NT - 13.04.1985, Page 7

NT - 13.04.1985, Page 7
(m aukningu, sem verður næstu misserin. Mótmælin gegn lagasetning- unni hófust með fjölmennasta útifundi. sem haldinn hefur verið í Kaupmannahöfn. Mjög fjölmennir fundir voru haldnir í öðrum borgum. Þetta gerðist áður en lögin voru sett. Að lokinni lagasetningunni hvöttu leiðtogar landssamtaka verka- lýðsfélaganna til þess að lögun- um yrði samt hlýtt og fólk færi til vinnu. Sama gerðu leiðtogar sósíaldemókrata. Þessari hvatningu hefur ekki verið hlýtt, nema að nokkru leyti. Enn er verið að halda mótmælafundi og víða kemur fólk ekki til vinnu. Það eru leiðtogar ýmsra verkalýðsfé- laga. sem hér eru að verki, ásamt ýmsum nýjum mönnum. sem komið hafa til for- ustu síðustu dagana. Aðallega eru þeir úr hópi kommúnista og vinstri sósíalista. Enn virðist ekki séð fyrir endann á þessum mótmælum. Stjórnin segist þó ekki láta undan. Óvíst þykir, hvaða pólitísk áhrif þetta kunni að hafa. Ekki þykir ósennilegt, að íhaldsflokkurinn styrki stöðu sína, en hinir stjórnar- flokkarnir tapi. Þá gæti svo farið, að sósíaldemókratar misstu fylgi til flokkanna. sem eru til vinstri við þá. í NOREGI hefur þróunin í kaupgjaldsmálum orðið allt önnur. Þar kom til nýrra kaup- gjaldssamninga upp úr áramót- um. Forustumenn Alþýðu- sambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins náðu samkomu- lagi rétt fyrir síðustu mánaða- mót um að framlengja óbreytta kjarasamninga. Reiknað er með, að það tryggi óbreytt kjör, því að launaskrið og fleiri atriði, sem hafa áhrif á launaþróunina, muni vega' gegn þeirri dýrtíðarhækkun, sem verður á þessu ári og áætluð er 4-5%. Samkomulag þetta byggðist á því, að báðir aðilar óttast, að teljandi kauphækkun myndi geta aukið atvinnuleysi og veikt samkeppnisstöðu norskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Forustumenn Al- þýðusambandsins gerðu sér jafnframt Ijóst, að veruleg kauphækkun myndi brátt glatast, þar sem hún myndi fljótlega hafa áhrif á verðlagið. Einstök verkalýðsfélög munu ekki bundin af þessu samkomulagi, en líklegt þykir, að þau muni flest eða öll sætta sig við það. Vettvangur Guðmundur Hagalín Guðmundsson: Umhirðulaust fé á vestfirskum útnesjum Svar vegna skrifa Ólafs Gíslasonar Neðribæ skothríðina í Tálkna þá get éc ■ Það sem kemur mér til að rita þetta bréf, er sú staðreynd að mér ofbýður skrif þín Ólaf- ur. En það mátt þú eiga að hafir þú samið þetta sjálfur, þá ert þú að mínu mati góður íslenskumaður og þokkaleg- asti hagyrðingur. Nú þekki ég þig ekki Ólafur minn og hef þig að ég best veit aldrei séð. En ef ég á að reyna að mynda mér skoðun um þann sem skrifar og leggja skrifin til grundvallar, kemur í huga minn mynd af gömlum kamar sem svífur um, langt á eftir áætlun, slettandi úrséróþverra á allt og alla er á vegi hans verða. hg hef gagnrýnt sumar aðgerðir sauðfjárveikivarna í samtölum við menn. Ólafur og hef haft mínar skoðanir á þeirra gjörðum, svo sem sýna- töku úr niðurskurðarfé. En að hlaupa í blöðin og bera á menn tómar lygar eru hlutir sern mér ekki líkar. Ég er formaður riðunefndar Auðkúluhrepps, Ólafur og með tilliti til staðsetningar hreppsins þá tek ég þessa stöðu alvarlega og reyni að sýna að mér megi treysta. Eða finnst þér heiðarlegt, Ólafur að ganga fram á grunsamlegar kindur og láta sem maður sjái þær ekki? Mér er gjörsamlega óskiljanleg saga þín af hrút- kægli frá Ösi í vor sem leið. Það var ég sem rakst á hrút- inn og hljóp hann uppi, því hrúturinn bar öll einkenni riðuveiki, þ.e. hrökk undar- lega útundan sér við styggð. Hljóp kannski nokkra metra, missti þá undan sér afturfætur, hljóp á framfótum örfá stökk, komst á afturfætur af og til, átti er virtist erfitt með að halda stefnu. Er hrútnum var klórað í hnakka og á hrygg lygndi hann augum og róaðist eins og væri honum linaðar þjáningar. Sigurður Sigurðarson var ekki viðstaddur þennan atburð, ég bara skil ekki hvern- ig stendur á því að þú lýgur þessu. maður lengst úti í Ket- ildölum. Ég leitaði mér aðstoðar og álits dýralæknis frá Barða- strönd og bað um að hrútnum yrði lógað með tilliti til sýna- töku. sem var og gert á ven ju- legan hátt. Og þetta bull þitt um liðabólgu, það er turðu- legt. Hrúturinn var skoðaður sérstaklega með tilliti til liða- bólgu og voru fætur hrútsins ekki haldnir króniskri liða- bólgu. Botna ég ekkert í því hvaðan og hvernig þessi vit- Ieysa er komin í þitt svo mjög skáldlega höfuð. Ég treysti mér ekki til að meta hversu göldróttur Sigurður Sigurðar- son er Ólafur rninn. En hjá hreppstjóra Auðkúluhrepps liggur bréf þar sem segir að riðuveiki var staðfest í hrútnum. Þú ætlar kannski að taka það að þér að brenna Sigurð fyrir galdra. En ef þú skyldir þurfa að þvaðra meira um riðumál í Auðkúluhrepp talaðu þá við þá menn sem nieð þau mál fara áður en þú ferð af stað, því þessi hrútur er ekki eina kindin sem hefur látið lífið vegna sýnatöku hér og vil ég fá að hafa hönd í bagga þegar menn skrifa um þau verk sem ég vinn, því ég tel mig ekkert hafa staðið ómannúðlega að þeim og ekk- ert aö fela hvað það varðar. Hvað varðar tal þitt um verið þér sammála að standa hefði mátt betur að þeini verknaði. En það þýðir ekki hjá þér að vera að nota þennan atburð til þess að breiða yfir þann drullusokkshátt bænda að láta fé ganga sjálfala á útnesjum Vestfjarðakjálkans yfir vetrarmánuðina. Það má vel vera að ekki ha.fi væst um skepnurnar í Tálkna í vetur. En veit ekki vestfirskur útnesjabóndi hve fljótt breytir um veður að vetri til? Snar- brött útnesin verða ófær yfir- ferðar á stuttum tíma. Ég er alinn upp í dalverpi norðan við Barða, Ólafur, svo þú þarft ekki að kenna mér umgengn's- venjur við fé í vestfirsku út- nesi. Og það er ekki sami hluturinn að láta fé liggja við opið eða ganga sjálfala og umhirðulaust á vestfirskum út- nesjum yfir vetrarmánuðina. Og þegar valkyrja dýravernd- unarfélagsins hefur hengt sig í gálga lagabókstafsins, kæmi mér ekki á óvart að þú værir hangandi á móti henni í gálga eigin kjaftæðis. Að lokum Ólafur minn, ef menn vilja standa að þessum riðumálum eins og menn, þá er það engin lausn að hafa samband í gegnum fjölmiðla. Menn leysa engan vanda með því. Guðm. Hagalín Guðmundsson Mjólkárvirkjun Það þýðir ekki hjá þér að vera að nota þennan atburð til þess að breiða fyrir þann drullu- sokkshátt bænda að láta fé ganga sjálfala á útnesjum Vest- fjarðakjálkans yfir vetrarmán- uðina til með að fá nokkur atkvæði og e.t.v. Davíð Oddsson. Friðrik er þó ekki í nokkurri hættu og fær eflaust góða kosn- ingu enda með reffilegri mönn- um í flokknum. Veikleiki hans er sá að hann hefur engar klíkur í kringum sig, en það er reyndar einnig hans aðalstyrk- leiki þegar öllu er á botninn hvorft. Og svo er landsfundinum lokið og spyrja má: Hvað hefur gerst? Ég er hræddur um að svarið verði ósköp lítið, þó hefur sjálfsímynd flokksins eflaust styrkst, en spurning er hvort það vegur upp þær efa semdir er grafa um sig að fagnaðarlætin hafi aðeins tíma- bundið breytt yfir veiklcikana, þau hafi ekkert læknað, ekkert styrkt. Baldur Kristjánsson 111 11 fli Wl'IAjl fjTúTi yij lí‘tnihÍ ri Djlikájg Laugardagur 13. apríl 1985 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsslj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur .Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT, Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. r Samvinnu- og félaga- rekstur heppilegur ■ Atvinnurekstur á íslandi skiptist á grófum drátt- um í einkarekstur, samvinnu- eða félagarekstur og ríkisrekstur. Þetta fer vel hvað með öðru. Sérstak- lega er einkarekstur í litlum einingum og félagarekst- ur og samvinnurekstur líklegur til þess að leggja gott af mörkum til góðs samfélags. Hverslags auðhringa- myndun er óheilbrigð og stórar einingar jafnt í einka- sem ríkisrekstri örva framsækni og framtak einstakl- ingsins ekki nægilega. Við eruni nefnilega að tala um alla einstaklinga þegar við viljum örva framtak og áræðni. Við erum ekki bara að tala um fáa ríka einstaklinga. Það kerfi sem elur þá af sér hindrar fyrrnefnda markmiðið. Við þurfum atvinnurekstur þar sem hugvit ein- staklingsins fær notið sín. Smáar einingar þar sem hann er með í því að ráða ferðinni og nýtur góðs af því ef vel gengur og tekur þátt í erfiðleikunum þegar á móti blæs. Við þurfum lítil fyrirtæki þar sern starfsmennirnir eru með í ráðum og geta lagt persónulegan metnað sinn í að vel takist til. Ríkisrekstri hljótum við að halda í lágmarki þar sem of langt verður milli ákvarðana og starfsmanna. Að vísu er ríkisrekstur nauðsynlegur á ýmsum þjónustusviðum en að öðru jöfnu er atvinnurekstur í höndum félaga og einstaklinga æskilegastur. Að vísu má hugsa sér ríkisrekstur þar sem mikil ráð eru í höndum starfsmanna og þeir fái hagnað ef vel gengur. Slíkur atvinnurekstur getur örvað framtak og áræðni einstaklinganna til jafns við hin tvö rekstrarformin. En hvert sem formið er verða eigendur að gæta þess að reka fyrirtækið í samráði og samvinnu við þá sem þar vinna. í öllu falli þurfa starfsmenn að vera vel upplýstir um gang mála. Fyrirtæki ber fyrst og fremst skyldur gagnvart þeim sem hjá því starfa. Velferð fyrirtækisins byggist fyrst og fremst á þeirn sem selja því vinnuafl sitt og þeir hinir sömu eiga lífsafkomu sína og sinna undir því vinnan er aðall hvers manns. Flestar ævistundir fara í hana og í nútíma velferðarsamtelagi verður að gera þá kröfu að traust ríki milli þeirra sem eiga að reka fram- leiðslutækin og hinna sem hjá þeim vinna. Það er til dæmis algert lykilatriði í nútíma samfélagi að fólk fái laun sín á réttum tíma þar sem líf og heill þeirra og fjölskyldna þeirra er undir því komið. Lágmark er þegar erfiðleikaástand skapast í fyrirtæki að samráð sé haft við starfsmenn og leitað sé samþykkis þeirra. Menn eru yfirleitt skuldbundnir fram í tímann og vanefndir á launagreiðslum hafa undantekningalítið alvarleg áhrif á fjárhag einstaklinga, og þar með einkalíf þeirra allt. Það má eiginlega orða þetta allt svo að lágmark sé að stjórnendur fyrirtækja beri virðingu fyrir þeim sem keyra fyrirtækið áfram frá degi til dags. Á þetta hefur stundum skort í einkarekstri þar sem einstaklingar hafa þurft að standa í málarekstri til að innheimta laun sín og fyrir hefur komið að fyrirtæki séu lögð niður eða flutt milli byggðarlaga án þess að hugað sé að hag starfsmanna. Að þessu leytinu til er samvinnu- og félagarekstur r heppilegra form.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.