NT - 04.04.1985, Síða 12

NT - 04.04.1985, Síða 12
 ÍT1Í7 Fimmtudagur 4. apríl 1985 12 IlLÍ Fréttir Patreksfirðingar: Mótmæla árásum úr þyrlu á ■ Dómsmálaráöherra var í gærmorgun afhent mótmæla- skjal frá 202 íbúum á Patreks- firði vegna þess að fé var drepið á Tálknanum. Yfirskrift skjals- ins hljóðar svo: „Við undirritað- ir íbúar Patrekshrepps mótmæl- um þeirri árás sem gerð var úr þyrlu á sauðfé þann 15. mars. Við lýsum hryggð okkar og undrun og teljum að tilfinning- um okkar, siðgæðis- og réttar- vitund hafi verið algerlega mis- boðið með þessum aðgerðum. fé Við krefjumst þess að dóms- málaráðherra geri ráðstafanir til þess að slíkir atburðir endur- taki sig ekki, hvorki á Patreks- firði né annarsstaðar á landinu." ■ Bergur Vilhjálmsson, bóndi og einn af eigendum kindanna aflicndir Jóni Helgasyni, dóms- málaráðherra, mótmælaskjalið. NT-mynd: Róbert Markaðshlutdeild innlendrar iðnaðarvöru: Aukning í kaffi og málningarvöru ■ Markaðshlutdeild innlendr- ar kaffibrennslu á 4. ársfjórð- ungi 1984 var 6,6% meiri en á 3. ársfjórðungi santa árs, eða 82,1% í stað 75,5% áður. Markaðshlutdeildin fyrir allt árið 1984 var 79,9%, en til samanburðar má geta þess, að árið 1983 var hún 76,6%. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Félags íslenskra iðn- rekenda, þar sem sagt er frá ársfjórðungslegri könnun á markaðshlutdeild fjögurra greina iðnaðar. Markaðshlutdeild innlendrar málningarvöruframleiðslu á 4. ársfjórðungi 1984 jókst um 1,1% miðað við 3. ársfjórðung, og var hún 56,8%. Þetta er einnig aukning miðað við 4. ársfjórðung næsta árs á undan. Heildarmarkaðshlutdeild á ár- inu 1984 var 55,8%, en árið 1983 var hún 57,5%. Innlend hreinlætisvörufram- leiðsla bætti stöðu sína á mark- aðinum á 4. ársfjórðungi miðað við þann 3. og var 59,2% í stað 56,6%. Markaðshlutdeildin á 4. ársfjórungi 1984 minnkaði aftur á móti um 5,4% miðað við sama tíma 1983. Markaðshlutdeildin í heild árið 1984 var 60,6%. Sömu sögu er að segja af innlendri sælgætisframleiðslu. Markaðshlutdeild hennar á 4. ársfjóðrungi 1984jókstum 10% miðað við næsta ársfjórðung á undan, eða úr 35,5% í 45,1%. Hlutdeildin minnkaði aftur á móti miðað við 4. ársfjórðung 1983, en þá var hún 46,9%. Markaðshltudeild fyrir 1984 í heild var 43,3%, en var 49,5% á árinu á undan. Neskirkja: Samkirkjuleg guðsþjónusta ■ Hvítasunnumaður predik- ar, kaþólikki les guðspjall, kór aðventista syngur og þjóð- kirkjumaður leiðir guðsþjón- ustu í Neskirkju á morgun, skírdag. Guðsþjónustunniverð- ur útvarpað, en sú hefð er komin á að á skírdag sé útvarp- að samkirkjulegri messu. Það verður Sam Daniel Glad, aðstoðarforstöðumaður Hvíta- sunnusafnaðarins, sem predlkar og Hjalti Þorkelsson prestur Kristskirkju og Óskar Jónsson hjá Hjálpræðishernum lesa úr ritningunni. Sönghópar Hvíta- sunnumanna og Kristskirkju syngja. Kór Neskirkju leiðir almennan söng og Jón H. Jóns- son prestur aðventista syngur einsöng og einnig syngur kór aðventista. Reynir Jónasson organisti Neskirkju leikur á org- el ásamt Krystynu Cortes og Solveigu Jonsson. Sr. Kristján Búason flytur bænir og leiðir guðsþjónustuna að öðru leyti, en Kristján er formaður sam- starfsnefndar kristinna trúfé- laga á Islandi. Aids rannsóknin: Blóðsýnið tekið fyrir tveim árum ■ „Það er síður en svo að það sé einhver paník í heil- brigðiskerfinu vegna þessa máls. Sýnið, sem um er að ræða, var tekið fyrir tveinr árum og viðkomandi maður er stálheilbrigður og ekkert sem bendir til að hann hafi sýkst af Aids,“ sagði Guðjón Magnússon landlæknir í sam- tali við NT í gær. Tilefnið var fréttir um að mótefni gegn Aids hafi mælst í blóðsýni úr íslendingi í fyrsta sinn. „Þetta gamla sýni var sent út ásamt fleiri sýnum fyrir nokkru, en fyrir tvcim árunr voru ekki til nein Aids próf, þau komu ekki til sögunnar fyrr en á síðasta ári,“ sagði landlæknir. Hann sagði að prófið yrði endurtekið, en varaði við að of mikið væri gert úr þessu máli. „Kynhverfir menn ogaðrir sem taldir eru tilheyra áhættu- hópnum eru skiljanlega áhyggjufullir vegna þessa sjúkdóms, og það er ekki ástæða til að gera meiri úr hættunni en efni standa til,“ sagði landlæknir. Ekki er unnt að gera nein Aids próf hérlendis, heldur verður að senda öll blóðsýni utan til rannsókna. Land- læknir taldi að fljótlega yrði farið að gera slíkar prófanir hér heima. Björgunarsveitirnar: Tilkynningarþjónusta fyr- ir ferdamenn um páskana ■ Landsamband Flugbjörgun- arsveita og Landsamband hjálp- arsveita skáta munu starfrækja tilkynningaþjónustu fyrir ferða- fólk um páskahelgina. Síma- númerið sem fólki gefst kostur á að hringja í er 91-621400. Tilkynningaþjónustan er þannig hugsuð að fólki sem heldur til óbyggða getur hringt í þjónustuna og tilkynnt um ferðatilhögun, fjölda þátttak- enda svo og fyrirhugaðan heim- komutíma. Upplýsingar um breytta ferðatilhögun, og tíma skal tilkynna þegar í stað. Gangi allt að óskum mun ferðafólkið strax láta vita um heimkomu sína. Það er mjög mikilvægt, því ella verða gerðar ráðstafanir til leitar og aöstoðar. Boðið verður upp á þessa þjónustu frá og með 3. apríl og. fram til þriðjudagsins 9. apríl í stjórnstöð L.H.S. Staðin verður sólarhringsvakt allan tímann. Þá hvetja L.H.S. og L.F.B.S. alla þá sem leið eiga um fjöll, eða huga að útivist um páskana, til að sýna aðgæslu. ■ Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir og Svavar Stefánsson, eigendur Strásins, sem nýlega var opnað á Laugavegi 62. Stráið opnað við Laugaveg ■ Hjónin Kristbjörg Sigur- björnsdóttir og Svavar Stefáns- son opnuðu nýlega Blóma- og gjafavöruverslunina Stráið að Laugavegi 62. Þau hjónin ráku áður verslun með sama nafni á Egilsstöðum í tólf ár. Kristbjörg lauk á síðastliðnu ári prófi frá American Floral Art School í Chicago og hefur einnig tekið þátt í fjölda blóma- skreytingarnámskeiða. Sérstök áhersla verður lögð á blómaskreytingar við öll tæki- færi ásamt krossa, kransa- og kistuskreytingum. Verslunin er opin alla virka daga frá 9-19 en um helgar frá 10-16. Um páskana verðurbúð- in opin á skírdag og annan í páskum frá kl. 10-18 báða dag- ana.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.