NT - 04.04.1985, Side 32
Bankastjórar fá 450 þúsund í bílastyrk:
550 öryrkjar fá 84 þús-
und króna niðurfellingu
- en400fá enga - „Vísitölubinding er lögbrot" segir Steingrímur Hermannsson
Síðustu fréttir:
Ríkisstjórnin fundar
■ Á þessu ári verður á fimmta
hundrað öryrkjum synjað um
84.000 kr. niðurfellingu á að-'
flutningsgjöldum nýrra bif-
reiða. Bankastjórar ríkisbank-
anna fá 450.000 krónur hver í
„bílastyrk“.
Frétt NT í gær um „iauna-
auka“ bankastjóranna vakti
mikla athygli og höfðu fjölmarg-
ir lesenda blaðsins samband við
ritstjórnina og lýstu andúð sinni
á þessum bílafríðindum.
Bankastjórar eru hins vegar
ekki þeir einu sem hafa fengið
aðflutningsgjöld bifreiða sinna
felld niður, og má þar nefna
ráðherra og fatlaða.
Á ári hverju er úthlutað 550
ieyfum, fötluðum til handa, til
að fella niður allt að 84.000
krónur af aðflutningsgjöldum.
Á þessu ári sóttu 950 manns um
þessa niðurfeilingu, þannig að
um 400 hafa farið bónleiðir til
búðar.
Þeir sem á annað borð hafa
rétt til að sækja um slíka niður-
fellingu, vegna fötlunar sinnar,
geta sótt um á fjögurra ára
fresti, en ekki er þar með sagt
að umsóknirnar séu teknar tii
greina fjórða hvert ár.
Þeir sem bundnir eru við
hjólastóla eða eru verulega
hreyfihamlaðir geta sótt um
þriðja hvert ár, og eru þá öll
aðflutningsgjöld felld niður af
bílum þeirra.
■ Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra hefur gert ráð-
stafanir til þess, að launaauki
bankastjóra ríkisbankanna upp
á 450 þúsund krónur, verði
tekinn fyrír á fundi ríkisstjórn-
arinnar á þriðjudag eftir páska.
„Þetta nær vitanlega ekki
nokkurri átt, og ef það er rétt,
að þetta sé vísitölubundið, þá er
það að sjálfsögðu brot á
lögum,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson í samtali við NT í
gærkvöldi.
Steingrímur sagði, að þessi
launaauki yrði ekki greiddur til
forstjóra Framkvæmdastofnun-
ar, á meðan hann réði einhverju
um það, en Framkvæmdastofn-
un heyrír undir forsætisráðu-
neytið.
Ríkisstjórnin vissi ekki af
þessari hækkun til bankastjór-
anna og aðspurður hvort hægt
væri að taka þetta til baka,
sagði Steingrímur að bankaráð-
in réðu kjörum bankastjóra.
Ríkisstjórnin gæti hins vegar
gert samþykkt þar sem því væri
beint til bankaráða að uppbótin
yrði afturkölluð. „En ég get
ekkert sagt um það á þessari
stundu. Það þarf að skoða þetta
betur,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson.
Sjómannafélag
Reykjavíkur:
Bátasamn-
ingarnir
felldir
■ Bátasamningarnir
Ívoru felldir af félögum í
Sjómannafélagi Reykja-
víkur í allsherjaratkvæða-
greiðslu. Þetta varð Ijóst í
gær, þegar atkvæði höfðu
verið talin. Á móti samn-
ingunum voru 28 en 16
meðmæltir þeim.
Guðmundur Hallvarðs-
son formaður Sjómannafé-
lags Reykjavíkur sagði í
samtali við NT í gær, að
verkfalli hefði verið frest-
að á bátunum á meðan
verið væri að leita að nýj-
um samningsgrundvelli
við Útvegsmannafélag
Reykjavíkur.
Sjómenn á stóru togur-
unum samþykktu aftur á
móti sína samninga með
20 atkvæðum gegn 14.
Fulltrúar Sjómannafé-
lags Reykjavíkur munu
fara vestur til ísafjarðar
eftir páska til skrafs og
ráðagerða við forystu-
menn sjómannasamtak-
anna þar.
Bílafloti bankastjóranna
■ Bunkastjórur ríkisbank-
anna, sem fá 450 þúsund krónur
á ári vegna bílakaupa, ofan á
önnur laun, eiga allir nýlega eða
nýja bíla. Hér á eftir fer listi yfir
bílaeign þeirra.
Landsbankinn:
Jónas Haralz: Peugeot 505
árg. 1983. Nýr bíll af þessari
tegund kostar minnst 550
þúsund, en verð á algengustu
gerð er um 650 þúsund.
Helgi Bergs: Buick Limited árg.
1984. Nýr bíll af þessari tegund
kostar um 1.4 miiljónir króna.
Björgvin Vilmundarson: Merc-
edes Benz 280 SE árg. 1983 og
Plymouth Trail Duster árg.
1981. Nýr Benz af sömu gerð
kostar um 1.5 milljónir króna.
Búnaðarbankinn:
Stcfán Hilmarsson: Mitsubishi
Galant 2000 árg. 1985. Nýr
kostar svona bíll 589 þúsund
krónur.
Stefán Pálsson: Volkswagen
Jetta árg. 1985. Svona bíll kost-
ar 450 þúsund krónur í dag.
Jón Adolf Guðjónsson: Peug-
eot 505 árg. 1983. Algeng gerð
af þessari tegund kostar um 650
þúsund krónur.
Útvegsbankinn:
Lárus Jónsson: Volvo 760 árg.
1984. Nýr bíll af þessari tegund
kostar 1170 þúsund krónur.
Halldór Guðbjarnason: Volvo
760 árg. 1983. Nýr kostar hann
1170 þúsiind krónur.
Ólafur Helgason: Saab 900 árg.
- 1985. Svona bíll kostar 760
þúsund krónur hjá umboðinu.
Seðlabankinn:
Jóhanncs Nordal: Saab 900
GLE árg. 1983. Nýr kostar
svona bíll 760 þúsund krónur.
Davíð Ólafsson: BMW 525 árg.
1985 og BMW 525 árg. 1981.
Nýr bíll af þessari tegund kostar
unr 1 milljón króna, og er þá
miðað við nokkra algenga
aukahluti.
Tómas Árnason: Mercedes
Benz 280 SE árg. 1984. Nýr
kostar hann um 1.5 milljónir
króna.
Stjórn Framkvæmdastofnun-
ar hefur enn ekki fjallað um það
hvort forstjórarnir tveir fái svip-
aða bílapeninga og bankastjór-
arnir. Hins vegar hafa þeir verið
ráðnir til stofnunarinnar á
bankastjórakjörum. Stjórnin
mun væntanlega fjalla um mál-
ið á fundi í lok þessa mánaðar.
á
Vísitölubanni aflétt:
Rauð strik í vor?
Ráðherrafundir í gær
■ „Rauð strik verða líkleg-
ast tekin upp í vor,“ sagði
ónefndur leiðtogi í verka-
lýðshreyfingunni, sem NT
ræddi við í gær en ríkisstjórn-
in hei'ur nú ákveðið að fram-
lengja ekki lög um bann
við vísitölubindingu launa.
Jafnframt voru afnumin þau
ákvæði Ólafslaga, sem hefðu
komið vísitölubindingu
launa sjáifkrafa á.
Helstu leiðtogar ASI, þau
Ásmundur Stefánsson,
Björn Þórhallsson, Guðríður
Elíasdóttir og Guðmundur
Þ. Jónsson, ræddu í gær við
fjóra ráðherra, þá Steingrím
Hermannsson, Alexander
Stefánssón, Matthías Mat-
hiesen og Geir Hallgríms-
son. Þettavarþriðjisamráðs-
fundur aðilanna. Verði rauð
strik tekin upp, þýðir það að
verðtrygging gangi ekki í
gildi nema verðlag fari upp
fyrir ákveðið „rautt strik."
Talið er að þessi ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um afnám
bannsins, sé ein af forsend-
um þess, að sæmilegt samráð
takist með þessum aðilum í
viðræðum komandi mánaða.
■ Þúsundir manna lögðu leið sína frá höfuðborginni í gær í upphafi páskafrís. Myndin var tekin
af ungmennum á Reykjavíkurflugvelli á leið á skíði. Nr.mvnd: irni Bjan
* inátun fArhega
-c