NT - 13.03.1985, Síða 24

NT - 13.03.1985, Síða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 16300 Kvcldsimar: askrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 ■ Bencdikt Bogason gjald- keri nemendafélags MH. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna útskýra stefnu flokka sinna fyrir væntanlegum kjósendum. NT*mynd Ari. Jóhannesarvaka í Hamrahlíðarskóla ■ Það er í mörg horn aö líta hjánemendum Menntaskólans við Hamrahlíð þessa dagana, þrátt fyrir fáa kennara og stutt- an skóladag meginþorra nem- enda. Jóhannesarvaka stcndur nú yfir og þá hafa allir nemendur nóg að gera. Sem dæmi um það sem fram fer, má nefna fundi með stjórnmálamönn- um, tölvuvædda hjónabands- miðlun sem starfrækt er fyrir nemendur o.fl. Að sögn Ág- ústar Hrafnkclssonar yfirmiðl- ara hjá hjónabandsmiðluninni er um brautryðjendastarf að ræða, og ckki vissi liann um neina slíka hérálandi. Tehús hinnar rísandi sólar hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda. en þaö er starfrækt af fimm hressum te- aðdáendum. Stemmningin yfir ■ Austurlensk stemmning í kennaraverkfalli hjá MH-ingum. Testofan ber nafnið Testofa hinnar rísandi sólar. m myndir ah. ■ Útvarp MH. Frá vinstri: Ólafur Sigurðarson tæknimað- ur, Einar Sigurmundsson og Sveinn R. Eiríksson. nein áhrif á Jóhannesarvöku að öðru leyti en því að dagskrá- in er lengri og viðameiri. „Það stafar af því, að fyrst var ákveðið að dagskráin yrði mestmegnis á kvöldin og eftir að skóla lýkur en með upp- sögnum kennara höfum við fengið meiri tíma, og höfum einnig verið með uppákomur fyrir þá nemendur sem ekki eru í tímum sökum forfalla kennara." Hver er tilgangurinn með starfsdögum á borð við Jó- hannesarvöku? „Jóhannesarvaka er ekki eingöngu hugsuð sern skemmtun, heldur er líka um fræðslu að ræða. Jóhannesar- vakan er líka vel til þess fallin að lyfta skólalífinu upp úr grámyglulegu skammdegi hversdagsleikans," sagði Benedikt að lokum. tehúsinu er ósvikin austur- lensk, og meira að segja var fengin snælda mcð alvöru mús- ík frá kínverska sendiráðinu. Tebollinn kostar fimmtán krónur, og er hægt að velja um l() mismunandi tegundir af te. Stjórnmálamenn liafa lagt lcið sína í húsakynni M.H. og einmitt í gær þegar blaðamenn NT voru staddir í skólanum var fundur þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna útlistuðu fyrir skólanemum stefnur og viðhorf flokka sinna. Lcikrit, myndbandasýning- ar, danskennsla í amerískum dönsum og ýmislegt fleira var nemendum boðið upp á í gær við góðar undirtektir. NT tók Benedikt Bogason gjaldkera nemendafélags M.H. tali og sagði hann að kennaradeilan hefði ekki haft Febrúarmánuður: Atvinnu- lausum fækkaði um helming ■ Atvinnuleysisdagar í febrú- armánuði voru nú um 30 þúsund ogerþaðumhelmingi lægri tala en i sama mánuði í fyrra og sömuleiðis nær helmingi færri dagar en í janúar s.l., þótt áhrifa sjómannaverkfalls væri að nokkru farið að gæta í at- vinnuleysi flskvinnslufólks síð- ari hluta febrúarmánaðar. Atvinnuleysi í febrúar jafn- gilti því að l .400 manns hefðu verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn, en það svarar til l ,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt yfir- liti vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. Af þessum l .400 voru um 400 á höfuðborg- arsvæðinu, og eru þeir nær helmingi færri en í janúar. Það hlutfall á í grófum dráttum við öll kjördæmi landsins. Um helmingur atvinnulausra voru konur og hefur atvinnulausum í þeirra hópi fækkað meira milli mánaða en í hópi karlanna. Grindavík er nær eini staður landsins þar sem atvinnulausum fjölgaði milli mánaða, úr 31 í janúar í 46 í febrúar, þar af 41 kona. Atvinnulausum í Kefla- vík hafði hins vegar fækkað um helming milli mánaða, en þeir voru enn margir eða 115 talsins. Það er svipuð tala og á Akur- eyri, þar sem flestir voru at- vinnulausir, miðað við staði utan höfuðborgarsvæðisins. Þá vekur athygli að 15 hafa verið atvinnulausir á ísafirði í febrú- ar, þar af helmingur karlar - en ísafjörður er - sem Vestfirðir yfirleitt - staður sem sjaldan kemst á blað þegar atvinnuleysi er annars vegar. Innbrot: Spellvirki og þjófnað- ur íhúsi Vélsmiðj- unnar ■ Brotist var inn í Vél- smiðju Síldarverksmiðj- unnar á Akranesi í fyrri- nótt og unnin þar veruleg spjöll auk þess sem eitt- hvað fémætt var haft á brott. Tveir menn voru hand- teknir vegna þessa máls seint í gærkvöld grunaðir um verknaðinn. Þeir eru Skagamenn á þrítugsaldri. Að sögn lögreglu er ekki vitað hversu mikið férnæti hvarf úr húsinu en svo virðist sem spellvirkj- arnir hafi verið drukknir og að fleiri en einn hafi verið á ferð. Farið var í skrifstofur fjögurra fyrir- tækja, sem aðsetur hafaí húsinu, og hurðir og fleira brotið og bramlað.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.