NT - 13.03.1985, Page 14

NT - 13.03.1985, Page 14
Miðvikudagur 13. mars 1985 14 ■ Baldur Jónsson formaður íslenskrar málnefndar hefur umsjón með Málræktarþætti. herja á okkur með einhverjum nýjungum, okkur berast mörg ný hugtök og nýir hlutir, sem við þurfum að nefna einhverj- um nöfnum. f>á vantar okkur orð yfir þessi atriði og ein- hverjir verða að mynda þau, koma þeim á framfæri o.s.frv. Ekki þarf þetta þó eingöngu að vera nýyrðasmíð. Þessi þáttur er þannig til kominn að útvarpið fór þess á leit við íslenska málnefnd að hún hefði meðalgöngu um þátt af þessu tagi. Hugmynd út- varpsins var líka sú að eitthvað yrði sagt frá nefndinni sjálfri og hlutverki hennar og verk- efnum, sem hún er að vinna að. f>að er því ekki ósennilegt að eitthvað verði sagt frá sumu, sem hefur borið á góma í fréttabréfi nefndarinnar, en það hefur komið út í 6 skipti á undanförnum 3 árum. Þátturinn stendurekki nema í 5 mínútur, svo að það liggur í augum uppi að ekki er hægt að taka mikið efni fyrir hverju sinni, en ætlunin er að hann verði á dagskrá vikulega til Gladys Baez og 8. mars- hátíða- höldin ■ Á dagskrá útvarpsins kl. 20.20 í kvöld er þáttur sem nefnist „Mál til urnræðu", en það eru umræðuþættir fyrir ungt fólk, eins og segir í dag- skrárkynningu útvarpsins. Þessum þætti stýra Matthías Matthíasson og Þóroddur Bjarnason. Þóroddur var spurður um hvað væri helst á dagskrá hjá þeim í umræðuþættinum í kvöld. Hann sagði: „Það sem verður efst á baugi hjá okkur í kvöld er þessi klofningur í kvennahreyfing- unni hér á landi, í sambandi við 8. mars s.l. Við ræðum um Gladys Baez, sem kom hingað til lands frá Nicaragua í boði nokkurra félagssamtaka á ís- landi. Fyrst í þættinum verður viðtal, sem við tókum við Gla- dys Baez áður en hún fór héðan, og síðan eru umræður eftir það og í þeim taka þátt fulltrúar frá samtökum kvenna á vinnumarkaði og væntanlega einnig frá framkvæmdanefnd 8. mars-nefndarinnar. Þá mun líka vera tekið við símaviðtölum við hlustendur, sem geta hringt og sagt sína skoðun á umræðumálunum." Þátturinn „Mál til umræðu“ er 40 mínútna langur og er hálfsmánaðarlega á dagskrá. ■ Viðtal við Gladys Baez verður í þættinum „Mál til umræðu“ í kvöld, en Gladys dvaldist hér á landi nokkra daga nýlega, og varð sú dvöl hennar til þess, að kvennahreyfingin gat ekki komið sér saman um 8. mars-hátíðahöldin. ■ Þóroddur Bjarnason (t.h.) og Matthías Matthíasson sjá um þáttinn „Mál til umræðu“. ■ Ekki er mjög lífvænlegt að sjá á þessum ísjaka, en David Attenborough finnur oft merki um líf, þar sem það virðist eiga erfitt uppdráttar. PlöntU' og dýralíf á heimskautasvæðum ■ Uppi á háalofti innan um ýmislegt drasl og rykfallna gamla hluti er stór og mikii kista. í þessari kistu á heima skemmtileg og skrýtin kanína með stór , köflótt eyru. Þegar sága þessi byrjar lít- ■ Bunny, kanínan með köfl óttu eyrun. Kanínan með köflóttu eyrun ur Bunny kanína í töfrakíkinn sinn, til að sjá hvar er mest aðkallandi að hjálpa ein- hverjum sem á í vandræðum. Hann notar hin stóru eyru sín sem þyrluspaða, - eða árar ef hann þarf að fara á bát á sjó eða vatni. Allir litlu vinirnir hans geta treyst því, að Bunny kemur þeim til hjálpar þegar með þarf. Þessi skemmtilega kanína með köflóttu eyrun er aðal- persónan í ungverskum teikni- myndaþætti, sem byrjar nú í Aftanstund kl. 19.25. ■ Kl. 20.40 í kvöld er í sjón- varpi annar þáttur breska heim- ildamyndaflokksins Lifandi heimur. Umsjónarmaður hans er David Attenborough og nú eru það snævi- og ísiþaktar slóðir sem hann heldur sig á, enda heitir þátturinn í kvöld Klakaver- öld. Snævi og ísi hulin jörð er með því óvingjarnlegasta í náttúrunni. Ferðin í kvöld liggur allt frá snjúþöktuin tindum Andesfjalla til Suðurheímskautslandsins Norðurpólssvæðisins. Þar kann- ar David Attenborough hvernig' það megi verða að jurtir og dýr geti haldið lífi i þessu ólífvænlega umhverfi. Á Suðurheimskauts- lamlinu er dalur nokkur, einhver þurrasti staður á jarðríki, þar sem snjór, ís og stormur hafa fyrir ævalöngu sett svip sinn á landslagið. Þar má finna seli, líkasta múmíum, u.þ.b. 15 km frá sjávarlínu. Á heimskauta- svæðum Kanada má sjá óvenju- lega sjón, þar sem ísbirnir veiða seli, svo og hreindýr fiytja sig um set á freðmýrunum - á landi þar sem sumaríð stendur ekki nema í 3 mánuði. Þessir þættir eins og forverar þeirra hafa vakið geysimikla at- hygli og aðdáun fyrir vönduð vinnubrögð. Sjónvarp kl. 19.25: Utvarp kl. 19.45: Málræktarþátturá vegum íslenskrar málnefndar ■ í kvöld kl. 19.45 hefur nýr þáttur göngu sína í útvarpi, sem kallaður er Málræktar- þáttur. Það er Baldur Jónsson formaður íslenskrar málnefnd- ar sem flytur. Reyndar verður að hafa þann fyrirvara á, að þátturinn átti að vera í fyrsta sinn s.l. miðvikudag, en féilþá niður vegna veikinda. Ut- varpshlustendur verða þess vegna að vera vonbjartir um að flensan sé nú orðin ánægð með feng sinn og komi ekki í veg fyrir að þátturinn komist af stað í kvöld. Daglegt mál í umsjón Sigurðar G. Tómas- sonar verður því ekki á mið- vikudögum eins og verið hefur, heldur kemur Málræktarþátt- urinn í staðinn. Hann verður svo endurtekinn í fyrramálið kl. 7.55. Baldur Jónsson dósent, um- sjónarmaður þáttarins, fræðir okkur um það, að eins og nafnið bendir til sé þættinum ætlað að fjalla um málrækt frekar en ábendingar um mál- far frá degi til dags, m.ö.o. um það hvað gert er til að rækta málið, efla það og styrkja, og þá einkum orðaforðann. Hann bendir á að alltaf sé verið að Miðvikudagur 13. mars 07.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sig- urðar G. Tómassonar frá kvöldinu áöur 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöur- fregnir Morgunorð Níels Árni Lund talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Agnarögn" eftir Pál H. Jónsson Flytjendur: Páll H. Pálsson, Heimir Pálsson og Hildur Heimisdóttir (6). : 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For- ustuar. dagbl. (útdr.) 10.45 Tslenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.15 Ur ævi og starfi íslenskra kvennaUmsjón: Björg Einarsdóttir 11.45 íslenskt mál Endurtekinn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar frá ’ laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Guö- laug María Bjarnadóttir. (RÚVAK) 13.20 „Bræðingur" Spyro Gyra, Mezzoforte og fleiri syngja og leika. 14.00 „Blessuð skepnan" eftir James Herriot Bryndís Víglunds- dóttir les þýöingu sína (25) 14.30 Miðdegistónleikar 14.45 Popphólf ið Brynd ís Jónsdóttir 15.30 Tilkynningar. Tónleikar 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir 16.20 islensk tónlist a. „Tuttugu og ein músíkmínúta" eftir Atla Heimi Sveinsson. Manuela Wieslerleikur á flautu. b. „Ris upp, ó Guð", kantata eftir Leif Þórarinsson. Hall- dór Vilhelmsson, Ágústa Ágústs- dóttir og Pétur Örn Jónsson syngja meö Kirkjukór Akraness. Antonio Corveiras leikur á orgel; Haukur Guðlaugsson stjórnar. c. Tvö org- elverk, „Máríuvers" og „Ostinato et fughetta" eftir Pál ísólfsson. Haukur Guðlaugsson leikur. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar 19.45 Málræktarþáttur Baldur Jóns- son formaöur Islenskrar málnefnd- ar flytur. 19.50 Horft í strauminn meö Krist- jáni Róbertssyni. (RÚVAK) 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans“ eftir Jules Verne Ragnheiöur Arn- ardóttir les þýðingu Inga Sigurös- sonar (9). 20.20 Mál til umræðu Matthias Matt- híasson og Þóroddur Bjarnason stjórna umræöuþætti fyrir ungt fólk. 21.00 „Frá alþjóðlegu orgelvikunni í Núrnberg sl. sumar. Hans Haselböck leikur orgelverk eftir Paul Hofhaimer, Johann Josef Fux, Johann Kaspar Kerll og Georg Muffat. 21.30 Að tafli Jón Þ. Þór flytur skákþátt 22.00 Lestur Passíusálma (33) 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Tímamót Þáttur í tali og tónum. umsjón: Árni Gunnarsson 23.15 Nútímatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. én Miðvikudagur 13. mars 10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson. 14:00-15:00 Eftir tvö. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15:00-16:00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. Stjórn- andi: Gunnar Salvarsson. 16:00-17:00 Vetrarbrautin. Þáttur um tómstundir og útivist. Stjórn- andi: Július Einarsson. 17:00-18:00 Tapað fundið Sögukorn um soul-tónlist. Miðvikudagur 13. mars 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Sögu- hornið - Áslaug í hörpunni (úr Ragnars sögu loöbrókar). Sögu- maöur: Eiríkur Stefánsson. Myndir geröi Rósa Ingólfsdóttir. Kanínan með köflóttu eyrun, ungverskur teiknimyndaflokkur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. ' 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Lifandi heimur 2. Klakaveröld Breskur heimildamyndaflokkur í tólf þáttum. Umsjónarmaður: Dav- id Attenborough. i þessum þætti kannar Attenborough snæviþakta tinda Andesfjalla og heimskaut- asvæði á suður- og noröurhveli jaröar og virðir fyrir sér lífiö sem þrífst viö þessi köldu kjör. Þýöandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 21.45 Herstjórinn Fimmti þáttur. Bandarískur framhaldsmynda- flokkur í tólf þáttum, geröur eftir metsölubókinni „Shogun" eftir James Clavell. Blackthorne er kominn í þjónustu höföingjans Toranaga sem keppir um æðstu völd viö annan höfðingja aö nafni Ishido. Blackthorne reynir aö til- einka sér japanska tungu og siöi og nýtur við þaö hjálpar túlksins Maríko hinnar fögru. Þýðandi: Jón O. Edwald. 22.35 Þriðji maðurinn Bresk frétta- mynd. Nú eru uppi hugmyndir um aö taka upp farþegaflug yfir At- lantshaf með tveggja hreyfla þot- um og aöeins tveimur mönnum i stjórnklefa. Þetta telja ýmsir flug- menn aö tefli öryggi farþega í tvisýnu. Þýöandi: Rafn Jónsson. 23.00 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.