NT - 14.03.1985, Blaðsíða 20

NT - 14.03.1985, Blaðsíða 20
r Fimmtudagur 14. mars 1985 20 Útl lönd Framlög til rannsókna og þróunarstarfsemi stóraukin - raungildi framlaga aukist um 10% á næstu árum ■ Vísindafólk í Evrópu er þessa dagana að uppgötva nýja íeið til að afla fjár til rannsókna sinna. Á sama tíma og sam- keppni um styrki til rannsókna og þróunarstarfsemi (R&Þ) í einstökum löndum evkst stöðugt, er gert ráð fyrir 10% aukningu framlaga til R&Þ um- fram verðbólgu í fjárlagafrum- varpi Efnahagsbandalags Evr- ópu (EBE). Ráðherrar EBE munu greiða atkvæði um þessar tillögur síðar í mánuðinum. Framlög EBE til R&Þ eru enn tiltölulega lítil og sam- keppni um framlög til rann- sókna og þróunarstarfsemi úr sjóðum þess eru hörð. Níu af hverjum tíu umsóknum um rannsóknastyrki einnar rann- sóknaráætlunar Efnahags- bandalagsins hefur t.d. verið hafnað. Tilraunir í sambandi við þessa rannsóknaáætlun hafa verið stundaðar síðan í júlí 1983. Rannsóknaáætlunin er nefnd „hvatningaraðgerð" að sögn Charles White sem hefur það hlutverk að skipuleggja aukna vísindastarfsemi á vegum EBE í Evrópu. Síðan 1983 hefur EBE varið 4,3 milljónum punda (um 200 milljónum kr.) í 76 rannsóknar- verkefni þessarar rannsóknaá- ætlunar en þau eru á sviðum allt frá lyfja-líffræði og Ijósfræði til þróunar útblásturskerfa og tæknivæðingar. Gert er ráð fyrir að ráðherrar muni samþykkja áætlun í þess- Umsjón: Ragnar Baldursson og Ivar Jónsson um mánuði um að verja 37 milljónum (um 1700 milljónir kr.) í þessa rannsóknaáætlun á næstu fjórum árum. Alþjóðlegt samstarf Markmiðið með rannsóknaá- ætluninni „Hvatningaraðgerð“ er að hvetja til samstarfs vís- indafólks í vísindastofnunum víðs vegar um Evrópu. Fénu er varið til: - að auðvelda flæði sérþekking- ar milli vísindstofnana í Evr- ópu, - að greiða vísindafólki fyrir að starfa í mismunandi löndum og - að koma á starfs- áætlunum, en í þeim á vísinda- fólk frá ólíkum löndum að starfa saman að verkefnum sem hafa skýrt skilgreind markmið með hagnýtingu í huga. Þegar tilraunastarfsemi í tengsluni við rannsóknaáætlun- ina verður lokið munu 70 vís- indamenn frá 18 háskólum hafa starfað saman að þróun Ijós- rænnar tölvu. Samstarf iðnfyrirtækja og vísindafólks aukið í annarri áætlun sem gert er ráð fyrir að verði samþykkt innan tíðar verður reynt að koma á nánari tengslum milli iðnfyrirtækja og vísindafólks. I desember s.l. samþykkti ráð- herranefnd Efnahagsbandalags- ins ályktun um að 78 milljónum punda (um 3500 milljónir kr) verði varið næstu fjögur árin í rannsóknaáætlunina „Grun- rannsóknir og iðntækni fyrir Evrópu" (BRITE). BRITE er ætlað að stuðla að þróun tækninýjunga á þróunur- stigi þeirra áður en þær eru markaðsfærðar og auka vísinda- starf í Evrópu. Efnahags- bandalagið veitir aðeins rann- sókna- og þróunarstyrki til rannsóknaverkefna sem tveir aðilar úr tveim löndum hið minnsta standa að og einn þeirra verður þá að vera iðnfyrirtæki. Iðnfyrirtækjunum sjálfum er ætlað að fjármagna helming kostnaðarins. Um síðustu áramót höfðu 3000 aðilar sýnt áhuga á BRITE-styrkjunum. Eitt markmiða BRITE er að vekja áhuga smárra fyrirtækja á evrópskum vísindum. En Silver segir að „það hafi ekki tekist sem skyldi hingað til“. New Scientist. ■ EBE vill koma á nánari tengslum milli iðnfyrirtækja og vísindafólks. Efnahagsbandalagið vill einnig auka áhuga smárra fyrirtækja á evrópskum vísindum. Reagan vill fund með Gorbachev ■ George Bush varaforseti Bandaríkjanna heilsar Mikhail Gorbachev hinum nýja leiðtoga Sovétmanna í Kreml í gær er útför Chernenkos fór fram í Moskvu. Bush mun hafa sagt Gorbachev í gær að Reagan forseti Bandaríkjanna bjóði honum á viðræðufund en ekki er vitað hvenær sá fundur verður eða hvar hann verður haldinn. Smumvnd Poifoto. Bretland: Heath á móti stjörnustríði London-Reuter ■ Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Breta og einn helsti leiðtogi breska íhalds- flokksins, hefur lýst yfir ein- dreginni andstöðu við hug- myndir Bandaríkjamanna um „stjörnustríðs" varnarkerfi út í geimnum. í ávarpi, sem Heath hélt fyrr í þessari viku hjá hinni konung- legu stofnun í alþjóðamálefn- um, sagði hann m.a. að geim- varnarkerfið myndi gefa Banda- ríkjamönnum falska öryggistil- finningu. Slíkt gæti ýtt undir nýeinangrunarstefnu í Banda- ríkjunum. Heath sagðist þeirrar skoðun- ar að þessi varnaráætlun Banda- ríkjanna raskaði valdajafnvægi og sóaði auðlindum. Evrópu- menn yrðu að auka sjálfstæði sitt í varnarmálum. Allar endurbætur á vörnum í Evrópu væru á ábyrgð Evrópuþjóðanna. Hann sagði að ef svo ólíklega vildi til að geimvamarkerfi Reag- ans næði tilætluðum árángrfog Sovétmenn kæmu á svipuðu kerfi fyrir sjálfa sig, þá væri ekki lengur hægt að treysta á kjarn- orkuvopn til að koma í staðinn fyrir vanmátt á sviði hetðbundms herbúnaðar. EBE: Aðalfundir deilda KRON verða sem hér segir: 3. og 4. deild Aðalfundur mánudag 18. mars kl. 20.30 í Afurðasölu SÍS, Kirkjusandi. Félagssvæði: Laugarneshverfi, Kleppsholt, Heima- og Vogahverfi. Hlíðarnar, Holtin,Túninog Háaleitishverfi. 1. og 2. deild Aðalfundur þriðjudag 19. mars kl. 20.30 í Hamragörð- um, Hávallagötu 24. Félagssvæði: Seltjarnarnes, Vesturbær og Miðbær að og með Rauðarárstíg og Flugvallarbraut. 5. deild Aðalfundur mánudag 25. mars kl. 20.30 í fundarstofu KRON í Stórmarkaðnum. Félagssvæði: Smáíbúðahverfi, Gerðin, Fossvogur, Breiðholt, Árbær og staðir utan Reykjavíkur. 6. deild Aðalfundur þriðjudag 26. mars kl. 20.30 í fundarstofu KRON í Stórmarkaðnum. Félagssvæði: Kópavogur. Dagskrá skv. félagslögum. Kaffiveitingar. Sjá einnig auglýsingar í verslunum KRON. KAUPFELAG REYKJAVIKUR 0G NAGRENNIS I.ondon-Reuter ■ í könnun sem breskt verkalýðsfélag gerði meðal fólks, sem vinnur mikið við tölvuskjá, kom í ljós að meirihluti þess kvartar yfir slæmu heilsufari og augn- þreytu. Könnunin náði til gjald- kera og afgreiðslufólks hjá tveim breskum flugfélögum. 76% þeirra sem þátt tóku í könnuninni kvörtuðu yfir höfuðverk, 85% sögðust oft hafa augnverki og kvörtuðu yfir augnþreytu og 50% sögðu að sjón þeirra hefði versnað frá því að þau hefðu byrjað að vinna við skjá. Svipaðar kannanir á veg- um „APEX“, sem eru sam- tök skrifstofufólks, athafna- manna og tölvustarfsmanna, árið 1981 og 1983-4 leiddu í ljós. 'að líkamleg þreyta, vaiilíðan og streita voru vandamál hjá mörgum sem vinna við töívuskjá. í skýrslu breska verkalýðs- félagsins, sem gerði nýjustu könnunina, segir m.a. að niðurstöðurnar sýni að lítið sem ekkert hefur verið gert til að bæta vinnuaðstöðu skjástarfsfólks þótt stöðugt fleiri kvartanir berist um skjá- þreytu og vanlíðan vegna skjávinnu. Rannsóknir hafi þó sýnt að hægt sé að draga úr skjáþreytunni með góðu skjávali. réttri lýsingu og bættri vinnuaðstöðu. Albanir versla við Kínverja Vín-Rculer ■ Albanska fréttastofan ATA hefur skýrt frá því að albönsk yfirvöld hafi undir- ritað verslunarsamning við Kínverja fyrir árið 1985. Albanir og Kínverjar voru um tírna mjög nánir banda- menn en upp úr vináttunni slitnaði í lok seinasta áratug- ar og öll verslunarsamskipti stöðvuðust um tíma. Það var ekki fyrr en á seinasta ári að Albanir tóku aftur upp versl- unarsamskipti við Kínverja. Albanir hafa Stalín í miklum hávegum og ásaka bæði Sov- étmenn og Kínverja um að. hafa yfirgefið kommúníska stefnu. Breskir myndbanda bófar á undanhaldi ■ Fyrir tveim árum voru sex af hverjum tíu upp- teknum myndböndum á almennum markaði í Bretlandi ólögleg þar sem þau höfðu verið tekin upp án leyfis handhafa höf- undarréttar viðkomandi kvikmynda. Nú er þetta hlutfall komið niður í tvær af hverjum tíu vegna skipulagðra aðgerða Sam- taka gegn höfundarréttar- þjófnaði, FACT. Að sögn talsmanna FACT var það óheiðarlegt starfsfólk nokkurra kvik- myndahúsa sem mesta ábyrgð bar á ólöglegri upptöku nýrra kvikmynda upp á myndbönd. Til þess að rekja slóð nryndband- anna var ákveðið að merkja nokkra mynda- ramma í hverju kvik- myndaeintaki þannig að hægt yrði að sjá hvaða kvikmyndahús hafði feng- ið kvikmyndaeintakið sem ólöglega upptakan var gerð eftir. Árangurinn lét ekki standa á sér. Á stuttum tíma tókst að afmarka fimm kvikmyndahús þar sem starfsfólkið hafði not- fært sér aðstöðu sína til að taka kvikmyndir upp á myndbönd til sölu og út- leigu. Það er nánast ómögu- legt fyrir myndbandabóf- ana að sjá við merkingun- um. Það eru um 200.000 rammar í venjulegri kvik- mynd og þeir hafa ekki tíma til að skoða þá alla enda birt- ast 24 rammar á kvikmynda- tjaldinu á hverri sekúndu. Þótt kvikmyndabófarnir finni nokkra merkta ramma geta þeir heldur aldrei verið vissir um að þeir hafi fundið þá alla því misjafnlega margir ramnt- ar eru merktir á hverju eintaki.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.