NT - 13.03.1985, Blaðsíða 3
•*w
Miðvikudagur 13. mars 1985
3
Guðlaugssund í
Vestmannaeyjum
Syntu sömu vegalengd og
Guðlaugur gerði í fyrra
Guðlaugur lagði að baki fyrir
ári síðan.
Sundið hófst kl. 10 í gærmorg-
un og lauk kl. 13:30.
Friðrik Ásmundsson, Skóla-
stjóri, flutti ávarp og síðan færði
Kjartan Örn Sigurbjörnsson,
sóknarprestur, öllum nemend-
um Stýrimannaskólans Biblíu
að gjöf, og einnig Guðlaugi.
Þá færði fulltrúi Bátatrygginga-
félags Vestnrannaeyja Guðlaugi
10.000 krónur að gjöf frá félág-
inu.
Myndbandaleigur
gefa út tímarit
■ Guðlaugur tekur við hinni
helgu bók frá séra Kjartani. Á
innfelldu inyndinni eru þátttak-
endur sainankomnir.
NT-mynd: lnga
■ í gær fór fram í Vestmanna-
eyjum Guðlaugssund í tilefni
þess að ár er liðið síðan Guð-
laugur Friðþórsson bjargaði sér
á sundi eftir að bátur hans sökk
við Vestmannaeyjar.
Tuttugu nemendur Stýri-
mannaskólans í Vestmannaeyj-
um syntu sömu vegalengd og
■ Samband íslenskra mynd-
bandaleiga - SÍM - hyggst hefja
útgáfu tímarits um málefni
myndbandaleiga og myndbönd
almennt.
Fyrirhugað er að 1. apríl n.k.
komi út fyrsta 24 síðna blaðið
og síðan á hálfs mánaðar fresti
úr því. Að sögn Þórodds Stef-
ánssonar formanns SÍM er til-
gangurinn með þessari útgáfu
m.a. sá að korna sjónarmiðum
eigenda myndbandaleiganna á
framfæri, en undanfarið hafi
borið nokkuð á því að almenn-
ingsálitið sé þeim andsnúið og
þeir „jafnvel stimplaðir sem
hálfgerðir glæpamcnn upp til
hópa“.
Þá verður einnig í blaðinu
alhliða efni um myndbönd,
dómar um nýjar myndir o.fl.
Búið er að ráða tvo blaða-
menn til blaðsins, þá Friðrik
Indriðason og Hilmar Karlsson.
Friðrik mun sennilega ritstýra
blaðinu a.m.k. fyrst um sinn.
Þess má geta að Samband
íslenskra myndbandaleiga ætlar
að ráða til sín framkvæmda-
stjóra nú á næstunni til að sjá
um starfsemi og rekstur samtak-
anna.
Hagsveifluvog iðnaðarins:
Framleiðslan 1984
meiri en árið 1983
■ Sala á iðnaðarvörum á
4. ársfjórðungi 1984 var
meiri en á 3. ársfjórðungi
sama árs. Aftur á móti var
salan á 4. ársfjórðungi
1984 minni en á sama tíma
1983. Framleiðsla á iðnað-
arvörum á 4. ársfjórðungi
1984 var minni en á næsta
ársfjórðungi á undan og
einnig minni en á 4. árs-
fjórðungi ársins 1983.
Heildarframleiðslan 1984
var þó meiri en 1983.
Þessar upplýsingar
koma fram í Hagsveiflu-
vog iðnaðarins, þar sem
kynntar eru niðurstöður
ársfjórðungslegrar
könnunar Félags íslenskra
iðnrekenda og Lands-
sambands iðnaðarmanna á
ástandi og horfum í ís-
lenskum iðnaði á 4. árs-
fjórðungi 1984. Könnunin
náði til 95 fyrirtækja í 23
greinum iðnaðar.
Könnunin leiðir það
einnig í ljós, að fram-
leiðslupantanir í iðnaði
voru meiri í lok 4. árs-
fjórðungs 1984 en í lok
þess 3. en hráefnisbirgðir
voru meiri. Starfsmanna-
fjöldinn var minni í lok 4.
ársfjórðungsins. en 27,8%
aðspurðra höfðu uppi
áform um að fjölga starfs-
mönnum á 1. ársfjórðungi
1985. Þá voru sölu- og
framleiðsluhorfur á 1. árs-
fjórðungi þessa árs taldar
betri en á 4. ársfjórðungi
1984.
Fjárfestingar 24,8%
fyrirtækjanna voru meiri
1984 en á árinu á undan,
en minni hjá 21,5% fyrir-
tækjanna. Um 30% fyrir-
tækjanna áforma aukna
fjárfestingu á þessu ári.
■ Halldór verður í dag
viðstaddur útför Chern-
enkos.
Halldór
til Sovét
■ Halldór Ásgrímsson
fór í gærmorgun áleiðis til
Moskvu þar sem hann
mun í dag verða viðstadd-
ur útför Konstantins U.
Chernenkos forseta for-
sætisnefndar Æðstaráðs
Sovétríkjanna.
Halldór mætir þar fyrir
hönd Steingríms Her-
mannssonar forsætisráð-
herra sem í fyrradag vott-
aði Nikolai Á. Tikhonov,
forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna hluttekningu
ríkisstjórnar íslands vegna
fráfalls Chernenkos.
Gáf u SVFÍ 40 þúsund
Þakklætisvottur aðstandenda
ungmennanna þriggja sem heimt
voru úr helju á Laugdælaaf rétti eftir
tveggja sólarhringa útiveru
■ Aðstandendur ungmennanna þriggja sem
týndust á Laugdælaafrétti í nóvembermánuði
síðastliðnum hafa nýlega afhent Slysavarnafélagi
Íslands að gjöf liðlega 40 þúsundir króna. Verður
féð nýtt til kaupa á talstöð sem nýtast mun öllum
þeim leitarfélögum sem þátt tóku í leitinni.
Ungmenni þessi týndust á Laugdælaafrétti í
vonskuveðri en tókst að halda lífi í snjóhúsi þrátt
fyrir veðurofsa og mikla úrkomu. í snjóhúsi þessu
fundust þau svo eftir tveggja sólarhringa útiveru,
heil á húfi.
Aðstandendur ungmennanna söfnuðu ofan-
greindri fjárhæð inn á gíróreikning meðal ættingja
og vina, sem þakklætisvotti til þeirra sem fundu
þau.
í fréttatilkynningu Slysavarnafélagsins um þetta
mál eru aðstandendunum færðar hugheilar þakkir
fyrir þetta góða framlag og þann vinarhug sem í
því felst.
Veiðibanni aflétt
■ Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að heim-
ila að nýju línu- og togveiðar á bannsvæði sem sett
var á Breiðafirði þann 19. janúar síðastliðinn.
Ákvörðun þessi tók gilði í fyrradag.
Félagsmálaskóli alþyðu
1. ÖNN 14.-27. APRÍL
NU FYRIR 25 ARA OG YNGRI
Hvað kanntu fyrir þér í
fundarstörfum og fram-
sögn? Hvað veíst þú um
verkalÝðshreyfinguna, starf
hennar og sögu? Áttu auð-
velt með að koma fram á
fundum og samkomum?
Tekurðu þátt í félagsstarfi?
Viltu bæta við þekkingu þína
í húsnæðís- og atvinnumál-
um? Eða í hagfræði, vinnu-
rétti og fjármálum heimil-
anna?
Veitt er tilsögn í þessum
og öðmm greinum á 1. önn
Félagsmálaskóla alþýðu,
sem verður í Ölfusborgum
14.-27. apríl n.k.
skólí
fyrír
þig?
MFA
Þá eru á dagskránni
menníngar- og skemmti-
kvöld auk heimsókna í
stofnanir og fVrirtæki.
Þessí önn er sérstaklega fyr-
ir 25 ára og yngrí og við-
fangsefní miðuð víð áhuga-
mál og hagsmunamál ungs
fólks í verkalÝðshreyfing-
unní. Félagsmenn aðildar-
félaga ASÍ eiga rétt á skóla-
víst. Hámarksfjöldi er 25
þátttakendur.
Umsóknir um skólavist
þurfa að berast MFA fyrir
10. apríl.
Nánari upplÝsingar em veitt-
ar á skrifstofu MFA, Grens-
ásvegi 16, sími 91-84233.
Menningar-
og
fræðslusamband
alþýðu
ÞEKKING, STARF OG STERKARIVERKALÝÐSHREYFING