NT - 14.03.1985, Blaðsíða 14

NT - 14.03.1985, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 14. mars 1985 14 ur umsjá með þáttunum og þeir verða framvegis vikulega á sama tíma. Þættirnir verða bæði í leiðbeiningaformi til aldraðra, svo og fjallað um mál þeirra frá fleiri sjónar- hornum. I þættinum í dag ætlar Þórir að ræða um niðurfellingar af- notagjalda síma, sjónvarps og liljóðvarps, en þar er ekki alveg um einfalt mál að ræða, þar sem um þær gilda tvenns konar reglur, sínar frá hvorum ráðherranum. Gildir ein sér- regla um niðurfellingu á af- notagjaldi síma og svo önnur regla, ef menn vilja fá niður- fellingu afnotagjalda útvarps og sjónvarps. Þórir segir okkur að á öllu landinu séu 8198 manns 67 ára og eldri, sem hafa óskerta tekjutryggingu, en það eru rétt tæplega 40% af öllum ellilíf- eyrisþegum á landinu. „Þetta er mjög stór hópur sem hefur þá einungis til framfærslu líf- eyri almannatrygginga, sem segir okkur geysimikið um fjárhag þessa fólks,“ segir Þórir. Það er því full ástæða fyrir ellilífcyrisþega að fylgjast með þeim réttindum, sem þeim þó ber, því að ekkert berst þeim upp í hendurnar nema þeir beri sig eftir björginni. Þættir Þóris eru m.a. sem áður segir ætlaðir til að kynna öldruðum þann rétt sem þeir hafa. ■ Ágúst Guðmundsson er leikst jóri og Guðrún Þ. Stephensen leikur aðalhlutverkið. Hér sjást þau hæði við upptöku á jólaleikriti sjónvarpsins Gullnahliöinu. Nýtt leikrit Andrésar: „Gréta Garbó fær hlutverk“ ■ I kvöld kl. 20.00 verður flutt riýtt úvarpsleikrit eftir Andrés Indriðason: „Gréta Garbo fær hlutverk". Söguþráður leikritsins er á þessa leið: Kvikmyndaleikstjóri nokk- ur og aðstoðarstúlka hans eru að leita að heppilegum stað fyrir lokaupptöku í kvikmynd. Þau fá að skoða gamalt hús, þar sem allar aðstæður eru hinar ákjósanlegustu. Eigandi hússins, sem er eldri kona, er himinlifandi yfir tilbreyting- unni sem hún á í vændum og vill allt fyrir gesti sína gera. Ekki verður ánægja hennar minni þegar leikstjórinn fær þá hugmynd að láta köttinn henn- ar fá veigamikið hlutverk í kvikmyndinni. Leikendur eru: Guðrún Þ. Stephensen, Edda Heiðrún Backmann, Egill Ólafsson og Ketill Larsen. Leikstjóri er Ágúst Guðmundsson en tækni- maður Runólfur Þorláksson. Síðustu tónleikar Backhaus ■ Andrés Indriðason, rithöf- undur hefur skrifað leikritið sem heyrist í útvarpinu í kvöld - „Gréta Garbo fær hlutverk“. ■ Runólfur Þorláksson, tæknimaður hjá Útvarpinu, sér um tæknihliðina við upp- töku leikritsins. - en hann fékk einmitt slag á þeim ■ Kl. 23 í kvöld hefst Músík- vaka Odds Björnssonar í út- varpinu. Við spurðum Odd hvað hann hygðist hafa á boð- stólum í þetta skipti, en mörg- um þykir þægilegur enda- punktur á deginum að fá hug- ljúfa músík í fylgd með sér í draumalandið. „Ja, það er nú svolítið óvenjulegt í þetta skiptið," sagði Oddur. „Það er síðasti konsert Wilhelms Backhaus, sem haldinn var í kirkju í Austurríki, en hann fékk heila- blæðingu á meðan á hljóm- leikunum stóð og dó tveim dögum síðar - 85 ára að aldri. Píanóleikarinn Wilhelm Backhaus fæddist 26. mars 1884 í Lcipzig. Hann varekki nema 8 ára þegar hann kom fyrst fram á tónleikum og 16 ára hélt hann sína fyrstu tón- lcika erlendis, í London. Síðan átti hann langan og heilla- drjúgan feril við tónleikahald og hljómplötuupptökur um all- an heim og var sérstaklega viðurkenndur sem túlkandi á verkum Beethovens. Og Beethoven var einmitt á efnisskrá hans á þessum síð- ustu tónleikum, síðasta sónata hans nánar tiltekið, sem ekki þykir barnaleikur að fást við. En eftir slagið treysti Backhaus sér ekki til að eiga við hana, þó að hann léki tónleikana til enda. Hann valdi í staðinn auðveldari verk eftir Schubert og Schumann. „Það er alveg furðulegt hvað hann spilar vel á þessari plötu sem gerð er eftir beinni upp- töku á tónleikunum, en hefur ekki fengist á almennum mark- aði. Jafnvel eftir slagið," sagði Oddur. ■ Oddur Björnsson er með óvenjulegt efni í Múskíkvöku í kvöld. Utvarp kl. 21.40: Þjódsagnapersónan María Maack ■ Minnisstætt fólk nefnist þáttur, sem verður á dagskrá útvarps kl. 21.40 í kvöld. Undirtitill er „Guðhrædd bæði og mikilmenni," og það er Emil Björnsson sem segir þar frá kynnum sínum af Maríu Maack. „María Maack var ekki smá í neinu, hún var stór í öllu,“ segir Emil Björnsson þegar við biðjum hann að segja okkur örlítið frá höfðingskonunni Maríu Maack, sem varð þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi, en hún dó 9. mars 1975. María fæddist 1889 að Stað í Grunnavík, en þar var faðir hennar prestur. Hún stundaði nám í hjúkrun og starfaði um áratuga skeið sem hjúkrunar- kona, byrjaði feril sinn á holds- veikraspítalanum í Laugar- nesi, vann síðan við Franska spítalann við Frakkastíg um tíma, en lengstan feril átti hún við Farsóttarhúsið í Reykja- .vík, yfir fjóra áratugi. Þangað kom fólk hvaðanæfa af land- inu, sem fékk farsótt og þurfti að setja í sóttkví. „Það þýddi að hún hafði sjúklinga af öllu landinu og margir þeirra þótt- ust eiga henni líf að launá. Hún var ákaflega nærfærin við sjúka, en hún var ekkert lamb að leika við fyrir þá sem vildu skera við nögl framlög til þeirr- ar starfsemi sem þurfti til að hjálpa sjúkum og standa straum af mannúðarmálum," segir Emil Björnsson, sem þekkti Maríu vel og lengi, og bætir við að hún hafi verið mjög hörð fyrir hönd sinna skjól- stæðinga. En María lét ekki við það eitt sitja að sinna sjúkum og hrjáðum. Hún var mjög fram- arlega í Sjálfstæðisilokknum og var lengi formaður Hvatar. Hins vegar segir Emil hana hafa verið hafna yfir alla flokka- drætti, þar sem hún hafi sett manngildi ofar flokksgildinu. Og þá má ekki gleyma ferða- lögunum, en María var urn árabil „ókrýnd drottning óbyggðanna," segir Emil. Hann segir hana líklega hafa wm ■ María Maack er öllum minnisstæð sem henni kynnt- ust. átt ferðamet allra kvenna, a.m.k. á sinni tíð. Hún ferðað- ist með miklum glæsibrag, tók með sér margt fólk og sá til þess að ekkert skorti í viður- gerningi öllum. Hún heimsótti æskubyggð sína á Stað í Grunnavík oft og iðulega, sá til þess að kirkjunni þar væri sýnd full virðing, lét mála liana og halda henni við, þó að engin séu sóknarbörnin þar lengur. Og auðvitað var mess- að í kirkjunni að hennar undir- lagi. „Hún var smákóngur eða stórdrottning hvar sem hún fór,“ segir Emil Björnsson. Alls verða þættirnir 5-6, sem Ernil Björnsson flytur um minnistætt fólk. Nk. fimmtu- dag ætlar hann að segja frá Hendrik Ottóssyni. ■ Sjónvarp og útvarp styttir mörgum öldruðum stundirnar. Fyrir nokkrum árum söfnuðu vistmenn í þjónustuíbúðum aldr- aðra við Dalbraut fyrir vídeótæki með kaffisölu og hér er verið að tengja það við sjónvarpskerfiö. Ekki eiga þó allir aðgang að vídeói, en flestir reyna að veita sér sjónvarp. Hvernig er hægt að fá afnotagjöldin niðurfelld? Utvarp kl. 10.45: Málefni aldraðra: Niðurfelling afnota- gjalda síma, útvarps og sjónvarps ■ í dag kl. 10.45 hefst þátta- málefnum aldraðra. Það er röð í útvarpi, sem hclguð er Þórir S. Guðbergsson sem hcf- Fimmtudagur 14. mars 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Baldurs Jónssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorö - Sigunreig Guðmundsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Agnarögn“ eftir Pál H. Jónsson. Flytjendur Páll H. Jónsson, Heimir Pálsson og Hildur Heimisdóttir (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. ■ Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraðra Þáttur I umsjá Þóris S. Guðbergssonar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 „Sagt hetur það verið“ Hjálm- ar Arnason og Magnús Gíslason sjá um þátt af Suðurnesjum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Guð- laug María Bjarnadóttir. (RÚVAK). 13.30 Tónleikar 14.00 „Blessuð skepnan" eftir James Herriot Bryndís Viglunds- dóttir les þýöingu sína (26). 14.30 Á frívaktinni Þóra Marteins- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar a. Nætur- Ijóö I H-dúrop. 40 og b. Slavneskur dans i e-moll op. 46 eftir Antonin Dvorák. Josef Suk og Alfreö Hole- cek leika á fiðlu og pianó. c. Strengjakvarfett nr. 3 í es-moll op. 30 eftir Pjotr Tsjaíkovský: Vlach- kvartettinn leikur. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Greta Garbo fær hlutverk" eftir Andrés Indriða- son Leikstjóri: Ágúst Guðmunds- son. Leikendur: Guðrún Þ. Step- hensen, Edda Heiðrún Bachmann, Egill Úlafsson, Ketill Larsen. Píanó leikur: Ester Andrésdóttir 12 ára. 21.05 Samleikur í útvarpssal Einar Jóhannesson og Philipp Jenkins leika á klarinettu og píanó. a. „Rek" eftir Þorkel Sigurbjörnsson. b. Sónatina eftir Arthur Honegger. c. Fantasía eftir Carl Nielsen. d. Sónata i Es-dúr op. 167 eftir Camille Saint-Saéns. 21.40 Minnisstætt fólk „Guðhrædd bæði og mikilmenni" Emil Björns- son segir frá kynnum sinum af Maríu Maack. 22.00 Lestur Passíusálma (34) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Að lengja nóttina helst ekki minna" UmSjón: Anna Ólafsdóttir Björnsson. Lesari með henni: Örn- ólfur Thorsson. 23.00 Músikvaka Umsjón: Oddur Björnsson 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. átw Fimmtudagur 14. mars 10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn- endur: Kristján Sigurjónsson og Sigurður Sverrisson. 14:00-15:00 Dægurflugur. Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveinsson. 15:00-16:00 Ótroðnar slóðir Kristi- leg Popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ingólfsson og Halldór Lárus- son. 16:00-17:00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17:00-18:00 Gullöldln Lög frá 7.ára- tugnum. Stjórnandi: Þorgeir Ást- valdsson. Hlé 20:00-21:00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21:00-22:00 Nú má ég Gestir i stúdíói velja lögin ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheiður Davíðs- dóttir. 22:00-23:00 Rökkurtónar Stjórn- andi: Svavar Gests. 23:00-24:00 Ástandið Stjórnandi: Margrét Blöndal. Föstudagur 15. mars 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður: Karl Sigtryggsson. Kynnir: Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Ærslabelgirnir Sovésk teikni- mynd um nokkra óþekka apa og mædda móður þeirra. 19.35 Sögur frá Kirjálalandi Finnsk teiknimynd. Þýðandi: Kristin Mán- tylá. Sögumaður: Sigrún Edda Björnsdóttir. (Nordvision - Finnska sjónvarpið) 19.40 Sæti grauturinn Sovésk teikni- mynd gerð eftir einu ævintýra Grimmsbræðra. Þýðandi: Hallveig Thorlacius. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 19.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 21.15 San Francisco Þýsk heimilda- mynd. Yfir borginni San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna hvíl- ir ævintýraljómi í hugum margra. Fagurt umhverfi en þó einkum fjölbreytt mannlif borgarinnar stuðla að þessu að dómi höfunda þessarar myndar sem lýsir lifinu þar. Þýðandi: Eiríkur Haraldsson. 22.45 Vassa Sovésk bíómynd frá .1982, gerö eftir leikriti Maxim Gorki. Leikstjóri: Gleb Panfílof. 00.55 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.