NT - 14.03.1985, Blaðsíða 2

NT - 14.03.1985, Blaðsíða 2
 Fimmtudagur 14. mars 1985 2 Grunnskólakennarar: Rúm12%ákveðn ir í að hætta! - og um 40% óákveðnir ■ Samkvæmt könnun sem stjórn Kennarasambands ís-. lands lét gera fyrir nokkrum dögum, eru rúm 40% kennara í grunnskólum ogfram- haldsskólum landsins óákveðnir hvort þeir hyggjast halda áfram kennslu að þessu skólaári loknu. Þá hafa 12,6% ákveðið Þjóðviljinn andsovéskur - í fyrsta sinn segir Reuter ■ Þjóðviljinn gagnrýndi So- vétríkin í fyrsta sinn í gær, segir í fréttaskeyti Reuter sem sent var frá íslandi í gær og fjallaði um leiðara blaðsins og grein, þar sem bæði innanríkismál og utanríkismál Sovétríkjanna voru gagnrýnd. „Þetta er alveg fullkomið minnisleysi fréttaritara Reut- er,“ sagði Árni Bergmann, ann- ar ritstjóra Þjóðviljans, NT í gær. Árni sagði að til að nefna fáein dæmi mætti benda á fjöl- margar greinar um mannrétt- indamál í Sovétríkjunum, inn- rásina í Tékkóslavíu og innrás- ina í Afganistan. að hætta kennslu í lok skólaárs- ins og 3,7% hafa sótt um leyfi ^ án Iauna, næsta skólaár. Tæpur helmingur kennaranna hefur _ekki í hyggju að hætta kennslu. Á blaðamannafundi sem KÍ gekkst fyrir í gærdag, kom fram að mjög örðugt hefur reynst að fá kennara til afleysinga eða forfallakennslu að undanförnu, og benti það til þess að kennara- starfið þætti ekki eftirsóknar- vert um þessar mundir. Þess munu dæmi að heilu námsgrein- arnar hafi verið felldar niður vegna þess að ekki hafa fengist forfallakennarar til lengri eða skemmri tíma. Kl hótar ■■ uppsognum - vill endurskoðun samninganna strax ■ „í sérkjarasamningum HÍK mun ráðast hvort stjórnvöld ætla að standa við gefin fyrirheit... á næst- unni mun því ráðast hvort viðunandi lausn fæst á kjara- og réttindamálunum eða hvort búast megi við enn víðtækari uppsögnum kennara." Þannig liljóðar niðurlag ályktunar sem stjórn Kenn- arasambands íslands hefur sent menntamálaráðherra og fjármálaráðherra en stjórn KÍ hefur jafnframt óskað eftir endurskoðun sérkjarasamninga fyrir grunnskóla og framhalds- skóla í kjölfar hins nýút- komna nefndarálits um endurmat á störfum kennara. ■ F.h. Joachim Fischer, starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, Árni Þorsteinsson, tengiiiður fjölbrautarskólans í Breiðholti, Jacquelina VVilliams og Kristinn Einarsson. Aðskilnaðar- stefna S-Afríku kynnt í skólum ■ Ung suður-afrísk stúlka, Jacquelina Williams, ferðast um þessar mundir á milli framhalds- skóla á íslandi til að kynna málstað og aðstöðu þeldökkra í Suður-Afríku. Það eru samtök framhalds- skólanema sem standa fyrir þessari kynningu í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar og er hún liður í samnorrænu verk- efni framhaldsskólanema í ti- lefni af alþjóðaári æskunnar. Verkefnið nefnist NOD ’85, Norræn samstaða, og er tilgang- ur þess að styrkja og kynna málefni meirihluta æsku Suður- Herinn safnar fyrir bágstadda í Chile ■ Á morgun mun Reykjavík- urdeild Hjálpræðishersins gang- ast fyrir fjársöfnun vegna jarð- skjálftanna í Chile. Deildirnar á Akureyri og ísafirði munu einn- ig safna fé í sama skyni. I jarðskjálftunum jöfnuðust fjórar stofnanir Hjálpræðishers- ins í Chile við jörðu, en það voru elliheimili, drykkjumanna- hæli, dagheimili og vistheimili. Tekið verður á móti framlög- um á póstgíróreikning nr. 17900-0, og í söfnunarbauk við pósthúsið í Austurstræti milli kl. 10.00 og 18.00 á morgun. Afríku sem líður fyrir apartheid (aðskilnaðar) stefnu stjórnvalda í S-Afríku, en það er nú eina landið þar sem kynþáttaað- skilnaður er bundinn stjórnar- skrá. Jacquelina var ásamt fulltrú- um nemendasamtakanna á fundi í Iðnskólanum í Reykja- vík í gær, og verður á Eiðum í dag, og síðan í Neskaupstað, Egilsstöðum og áfram vestur Norðurland. Hún verður hér í tvær vikur, en fer í millitíðinni í fimm daga ferð til Færeyja í sama tilgangi. Þann 28. mars verður síðan hápunktur verkefnisins en þá verður fyrirtækjum, vinnuveit- endum og almenningi boðinn vinnukraftur námsfólks gegn greiðslu lágmarkslauna. Fénu sem safnast verður síðan veitt til Æskulýðsdeildar Sam- kirkjuráðs S-Afríku og verður einnig efnt til almennrar söfnun- ar sama dag. Rangt, Rangt ■ „Þetta er rangt, þetta er rangt,“ sagði Davíð borgar- stjóri alloft í fyrrakvöld er orkuverð í Reykjavík var rætt. Sjálfur sagði hann að orkuverð Rafmagnsveitu ríkisins hefði hækkað um 22% á sama tíma og það hefði hækkað um 12-14% í Reykjavík. „Þetta var rangt Davíð,“ sögðu sjónvarpsfréttir í gær. Orkuverð hjá ríkinu hækk- aði um 16-18% á sama tíma og það hækkaði uin 16% hjá Reykjavíkurborg. Blaðamenn eftirsóttir ■ Blaðamenn eru eftirsótt makaefni meðal stúlkna í framhaldsskólum. í tölvu- væddri hjónabandsmiðlun sem starfrækt var í einum af menntaskólum höfuöborgar- innar, kom í Ijós að blaða- menn eru sérlega vinsælir, og virðast áhugamál þeirra ekki skipta máli. Ég segi það enn og aftur læknir, er þetta örugglega mitt! Þetta er reynsla þeirra blaðamanna NT sem sendu inn upplýsingar um störf, aldur, áhugamál og vaxtarlag til tölvubankans sem vinnur úr upplýsingunum. Við útkeyrslu á listum í hjónabandsmiðluninni, var eins og rauður þráður í gegn- um alla lista, nöfn blaða- mannanna sem sendu inn útfyllt eyðublöð. Ástæða fyrir þessari vel- gengni í hjúskaparmiðlun- inni, getur veriðannað hvort einstaklingsbundin við blaða- manninn eða bundin við stéttina í heild. En eitt er víst, að þrátt fyrir færri kvenmenn en karla í landinu, þurfa blaðamenn ekki að örvænta. Ræða vanda Þörunga- vinnsl- unnar ■ Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, og Al- bert Guðmundsson, fjármálaráðherra, munu í hádeginu í dag ræða mál- efni Þörungavinnslunnar, en verksmiðjan ásamt öll- um tækjum hennar hefur verið auglýst til sölu á nauðungaruppboði. „Það er mjög brýnt að þetta verði leyst þar sem núna er loksins komið vit í þurrkunina og salan er í bullandi gangi,“ sagði Kristján Þórir Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Þörungavinnslunnar. Kristján sagði NT að verksmiðjan hefði selt 4000 tonn af þangi í fyrra, og að verðið hefði mjakast upp að undanförnu. „Ég er búinn að vera hér í 2 ár, og það er mikill munur á ástandinu núna eða hvað það var fyrir 2 árum,“ sagði Kristján. 1 dag á ríkissjóður 97% hlutafjár verksmiójunnar og hafa fjárhagsvandræði fyrirtækisins verið leyst á undanförnum árum með auknu hlutafé ríkisins. Nú er verksmiðjan á uppboði vegna fjárkröfu Iðnþróunarsjóðs, vegna 51.118.95 dollara skuldar. SæluvikaSkagfird- inga 15.-24.mars: ■ Sæluvika Skagfirðinga mun að þessu sinni standa yfir dag- ana 15. til 24. mars, og verður mikið um að vera að venju. Byrjað verður með forsælu- dansleik áföstudagskvöldið 15. mars. Á laugardaginn 16. mars mun Haraldur Ólafsson, lektor flytja erindi er hann nefnir „Landnám á íslandi í ljósi mannfræðinnar,11 í boði Safna- hússins á Sauðárkróki. Þar opn- ar og sama dag Hringur Jóhann- esson, listmálari málverkasýn- ingu í boði Listasafns Skagfirð- inga. Hringur sýnir þarna 42 myndir og er þetta sölusýning sem stendur Sæluvikudagana. Þá verða tvö leikrit sýnd í vikunni. Leikfélag Skagfirðinga sýnir „Húrra krakka“ og Leikfé- lag Siglufjarðar „Fjölskyld- una“. Á sæluviku munu og tveir kórar úr héraðinu - Karlakórinn Heimir og Rökkurkórinn, syngja fyrir Skagfirðinga. Ekki má gleyma dansleikjunum sem verða tveir í upphafi vikunnar- föstudag og laugardag - og þrír síðari helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.