
efnum. Þeim kröfum hafði ekki
verið sinnt og þess vegna greip
Vinnueftirlitið til þess ráðs að
loka stofunum. Var farið fram
á, að lögð yrði fram áætlun um
endurbætur, áður en stofurnar
yrðu opnaðar á ný. Mörgum
hefur þótt Vinnueftirlitið sýna
óþarflega mikla hörku í máli,
þessu, þar sem sérstakar fjár-
veitingar þurfi til þess að gera
endurbæturnar og fjárveitinga-
kerfið sé þungt í vöfum. Eyjólf-
ur Sæmundsson forstöðumaður
Vinnueftirlitsins var spurður
hvort svo væri.
„Ástæðan fyrir því, að gripið
var til lokunar í þessu tilviki er
sú, að aðilar málsins hafa ekki
fengist til að leggja fram tillögur
um úrbætur. Við höfum gert
ákveðnar kröfur og höfum fylgt
þeim eftir með þeim ákvæðum,
sem lög gera ráð fyrir. Við
höfum tjáð forsvarsmönnum
skólans, að einföld yfirlýsing
þeirra um, að ekki verði unnið
með opnum eldi og lífrænum
leysiefnum í stofunum nægi til
þess að fallið sé frá lokuninni.
Sú yfirlýsing hefur ekki borist.
Við höfum verið reiðubúnir til
samkomulags og þar með tel ég
ekki, að við höfum verið
ósveigjanlegir," sagði Eyjólfur.
Að athuguðu máli taldi skóla-
stjóri Fellaskóla ekki til neins
að skrifa undir slíka yfirlýsingu,
þar sem þá ætti enn eftir að
leggja fram áætlunina um
endurbætur.
Ein af kröfum Vinnueftirlits-
ins var um uppsetningu á örygg-
isrofa og var farið eftir henni.
Það var hins vegar ekki talin
næg ástæða til þess að aflétta
banninu á notkun kennslustof-
anna tveggja.
Leigubílstjórar:
Við brutum ekki bíl-
rúður Steindórsbíla
■ Fjórir bílstjórar af Hreyfli
og einn af BSR hafa sent NT
athugasemd vegna frétta af at-
burðum síðastliðins laugardags-
kvölds þar sem þeir neita alfarið
að eiga nokkurn þátt í
framrúðubrotum í Steindórsbíl-
um umrætt kvöld.
í athugasemd leigubílstjór-
anna er þess getið að þeir muni
fara fram á opinbera rannsókn
á umræddu atviki „og þá skulu
menn svara fyrir fullyrðingar
um morötilraunir, ofbeldi og
annað svívirðilegt orðbragð".
I frétt NT á mánudag er sagt
frá því þegar nokkrir leigubíl-
stjórar eltu tvo sendibíla af
Steindórsplani með þeim af-
leiðingum að framrúður beggja
sendibílanna brotnuðu. í yfir-
lýsingunni tilgreina leigubíl-
stjórarnir heimildir fyrir að rúð-
urnar hafi brotnað eftir að þeir
voru komnir í mörg hundruð
metra fjarlægð frá sendibílun-
um.
Tófan styður Jón Baldvin!
■ Hið íslenska tófuvinafélag
lætur sig varða fleiri mál en
nafn þess bendir til. Dropun-
um hefur borist yfirlýsing frá
félaginu, undirrituð af forseta
þess, Sigurði Hjartarsyni, og
fer hún hér á eftir orðrétt:
Eins og einatt áður lýsir Hið
íslenska tófuvinafélag yfir full-
um stuðningi við Jón Baldvin
Hannibalsson, alþingismann
og formann Alþýðuflokks
íslands.
Á undanförnum mánuðum
hefur Jón Baldvin sýnt og sann-
að að honum einum er treyst-
andi til að verja og efla íslenska
þjóðarvitund og þjóðarhag svo
sæmandi sé íslenskum tófuvin-
um og öðru góðu fólki.
I utanríkismálum liefur Jón
Baldvin einn þorað að standa
uppi í hárinu á Danskinum.
Hann einn hefur hótað að
sparka fyrrverandi forsætisráð-
herra Noregs í Reykjavíkur-
höfn. Hann einn manna á
Freyja hf:
Setur lögbann á
vörur A/S Freia
■ Sælgætisgerðin Freyja
hf. hefur fengið staðfest
lögbann á að norska fyrir-
tækið A/S Freia dreifi hér
á landi sælgætisvörum
undir nafninu Freia án
þess að Freyja hf. Iiafi þar
hönd í bagga. Lögbanns-
úrskurðurinn var kveðinn
upp hjá borgarfógetaem-
bættinu í Reykjavík gegn
tryggingu að upphæð ein
milljón króna.
Samstarf hefur verið
með þessum aðilum frá
1965 um dreifingu á sæl-
gætisvörum A/S Freia hér
á landi en þá strax gerðu
Norðmennirnir tilraun til
að fá nafnið Freia skráð
hér á landi fyrir sælgætis-
vörur. Dómstólarskáru þó
úr um það 1969 að A/S
Freia væri óheimilt án
samráðs við Freyju hf. að
auðkenna sælgætisvörur
sínar hér á landi undir því
nafni. Þessa niðurstöðu
sætti A/S Freia sig við og
hélt sala á Freia vörum
áfram fyrir milligöngu
Freyju hf.
f árslok 1984 ákvað A/S
Freia að láta reyna á hvort
forsendur væru nú breytt-
ar frá 1%9 og sleit sam-
starfinu ið Freyju hf. og
tilnefndi íslenska verslun.
arfélagið sem umboös-
mann sinn. Freyja hf.
krafðist þá lögbannsásölu
á vörum A/S Freia og það
lögbann var staðfest í síð-
ustu viku.
■ Hluti af því sem sýningin býður upp á, hverfa- og húsaskipulag.
Arkitektúr í
Ásmundarsal
■ Urn þessar mundir stendur
yfir í Ásmundarsal sýning sem
ber nafnið Architecture and
Renewal in U.S.A. ogunnin er
í samvinnu við Menningarstofn-
un Bandaríkjanna. Sýningin
fjallar um arkitektúr og endur-
skipulagningu á gömlum
bæjarhlutum.
Lýst er í máli og myndum
nokkrum viðfangsefnum arki-
tekta í Bandaríkjunum, hverfa-
skipulagningu , göngugötum,
endurbyggingu gamalla húsa
o.s.frv.
Hefur sýning þessi farið víða
um lönd og vakið athygli. Hún
er opin virka daga frá kl. 10.00-
21.00. Henni lýkur á morgun og
kemur og verða þá sýndar kvik-
myndir þar sem sagt er frá
endurbótum gamalla liúsa í
Ný hlið á byggðastefnunni:
Mundi innflutningur á
5.000 ógiftum konum
bjarga landsbyggðinni?
Norðurlöndum hefur þorað að
ympra á heyrnardepru sænska
utanríkisráðherrans. Hann
einn hefur haft dug að segja
Finnum sannleikann um Finn-
landiseringu og Afgönuhlaup
þeirra.
Hið íslenska tófuvinafélag
ítrekar því einlægan stuðning
sinn við Jón Baldvin Hanni-
balsson og lýsir auk þess megn-
ustu vanþóknun á ítrekuðum
ummælum Páls Péturssonar,
alþingisntanns, fjárbónda og
forseta Norðurlandaráðs, er
hann hefur viðhalt um hið
kjarkbólgna frumkvæði sem
Jón Baldvirj hefur tekið til
heilla íslensku tófunni og
raunar þjóðinni allri.
Með Kóreustíl
Nú geta blaðamenn við
Blað-Síðumúlann farið að
njóta austurlenskrar matar-
(tUf^
Bandaríkjunum og fjallað um
hliðstæð „Torfusamtök" þar í
landi. Allir eru velkomnir á
meðan húsrúm leyfir.
Spýtnarusl brennt
í Breiðfirðingabúð
■ Slökkvilið Reykjavíkur var
síðdegis í gær kvatt að Breið-
firðingabúð þar sem einhverjir
höfðu lagt eld í hrúgu af spýtna-
braki úr rústum hússins.
Engar skemmdir urðu vegna
þessa og er helst talið að krakk-
ar hafi verið hér að verki. Sern
kunnugt er var Breiðfirðinga-
búð rifin á liðnu ári.
Gramsað í lyf jakassa
■ Brotist var inn í skúr Al-
mannavarna í Mosfellsdal í
fyrrinótt og gramsað þar í litlum
lyfjakassa en engu stolið.
Mjög óverulegar skemmdir
voru unnar en innbrotsþjófur-
inn hafði komist inn með því að
spenna upp hurð. Skáli þessi er
áhaldageymsla Almannavarna.
Heyrðu Nonni, heldurðu að þær kunni að mjólka
gerðarlistar á nýjan leik, en
Kofinn. kóreanski matsölu-
staðurinn við götuna hefur ver-
ið lokaður um nokkurt skeið.
Nú hefur hann hins vegar
opnað aftur, og nú með nýju
sniði og nýju nafni. Nafnið er
Seul. og staðurinn hefur nú
hækkað sig um einn klassa, og
verður að teljast hinn vistleg-
asti.
r