NT - 13.03.1985, Side 7
Vettvangur
Miðvikudagur 13. mars 1985
Sigurður Sigursveinsson:
Áskorun til
forsætisráðherra
■ Algjört neyðarástand hef-
ur skapast í íslenskum fram-
haldsskólum. Allmikil röskun
varð á skólahaldi vegna átaka á
vinnumarkaði sl. haust og því
er ástandið síðustu daga enn
alvarlegra en ella.
En hvernig er svo ástandið í
dag? Ef marka má viðbrögð
ráðamanna og umfjöllun
sumra fjölmiðla þá virðist sem
hér sé ekki mikið mál á
ferðum. Af ráðamönnum er
það að segja að hver vísar á
annan.
Pað hafa verið sár vonbrigði
fyrir þá sem hafa sett traust sitt
á menntamálaráðuneytið í
þessu máli að fylgjast með
afskiptum menntamálaráð-
herra af yfirstandandi deilu.
Nefndarstörf um endurmat á
störfum kennara og lögvernd-
un starfsins hafa að vísu verið
virðingarverð, en síðustu daga
og vikur virðast fagleg sjón-
armið og métnaður hennar fyr-
ir hönd síns ráðuneytis, og
þeirrar starfsemi sem heyrir
undir það, hafa orðið að víkja
fyrir lögfræðilegri þráhyggju.
í viðtali við DV sl. miðviku-
dag sér ráðherrann ástæðu til
þess að bera blak af samninga-
nefnd fjármálaráðuneytisins,
og í Mbl. sl. laugardag er
eftirfarandi haft eftir ráðherr-
anum: „Sem betur fer hefur
furðu lítil truflun orðið í sum-
um skólum !! Þetta er með
ólíkindum. Skynjar ráðherr-
ann virkilega ekki það neyðar-
ástand sem skapast hefur?
Við spurningu um það hvað
sé að gerast í samningamálun-
um á þessari stundu kemur
svarið: „Ég get ekki sagt hvað
gerist í samninganefndinni, því
hún starfar á vegum fjármála-
ráðuneytisins, og við verðum
að virða verkaskiptingu milli
ráðuneyta4'!! Veit ráðherrann
virkilega ekki að menntamála-
ráðuneytið á fulltrúa í samn-
inganefndinni? Eða eru þessi
ummæli staðfesting á því að
ráðherrann beiti ekki lengur
áhrifum sínum til lausnar deil-
unnar?
Pað þarf ekki að minna á
hver veitir fjármálaráðuneyt-
inu forstöðu og ég ætla heldur
ekki að rifja upp ummæli hans
um kennarastéttina frá því í
haust.
Pessi málsmeðferð er gjör-
samlega óþolandi. Um er að
ræða kjaradeilu beint við ríkið
en samt er vikist undan ábyrgð.
Það er í þessu samhengi sem
ég skora á forsætisráðherra að
taka hér af skarið. Petta mál er
fjarri því að vera eitthvert
einkamál fjármálaráðuneytis-
ins. Hér eru í veði hagsmunir
þúsunda nemenda í nútíð, alls
skólakerfisins í næstu framtíð,
og heill samfélagsins alls þegar
til lengri tíma er litið. Jafnvel
þó svo væri ekki þá nær máls-
meðferðin ekki nokkurri átt.
Hafði sjávarútvegsráðherra
kannski engin afskipti af ný-
gerðum samningum sjómanna
og útvegsmanna? Eða forsætis-
ráðherra? Birtist kannski
hérna það sama mat á mikil-
vægi skólanna sem lýsir sér f
Iaunakjörum kennara? Ég vil
ekki trúa því. Er það gleymt
hverjum þetta ár er tileinkað?
Er það einungis á tyllidögum
sem velferð æskunnar skiptir
einhverju máli? Er það bara
þá sem framtíðin er sögð vera
komin undir hugviti og há-
tækni? Hvar skyldi eiga að
þroska hugvitið? í yfirgefnum
skólum?
Ég vil minna forsætisráð-
herra á hlutdeild menntakerf-
isins og hlutdeild rannsóknar-
starfsemi í þjóðarbúskapnum
hér á landi borið saman við
nágrannalöndin. Ég skora á
forsætisráðherra að beita sér
fyrir stefnumarkandi ákvörðun
um að efla menntakerfið.
Róttæk breyting á kjörum
kennara er hér algjör forsenda
árangurs. Ég fullyrði að í þeirri
umsköpun atvinnulífs, sem
menn sjá fram á næstu áratug-
ina, sé aukin fjárfesting í
menntakerfinu skynsamleg og
jafnframt nauðsynleg.
Meginkrafa HÍK í yfirstand-
andi kjaradeilu hefur verið að
kennarar væru meðal best
launuðu starfsmanna ríkisins.
Hvaðan skyldi fyrirmyndin
vera komin? Jú, hún er frá
Japan. í því landi mun það
bundið í lög að kennarar séu í
hópi þeirra starfsmanna ríkis-
ins sem best eru launaðir.
Skyldu einhver tengsl vera
milli þessa og hins að Japanir
hafa verið í fararbroddi í virkj-
un þeirrar auðlindar, sent við
nú setjum traust okkar á þ.e.
hugvitsins?
Ég endurtek áskorun mína
til forsætisráðherra. Gerum
mennta- og rannsóknarstörf
eftirsóknarverð með stórbætt-
um launakjörum. Til þess er
svigrúm í hagkerfinu og það
erleitun aðskynsamlegrifjár-
festingu. Jafnframt er sjálfsagt
að gera auknar kröfur til
menntakerfisins, afnemum
æviráðningu og gerum aðrar
þær ráðstafanir sem nauðsyn-
legar eru til að tryggja gæði
kennslunnar.
Það er mjög raunveruleg
hætta að menntakerfi okkar sé
nú að grotna niður innan frá,
hæft fólk er að hrekjast frá
skólunum, ekki hvað síst í \
þeim greinum sem vaxtar-
broddur er í svo sem tölvu-
fræðum. Aðgerðir kennara nú
gefa því stjórnvöldum kjörið
tækifæri til að bjarga mennta-
kerfinu frá þeirri niðurlægingu
sem yfir vofir, og hefja djarf-
lega sókn á vit framtíðar þjóð-
félagsins.
Sigurður Sigursveinsson
fyrrverandi (?)
framhaldsskólakennari
Arni Arnason 11 ára:
Ég vil veröa ríkur svo að ég þurfil
ekkert að vinna og geti gert það sem I
hugurinn girnist. Svo vil ég flytja tilj
útlanda þvt að þar er miklu skemmti-
legra að eiga heima. Ég hef átt heima |
i Danmörku og tala því af reynsl-
[ Sigrún Ammendrup 9 ára:
Ég byrjaði á því að óska þess að égj
losnaði við rör sem ég hef í eyrunutn.
Ég má t. d. ekki fara í sund og sturtu|
út af þetm. Svo ntyndi ég óska mérl
hjóls, hclst gírahjóls. Síðasta óskinj
mm yrði notuö tíl að hjálpa öllum |
ólöf Linda Sverrisdóttir 11 ára:
Fyrst myndi ég óska þess að ég og
aörir mættu ciga farsæla og ham-
íngjusama framtíð. Síðan myndi ég
tiska mér heimilístölvu og uiynd-
| bandstækis. Priðja óskin vrði sú að
á veturna. Svo myndi ég hafa
sumarið lengra. Önnur ósk:
Ég gæfi mömmu og pabba
peninga svo að þau kæmust
oftar til útlanda og gætu tekið
mig með. Þriðja ósk: Ég vildi
eignast plötuspilara og segul-
band með góðum hátölurum
sem ég gæti haft hvar sem væri
í herberginu mínu.“
Farsæl framtíð
handa öllum
Hún Ólöf Linda Sverrisdótt-
ir 11 ára sker sig úr með því
að byrja á öðrum. Hún segir:
„Fyrst myndi ég óska þess að
ég og aðrir mættu eiga farsæla
og hamingjusama framtíð.
Síðan myndi ég óska mér
heimilistölvu og myndband-
tækis. Þriðja óskin yrði að mér
gengi vel í skólanáminu."
Hversjái sjálfansig
Svo margar voru óskir þessa
skýru barna og sjái nú hver
sjálfan sig í óskum þeirra, eða
rifji upp hvaða óskir þeir höfðu
á þeirra aldri. Tvennt vekur
athygli mína. Hvað óskir strák-
annh eru líkar og sá munur
sem er á óskum strákanna og
stelpnanna. Þeir vilja verða
ríkir, eignast allan heiminn
þ.m.t. fallega og barngóða
konu. Stelpurnar eru mann-
eskjulegri ef svo mætti segja
og engin þeirra óskar sér að
eignast fallegan mann sem er
góður við börn. Svör þessa
greindarlegu krakka geta sagt
okkur margt um okkur sjálf.
Baldur Kristjánsson.
Malsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Kvöldsfmar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr.
Það ríki sem er sjálfu
sér sundurþykkt...
■ NT birtir í dag viðtal við Steingrím Her-
mannsson forsætisráðherra. Þar lýsir hann m.a.
þeirri skoðun sinni að ef samráð náíst við
verkalýðshreyfinguna fyrir haustið þá sé fram-
tíðin björt.
Því miður bendir margt til þess að samráðið
verði ekki auðvelt. Bæði Kristján Thorlacíus
eldri og Ásmundur Stefánsson halda að sér
höndunum meðan ólokið er kjaradeilu BHM og
ríkisins. Verði um umtalsverða launahækkun að
ræða til þessara aðila verður erfitt að fá forystu-
menn ASÍ og BSRB til að ganga til samráðs þar
sem rætt er um eitthvað annað en beinar
peningalaunahækkanir. Því er ansi hætt við því
að til hörku dragi á vinnumarkaðinum í haust.
Verði BHM fólki hins vegar aðeins dæmdar
kauphækkanir sem eru á bilinu 7-10% er hætt
við að háskólamenn segi upp störfum sínum í
stórum stíl.
Því blasir það við að sama er í hvorn fótinn
verður stigið. Allt fer í hnút.
Þetta eru alvarlegar horfur hjá þjóð sem
skuldar jafnvirði 63-64% af þjóðarframleiðslu
sinni erlendis og þarf að greiða fjóra milljarða í
erlenda vexti í ár.
Ef við höfum einhvern tímann þurft á friði að
halda í samfélaginu þá er það nú. Því þurfum við
að bíta á jaxlinn og vinna okkur út úr þeim
erfiðleikum sem við höfum komið sjálfum okkur
í.
Ríkisstjórnin getur með ýmsum hætti stuðlað
að sáttum t.d. með því að lækka vexti og tryggja
þeim sem lægst hafa launin verulega kjarabót.
Þá þarf hún með ýmsum hætti að sýna fram á að
hún sé ekki ríkisstjórn misskiptingar og ójafnað-
ar, en því miður hefur örlað á frjálshyggjutil-
hneigingum í verkum ríkisstjórnar t.d. í vaxta-
málum.
Með efnahagstillögum sínum frá því í sept-
ember var ljóst að ríkisstjórnin hafði breytt um
aðferðir og lagt af þá hörku sem einkenndi
ráðstafanir hennar í upphafi ferils. Verkalýðs-
foringjar, hvort sem þeir eru háskólamenntaðir
eða ekki, ættu að gefa þessari breytingu gaum
og gefa færi á samráði sem leitt geti til þjóðar-
sáttar.
Á íslandi er nefnilega ótrúlega mikið að gerast
sem gefur góðar vonir um að við getum lyft
atvinnulífi okkar upp, öllum til hagsbóta. 50
milljónum hefur úr ríkissjóði verið varið til
rannsókna og tilrauna í atvinnulífinu og er það
fjórðungs aukning frá fyrra ári. Mörg fyrirtæki
eru að spretta upp á sviði hugbúnaðar og miklar
rannsóknir eiga sér stað í lífefnaiðnaði svo dæmi
sé tekið.
Á áflogastöðum er ekki gott að búa. Það ríki
sem er sjálfu sér sundurþykkt leggst í auðn. Þess
vegna verður að leggja af þessi fánýtu slagsmál
um gæðin og allir aðilar verða að leggja sitt af
mörkum.