NT - 14.03.1985, Blaðsíða 4

NT - 14.03.1985, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 14. mars 1985 4 Ný símstöð tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli: Kanarnir varöir fyrir íslensku kvenþjóðinni? ■ IMeð nýrri sjálf'virkri sím- slöð sem nýlega hefur verið tckin í notkun á Keflavíkurflug- velli hafa öll símasamskipti fólks utan vallar við hermenn og starfsmenn vamarliðsins á Kefla- víkurflugvelli mjög verið tor- velduð. Öllum almennum sím- um í íbúðarskálum hermanna á Vellinum, svo og síma útvarps- stöövarinnar og mörgum vinnu- staðasímum hefur nú algerlega verið lokaö fyrir öllum samtöl- um bæði inn á völlinn og út af honum. Sömulciðis hefur nú verið lokað öllum beinum síma- númerum milli Keflavíkurvallar og Reykjavíkur (höfuðborgar- svæðisins) cn um áratugi hefur verið hægt að hringja í þau frá Rcykjavík til Keflavíkur eins og um innanbæjarsímtöl væri að ræða. Nýja símstöðin hefur svæðisnúmer 92 eins og aðrar símstöðvar á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum er NT hefur frá starfsmanni á Keflavíkurvelli hefur t.d. verið mjög algengt að íslendingar fengju á nóttunni leikin óskalög í útvarpsstöðinni á Keflavíkur- velli - sérstaklega áður en Rás 2 kom til sögunnar-en nú hefur algerlega verið lokað fyrir þá þjónustu. Að sögn Friðþórs Eydals, blaðafulltrúa varnarliðsins, er merkasta breytingin á símamál- um, með tilkomu hinnar nýju símstöðvar sú, að nú fyrst verð- ur hægt að fullnægja þeim regi- um og kvöðuni sem settar eru á notkun á símum bandaríska hersins í öllum öðrum herstöðv- um þeirra víðs vegar um heim. „Það eru allsstaðar mjög strang- ar reglur um þessa síma - sam- svarandi reglum fyrirtækja og stofnana þar sem haft er eftirlit með því að starfsmenn séu ekki að nota síma fyrirtækisins í einkaþágu. Menn hringjahvergi út af þessum herstöðvum nema fyrir eigin reikning og þá úr símasjálfsölum. í náinni framtíð er líka gert ráð fyrir að slíkir símaklefar verði settir upp hér á Vellinum bæði á vinnustöðum og víðar, þannig að menn geti hringt út af Vellinum, ef þeir þurfa á að halda. En þau símtöl verða öll á þeirra eigin kostnað en ekki hersins," sagði Friðþór. Hann tók fram að einhverjir símar verði að vísu opnir áfram á vinnustöðum, en það verði þá á skrifstofum yfirmanna. Að sjálfsögðu gefist mönnum einn- ig - hermönnum sem öðrum - kostur á að fá sér síma í íbúðir sínar sem þeir borga þá fyrir sjálfir eins og hverjir aðrir síma- notendur hér á landi. Nýja símstöðin á Keflavíkur- flugvelli hefur númer 52000 og verða samtöl enn að fara í gegn um skiptiborð. Hins vegar er búist við að innan tveggja mán- aða verði hægt að hringja beint úr og í alla opna síma á Kefla- víkurvelli án þess að fara í gegn um skiptiborð, eins og er'með önnur símanúmer hér á landi. Mun þessi breyting á Keflavík- urvelli upphaf þess að breyta öllum símanúmerum á Suður- nesjum í 5 stafa númer, sem áætlað er að verði innan tveggja ára. Tvíbura- afmæli ■ Á morgun, 15. mars, eiga sextugsafmæli tvíbura- systurnar Guðbjörg og Margrét Ámundadætur, Minna-Núpi í Gnúpverja- hreppi í Árnessýslu. Tónlistarsjóður Ármanns Reynissonar: Úthlutun r u w v i jum Landssamband bakarameistara á móti virðis- aukaskatti: Óhagræði bæði fyrir fyrirtæki og neyt* endur ■ „Upptöku virðisauka- skatts virðist fyrst og fremst ætlað aö auka tekj- ur ríkissjóðs, þótt yfirlýst markmiö sé allt annað. Sá fjárhagslegi ávinningur ríkissjóðs mun þó skjótt eyðast, þar sem fram- kvæmd virðisaukaskatts- ins verður ríkissjóði marg- falt dýrari cn núgildandi söluskattskerfisegir í samþykkt aðalfundar Landssambands bakara- meistara, sem lýsir ein- dreginni andstöðu við framkomið frumvarp um virðisaukaskatt. „Verði frumvarpið að Iögum hef- ur það í för með sér marg- víslegt óhagræði bæði fyrir fyrirtæki og hina almennu neytendur", segir í sam- þykktinni. LABAK telur ekki þörf á að taka upp virðisauka- skatt til að koma í veg fyrir þau óæskilegu upp- söfnunaráhrif núverandi söluskatts á samkeppnis- stöðu íslenskra atvinnu- vega, sem hörðustu bar- áttumenn fyrir virðisauka- skatti hafi lagt hvað mesta áherslu á að hverfi með tilkomu hans. Þau upp- söfnunaráhrif sé hægt að koma í veg fyrir með lag- færingum á núverandi söluskattskerfi. Skorar aðalfundurinn á Alþingi að snúa sér að því verki og hverfa frá hugmyndum um það bákn sem virðisauka- skatturinn sé. ■ Félagar í björgunarsvcitinni Ingólfur við nýja beltabílinn sem aka má jafnt á malbiki sem snjó. ■ Næsta úthlutun úr Tónlistarsjóði Ármanns Reynissonar verður í byrj- un júní n.k. og þurfa um- sóknir að hafa borist fyrir 1. maí. Úthlutunarfé sjóðsins nemur 100 þús- und krónum. Óskað er eftir að umsækjendur hafi tónlist að aðalstarfi og hafi hug á að semja eða flytja tónverk, innan lands eða utan, eins og segir í frétt frá sjóðnum. Stjórn sjóðsins skipa frú Ólöf Pálsdóttir mynd- höggvari, Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóri, Knútur R. Magnús- son tónlistarfulltrúi og Ármann Reynisson fram- kvæmdastjóri. Umsóknir skulu stílaðar á Tónlistar- sjóð Ármanns Reynisson- ar, Laugavegi 97, Reykja- vík. Einu sinni hefur verið úthlutað úr sjóðnum. Það var til Áskels Mássonar tónskálds, sem síðar skil- aði styrkfénu aftur. ■ Slysavarnadeildin Ingólfur hefur nýverið fest kaup á nýrri beltabifreið sem aka má jafnt á malbiki sem snjó og kemur því væntanlega að miklum notum við björgunar- og hjálparstörf á höfuðborgarsvæðinu, en undanfarna vetur hefur það sýnt sig að full þörf er á slíkri bifreið innan borgarmarkanna. Bifreiðin er 5 tonn að þyngd og búin 160 ha. vél með túrbínu og kostar fullbúin um tvær mill- jónir. Einnig hefur deildin pantað frá Bretlandi 25 feta björgunar- bát úr harðplasti og gúmmíi. Hann er að hluta yfirbyggður og gengur allt að 28 mílur. Ætlunin er að nota hann til björgunar- starfa á hafnarsvæði Reykjavík- ur og Faxaflóa þar sem um 1000 opnir fiskibátar, skemmtibátar, skútur og óskráðir opnir bátar Hár við Pals- hraun ■ Hái, hársnyrtistofa í Hafn- arfirði, llutti nýlega í nýtt húsnæði á horni Hjallabrautar og Dalshrauns, eftir að hafa starfað í liðlega 4 ár við Strand- götuna. Eigandi stofunnar er Hall- berg Guðmundsson, hárskcra- mcistari, en þar starfa cinnig Þóra Eiríksdóttir, Hildur Hauksdóttir og Kristín Há- konardóttir. Á myndinni er Hallberg og starfsfólk stofunnar í hinu nýja húsnæði hennar. Mvnd: M. Hjörlcifsson. eru gerðir út. Þessi bátakaup eru hluti af átaki í endurnýjun björgunarbáta víða um land og eru þrír aðrir væntanlegir, til Grindavíkur, Sandgerðis, og Hafnar í Hornafirði, á tímabil- inu frá apríl til maí. Kaupverð bátanna verður um tvær og hálf milljón. Þess má geta að bátarn- ir, sem koma til Reykjavíkur og Grindavíkur, verða með belg ofan á stýrishúsinu sem blása má út með einu handtaki ef bátnum hvolfir og réttir hann sig þá við. Þá er fyrirhugað að byggja við húsnæði björgunarsveitar- innar, Gróubúð á Grandagarði, til að skapa betri aðstöðu til að geyma tæki sveitarinnar og halda þeim við, stækka stjórn- stöð hennar, björgunarskóla og fundaraðstöðu, en starfsemi björgunarsveitarinnar Ingólfs hefur vaxið mjög síðustu árin. Allt starfið er unnið í sjálfboða- liðavinnu og fjár til tækjakaupa hefur verið aflað með sölu merkja og jólatrjáa, en vegna hins mikla átaks sem nú er framundan hefur sveitin ráðist í sérstakt fyrirtækjahappdrætti, þ.e.a.s. miðarnir verða fyrst og fremst boðnir fyrirtækjum í Reykjavík. Vinningarnir eru hinir vinsælu bílsímar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.