NT - 13.04.1985, Síða 2
01
Laugardagur 13. apríl 1985
Skipverjar á Sif SH-3 Stykkishólmi:
Björguðu fjórum skipum,
fá ekki björgunarlaunin
Málið komið til lögfræðings
■ Áhöfnin á fiskiskipiriu Sif
SH-3 frá Stykkishólmi, seni
’bjargaði fjórum skipum í höfn-
inni í Hafnarfirði fyrir rúmu ári
þegar skipin slitnuðu upp r ofsa-
veðri,hefurekki fengið björgun-
arlaun fyrir vikið og mun málið
konia tií kasta dómstóla.
í samtali NT við skipstjóra
Sifjar, Pétur Ágústsson, sagði
hann að áhöfnin heföi gert kröfu
um björgunarlaun fyrir hjálp
þeirra, og ennfremur um greiðslu •
á skemmdum sem urðu á.
skipinu. ,.Viö lögðum okkur í
hættu og einnig bátinn sem við
vorum á því að við yfirgáfum
hann lil þess að bjarga þessum
fjórum skipum." Þá sagði Pétur
að ekki hefði tekist samkomulag
um neinar greiðslur nenra bætur
fyrir tjón sem varð á skipi
þeirra. „Pað sem við hefðum í
raun átt að gera var það að
forða okkur í burtu og láta þessi
skip afskiptalaus.“ Pétur bætti
því við að hann væri sannfærður
um að ef aðstoð þeirra hefði
ekki notið við, hefði ekki getað
farið nema á einn veg.
Mál skipshafnarinnar er nú
komið í hendur Skarphéðins
Þórissonar lögfræðings. Hann
sagði í samtali við NT að vænt-
anlega yrði tekin ákvörðun um
málsókn á næstu dögum, og
yrði þá höfðað mál á hendur
þeim tryggingarfélaögum sem
liafa tekið afstöðu til málsins,
en það eru Brunabótafélag
íslands, Sjóvá og eitt af undir-
félögum hjá Samábyrgð íslands
á fiskiskipum. „Síðan verður
dæmt unr þetta í fyliingu
tímans“. Skarphéðinn sagði að
uppi hefðu verið hugmyndir um
kröfu á tryggingarfélögin allt að
300.000 krónur, en aldrei hefði
sú tala þó verið nefnd. „Þau tvö
tryggingarfélög sem eiga að
greiða um 80% af kröfunni hafa
þegar tekið afstöðu, og var
þeirra svar neikvætt. Hinsvegar
fóru aldrei fram viðræður við
þau félög sem eiga afganginn af
kröfunni," sagði Skarphéðinn
að lokum.
Sjómenn á ísafirði:
Sáttafundur
á mánudag
- verkfall á Bíldudal
■ Guðlaugur Þorvalds-
son ríkissáttasemjari hef-
ur boðað til samninga-
fundar milli Sjómanna-
félags ísafjarðar og út-
vegsmanna næstkomandi
mánudag kl. I3. Samn-
ingafundir hafa ekki verið
boðaðir með öðrum sjó-
mannafélögum á Vest-
fjörðum, en það verður
gert með hliðsjón af því,
sem gerist hjá ísfirðing-
um.
Verkalýðsfélagið Vörn á
Bíldudal hefur boðað
verkfall sjómanna frá
miðnætti þess 19. apíl, og
nær það til áhafnar togar-
ans Sölva Bjarnasonar.
Nýr ráðuneytisstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu:
Ámi Kolbeins
fékk stöðuna
■ Forseti íslands hefur
skipað Árna Kolbeinsson
í embætti ráðuneytisstjóra
í sjávarútvegsráðuneytinu
frá 1. maí n.k., að tillögu
sjávarútvegsráðherra. Um
stöðuna sóttu auk hans
Jón B. Jónsson, skrifstofu-
stjóri í sjávarútvegsráðu-
neytinu og Rósmundur
Guðnason, hagfræðingur
hjá Þjóðhagsstofnun.
Arni Kolbeinsson tekur
við starfinu af Jóni L.
Arnalds, sem þann 1. maí
lætur af störfum sam-
kvæmt eigin ósk, en hann
hefur gegnt starfi ráðu-
neytisstjóra í 15 ár.
Árni Kolbeinsson er
fæddur í Reykjavík árið
1947. Hann lauk lagaprófi
frá Háskóla íslands 1973
og stundaði síðan fram-
haldsnám í lögfræði við
Oslóarháskóla 1974-75.
Árni varð fulltrúi í fjár-
málaráðuneytinu árið
1973, deildarstjóri tekju-
deildar frá 1977 og síðan
skrifstofustjóri sama ráðu-
neytis frá 1. mars 1984.
Árni er kvæntur Sigríði
Thorlacius, hdl.
■ Kviníettinn Ljómarnir syngur fyrir gesfi við opnun Hjálpartækjasýningarinnar á Hótel Loftleiðum
í gær. Sýningin er opiti til 16. apríl.
KÁ á Laugarvatni:
Vörurýrnun eða
bókhaldsskekkja?
Hjá Kaupfélagi Árnesinga
á Selfossi er nú unnið að könnun
á stórfelldri vörurýrnun sem
fram kom við vörutalningu í
útibúinu að Laugarvatni en tald-
ir eru möguleikar á að ástæðan
sé bókhaldsskekkja eða önnur
mistök við skráningu birgða.
Að sögn Sigurðar Kristjánsson-
ar kaupfélagsstjóra á Selfossi er
búist við að niðurstaða rann-
sóknar liggi fyrir innan skamms.
Vörurýrnunin kom fram við
talningu síðastliðin áramót og
var um tíma talað um að rýrnun-
in næmi yfir 10% af veltu útibús-
ins eða á aðra milljón króna.
Sigurður Kristjánsson kaup-
félagsstjóri sagði að þegar væri
búið að reikna skekkjuna veru-
lega niður.
Er Sveinn
gleyminn?
■ Það risu margir skeleggir
sauðfjárbændur í pontu á
undirbúningsfundi fyrir stofn-
um Landssamtaka sauðfjár-
bænda í vikunni og mikill ein-
hugur ríkti á fundinum.
Meðal áhersluatriða þarna
voru markaðsmál dilkakjötsins
sem sífellt lætur í minni pokann
gagnvart hvítu kjöti og annarri
„djönk“-fæðu nútímans.
Sigurður Jónsson bóndi tók
til máls og skýrði frá heimsókn
sinni norður í Hólaskóla í
þessu samhengi. Þar var nógur
matur á borðum en allt saman
hvítt kjöt, kjúklingar og svín
en hvergi fannst biti af sauða-
keti. „Það skyldi þó ekki vera
að sauðfjárræktarráðunautur-
inn fyrrverandi hafi svona alveg
gleymt sínu fyrra starfi,“ sagði
Sigurður en Sveinn Hallgríms-
son sem tók við skólastjóra-
stöðunni í fyrra eftir að hafa
verið ráðunautur Búnaðarfé-
lagsins um langt skeið, hló út í
sal með öðrum fundargestum.
Einhversstaðar heyrðist svo
hvíslað; honum hefurbara þótt
svona vænt um blessuð lömdin.
Hoxha
gleymt
■ Fyrir skemmstu skýrðum
við frá andláti maóískrar
hreyfingar á íslandi og sögðum
þá að nú virtist fokið í flest
skjól rótttæklinga nema hvað
Albaníukommar berðust enn
fyrir byltingunni. Nema hvað.
En heldur eru hoxistar orðn-
ir veikburða, því þegar lands-
lýð barst á öldum ljósvakans
sú harmafregn að hinn mikli
leiðtogi Envher Hoxha ein-
valdur í Albaníu væri látinn,
þá heyrðist ekki múkk frá
nokkrum hér heima og hvergi
sást flaggað í hálfa stöng.
Nú hefur Dropateljari fyrir
því heimildir að enn séu í það
minnsta kosti ein hjón tilheyr-
Alþingi:
Bjórinn
úr nefnd
- meirihlutinn
samþykkur
■ Allsherjarnefndneðrideild-
ar Alþingis afgreiddi í gær bjór-
fumvarpið og mælti meirihluti
nefndarinnar með því að það
yrði samþykkt.
Nefndin gerði þó breytingar-
'tillögur. Meðal tillagna meiri-
hlutans má nefna að bjór verði
aðeins seldur í áfengisverslun-
um og að styrkleiki bjórs verði
ekki yfir 5%.
Frumvarpið fer til 2. umræðu
í neðri deild eftir helgi.
Bankaráð Útvegsbankans:
4 á móti afnámi
bííafríðindanna
■ Meirihluti bankaráðs Út-
vegsbankans felldi á fundi sín-
um á miðvikudag tillögu um að
nema úr gildi fyrri samþykkt
ráðsins um breytt fyrirkomulag
bílastyrkja bankastjóranna.
Tillaga þessi var borin fram af
Arnbirni Kristinssyni fulltrúa
Alþýðuflokksins. Eftir harð-
vítugar umræður greiddu full-
trúar Sjálfstæðisflokksins,
Framsóknarflokksins og
Alþýðubandalagsins atkvæði
gegn henni.
Eg þarf nú meira en einn sjónvarpsþátt til að fræða þig um ágæti
Sjálfstæðisflokksins Bryndís mín.
andi samtökum hoxista. Hvort
þau sömu eigi aftur á móti
flaggstöng er allt annað mál.
En heldur hafa það verið
vonbrigði öllum sönnum vin-
um sósíalisma föður Stalins að
á fundi Alþýðubandalagsins í
Reykjavík, höldum á dánar-
dægri síðasta stór-stalínistans,
var ekkert á andlátið minnst.
í stað þess að sýna Hoxha þá
virðingu að rt'sa úr sætum og
drúpa höfði heyrðist skrafað
um inngöngu í Annað
Alþjóðasambandið, - sam-
band sem áður hét að í væri
hent uppkeyptu krata-leiguþýi
auðvaldsins í heiminum.
r