NT - 13.03.1985, Page 11

NT - 13.03.1985, Page 11
fallist er á að lækka. Það kostar ríkissjóð ekkert, en er kostnaður fyrir útgerðina. Þarna var málið leyst, eða boðið upp á lausn, sem vissulega kostar ríkissjóð 160-170 milljónir, án þess að auka verulega útgjöld útgerðarinnar, sem hefur ekki efni á miklum útgjöldum. Og án þess að þurfa að leiða til kollsteypu í verðlags- málum og efnahagsmálum. - Nú hafa undirmenn fellt samningana. Eig- um við von á frekari aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar? - Sjávarútvegsráðherra hefur rætt þessi mál. Hann er núna þessa stundina að ræða við fulltrúa sjómanna og útvegsmanna. Við skulum sjá hvort eitthvað kemur út úr því, þannig að endurtaka megi atkvæðagreiðsluna - ég veit það ekki. Hins vegar hef ég lagt á það áherslu að það er ekki meira að vænta frá ríkisvaldinu, ekki meiri útgjöld, hvorki til sjómanna né útgerðar- manna. Éf þeir geta samið eitthvað sín á milli þá er það vitanlega betra. - Þannig að ríkisstjórnin mun ekki skipta sér af deilunni? - Það er vitanlega allt annað mál hvort hún reynir að leiða menn saman og miðla málum. Auðvitað er það ríkissáttasemjara fyrst og fremst, en við áttum fulltrúa þar síðustu dagana. - Aftur að samráði? - Þið vitið að ég skrifaði ASÍ og VSÍ bréf fyrir nokkru þar sem ég gerði grein fyrir þeim vilja ríkisstjórnarinnar, að hafa samráð á breiðum grundvelli. Það er enn til meðferðar hjá þeim, en ég er nokkuð viss um það að slíkir fundir munu bráðlega hefjast. Þannig að samráðið er í gangi en okkur hefur tekist að halda því utan fjölmiðla. Það er ákaflega mikilvægt. Það er ekki hægt að hafa samráð í gegnum fjölmiðla. Ég held að það hafi ekki verið nema einu sinni að einhver ljósmyndari komst að því að Óskar og Guðjón voru að koma til mín. Þó að ég sé mjög hlynntur fjölmiðlunum, þá er þetta nú svo að ef þetta á að ganga þá geta þeir ekki verið horfandi yfir öxlina á okkur. Kennaradeilan - Önnur launamál. Nú virðist sem kennara- deilan endi í kjaradómi. Er ekki launastefna ríkisstjórnarinnar hrunin ef um einhverjar veru- legar launahækkanir verður að ræða? - Út af kennurunum og BHM mönnum þá í Miðvikudagur 13. mars 1985 11 Vidtal leiki vafi á að kennarar hafi dregist aftur úr. Hitt má mönnum alveg verða ljóst að ef ætti að verða við kröfum þeirra, svo ég tali nú ekki um vini mína í verkfræðingastétt sem tala um 80%, þá mun enginn hafa gott af því. Það kemur aldrei til mála að ASÍ sætti sig við slíkt, eða verkafólk með lægstu launin. Það bara kemur ekki til mála í þessum þrengingum núna. Það væri kannski hægt að hugsa sér það ef allir hefðu það sæmilega gott. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, eins og fram kom í einhverj- um sjónvarpsþætti nýlega að svona viðurkennd- an mun mætti leiðrétta á einhverjum árafjölda með samkomulagi. Á þetta legg ég áherslu. Svo er líka annað. Hér á landi hafa ýmsir menn, sem betur fer, af miklum dugnaði haslað sér völl á ýmsum nýjum sviðum, tölvum og hugbúnaði og því sem kallað er hátækni. Það er enginn vafi á að á þeim sviðum er mikil yfirborgun í dag. Það er alveg tilgangslaust að elta slíkt, elta þá sem tímabundið komast í hærri laun, þá verður ekkert nema ein kollsteypan eftir aðra. Málið er alls ekki ein- falt. Það er mjög góð hugmynd sem félags- málaráðherra er að vinna að núna, sem er svokölluð bið- reikningahugmy nd... fyrirtæki. Og þeir segjast hve'tja til þess. Þannig flytjist þekking út í atvinnulífið. Silicon Valley, sem er þarna í nágrenninu, er meira eða minna byggður upp af vísindamönn- um og prófessorum frá þessum háskóla. Hátækni og nýsköpun - í stefnuræðu þinni í haust og efnahags- plagginu núna er talað um hátækniiðnað og nýsköpun. Slíkt byggir hins vegar á menntun en nú segja skólamenn að kjör kennara séu slík að skólunum haldist ekki á bestu mönnunum. Hvað er til ráða? - Það er vitanlega mikið áhyggjuefni. Og m.a. af þeirri ástæðu er ég þeirrar skoðunar að Það er enginn vafi á að á þeim sviðum er mikil yfirborgun í dag. Pað er alveg til- gangslaust að elta slíkt, elta þá sem tímabundið komast i hærri laun þá verður ekkert nema ein kollsteypan eftir aðra. Hvað er framundan? - Nú standa yfir vinnudeilur. Síðastliðið haust voru þessir 22% samningar og síðan gengisfelling. Hvað er framundan núna? - Það er kannski ég sem ætti að spyria. Hvað 'er framundan í sjómannadeilunni? Ég sagði áðan að ég tel að þar hefði tekist að finna lausn sem er mjög viðráðanleg og er ekki til vanda í efnahagsmálum. Og í raun og veru í ætt við það sem við vorum að tala um í fyrra, að ríkið spilaði út sköttum eða einhverju slíku. En vitanlega eru takmörk fyrir því sem hægt er. Við erum að færa frá samneyslu yfir á einkaneyslu í raun og veru. Ef sjómannadeilan leysist ekki á næstu dögum eftir þessum leiðum, þá væri það mikið áfall fyrir samráðsleiðina - mjög mikið áfall. - Geir Hallgrímsson segir í viðtali tímaritsins Mannlíf að ríkisstjórnin geti nagað sig í handa- bökin fyrir að draga ekki úr spennu á vinnu- markaðnum - sem síðan hafi valdið háum launakröfum. Hvað gerist í haust, þegar samn- ingar stóru félaganna eru lausir? - Út af þessu sem Geir segir, þá hefur margoft verið sagt að eitt af því sem mistókst á síðasta ári var að draga úr spennu á peninga- markaðnum. Við höfum lagt á það mikla áherslu Auk þess verður breytt þeim reglum sem hingað til hafa gilt um erlendar lántökur, þannig að ríkisábyrgð verður miklu takmarkaðri. Að vísu opnar það fyrir að fyrirtæki geti tekið lán beint, en það verður að okkar mati mjög lítið um slíkt; það verða fáir sem hafa möguleika til þess. Það er ekki vafi á því að þessi eini milljarður, mun ef okkur tekst að standa á því, sem við verðum að gera, mun hafa keðjuverkandi áhrif og draga úr viðskiptahallanum. Við vonum niður í svona 3%. Við vildum ná honum lengra niður, en þá teljum við að við séum komnir að hættumörkum. - Þannig að þið stefnið að því að ná viðskipta- hallanum niður í 3%? - Já það er það sem við erum með á blaði. Laun á Íslandí með þeim lægstu? - Nú stöndum við frammi fyrir því að laun á íslandi eru með því lægsta sem gerist í Evrópu, en þjóðarframleiðsla jafnframt með því sem hæst gerist? - Ja, ætli við séum ekki númer 12 miðað við þjóðarframleiðsluna, og ætli launin séu ekki eitthvað svipað. En nú verðum við að athuga svolítið annað ef við ætlum að tala um laun. Okkar þjóðarframleiðsla hér byggir sannan- lega miklu meira á vinnu en víðast hvar annars staðar. Við erum ekki með framleiðslu sem er mjög verðmætaskapandi. Hér vinna fleiri konur úti. Hér eru miklu fleiri vinnustundir á bak við hverja einingu í þjóðarframleiðslu. Fiskvinnslan er vinnuaflsfrek. Með öðrum orðum okkur hefurekki tekist að komast inn í þetta sem kallað er „verðmæta- skapandi framieiösla". Ég er sannfærður um það að við erum neðar en númer 12 ef miðað er við 8 stunda vinnudag. Þá erum við miklu neðar. Það er svo mikil vinna að baki okkar þjóðarframleiðslu. - Þú telur sem sagt að við breytum þessu ekki nema að breyta eðli...? - Ég tel að við þurfum að breyta eðli framleiðslunnar. Við gerum þaö ekki í einu vetfangi. Við gerum það ekki strax, það hlýtur að verða hægfara þróun. Að mínu mati er það mikilvægasta í dag að koma miklu meiri tæknivæðingu inn í fiskvinnsl- una. Spara þar vinnuafl, stytta vinnutímann og ■ ...svo ég tali ekki um vini mína í verkfræðingastétt sem tala um 80% þá mun enginn hafa gott af því. ■ ...hitt má mönnum alveg verða Ijóst að ef ætti að verða við kröfum þeirra... ■ Ég er persónulega þeirrar skoðunar, að ekki leiki vafi á að kennarar hafi dregist afturúr... fyrsta lagi hafa þeir fengið hækkun sem er svona svipuð og BSRB menn hafa fengið. - Þeir hafa fengið 13%? - Þeir hafa fengið 13% og loforð fyrir því sem ' á vantar, sem eru 7% eða nálægt því. Svo ég taki kennarana út, þá hefur verið gerð mjög athyglisverð skýrsla og úttekt á því misgengi sem sannanlega virðist hafa orðið hjá þeim miðað við aðrar stéttir. í þeirri skýrslu, í samanburði við iðnaðar- menn, segir að fyrir nokkrum árum hafi kennar- ar verið með um 15% hærri tímalaun en iðnaðarmenn en eru nú með lægri tímalaun. Því hefur verið Iýst yfir af hálfu ríkisvaldsins að það er tilbúið að leiðrétta þann mun. í þeirri skýrslu kemur einnig fram að aðrar kröfur eru nú gerðar til kennara en áður. Við erum einnig tilbúnir til að skoða þessa hluti. Ég er persónulega þeirrar skoðunar, að ekki það eigi að bæta stöðu kennara en gera það þannig að ekki verði kollsteypa í þjóðfélaginu. Hitt er svo annað mál, að það getur enginn bannað góðum stærðfræðikennara að fara út í eitthvað tölvufyrirtæki, ef hann vill, og hækka þannig laun sín. Hann fórnar þá einhverju öðru. í Bandaríkjunum er áætlað að 70% þessara fyrirtækja fari á hausinn. Hann fórnar þá örygginu. Og þó það verði að leggja mikla áherslu á að hafa hæfa menn í kennarastétt, þá held ég að svona skipti á milli séu afskaplega þörf. Ég heimsótti í sumar verkfræði- og vísinda- deild Stanford háskóla í Bandaríkjunum, sem er nú einn sá allra fremsti í heimi í hátækni, og reyndar á sviðum sem eru langtum ofar en það sem við erum að tala um. Þeir sögðu þar að stór hluti prófessora þeirra yfirgefi starfið eftir 4-6 ár og stofni sín eigin að hafa fulla atvinnu og það er oft mjótt bilið á milli fullrar atvinnu og of mikillar spennu. En ég held að langstærsti erfiðleiki þessarar þjóðar sé erlendar skuldir sem sníða okkur alveg gífurlega þröngan stakk. Ég legg að vísu mikla áherslu á að halda fullri atvinnu og að forðast atvinnuleysi, en það kann að vera að við verðum að taka vissa áhættu þar. Við getum ekki dælt inn erlendu fjármagni - við getum það ekki. Verðum að draga úr viðskiptahalla - Erlendar skuldir. Þjóðhagsstofnun spáði því í des. sl. að viðskiptahallinn verði 5,6%. - Við teljum að þær aðgerðir sem gripið var til núna munu hafa umtalsverð áhrif til að lækka þetta. Við ætlum að draga úr erlendum lántök- um um 1 milljarð beint, þ.e.a.s. á lánsfjáráætl- un. greiða hærri laun. Og að koma af stað alls konar framleiðslu sem felur í sér mikla verðmætasköp- un. Er velgengni sjávarútvegs hættuleg fyrir iðnaðinn? - Fyrir stuttu sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, að eitt það hættulegasta fyrir iðnaðinn væri velgengni sjávarútvegs, vegna áhrifa á gengisþróun. Er mögulegt að tempra áhrif sjávarútvegs á gengisskráningu, þannig að velgengni í sjávarútvegi hafi ekki neikvæð áhrif á samkeppnishæfni iðnaðarfyrir- tækja? - Ég held að það sé ekki óeðlilegt að meðan sjávarútvegur er 70-75% af útflutningi þjóðar- innar, að mikið tillit sé tekið til hans. Eitt vil ég þó segja, að á síðasta ári telur fiskvinnslan að gengið hafi verið óhagstætt fyrir sig, að það hafi þurft að felia gengið meira en Sja næstu siðu

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.