NT - 04.04.1985, Side 30

NT - 04.04.1985, Side 30
Volvo F10 1978 Ekinn 170 þús. km. Nýr mótor. Pallur 5.30m. St. Paul sturtur. Nýleg búkka- dæla og fóðringar. Scania 141 1978 Ekinn 400 þús. km. Ekinn 60 þús. km. á vél oggírkassa. Serling pallur4.7m-10 rúmmetra. / -*• Jf; Scania 110 1971 Nýupptekin vél frá umboðinu. Dráttar- stóll - 6 nýsóluö dekk. 12 metra gáma- vagn. Hino HH 1979 Ekinn 120 þús. km. Sindra pallur árgerð 1001,5.2m — tviskipt álskjólborð. Sindra sturtur. Volvo F10 1979 Ekinn 130 þús. km. Ekinn 10 þús. km. á vél. Robson drif. Hercules krani 3.5 ■ tonn. Sindra pallur 5.7 m. MAN 19.280 1978 Ekinn 260 þús. km. Ekinn 60þús. km. á vél. Sindra pallur 5.05m, krani 4 tonn - Fassi M.3. M. Benz 309 1978 Ekinn 170 þús. km. 25 sæti - skráður 21 manna. Stórar afturhurðir. M. Benz 309 1979 Ekinn 285 þús. km. 21 sæti - lúgur aftan, kúlutoppur. góð dekk. Ford 6600 1977 Fjórhjóladrif, vél 4 cyl, 78 hö. Multipower drif, ýtublað. Ham|árn 400 Bachoe. Case 680G 1980 ■ Ekin 4000 stundir. Mikil lyftigeta. Lyfti- geta 8 m. meö Bachoe. Flotlappir. Lenging á gröfuarmi. BÍLA-OG VÉLASALAN Á( HÖFÐATÚNI 2 SÍMI 2-48-60 JOKER unglingaskrifborðin loksins komin aftur m HUSGOGN OG INNRÉTTINGAR SUÐURLANDSBRAUT18 69 00 ■ Michela Figini á fullri ferð niður brunbrautina. Hún hefur mikið sjálfstraust og fer eins hratt og hægt er. Heimsbikarkeppnin í skíðaíþróttum: FIGINIBEST - nóg sjalfstraust og miklir hæfileikar hafa gert hana að bestu skíðakonu heims ■ „Þú verður að hafa viljann til að keppa og geta sett í þig skap þannig að þú sért virkilega tilbúinn til að takast á við brautina. Þá máttu aldrei vera hræddur við hraðann,“ segir hin frá- bæra svissneska skíðakona Michela Figini, sem er handhafi heimsbikarsins í alpagreinum. Þeir eiginleikar sem hún lýsir hér að framan eru henni í blóð bornir. Hún hefur gífurlegan vilja til að verða sú besta og hún elskar hraða, - eiginleikar sem hafa gert hana að nýjustu stjörn- unni í heimi skíðaíþróttanna. Þessi svissneska stúlka, sem er aðeins ■ Figini á verðlaunapalli (í miðið) en því er hún vön. 18 ára, hefur haft yfirburði í heimsbik- arkeppninni í alpagreinum kvenna og er orðin þekkt fyrir uppskriftina að vinningsieiðum í íþrótt sinni. Þessi uppskrift inniheldur aðeins eitt efni - gífurlegt sjálfsöryggi Figini sjálfrar. Engin skíðastúlka, síðan Annemarie Moser-Pröll frá Austurríki var uppá sitt besta á áttunda áratugnum, hefur haft slíka yfirburði í alpagreinum skíða- íþróttanna eins og Figini hefur nú. Það sem gerir þetta keppnistímabil hjá Fig- ini svo frábært sem raun ber vitni er hversu vel henni hefur tekist að halda sér á toppnum alit tímabilið. Keppni í alpagreinum skíðaíþróttanna er gífur- lega hörð og það þarf mikinn vilja auk æfínga og andlegs styrks til að halda sér á toppnum allan þann tíma sem keppn- in stendur. Þetta hefur Figini tekist. Figini sjálf hefur líka sagt að hún sé hvað ánægðust með hversu jöfn hún hefur verið allt tímabilið. „Það krefst mjög mikils að vera fremst í flokki allan veturinn og ég er mjög ánægð með mig hvað það varðar. Þrátt fyrir marga titla þá er ég þó ánægðust með sigurinn í bruni á heimsmeistaramótinu í Bormíó á Ítalíu fyrr í vetur“. „Það er erfítt að segja hversu lengi ég held áfram að keppa. Ólympíu- leikarnir í Calgary í Kanada árið 1988 eru hugsanlegur endapunktur,“ segir Figini. Hún verður aðeins 21 árs þá og gæti hæglega verið á toppnum. Þjálfari svissneska landsliðsins í bruni, Dieter Bartsch, segir um Figini. „Hún er fæddur sigurvegari á öllum sviðum. Hún hefur litla þolinmæði og það kemur henni oft til góða þar sem hún á auðvelt með að koma sér í stemmningu fyrir keppni. Þá er hún snjöll í að sjá fyrir í hvernig stuði andstæðingar hennar eru“. I hvert skipti er hún kemur í mark eftir að hafa flogið niður bratta fjalls- hlíðina á ógnarhraða bíða blaðamenn í hrönnum. Þeir skjóta á hana spurning- um á ítölsku,, frönsku, þýsku og ensku og hún svarar öllum jafnt. Hún er þó ekki sú manneskja sem vill vera í sviðsljósinu. „Hún svarar auðvitað öll- um spurningum en henni er ekkert gefíð um allt það umstang sem í kringum hana er. Viðtöl þreyta hana meira en keppnin sjálf,“ segir Bartsch. Svissneski blaðamaðurinn Giorgio Keller sem skrifað hefur ágrip af „æfí- sögu“ Figini segir að hún viti svo sannarlega hvað hún vilji. „Þegar hún var aðeins 16 ára hætti hún í skóla rétt áður en prófín byrjuðu til að geta einbeitt sér að skíðunum,“ segir Keller. Aðalkeppinautar Figini í bruni, Mar- ia Walliser frá Sviss og kanadíska stúlkan Laurie Graham eru báðar sam- mála um að það sem gerir Figini nær ósigrandi sé hið gífurlega sjálfstraust sem hún hefur og hinn mikli vilji til að sigra. Meistaramótið í borðtennis: Kínverjar unnu tvöfaldan sigur íslendingar urðu heldur aftarlega ■ Kínverjar sigruðu bæði kvenna- og karla keppnina á heimsmeistaramótinu í borð- tenhis seni lauk í Gautaborg í Svíþjóð í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kínverjar bera sigur úr býtum í þessari grein íþrótta. Karlasveit Kínverja hefur orðið heims- meistari í borðtennis í níu skipti af síðustu þrettán sem keppnin hefur verið haldin. Sannarlega glæsilegur árangur. í úrslitaviðureigninni í gær þá sigruðu karlarnir frá Kína sjálfa gestgjafana Svía með fimm vinningum gegn engum. Kvenna- ■ Tveir af bestu Kínverjunum, Zhihao og Yinghua. sveit Kína spilaði við Norður- Kóreu og unnu auðveldan sigur 3-0. íslendingar sendu lið til keppn- innar, bæði í karla og kvenna- flokki. Karlarnir höfnuðu í, 57. sæti á mótinu en konurnar í því 55. Sá skondni atburður átti sér stað er úrslitaleikurinn í kvennaflokki stóð yfir að þjálf- ara kínversku stúlknanna var vísað frá stjórnendabekknuni þar sem hún þótti vera að gefa full miklar leiðbeiningar til keppenda sinna. Höfðu menn á orði að þetta væri algjör óþarfi þar sem yfirburðir þeirra kín- versku voru svo mikiir.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.