NT - 14.03.1985, Blaðsíða 10

NT - 14.03.1985, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 14. mars 1985 10 ■ Er litli maðurinn að fara á tauginni? Dvergurinn að koxa á þessu? hvað segir Flokkur- inn? Setja þeir hann útaf sakra- mentinu? Til Síberíu? í Gúlag- ið? Heimsmeistari með skák- blindu gerir ekki mikið gagn.... Spurðu menn, og ekki nema. von, þegar uppvíst varð að sá ólseigi Anatólí Karpov var að missa tökin á heimsmeistara- einvíginu endalausa gegn þeim uppivöðslusama Kaspar- ov, öðru nafni Weinstein. En þetta var heldur ekki í fyrsta sinn í sögu skáklistarinnar, langt í frá. Skákin tekur sinn toll, ekki síst þegar maður tapar. Þegar sá slóttugi Campomanes loks stöðvaði einvígishringavit- ■ Morphy; barðist við smádjöila Texti: Egill Helgason m iiciiíiivi renum leysuna segja fréttir að heims- meistarinn hafi verið kominn ískyggilega nálægt hættumörk- um, eftir fimm mánaða slímu- setu við skákborðið hafi streng- irnir í hörpu þessa líttelskaða skákmeistara verið á mörkum þess að bresta: Það er barist upp á líf óg dauða, állt lagt undir, við skákborðið kvelja meistararnir hverjir aðra og sjálfa sig ekki síður - Spasskí segir að hann hafi verið í mörg ár að jafna sig eftir ófarirnar gegn Fischer hér í Reykjavík. Þess eru mörg dæmi að sumir jafna sig aldrei. Það er kannski erfitt fyrir leikmanninn, sem gutlar sér við skákborð og horfir agndofa á fléttur og flækjur meistar- anna, að ímynda sér að skákin geti verið hættuleg heilsu manna; árátta, ástríða, hel- tekning, sem stundum stappar nærri sinnisveiki. Reitirnir eru sextíu og fjórir, á þeim ganga þrjátíu og tveir trékubbar í manntaflsins: ÁRÁTTA ýmsar áttir - svona horfir þetta við þeim óinnvígðu sem fussa og sveia yfir fánýti leiksins, en fyrir þá sem hafa tekið sýkina að einhverju marki er þetta alheimsorrusta sem aldrei verður til lykta leidd; án afláts sitja duttlungafullir riddarar, sporléttir biskupar, digrir hrók- ar og sú drápsglaða drottning á svikráðum við varnarlausan kóng. Mannfallið er óskaplegt og engin furða að skáktaflið skuli löngum hafa verið síbrúk- að tákn glímunnar við mann- inn með Ijáinn. í Ijóðum, sögum, kviicmyndum. Mögu- leikarnir eru líka hérumbil ótæmandi, það er sagt að í fyrstu fjórum leikjum hvíts og svarts geti komið upp 318.979.584.000 mismunandi stöður. Að því leytinu er skák- in sumsé hreint ómæli og til- brigði hennar örugglega ekki tæmd í fyrirsjáanlegri framtíð. Um uppruna skáklistarinnar er lítið vitað. Þetta er ævaforn leikur og dularmagn hans eftir því. Það er til dæmis enginn hægðarleikur að skýra það út hvers vegna skákin er eitt af þrem- ur viðfangsefhum mannsandans þar sem vitað er að menn hafi náð framúrskarandi árangri strax á barnsaldri. Hinargrein- arnar tvær eru tónlist og stærð- fræði. Átta ára gamall gat Mozart státað sig af tónsmíð- um sem seint falla í gleymsku. Um stærðfræðinginn mikla Karl Friedrich Gauss er sagt að hann hafi leyst reikningsdæmi áður en hann fór að tala. Þeir voru engir viðvaningar skák- mennirnir sem tefldu í New Orleans fyrir 150 árum, samt lék liinn tólf ára gamli Paul Morphy sér að þeim eins og köttur að mús. Þetta eru hálar brautir þroska og sálarfræða og ekki líklegt að í bráð fáist svör við því hví þessi taum- lausa, mjög svo afmarkaða sköpunargáfa kemur fram í barni, sem að öðru leyti er kannski rétt einsog önnur börn, óþekkt og gráðugt. Oft eiga undrabörn líka erfitt upp- dráttar þegar þau komast til vits og ára - Morphy og Mozart eyddu báðir síðari hluta skammrar ævi í baráttu við djöfla og smádjöfla. í einni af bókum Jules Vernes, Geimferð Hektors Servadacs kapteins, sitja tveir breskir liðsforingjar á kletti við Gíbraltar og tefla. Þeir sitja eins og Búddalíkneski við skáktaflið og leika asalaust eins og sæmir breskum offísér- um og alvarlega þenkjandi skákmönnum, án allra tíma- takmarkana, þetta fjóra leiki á viku. Um hermennskuna sér undirforingi, sem einnig hefur þann starfa að skenkja skák- mönnunum viskí með reglu- legu millibili. Á meðan þeir tefla kemur ýmislegt uppá. Á jörðina rekst halastjarna og allt endasteypist. Kletturinn rifnar frá jörðinni ásamt með skákmönnum, undirforingja og fjórtán óbreyttum her- mönnum og tekur að snúast ásamt halastjörnunni í spor- baugkringumjörðu. Undirfor- inginn tilkynnir að sólarhring- urinn hafi styst um helming, þyngdaraflið minnkað niður í einn áttunda og ýmis vand- kvæði fylgja í kjölfarið á þeim breytingum. En skákmennirn- ir koma sér og taflmönnunum í réttar skorður, gæta þess að fáni heimsveldisins sé á sínuni

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.