NT - 04.04.1985, Side 16

NT - 04.04.1985, Side 16
■ Nýbökuðu brúðhjónin skera í brúðkaupstertuna sem er ekki af lakari endanum. Hvort Sacher-terta hefur líka verið á boðstólum fylgir ekki fréttinni. Sendiherra og hótelkóngur í hjónaband • Það varmikiðumdýrðirí Kitzbiihel hér á dögunum, þegar þau gengu í hjónaband bandaríski sendiherrann í Vín, Helene von Damm, og forstjóri hins fræga gistihúss Hotel Sacher. Það eina sem skyggði á gleðina var að eng- in kveðja barst frá húsbónda brúðarinnar, Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Helene er á hálfgerðum heimavelli í Vín, þar sem hún er austurrísk að upp- runa. Hún á viðburðaríkan feril að baki, bæði í einkalífi og starfi. Aðeins 18 ára göm- ul hleypti hún heimdragan- um og giftist bandarískum hermanni. Ekki stóð það hjónaband þó lengi, en um það bil sem það var að fara í hundana kynntist hún stjórn- málamanninum Ronald Re- agan og gerðist sjálfboðaliði í kosningabaráttu hans. Síðar vann hún sig upp í að verða einkaritari hans og hann hef- ur séð ástæðu til að verð- launa hana fyrir gott starf með því að gera hana að sendiherra í Austurríki. Einkalíf Helene hefur ver- ið öllu brösóttara. Hún gerði aðra tilraun til að búa í hjónabandi með þýska bankastjóranum Robert von Damm, en þar sem þau fundu sér enga smugu til að hittast nema rétt um helgar, fór það hjónaband líka út um þúfur. Ekki missti hún þó bjartsýnina og gerði 3 tíl- raunina með margföldum milljónamæringi. En það fór eins og fyrri daginn og hjóna- bandið endaði með skilnaði. En nú þykist Helene, sem er 46 ára viss í sinni sök. Hún hafi nú loks fundið eina rétta manninn, Peter Gúrtler, en hann er 39 ára. Að vísu bar brúðkaupið nokkuð brátt að, því að upphaflega hafði bara staðið til að skella sér í smáfrí í Kitzbúhel, en svo var ákveðið að stíga stóra skrefið. En fyrirvarinn var svo naumur, að bréf sem hún skrifaði Reagan aðeins tveim dögum fyrir athöfnina, var ekki komið á leiðarenda þeg- ar dagurinn stóri rann upp. Það er skýringin á því að eng- in kveðja barst frá forsetan- um á þessum merkisdegi. Fimmtudagur 4. apríl 1985 16 ■ Sqphi; leika Onnu Karenínu. Fær Sophia Loren að leika Onnu Karenínu? - það er undir Gorbachev komið hvort svo verður ■ Sophia Loren situr nú í blómum skrýddri hótelsvítu í New York og æfir sig í að bera fram nafn sovéska leiðtogans. „Félagi Borg-a-chev, félagi Dor-ba-chev, a! félagi Gorbac- hev, kannski hann geti hjálpað," segir Sophia um leið og hún hellir expressó kaffi í hvítan postulínsbolla handa gesti sínum. Sophia Loren hefur leikið aðalhlutverkið í 100 kvik- myndum og er ein skærasta stjarna kvikmyndanna en hún á sér draum sem cnn er ekki orð- inn að veruleika - hana langar sumsé til að leika Önnu Karen- ínu, og hún vill leika hana í Rússlandi þar sem snjórinn er raunverulegur og veturinn ískaldur. Hún hefur leikið stríðs- flóttamann , kafara, banka- stjóradóttur, og alls konar konur gagnteknar af þrá og/ eða tæringu. Og hún hefur m.a.s. leikið sína eigin móður fyrir bandarískt sjónvarp (sú mynd hefur reyndar verið sýnd í íslenska sjónvarpinu). En hún hefur aldrei leikið Önnu Karenínu, söguhetju Tolstoys sem bindur enda á „ólöglegt" ástarsamband sitt með því að kasta sér fyrir járn- brautarlest í sönnum 19. aldar „maður-verður-að-greiða- syndir-sýnar-dýru-verði“ anda. Þetta er eina hlutverkið sem hana hefur alltaf langað til að leika og nú segir hún að eini möguleikinn til þess að sú ósk rætist sé að Gorbachev bjóði henni til Rússlands til þess 'að gera myndina. Anna Karenína hefur oft verið kvikmynduð en Sophia er þeirrar skoðunar að hún hafi aðeins einu sinni verið stór- kostlega leikin. Það var þegar Greta Garbo lék hana. Jacq- ueline Bisset, sem er fertug og tíu árum yngri en Sophia er nýj- asta Karenínan, og leikur hún ítina dæmdu ungu rússnesku konu í framleiðslu CBS sjón- varpsstöðvarinnar. En þó að Sophia hafi enn ekki fengið að leika Önnu Kar- enínu þarf hún ekki að kvarta yfir atvinnuleysi. Hún hefur nú nýlokið við að leika á móti vini sínum, Marcello Mastroianni, í „dásamlegri ástarsögu tveggja miðaldra elskenda sem er þrungin afbrýðisemi," að sögn leikkonunnar sem fer ekki út í frekari smáatriði. En „hlutverkið passar mér eins og kjóll,“ bætirhún við. Sophia er nú í New York sem „skapandi ráðgjafi" hótel- eigenda sem ætla að konta sér upp nýju hóteli í Florida sem á að líta út eins og ítalskt þorp við Miðjarðarhafið. En Loren er á því að nú þeg- ar Ítalía er farin að flytja út þorpin sín hafi harðnað á daln- um í kvikmyndaútflutningn- um. „ítalski kvikmyndaiðnað- urinn er í slæmu ástandi núna. Hann er í kreppu. Myndirnar kosta of mikið. Það eru fram- leiddar of margar dónalegar og ofbeldisfullar myndir. Þær eru lélegar og ljótar,“ segir hún hreint út, „en þó eru enn miklir listamenn að verki á Ítalíu."

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.