NT - 13.03.1985, Side 23

NT - 13.03.1985, Side 23
 Miðvikudagur 13. mars 1985 23 Þýskaland: Atli á óskalistanum - hjá Kremer þjálfara Fortuna Dusseldorf - Kicker fer mjög lofsamlegum orðum um hann eftir helgina Atli Eðvaldsson í búningi Fortuna Dússeldorf. Knattspyrna: England og Þýskaland ■ Úrslit í leikjum í ensku Hughes og Whiteside knattspyrnunni í gær: komu Man. Utd. í 2-0 en Mark Falco skoraði fyrir 1. deild: Tottenham. Við þessi úr- Sunderland-Watford... 1-1 sllt aukaSt lUJOg llkur Tottenham-Manchester Unit . 1-2 MancheSter á SÍgrÍ í deild- 2. deild: inni Carlisle-Birmingham...2-1 rrcTs""mpton.::: í! 1™^™. Shrewsbury-Huddersfield ... 5-1 Bikarkeppnin: Bayer Urd. -Werder Bremen . 2-1 _ .. , Búndeslígan: Athygli vekur góour Slg- Schalke-Leverkusen.......4-2 Ur Man. Utd. á Tottenham. Kaiserslautern-Mannheim ... 1-1 ■ Kicker, knattspyrnuritið víðfræga, fer mjög lofsamlegum orðum um íslenska knattspyrnumanninn Atla Eðvaldsson í nýjasta tölublaði sínu, sem kom út nú eftir helgina. Blaðið segir að „íslendingurinn" hafi leikið afar vel á miðjunni hja Dússeldorf að undanförnu, reyndar einn fárra sem væri góður í liðinu um þessar mundir. Þá segir blaðið að Atli sé félagi sínu afar trúr, og honum finnist mjög sárt hve liðinu gangi illa og hve áhorfendur séu fáir. lilaöiö hefur eftir Atla, að hann hafi hug á að leggja þá tillögu fyrir aðalstjórn félagsins að framvegis verði heimaleikir félagsins leiknir á hinum gamla velii félagsins, þar sem liðið æfir, sem tekur „aðeins" 35 þúsund áhorfendur. „Það er niðurdrepandi að leika, eins og um síðustu helgi, á velli sem tekur 60 þúsund manns með 7 þúsund áhorfendur. Ef við leikum á litla vellinum kemur stemmningin upp hér í Dússeldorf á ný.“ - Kicker getur þess einnig að mikil fjárhagsvandræði hrjái nú Fortuna Dússeldorf, og óvíst sé um framtíð félagsins. Blaðið segir að allmargir leikmenn félagsins séu með lausa samninga frá og með vorinu, og getur þess að þrátt fyrir að ekki hafi verið endurnýjaðir samningar við neinn enn, sé vitað að „íslendingurinn" sé efstur á óskalistanum yfir þá leikmenn sem þjálfarinn Willibert Kremer vill hafa áfram. NT sló á þráðinn til Atla í gær í tilefni þessa: „Þetta er farið að ganga betur. Maður er farinn að leika fleiri en einn leik í einu í sömu stöðu. Þjálfarinn hefur látið mig spila allar stöður á vellinum í vetur, fyrir utan markvörð. Þetta er fjórði leikurinn hjá mér á miðjunni, og það gengur mjög vel, þetta er mín staða og þarna hef ég spilað nær alla mína tíð." Nú rennur samningur þinn út í vor, hefurðu fengið tilboð frá öðrum liðum, eða endurnýjarðu samninginn við Dússeldorf? „Ég ætla að reyna að einbeita mér núna að knattspyrnunni. Það er mikið um að vera í mars, mikið af erfiðum leikjum og ég ætla að hugsa bara um það fram í apríl. Þá kemur jafnan hreyf- ing á þessi mál, og þá sé ég betur hvar ég stend." Mikið hefur verið talað um alls konar vandamál hjá Dúss- cldorf, hefur það snert þig illa? „Já, auðvitað. Það byrjaði fyrir ári þegar við fórum til Kóreu og fengum allir einhvern vírus. Liðið í heild náði sér ekki eftir þetta í fyrra, og við fengum 4 stig út úr næstu 15 leikjum. Út af því var allt á núlli, stjórnin sprakk og ný tók NT-vidtal við Sigurð Jónsson: „Sýndi umtalsverða knattspyrnuhæfileika" - sagði Howard Wilkinsson stjóri Wedesday um Sigurð Frá Heimi Bergssyni fréttamanni NT í Eng- landi: ■ Sigurður Jónsson lék sinn fyrsta leik með aðalliði Sheffield Wednesday á mánudaginn, gegn Leicter. „Wilkinson iét þetta ekki uppi fyrr en hálftíma fyrir leik- inn. Ég var ekki í leikskránni og það vissi þetta enginn nema ég og framkvæmdastjórinn. Wilk- inson sagði mér frá því á fimmtudaginn að ég ætti að koma inn í liðið fyrir Andy Blair sem er meiddur," sagði Sigurð- Þýskir punktar: „Magath ekki öruggur - í þýska landsliðið,“ segir Beckenbauer Frá Guðmundi Karlssyni fréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Tony Schumacher er enn reiður við fyrrum vin sinn, Lothar Mattheus sem rakst illa á hann í leik Kölnar og Bayern Múnchen um síðustu helgi. Þýska dagblaðið Bild hefur að líkindum ekki haft alveg rétt eftir Schumacher á sunnudag, því ummæli Tonys í Kicker eftir helgina eru á þá leið að Mattheus hafi sparkað í hönd hans en ekki höfuð. Tony segir í Kicker: „Mattheus þrumaði í höndina á mér. Maður sem fylgir svona fast á eftir gegn mér, og neglir svona í mig getur ekki verið vinur minn lengur. Það er eins gott fyrir Mattheus að hann var ekki hérna í Köln eftir leikinn, því þá hefði ég leitað að honum og fundið hann...“ Þess má geta að Tony og Mattheus voru taldir góðir vinir fyrir... ...Felix Magath, spilstjórn- andi Hamburger SV, hefur ekki staðið sig nógu vel undan- farið, og sérstaklega þykir frammistaða hans með þýska landsliðinu ekki hafa verið góð. Kicker tók málið fyrir í útgáfu sinni eftir helgina, og um leið og palladómar eru um Magath og veru hans í landslið- inu er Frans „Keisari" Becken- bauer spurður hreint út hvort ekki sé rétt að setja Magath út úr liðinu? Beckenbauer svarar því til að hann hafi ekki tekið neina afstöðu til þessa máls sérst'aklega, en „Felix Magath sé ekki öruggur með sæti í landsliðinu frekar en aðrir..." ... Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaður í Stuttgart flutti nýverið inn í glæsilegt hús sem hann hefur verið að byggja. Þetta er parhús, sem Asgeir byggði ásamt vini sín- um í liði Stuttgart, Kurt Ni- edermayer, sem kom ásamt honum frá Bayern Múnchen á sínum tíma. Niedermayer hef- ur hins vegar enga ástæðu til að vera glaður þessa dagana, því hann fékk í vikunni „bláa bréfið" frá stjórn VFB Stuttgart, en „bláa bréfið" er það bréf nefnt sem felur í sér þann boðskap að félagið vilji ekki framlengja samning við viðkomandi... ur í samtali við fréttamann NT í gær. „Æfingar ganga mjög vel og ég er alveg að komast inn í fiesta hluti hjá liðinu. Þreyta háði mér alls ekki í leiknum, ég komst í gegn án þess að verða þreyttur. Ég held að úthaldið sé komið í gott lag." Heldur þú að þú verðir í liðinu gegn Luton á laugardag- inn? „Ég get ekki sagt til um það með f'ullri vissu en tel jafnvel líkur á því, það verður bara að koma í Ijós," sagði Sigurður sem stóð sig með mikilli prýði. Það hefur komið mjög á óvart hve Sigurður er fljótur að ná sér á strik og sanna að þar er frábær knattspyrnumaður á ferðinni. Howard Wilkinsson fram- kvæmdastjóri Wednesday sagði í blaðaviðtölum eftir leikinn: „Ég ákvað að láta Sigurð leika tyrsta leik sinn með aðailiðinu á útivelii til að minnka pressuna á honum. Það hefði verið mikið álag fyrir hann að leika sinn fyrsta leik á Hillsborough. Sig- urður sýndi í þessum leik að hann hefur umtalsverða hæfi- leika sem knattspyrnumaður. Það verður líka að taka með í reikninginn að hann er aðeins 18 ára gamall." Allar umsagnir um Sigurð voru í þessum dúr í blöðunum í Englandi og það er greinilegt að Sigurður hefur heillað Tjallann í sínum fyrsta leik. við, og áhorfendur hættu að mæta. Þetta er enginn grund- völlur. Nú er verið að vinna að umbótum, en það tekur allt tíma. Svo renna út samningar 10 leikmanna af 18 í júní, og menn eru óöruggir. Ég get alltaf farið heim til íslands, ef illa fer, en hinir hafa ekkert ef þeir missa vinnuna og fá ekki samn- ing annars staðar. Svo hafa blöðin gert úlfalda úr mýflugu. Auðvitað dregur þetta úr mönnum og það kemur niður á liðinu og frammistöðu þess. Nú er einhver ró að færast yfir þetta. Annars er rckstur knatt- spyrnuliðs erfiður í Dússel- dorf. Þetta ci mikil yfirstéttar- borg enda oft nefnd „Litla París". Ef ckki gengur vel hættir fólk að mæta. Annars staðar hafa öll félög aðiia sem styrkja, sum mjög sterka, en hér hjálpar enginn nema vel gangi." Ætlarðu að legggja það fyrir stjórnina að þið farið að leika á gamla vellinum til að ná upp stemmningu? „Já, það þarf aðeins að ílikka upp á gamla völlinn. Hann er í miðri borginni og bæði nást fleiri áhorfendur þar, og mikiu meiri stemmning. Vlingernbro- ich Stadion tekur um 35 þúsund manns, og er völlur félagsins. Rhein-Stadion er í eigu borgar- innar og er of stór þegar fáir mæta." Og framtíðin skýrist ekki hjá þér fyrr en í apríl? „Nei, margir leikmenn fengu nýja samninga til skamms tíma með því að fallast á 11% kaup- lækkun. En ég hafði engan áhuga á því. Ef ég sem við félagið á ný vil ég hafa eitthvað skýrt um það að taka eigi á málunum, og að staðið verði almennilega að þessu í framtíð- Bogdan fór utan - til að fá á hreint hvort hann fær að starfa áfram hér á landi ■ Bogdan Kowalczyk Iandsiiðsþjálfari í hand- knattleik fór í gærmorgun til Hollands í boði Arnar- flugs. Arnarflug mun að- stoða Bogdan þaðan til Póllands. Þar mun Bogdan ræða við pólska ráðamenn um áframhaldandi störf sín hér á landi. Pólsk yfirvöld hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort Bogdan skuli fá leyfi til að starfa áfram á íslandi fram yfir heimsmeistara- keppnina í handknattleik, A-flokk. Keppnin verður haldin í febrúar 1986 í Sviss. Bogdan fer utan í því augnamiði að fá afgreiðslu málsins flýtt. Hann fór í gærmorgun til Amsterdam og ætlaði að halda beint áfram þaðan til Varsjár. Hann mun koma aftur til íslands sömu leið á fimmtu- dagskvöld. Einn talsmanna HSl sagði í samtali við NT, að ekki væru þar verulegar áhyggjur af því að Bogdan fengi ekki leyfið. Meiri áhyggjur væru af því hve- nær leyfið fengist. Hefði Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra meðal annars skrifað pólskum aðilum vegna þessa máls. Bogdan Kowalzyck. — 1x2 28. leikvika - leikir 9. mars 1985 Vinningsröð: 1XX ■ X2X - XX1 - 1XX 698 86279(6/io)+ 89840(<ýio)+ 61474(4/io)+ 87347(6/io) 54096(4/io)-úr27. viku. 2. vinningur: 10 réttir- - kr. 1.434.00. - 294 11535 41721 54198+ 86240+ 90027 35505(450) 3733+ 15187 41722+ 54364+ 86245+ 90393 41208p4o)+ 3904 15498 42187+ 54374+ 86273+ 90704 41637(4öo) 5296 16167 43698 57047+ 86992 91037 52055(4öo) 5307 17535 44477 57129+ 87207 91712+ 58734(4öo)+ 6974 18751 44621 61477+ 87344 92447 63386(4öo)+ 6978 19273 44743 63057 87348 93906 88398(45o) 7442 35954 45021 63286 87709+ 94354 90112(44 o) 7782 38257 46736 64557+ 88993+ 94422 183150(4öo) + 9081 38258 47932 64684+ 89836+ 94425 Úr27. viku: 9086 39260 51318+ 66356 89838+ 94427 9094 40243+ 51908 66360 89839+ 95634 50209 9635 40246+ 52515 85211 89844+ 95829+ 9923 40858 53837 85951+ 89919 165768 Kæruírestur er til 1. apríl 1985 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) verða að framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - Iþróttamiöstööinni - REYKJAVÍK

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.