NT - 14.03.1985, Blaðsíða 11

NT - 14.03.1985, Blaðsíða 11
ASTRIDA, Karpov; jal'nvxgið raskasl HELTEKNING stað, og sökkva sér aftur niður í taflmennskuna eftir fáorðar athugasemdir um undan- gengna atburði. Það eitt breyt- ist að viskíið berst þeim tíðar en áður vegna þess að sólar- hringurinn hefur styst. Með þessu móti losna skákmennirn- ir við ýmis leiðindamál sem franski liðsforinginn Servadac lendir í á sama tíma, því einnig hann lenti á halastjörnunni en hafði ekki skákina til að dreifa tímanum. Raunsæi er yfirleitt ekki fyrirferðarmikið í sögum Jules Verne, en þó er ekki laust við að í þessari ögn langsóttu lýs- ingu felist nokkur sannleiks- kjarni - vegna skákarinnar hafa ýmis smástríð náttúrunn- ar lítil sem engin áhrif á liðsfor- ingjana bresku. Hún er þeim traust vörn gegn djöfuldómi og hvimleiðri uppfinningasemi umheimsins. í tímans rás hefur hinn hugsandi maður fundið uppá ýmsu til að auðga tilveru sína og verja sig gegn þrálátum íeiðindum. Þar á meðal er vissulega fátt, kannski ekki neitt, sem hefur jafn voldugt aðdráttarafl fyrir þá sem ánetj- ast og skákin. Eitthvað til sam- jöfnuðar má kannski finna hjá ákafafólki um tónlist, forfölln- um peningapúkum og ófor- betranlegum spilasjúklingum. Mannspilunum fylgir hins veg- ar oft einhver von um ábata, gróðavon, sem sjaldnast er til- fellið í skákinni. Á háu stigi hættir skákin að vera skemmt- un eða áhugamál og verður árátta, heltekning og hún ekki væg. Fyrir hinn gegnsýrða skákmann eru flest önnur við- fangsefni óþolandi tilgangslaus og leiðinleg í samanburði við þær gáfnaorrustur sem hann heyr á skákborðinu. Skák, og þar er enn hægt að sjá skyldleika í tónlist og hreinni stærðfræði, er glæsi- lega gagnslaus og fánýt iðja. Á- þreifanlegur afrakstur hennar er enginn, praktískt gildi ekki neitt, það er ekki einu sinni víst að hún sé jafn þroskandi tómstundagaman og margir æskulýðsfrömuðir halda fram. Heimur skákarinnar er lokað- ur á allar hliðar, öll lögmál hennar vita innávið. Það að ýta trékubbum á sextíu og fjórum reitum er fyrir skákmanninum takmark í sjálfu sér, heil vídd sem hægt er að týna sér í, og mannfélagið, pólitíkin, hin daglega togstreita og pot - allt er þetta óþrifalegt og óklárt við hliðina á hinum tæru lög- málum skáklistarinnar. Þarna er álagafjötur sem margir hafa ’ skynjað, líka hinir lítilþægu leikmenn, jafnt sá sem þetta skrifar og bolsévikkinn Lenín, sem eitt sinn var kominn á fremsta hlunn með að gefa byltingardrauma uppá bátinn fyrir skákborðsframa. Eins og fyrr sagði er skák- taflið gamalþekkt tákn í heims- lítteratúrnum. Hitterhinsveg- ar fágætara að heil skáldverk fjalli um skák og skákáráttu. Eitt slíkt hefur verið þýtt á íslensku, Manntafl eftir Áust- urríkismanninn Stefan Zweig, og fjallar einmitt um skák- ástríðu sem komin er útá hálan ís. Söguþráður Manntafls er kannski þekktari en svo að hann þurfi að rekja - því hefur verið haldið fram að fyrirmynd aðalsöguhetjunnar sé íslend- ingur - en í fangelsi hefur taflsýkin gripið hana slíkum heljartökum að hún er orðin að hreinum geðklofa, taum- lausri baráttu svartra og hvítra trékubba, sem geisar í huga þessa annars geðprúða manns þegar skáktaflið er annars vegar. Minna þekkt en kannski ekki síðri erskáldsaga Vladim- irs Nabokovs, vörn Ljúsíns, sem var fyrst prentuð árið 1929. Auk þess að vera áhuga- maður um fiðrildi og rithöf- undur var Nabokov þessi hönnuður skákdæma og leik- skákmaður alla sína tíð, enda skýtur skákin sífellt upp kollin- um í verkum hans. Vörn Ljús- íns er tvenns konar. Annars vegar er hún rétt einsog til dæmis Tarrasch-vörn, sterkt kerfi varnarleikja sem gerir Ljúsín þennan nær ósigrandi á skákborðinu. Hins vegar er það sjálft skáktaflið sem er vörn Ljúsíns gegn torráðum og fjandsamlegum heimi. Ljúsín er í raun ófær um að lifa, hann er „lebensuntúch- tig", svo notað sé stórt þýskt orð. Sama hugtak hefur reynd- ar oftlega verið notað um manninn Franz Kafka, sem í ritsmíðum sínum reisti ein- hvers konar andveröld, heim til höfuðs sjálfum heiminum. Á sama hátt er skákin fyrir Ljúsín skiljanlegur og klár heimur andspænis hinum óskiljanlega raunveruleika. Reyndar verður Ljúsín stöðugt erfiðara að halda þessu tvennu aðgreindu, fólk sem hann mæt- ir á götunni hreyfir sig eins og taflmenn, fyrir augum hans leysast gangstéttirnar uppí hvíta reiti og svarta. { lok sögunnar þarf Ljúsín að horfa framan í glottandi ásjónu veruleikans, honum verður ljóst að til er annar ósamstæðari heimur fyrir utan samhljóm skákarinnar. Á þeirri stundu sér Ljúsín ekki aðra útleið en að svipta sig lífi og í glæsilegu sjálfsmáti fleygir hann sér út í hyldýpi næturinn- ar; „Þeir brutu upp dyrnar - Alexandr 1 vanovitsj, Alexandr Ivanovitsj, hrópuðu margar raddir. En það var enginn Alexandr Ivanovitsj." í rússneska frumhandritinu er þessi tilvitnun úr sögunni tvíræð, eins og Nabokovs var von og vísa. „Það var enginn Alexandr Ivanovitsj" - Jú, Al- exandr Ivanovitsj var dauður, ekki meir. En það hafði heldur aldrei verið neinn Alexandr Ivanovitsj, svo heltekinn var Fimmtudagur 14. mars 1985 11 Ljúsín nefnilega af skákinni að Alexandr Ivanovitsj hafði aldrei verið til. Fornafn hans notar enginn, það er ekki fyrr en í dauða sínum í bókarlok að hann heitir nokkuð annað en Ljúsín. Annars er hann ekkert annað en sá góðlegi og frómi Ljúsín, gegnsósa af nikótíni, örmagna eftir skákyfirlegur næturinnar, smár og horaður líkami hans samsömuð árátta, sundurtærandi ástríða. Skákin gleypir hann með húð og hári, þegar reitunum sextíu og fjór- um sleppir er hann ekki einu sinni til. Sögupersónur þeirra Zweigs og Nabokovs eru máski svolít- ið ýkt tilfelli. En það vantar samt ekki að hinir raunveru- legu skákmeistarar séu á köfl- um ærið skrítnir, svo ekki sé meira sagt. Náttúrlegaervandi að greina á milli orsakar og afleiðingar; urðu þeir veilir í skapi vegna skákarinnar eða magnaði skákin eingöngu upp skapgerðarveilur sem fyrir voru. Frægasta dæmið er líklega Bobby Fischer, undrabarn og kannski mesti skákmaður allra tíma. Skákin var Fischer upp- haf og endir tilverunnar. Áf ýmsum ummælum Fischers verður ljóst að skákin er eini mælikvarðinn sem hann kann að nota á umheiminn. Hann vill til dæmis ekkert hafa með ■ Spasskí; mörg ár að jafna sig hætti, en tilraunir Morphys til að leggja fyrir sig lögfræðistörf eru samfelld sorgarsaga. Það eitt er víst að Morphy dó veill á geðsmunum. Hvað skákstíl varðar var heimsmeistarinn Wilhelm Steinitz algjör andstæða Morphys, þyngslalegur og rökvís. En örlög hans urðu engu aðsíðurdapurleg. Hann glataði heimsmeistaratigninni og sextugur að aldri skoraði hann á þáverandi heimsmeist- ara, Emmanúel Lasker, og hlaut háðulega útreið í einvígi. Nokkrum árum síðar dó hann sárfátækur og geðbilaður, kannski af vonbrigðum og gremju yfir því að hafa misst heimsmeistaratitilinn. Til að komast í alfremstu röð skákmeistara þurfa menn sennilega að hafa þegið í vöggugjöf vænan skammt af einæði, mónómaníu. Það er kannski ekki sjálft viðfangs- efnið sem veldur, en vissulega má gera að því skóna að fram- úrskarandi skákmenn, ekki síður en stórskáld, þurfi að hafa í sér eitthvert frækorn brjálseminnar, sem síðan getur orðið hin litskrúðugasta og ægilegasta jurt þegar eitthvért jafnvægi raskast, líkt og þegar Karpov misSti fótanna í Moskvu á dögunum. Annar heimsmeistari, Alex- ander Aljékín, var alsjáandi í skáksalnum, en órólegur andi utan hans og líklega heldur ógeðíelld persóna, eins og sést best á ljótum skrifum hans um skemmdarverk Gyðinga á konur að gera, og ástæðan? Þær kunna ekki að tefla skák! Það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart sem fylgdist með lundarfari hins unga Fisc- hers að nú lifir hann einangrað- ur og ofsóknarbrjálaður ein- hvers staðar í Kaliforníu. Það fer ýmsum sögum af því hvað varð Morphy að falli. Illkvittnar tungur segja að hann hafi orðið sér úti um sárasótt á frægu skákferðalagi um Evrópu um miðbik síðustu aldar. Aðrir segja að hann hafi aldrei jafnað sig á hallærislegri framkomu Howards Staunton, sem í þá tíð taldist einhvers konar heimsmeistari í skák. Staunton þessi talaði með tveimur tungum, með annarri sagðist hann ætla að tefla ein- vígi við snillinginn unga frá New Orleans, en með hinni fór hann stöðugt undan í flæmingi og svo fór að aldrei mættust þeir við skákborðið. Enn segja aðrir að Morphy hafi ekki lánast að samræma skákfýsn sína viljanum til að afla sér lifibrauðs með „heiðvirðari" skáksviðinu. Einn morgun, skömmu eftir stríð, fannst Alj- ékín dauður á hótelherbergi í Portúgal með skákborð fyrir framan sig. Alla nóttina hafði hann setið og rýnt í taflið og segir sagan að hann hafi verið að rannsaka afbrigði sem líkt og fjölmörg snilldarbrögð Alj- ékíns hefðu öðlast ódauðlega frægð í skáksögunni. Að nafn- inu til var Aljékín ennþá heimsmeistari, en líklega var hann ekki lengur í fremstu röð skákmeistara og saddur lífdaga - fyrir hann eins og Ljúsín var lífið harla lítilfjörlegt utan reit- anna sextíu og fjögurra. (Tveimur spekingum ber að þakka fyrir að leggja til efnivið í þetta greinarkorn: Franz G. Bengtson og Georg Steiner.)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.