NT - 13.03.1985, Blaðsíða 10

NT - 13.03.1985, Blaðsíða 10
I Miðvikudagur 13. mars 1985 10 „Erfldleikar þjóöarbúsins núna stafa aðallega af aðgerðarleysi ríkisstjórnar- innar.u Þetta var megininntak ályktunar miðstjórnar Samtaka ungra framsóknarmanna, sem samþykkt var nýlega á fundi miðnefndarinnar í Kópavogi. í tilefni þessa snéri NT sér til Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, og leitaði álits hans á ályktuninni. Ennfremur voru ýmis mál sem ofarlega hafa verið á baugi að undanförnu reifuð, og Steingrímur m.a. spurður um hið svonefnda „samráð“ við verkalýðshreyfinguna, en eins og flestum mun kunnugt eru launaliðir samninga BSRB og ASÍ lausir nú í haust. Viðtalið sem hér fer á eftir var tekið í síðustu viku, meðan enn var ósamið við sjómenn. ■ ...vandi húsbyggjenda er fyrst og fremst frá liðnum tíma. Og það er ekki þessari ríkisstjórn kenna þó að NT hafi sagt það í leiðara. Ef fullt samráð næst við verkalýðshreyf ing- una fyrir haustið þá er framtíðin björt - Ályktun ungra framsóknarmanna; athafnir í stað orða? - Ég las þetta, og það er nú svo að ungir menn eru alltaf óþreyjufullir og eiga að vera það. Hins vegar held ég að þarna segi þeir meira en þeir hafa ráð á. Staðreyndin er sú að ég skipaði nokkuð fyrir áramótin nefnd til að ganga frá frumvörpum. Guðmundur G. Þórarinsson er formaður í þeirri nefnd - og þeir eru búnir að skila til okkar núna 7 frumvörpum, mjög vel unnum að mínu mati. Þetta eru ákaflega viðkvæm mál. Við erum búnir að ræða þau í þingflokki okkar og erum tilbúnir að afltenda nefndinni þau aftur til meðferðar. Ég sagði að vísu að ég vildi gjarna geta lagt fimm þessara frumvarpa fram nú um áramótin, en sjálfstæðismennirnir, sem hafa rætt þau líka, eru ekki komnir eins langt og við með þau. Ég legg á það áherslu að þessi frumvörp, alla vega sum þeirra, fari í gegn um það þing sem nú situr. Ég á fastlega von á að svo verði. - Sjálfstæöismenn ekki komnir eins langt. Áttu viö að ályktun ungra framsóknarmanna beinist frekar gegn þingilokki sjálfstæðis- manna? - Ég skal ekki segja til um það. Þeir tala til okkar beggja, og ég er út af fyrir sig ekki að áfellast þingflokk sjálfstæðismanna - þeir hafa verið uppteknir með kartöflumál og fleira. - Þú átt sem sé við að ríkisstjórnin sé ekki í biðsal dauðans? - Ekki af þessum ástæðum. Ég held að þessi mál gangi nokkuö vel. En það má vel vera að hún sé það, ef að svo fer í launamálum sem kannski horfir, en þá er miklu meira en ríkisstjórnin í biðsal dauðans. Þjóð með 63-64% af þjóðarframleiðslu í erlendum skuldum hefur ekki efni á miklum verkföllum og vandræðum á vinnumarkaðnum. Samráð við verkalýðshreyfinguna - Samráðið sem hefur verið rætt um? - Samráðið. Teningunum um það var kastað um áramótin og boðið upp á samráð á mjög víðtækum grundvelli. Ég er mjög ánægður með þá samstöðu sem varð um það á milli ríkisstjórn- arflokkanna. Til dæmis, Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur nú gjarna lagt á það miklu ineiri áherslu en við að aðilar vinnumarkaðarins ættu sjálfir að fjalla um sín mál, eru alveg samstíga okkur í því, enda teljum við báðir ástandið það alvarlegt að á það þurfi að leggja áherslu. Ég tel til dæmis að þetta svokallaða samráð hafi tekist betur í sjómannadeilunni heldur en nokkru sinni fyrr að ég hef kynnst. Þar átti ég, persónulega, fjölmarga fundi með fulltrúum, sérstaklega sjómanna og yfirmanna og einnig með fulltrúa útgerðarinnar, og að sjálfsögðu sjávarútvegsráðherra. Ég tel að á réttri stundu hafi síðan hafist formlegar viðræð- ur sem fjármálaráðherra kom líka inn í. Ég tel að þar hafi verið spilað út mjög athyglisverðu tilboði af hálfu ríkisstjórnarinnar sem vissulega leysti deiluna við yfirmenn, en því miður ekki við undirmenn. - Áttu þá við 2 prósentin? - Miklu meira. Það er náttúrlega fyrst og fremst 80 milljónir í lífeyrissjóði úr aflatrygg- ingasjóði og 50 milljónir í fæðispeninga, líka úr aflatryggingasjóði. Og þar sem aflatryggingasjóður hefur tak- markað fé, þá verður þetta að koma úr ríkis- sjóði,afsöluskattisem ríkissjóðurendurgreiðir. 2% hækkun á skattfrádrætti sjómanna, sem þýðir um 20 milljónir, og fleira. Þetta voru samtals 7 liðir, en þetta voru þeir stærstu. Nú svo er það kostnaðarhlutdeildin, sem

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.