NT - 13.03.1985, Qupperneq 6
Miðvikudagur 13. mars 1985 6
Hjörleifur Guttormsson:
Fjölbreytt útvarp eða einokun ísfilm
■ Umræðan um frumvarp til
nýrra útvarpslaga heldur áfram
á Alþingi og úti í þjóðfélaginu
þessa dagana og er auðsæilega
alllagt í niðurstöðu. Áform
menntamálaráðherra um að
keyra þetta mál í gegn á Al-
þingi á örfáum vikum snemma
vetrar náðu sem betur fór ekki
fram að ganga. Prátt fyrir sam-
komulag stjórnarflokkanna í
menntamálanefnd Neðri deild-
ar um breytingar á frumvarp-
inu, er mikil óvissa um að það!
samkomulag haldi í reynd, eins
og best sést á því að varáfor-
maður Sjálfstæðisflokksins
hefur flutt sér á parti breyting-
artillögur um aukið svigrúm
markaðsaflanna í útvarps-
rekstri.
Þrjú meginviðhorf á
Alþingi
Þó að mál þetta virðist all-
flókið og tengist öðrum 'tækni-
breytingum, eru það einkum
þrjú meginviðhorf sem takast
á innan veggja Alþingis um ný
útvarpslög.
í fyrsta lagi eru þar talsmenn
viðskiptaútvarps, sem afhenda
vilja fjármagnsöflunum í þjóð-
félaginu lykilinn að svæðis-
bundnum útvarpsrekstri, m.a.
með því að heimila þeim tekju-
öflun með auglýsingum af öllu
tagi. Samkomulag Framsókn-
ar- ogSjálfstæðisflokksmanna,
eins og það birtist í tillögum
meirihluta menntamálanefnd-
ar, felur í sér slíkt auglysinga-
útvarp með þeirri einu undan-
tekningu, að loka á auglýsingar
í útvarpi um þráð, þ.c í kap-
alkerfum. Bandalag jafnað-
a'rmanna er líka í þessunt hópi,
en vill hömlulaust auglýsinga-
flæði, eins og Friðrik Sophus-
son. Formaður Alþýðuflokks-
ins vill einnig opna fyrir auglýs-
ingar á sama hátt og meirihlufi
stjórnarflokkanna, en annars
tala þeir Alþýðuflokksmenn
mjög tveim tungum í málinu.
í öðru lagi eru það talsmenn
útvarps án verslunar- og
viðskiptaauglýsinga, þar sem
ýtt verði undir frumkvæði
margra til að spreyta sig á
útvarpsrekstri í svæðisstöðvum
jafnframt því sem vel sé búið
að Ríkisútvarpinu. Alþýðu-
bandalagið er eini þingflokkur-
inn sem í heild hefur lýst fylgi
við þetta sjónarmið og gerir
m.a tillögur um opinberan
stuðning við slíkar svæðis-
stöðvar um þriggja ára skeið til
að aðrir en fjársterkir aðilar
geti ráðist í útvarpsrekstur og
sem fjölbreyttust reynsla fáist.
Alþýðubandalagið vill þannig
að hópar með ólíkan bakgrunn
fái heimild til að reyna sig við
svæðisbundinn útvarpsrekstur
án þess að gróðasjónarmið séu
driffjöðurin.
í þriðja lagi eru þeir sem
halda vilja í einkarétt Ríkisút-
varpsins og stuðla að aukinni
fjölbreytni á þess vegum. Sam-
tök um kvennalista eru ein um
þetta sjónarmið á Alþingi og
lögðu fyrr í vetur fram sérstakt
frumvarp í Efri deild, en hafa
ekki fylgt því eftir með neinum
breytingartillögum við út-
varpslagafrumvarp ríkisstjórn-
arinnar í Neðri deild frant til
þessa.
Af þessu virðist mega ætla
að fyrsti hópurinn, þ.e. tals-
menn viðskiptaútvarps, hafi
tryggl sér öruggan meirihíuta
innan þingsins, en samheldnin
er þó á ótryggum ís og of
snemmt að fullyrða um leiks-
lok á þessu stigi. Eins og fram
kom hér að ofan er albreitt bil
innan þessa hóps varðandi
svigrúm til auglýsinga, og enn
munu margir þingmenn
nefndra flokka eiga eftir að
gera upp hug sinn til málsins.
Framsókn fangi
gróðaaflanna
Auðvelt er að skilja áhuga
þingmanna Sjálfstæðisflokks-
ins varðandi gróðasjónarmiðin
í útvarpsrekstri og Bandalag
jafnaðarmanna hefur dottið á
höfuðið í þessu máli eins og á
fleiri sviðum og gerir auglýs-
inguna að tákni hins góða og
eins konar allrameinabót.
Meiri tíðáidum sætir þegar
Framsóknarflokkurinn gengur
til liðs við slík sjónarmið til
viðbótar við aðra íhaldsþjónk-
un og það er afstaða Fram-
sóknar innan ríkisstjórnarinn-
ar, sem hér ræður úrslitum.
Þrautalendingin hjá þingflokki
Framsóknar virðist eiga að
verða sú að reyna að þvo
hendur sínar með því að vísa
til tvískinnungs í Alþýðuflokki
og til stuðnings Bandalags
jafnaðarmanna við auglýs-
ingaútvarp.
Það eru fjármálaöflin að
baki forystu Framsóknar-
flokksins sem virðast ætla að
ná sínu fram og knýja fram
fóstbræðalag við íhaldið á
þessu sviði sem öðrum. For-
istjóravaldið í SlS hefur þegar
gengið inn í auglýsingafyrir-
tækið ísfilm, sem stofnað var
með það fyrir augum öðru
fremur að ná undirtökunum i
útvarpsrekstri í landinu á
kostnað Ríkisútvarpsins. í ís-
film eru gróðaöflin að baki
Framsóknarflokknum í nánu
bandalagi við hlutafélögin sem
halda úti Morgunblaðinu og
DV, svo og Almenna bókafé-
lagið og íhaldsmeirihlutann í
Reykjavík. Menn hafa heyrt
tóninn í stjórnarformanni
ísfilm, Indriða G. Þorsteins-
syni og framkvæmdastjóranum
Hjörleifi Kvaran, sem eggja
„sína mcnn“ á Alþingi lög-
eggjan að hraða afgreiðslu
nýrra útvarpslaga með óskertu
frelsi til auglýsinga.
Lýðræðisleg umræða eða
einokun fjármagnsins
Hjá þeim sem taka undir
sjónarmið ísfilm um aug-
lýsingaútvarp kemur fram sú
bábilja, að saman þurfi að fara
lýðræðislegur aðgangur að
fjölmiðlun í útvarpi og fjár-
gróði. Alþingi beri um leið og
það opnar ljósvakann fyrir
fleiri aðilum en Ríkisútvarpinu
að tryggja rekstrargrundvöll
einhverra fyrirtækja á borð við
ísfilm.
Við þingmenn Alþýðu-
bandalagsins bendum á, að
svigrúm til almennrar útvarps-
starfsemi er í raun takmarkað,
ljósvakinn er takmörkuð auð-
lind eins og önnur náttúru-
gæði, og því hlýtur Alþingi að
sníða slíkri starfsemi ákveðinn
stakk. Vegna þessara augljósu
takmarkana telur Alþýðu-
bandalagið fráleitt að útvarps-
starfsemin sé gerð að markaðs-
vöru í gróðaskyni.
Leiðirnar til að nýta sér rétt
til svæðisbundins útvarps án
þess að til komi tekjur af
auglýsingum eru fjölmargar,
m.a. með afnotagjöldum. En
undirstaðan þarf að vera áhugi
einstaklinga og hópa á að flytja
einhvern boðskap og leggja
nokkuð á sig til að koma
honum á framfæri. Þannig fæst
prófsteinn á það, hvort þörf er
fyrir svæðisbundið útvarp til
að auka möguleika á tjáning-
arfrelsi og lýsðræðsilegri um-
ræðu á öldum ljósvakans til
viðbótar við gott Ríkisútvarp.
Lítum á reynslu
grannþjóða
Á öðrum Norðurlöndum
hafa um skeið staðið yfir til-
raunir með svæðisútvarp utan
við ríkisútvarp viðkomandi
landa. Hvergi hefur þar verið
opnað fyrir heimild til auglýs-
inga og opinbert markmið er
að auka fjölbreytni, veita fleiri
en ella aðgang að nýrri tækni,
ýta undir dreift frumkvæði
áhugahópa og byggðarlaga.
Að þessum tilraunum hefur
verið staðið án grundvallar-
breytinga á útvarpslögum
landanna til að stjórnmála-
menn og aðrir fái reynslu áður
en framfíðarstefna er mörkuð
í löggjöf.
I Svíþjóð hafa yfir 600 aðilar
þannig haft tímabundið leyfi
til svæðisútvarps og nú er þar
að koma fram frumvarp að nýrri
útvarpslöggjöf sem byggir á
fenginni reynslu. í Danmörku
var úthlutað 136 leyfum, þar
sem valið var úr 270 umsókn-
um, og tryggð skipuleg land-
fræðileg dreifing og fjöl-
breytni. í Noregi stendur enn
yfir tilraunaskeið með svipuð-
um hætti.
Það verður að teljast eðlilegt
að alþingismenn hugsi vel sitt
ráð, áður en gerðar eru grund-
vallarbreytingar á útvarpsmál-
um hérlendis. í því sambandi
eins og á fleiri sviðum er okkur
hollt að líta til grannlandanna.
Það fer ekki saman að auka
fjölbreytni í útvarpsrekstri og
að fjársterkir aðilar með
gróðavonina að leiðarljósi nái
þar yfírhöndinni. Því miður er
mikil hætta á að sú verði raunin
hérlendis andstætt þeirri stefnu
sem frændþjóðir okkar á
Norðurlöndunum hafa fylgt til
þessa. Enn er þó ráðrúm til að
ná áttum fyrir sauðburð og
þinglausnir.
Reykjavík, 10. mars 1985
Hjörleifur Guttormsson
Börnin og Mídas konungur
- Æskan spyr æskuna -
■ Ein besta leiðin til þess að
komast að því hvernig afstöðu
við höfum til lífsins er að
kynna sér mat barna á því
hvað sé verðmætt ög hvað
síður verðmætt. Þá sjáum við
hvaða gildismat við höfunt
platað inn á börnin okkar og
sjáum það næsta vel því að
börn gera enga tilraun til að
fela langanir sínar og vænting-
ar innan í einhverjum skraut-
legum umbúðum, heldur segja
meiningu sína hreint út. Því er
ég að röfla þetta að barnablað-
ið Æskan, nýkomið út, leggur
þá spurningu fyrir 6 ungmenni
9-11 ára hvers þau ntyndu óska
sér ef þau ættu þrjár óskir.
Strákarnir vilja
verða ríkir
Brynjar Pétursson 11 ára er
fyrst spurður og hann er ekki
að skafa utan af því: „í fyrsta
lagi vildi ég verða ríkur. í öðru
lagi fá frítt far til London og
Mallorka svo ég geti slappað af
og keypt mér forrit í tölvuna
mína. í þriðja lagi vildi ég
eignast nýja tölvu og þá af
Apple tegund.“
Árni Árnason veit líka hvað
hann vill: „Ég vil verða ríkur
svo ég þurfi ekkert að vinna og
geti gert það sem hugurinn
girnist. Svo vil ég flytja til
útlanda því að þar er miklu
skemmtilegra að eiga heima.
Ég hef átt heima í Danmörku
og tala því af reynslunni. Síð-
asta óskin mín er að ég eignist
fallega konu. Hún á að vera
Ijóshærð með blá augu, rneðal-
stór og á að vera góð við
börnin okkar.“
Ef þú ættir þrjár óskir,
Hvers myndir þú óska þér?
Brvnjar Pétursson 11 ára:
Bjarki Pétursson 11 ára:
Óvænt lausn á
friðarmálunum
Bjarki Pétursson 11 ára er á
sömu bylgjulengd og félagarnir
tveir til að byrja með, en
kentur í þriðja lagi meðóvænta
lausn á friðarmálunum. Svar
hans er þetta: „Fyrsta óskin
mín er að ég verði ríkur og
cignist endalaust gull. Mitt
fyrsta verk yrði að kaupa mér
myndbandstæki, soda-stream-
tæki, sjónvarp og tölvu. Önnur
óskin er að ég giftist fallegri
konu. Hún á að vera ljóshærð
með brún augu, sólbrún og
barngóð. Ég mundi svo nota
síðustu óskina mína til að eign-
ast allan heiminn. Þá léti ég
fólk hætta stríði, engar kjarn-
orkusprengjur yrðu til og
mannlífið yrði allt fegurra og
betra.“
Stelpumar á
óðrum nótum
Stelpurnar líta sér nær og
eru nær raunveruleikanum og
það er mjög athyglisvert hvað
svörin endurspegla mikinn við-
horfsmun á milli kynjanna.
Þannig segir Sigrún Ámmen-
drup 9 ára: „Ég byrjaði á að
óska þess að ég losnaði við rör
sem ég hef í eyrunum. Ég má
Guðtnundsdótlir 9 ára:
t.d. ekki fyra í sund og sturtu
út af þeim. Svo myndi ég óska
mér hjóls, helst gírahjóls. Síð-
asta óskin mín yrði notuð til að
hjálpa öllum þeim sem svelta í
heiminum. Ég vil að allir hafi
nóg að borða.“
Sólrún Dögg Guðmunds-
dóttir 9 ára heldur sig líka
nálægt jörðu: „Ég myndi ekki
hafa eins mikinn snjó og oft er